Tíminn - 23.12.1989, Síða 5

Tíminn - 23.12.1989, Síða 5
Laugardagur 23. desember 1989 Tíminn 5 Blóðbaðið á götum Búkarest endaði í miklum fagnaðarlátum Rúmena: Harðstjóri Blóðbaðið á götum Búkarest á fimmtudag þróaðist yfir í fagnaðarlæti á gærmorgun þegar hermenn tóku sér stöðu með almenningi og hröktu harðstjórann Nicolai Ceausescu frá völdum. Ceausescu flúði forsetahöllin í þyrlu undir hádegi og reyndi að komast úr landi, en var handtekinn á flugvellinum í Búkarest ásamt konu sinni Elenu og syni Nicu. Það var skammgóður vermir því samkvæmt fréttum rúmenska sjón- varpsins þá náði Ceausescu að flýja á ný og var ekki vitað um afdrif hans þegar Tíminn fór í prentun. Harðstjórinn féll þegar einungis fimm dagar voru liðnir frá blóðbað- inu í Timisario þegar fimmþúsund manns voru myrtir af öryggislög- reglu Ceausescus fyrir þær sakir að andæfa harðstjórninni í landinu. Nær óþekktur hershöfðingi Mili- taru að nafni hefur nú með daglega yfirstjórn Rúmeníu að gera þar til ný ríkisstjórn verður mynduð. Ekki er einu sinni vitað hvert fornafn hans er. Þá hefur fyrrverandi utanríkis- ráðherra Rúmeníu, Corneliu Man- escu verið nefndur sem líklegur fyrsti arftaki Ceausescus, en hann hefur tekið þátt í andófi gegn honum að undanförnu. Blóðugir bardagar eru víða um Rúmeníu þar sem hinir illræmdu liðsmenn öryggislögreglunnar verja hendur sínar, en þeir hafa verið verkfæri í ógnarstjórn Ceausescus alla tíð og myrtu börn, konur og gamalmenni með köldu blóði undan- farna viku þegar andófið gegn harð- stjórninni fór að aukast. Eru bardag- ar sérstaklega harðir í borginni Sibiu. Er talið að hermenn taki þátt í átökunum við öryggislögregluna, auk þess sem einhverjar hersveitir sem staðið hafa fyrir grimmdarverk- um að undanförnu eigi nú undir högg að sækja. Eftir hrylling fimmtudagsins þegar fimmtíu manns að minnsta kosti voru myrtir, annaðhvort af öryggis- lögreglu Ceausescu sem skaut úr vélbyssum á mannfjöldann sem krafðist afsagnar harðstjórans, eða voru kramdir undir beltum skrið- dreka, höfðu hermenn fengið nóg. Fjöldi hermanna gekk í lið með almenningi sem hóf mótmælaað- gerðir í býtið í gærmorgun og réðst til atlögu við höfuðstöðvar kommún- istaflokksins. Náðu Ceausescu að forða sér með þyrlu á síðustu stundu og tók þyrlan sig á loft í þann mund sem fólkið náði höfuðstöðvunum á sitt vald. Þegar hér var komið hafði nær allur rúmenski herinn gengið til liðs við almenning í baráttunni gegn Ceausescu og kallaði yfirhershöfð- ingi hersins alla hershöfðingja sína á sinn fund í höfuðstöðvum ríkissjón- varpsins um leið og hann fyrirskipaði öllum hermönnum að hætta öllum aðgerðum gegn almenningi og halda aftur til búða sinna. Sagði hann herinn hafa mikið á samviskunni vegna aðgerða gegn andófsmönnum að undanförnu. Þegar fréttist að Ceausescu hafði ekki komist úr landi fyrirskipaði yfirmaður rúmenska herliðsins í Búkarest hermönnum sínum að handtaka Ceausescu og hvatti rnenn til þess að þyrma lífi Ceausescu svo hægt væri að draga hann fyrir dóm. Þess má geta að varnarmálaráð- herra Rúmeníu framdi sjálfsmorð í gærmorgun þegar hermenn gengu til liðs við almenning, enda bar hann að hluta til ábyrgð á grimmdarverkum undanfarna daga. Sjöþúsund og fimm hundruð andófsmenn sem handteknir voru í mótmælaaðgerðunum undanfarna daga höfðu verið dæmdir til dauða fyrir landráð og er næsta víst að sú staðreynd hefur flýtt fyrir falli Ceausescus. Þá hafa stúdentar sem voru í fararbroddi í atlögunni gegn Ceaus- escu í Búkarest lagt fram hugmyndir að nýrri ríkisstjórn. í hópi ráðherra sem þeir vilja að taki við má finna nöfn hinna frægu rithöfunda Doina Cornea og Dan Petrescu ásamt fyrr- um utanríksiráðherra Rúmeníu, Corneliu Manescu sem Ceausescu vék til hliðar á sínum tíma vegna umbótahugmynda hans og stjórn- málamannsins Silviu Brucan sem var á meðal þeirra er skrifaði undir áskorunarbréf til Ceausescu að hefja 'umbætur í landinu. Reuter/HM Nicolai Ceausescu með veldissprota í hönd á meðan hann hafði fulla stjórn á Rúmeníu með hjálp hinnar illræmdu öryggislögreglu. Nú er harðstjórinn fallinn, en hann slapp þó úr höndum rúmenskra hermanna. 30.000 manns í Kringlunni Kaupmenn eru sammála um að jólainnkaup landsmanna hafi farið seinna af stað en undanfarin ár en svo virðist að kaupmenn í miðbæn- um og í Kringlunni séu sáttir við sinn hlut. Einar Halldórsson fram- kvæmdastjóri Kringlunnarsagði að verslunin hafi verið lífleg undan- farna daga og sagðist áætla að á fimmtudaginn hafi 30 þúsund manns komið í Kringluna en þann dag var opið til klukkan 21:00. Því hefur verið haldið fram að kaupmenn við Laugaveginn hafi misst stóran hlut af innkaupunum vegna kuldanna sem hafa verið. Guðlaugur Bergmann sem er í forsvari fyrir samtökin Gamli mið- bærinn sagði svo ekki vera. Fólk virtist bara hafa klætt sig betur og kaupmenn í miðbænum væru yfir- leitt ánægðir með sinn hlut. „Mið- að við ástandið í þjóðfélaginu og þá verslun sem er almennt þá held ég að við megum mjög vel við una.“ Skýringin á því að innkaup fyrir jólin fóru svo seint af stað virðist helst vera sú að fólk hefur mun minna á milli handanna en áður og veltir verðinu meira fyrir sér. SSH Ekkert lát á bar- dögunum í Panama Ekkert lát er á bardögunum í Panama og á bandaríski herinn í fullu fangi við að verjast árásum stuðningsmanna Noriega hershöfð- ingja þrátt fyrir gífurlegan liðsmun. Harðastir voru bardagarnir í bænum Colon sem er næst stærsta borg Panama, en einnig var hart barist á ýmsum stöðum í Panamaborg. Þar skutu stuðningsmenn Noriega á bandaríska stjórnarráðið og tóku á móti bandarísku hermönnunum sem ganga hús úr húsi í leit að vopnum og stuðningsmönnum Noriegas. Vitað er að tuttugu og einn banda- rískur hermaður er fallinn og rúm- lega tvöhundruð særðir. Fimmtíu og níu panamískir hermenn liggja í valnum, sextíu og sex eru særðir og fimmtánhundruð hafa verið teknir til fanga. Það eru liðsmenn einkasveita Nor- iegas sem halda uppi harðastri and- stöðu og gera allt til að skapa glundroða með gripdeildum. Talið er að Noriega sé enn í Panama þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hafi sett eina milljón bandaríkjadala til höf- uðs honum. Svo virðist sem Bandaríkjamenn séu að tapa áróðursstríðinu á al- þjóðavettvangi, því sífellt fleiri ríki hafa fordæmt innrásina. Hefur George Bush forseti Bandaríkjanna sagst ætla að skýra Mikhaíl Gorbat- sjof persónulega frá ástæðum þess að Bandaríkjamenn gerðu innrás í Panama, en Sovétmenn hafa gagn- rýnt Bandaríkjamenn mjög harka- lega vegna hennar. Reuter/HM Yfirlýsing frá utanríkisráöherra, Jóni Baldvin Hannibalssyni: Harmar beitingu vopna í Panama Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra óskar að taka eftirfar- andi fram í kjölfar atburða í Panama undanfarna daga: íslensk stjómvöld árétta þá stefnu að leysa beri alþjóðleg deilumál með friðsamlegum hætti í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á grundvelli þessarar meginreglu þjóðaréttar er ástæða til að harma að bandarísk stjóravöld hafa talið sig knúin til að beita vopnavaldi í samskiptum sínum við Panama. Bandarísk stjórnvöld hafa skýrt hernaðaraðgerðir í Panama á þann veg, að tilgangur þeirra hafi verið að tryggja öryggi bandarískra ríkis- borgara, koma á lýðræðislegum stjómarháttum á ný í landinu, hindra að samningi ríkjanna um Panamaskurðinn yrði stofnað í hættu og handtaka Manuel Noriega hershöfðingja. Þrátt fyrir að fregnir frá Panama séu óljósar, virðist sem markmið hernaðaríhlutunar Banda- ríkjanna hafi enn sem komið er einungis náðst að hluta. Ófriður geisar enn í landinu og ekki hefur tekist að hafa hendur í hári Norieg- as. Það ástand, sem nú ríkir í Pan- ama, verður hins vegar að skrifast að stórum hluta til á ábyrgð Noriegas. Hershöfðinginn hafði að engu lýð- ræðislegar kosningar í landinu í maí sl., eftir að nefnd hlutlausra aðila, sem skipuð hafði verið til að fylgjast með kosningunum, hafði úrskurðað andstæðingum hans sigurinn í skjóli sjötíu prósenta greiddra atkvæða. Stjórn valdaræningjans Noriegas gat því ekki talist lögmæt. Lýðræðislega kjörinn leiðtogi Panama, Guillermo Endera forseti, hefur nú sest að völdum og hvatt hersveitir Noriegas til að leggja nið- ur vopn. Áskoranir hans hafa ekki borið árangur til þessa. Jafnframt því sem utanríkisráð- herra lætur í ljósi von um að lýð- ræðislegir stjórnarhættir nái að festa rætur í Panama, lýsir hann áhyggjum yfir því ófriðarástandi, sem nú ríkir í landinu. Skorað er á deiluaðila að ráða ráðum sínum með friðsamleg- um hætti, þannig að bandarískt her- lið verði kvatt á brott frá Panama hið fyrsta. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 22. desember 1989

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.