Tíminn - 06.01.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. janúar 1990
Tíminn 5
Ekki gert ut um meirihlutaeign i Samvinnubankanum í gær:
Fundi um bankasöluna
frestað til sunnudags
Stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga kom saman til
fundar á hádegi í gær til að ræða og taka afstöðu til
kauptilboðs Landsbanka íslands í hlutabréf SÍS í Sam-
vinnubankanum. Fundurinn stóð fram á sjötta tímann í
gærkvöldi en þá var honum frestað og ákveðið að halda
honum áfram kl. tíu í fyrramálið. Ekki var því tekin endanleg
afstaða til síðasta kauptilboðs
SÍS í Samvinnubankanum.
Afstaða Landsbankans til málsins
og hringlandaháttur í stjórn hans var
harðlega gagnrýnd á fundinum, en
stjórnendur bankans hafa í tvígang
undirritað samkomulag um kaup á
Samvinnubankanum sem bankaráð-
ið hefur síðan ekki viljað hafa neitt
með að gera.
Á stjórnarfundinum í gær voru
uppi raddir um að hið nýja kauptil-
boð Landsbankans væri í raun illvið-
unandi. Yrði því hafnað þýddi það
skjótan dauða Sambandsins; væri
því tekið, þýddi það hægan dauð-
daga þess.
I gær áttu forstjóri Sambandsins
og nokkrir stjórnarmenn þess fund
með bankastjórum Landsbankans
Landsbankans á hlutabréfum
en mál þetta snertir fleiri aðila en
Sambandið og Landsbankann. Er-
lendir viðskiptabankar Sambandsins
þrýsta nú á um að úrslit fáist í málinu
sem fyrst en verði af sölu Samvinnu-
bankans þykir mörgum sýnt að staða
SlS gagnvart erlendum viðskipta-
bönkum og lánardrottnum muni
styrkjast. Jafnframt er ríkisstjórnin
væntanlega einn aðili málsins hvað
varðar samninga við erlenda lánar-
drottna, hvort sem tilboði Lands-
bankans verður tekið eða hafnað.
- sá
Við upphaf stjórnarfundar SIS í
gær. Forystumenn Sambandsins
bera saman bækur sínar.
Timamynd: Árni Bjarna
Tveggja ára barn var hætt komíð þegar vörubíll brann:
SLAPP MED
SKREKKINN
Eldur kom upp í vörubíl við
bæinn Litlu-Giljá í Sveinstaða-
hreppi í A-Húnavatnssýslu í fyrra-
dag. Drengur á þriðja ári, Gestur
Steingrímsson, var inni í bílnum
þegar eldurinn kom upp en bróðir
hans Smári Steingrímsson sautján
ára gamall, náði að kippa honum
út úr bílnum skömmu áður en
eldurinn náði að læsa sig um allan
bílinn.
Smári var spurður að því hvort
að bróðir hans hefði verið hætt
kominn.
„Það var farið að loga talsvert í
bílnum áður en ég náði honum út.
Fljótlega eftir það gaus eldurinn
upp og húsið varð alelda."
Gestur hefur sem sé sloppið
ómeiddur?
„Já, sem betur fer, en hann varð
mj ög hræddur og grenj aði dálítiö. “
Er bílinn ónýtur?
„Húsið á honum er alla veg.
gjörónýtt."
Er eitthvað vitað um eldsupp-
tök?
„Nei, ekki fyrir víst en okkur
dettur helst í hug að strákurinn
hafi eitthvað verið að fikta í mið-
stöðinni á bílnum."
Smári og Steingrímur Ingv-
arsson faðir hans voru að rífa
gömul fjárhús á Litlu-Giljá þegar
eldurinn kom upp. Vörubíllinn
sem brann hafði verið notaður við
verkið.
- EÓ
í dag er þrettándinn og víða munu menn gera sér dagamun og skjóta upp
flugeldum og horfa á brennur. Lögreglan hvetur foreldra til að vera á
varðbergi gagnvart heimatilbúnum sprengjum en engu slíku var fyrir að fara
hjá þessum stúlkum sem skemmtu sér við stjömuljós á Hellissandi um
áramótin. Tímamynd: Ægir
Gunnar Þorvaldsson formaður framkvæmdastjórnar Arnarflugs segir
erfiðleikana risavaxna og vafa leika á velvild stjórnvalda, en,,,:
Von er svo lengi
sem menn berjast
„Meðan menn reyna og meðan
menn berjast er ennþá von. Vissu-
lega gerir sala þjóðarþotunnar strik
í reikninginn. Þegar ég tók að mér
að að veita þriggja manna fram-
kvæmdastjórn Arnarflugs forystu
gerði ég mér fulla grein fyrír því að
við væmm að takast erfitt verk á
hendur og að félagið stæði mjög
tæpt,“ sagði Gunnar Þorvaldsson
formaður framkvæmdastjómar
Amarflugs í gær.
Gunnar kvaðst hafa talið flugvél-
ina og velvild stjórnvalda hvort
tveggja mjög veigamikla þætti í því
að koma félaginu á rekspöl aftur.
Sér sýndist nú að fyrst stjórnvöld
seldu vélina þá benti það til þess að
a.m.k. ákveðnum ráðherrum væri
ekki of annt um velferð Arnarflugs
og það gerði málið enn erfiðara
viðfangs.
„Við erum þó ekki úr leik. Meðan
við fljúgum og tímaáætlanir standast
þá erum við með í leiknum. Erfið-
leikarnir seinni árin stafa ekki af því
að félagið hafi verið illa rekið heldur
hafa skilyrði þess verið gríðarlega
erfið. Það hefur haft litla og ótrygga
sneið af millilandafluginu. Þess
vegna leysir það ekki vandann í
sjálfu sér að setja meiri peninga í
það eða veita því lánafyrirgreiðslu
þótt það hjálpaði auðvitað tíma-
bundið. Grundvallaratriði er að fé-
lagið fái eðlileg rekstursskilyrði og
svigrúm til starfsemi sinnar," sagði
Gunnar
- Nú hefur verið ákveðið að hin
vélin sem félagið hefur haft í rekstri
og stöðvuð var milli jóla og nýárs,
verði flogið til Bandaríkjanna og
henni skilað, en Arnarflug hafði
vélina á leigu.
Áfram er þó flogið samkvæmt
áætlun, enda hefur félagið á leigu vél
frá Svíþjóð til loka marsmánaðar.
Ljóst er að skuldir Arnarflugs eru
verulegar og að þegar félagið var
endurfjármagnað síðla árs árið 1988
hefði í raun verið mun ódýrara að
setja félagið í gjaldþrot og byggja
nýtt upp á rústunum. Það var hins
vegar vilji stjórnvalda að félagið yrði
sett á vetur því að ekki þótti gott til
afspurnar á alþjóðavettvangi að tvö
íslensk flutningafyrirtæki færu á
hausinn með stuttu millibili.
Nýir hluthafar lögðu talsvert fé í
félagið árið 1988 og er hætt við að
verði Arnarflug gjaldþrota nú, muni
það koma illa við þá og annan
atvinnurekstur þeirra sem er m.a.
blaðaútgáfa.
Stjórnendur Arnarflugs hafa marg
bent á að erfiðleikar félagsins stöf-
uðu fyrst og fremst af því að mjög
væri þrengt að athafnasviði félags-
ins. Síðla árs 1982 hefði samgöngur-
áðuneytið ákveðið svæðaskiptingu í
áætlunar- og leiguflugi til og frá
landinu. Með þessari skiptingu hefði
Flugleiðum verið tryggð einkaaðst-
aða á þeim leiðum sem yfir 80%
farþega ferðast á til og frá landinu.
Inn á þessi svæði hefði Arnarflugi
aldrei verið hleypt. Hins vegar hefði
Flugleiðum ítrekað verið hleypt inn
á þau svæði sem Arnarflugi hafði
verið úthlutað. - sá
Foreldrar:
á varðbergi
Að gefnu tilefni vill lögreglan og
Landhelgisgæslan vara sérstaklega
við hvers konar heimatilbúnum
sprengjum, þar sem þær eru í mörg-
um tilfellum mun hættulegri en fólk
almennt gerir sér grein fyrir.
í dag er þrettándinn og hefur
nokkuð borið á því undanfarin þrett-
ándaköld að unglingar hafi undir
höndum heimatilbúnar sprengjur,
sem geta valdið þeim sjálfum, svo og
þeim sem í nágrenni eru fjörtjóni.
Svokallaðar rörasprengjur eru lífs-
hættulegar og hafa sömu áhrif og
handsprengjur sem notaðar eru í
hernaði. Umbúnaður á heimatilbún-
um sprengjum er oft slíkur að líkur
eru á að þær geti sprungið í höndum
þeirra. sem ætla að nota þær. Flestir
þeirra sem verða fyrir slysum af
heimatilbúnum sprengjum eru þeir
sem eru að búa þær til. Því er skorað
á foreldra að vera á varðbergi og þá
unglinga sem hafa undir höndum
efni til tilbúnings á sprengjum, eða
tilbúna sprengju að afhenda þær á
næstu lögreglustöð. - ABÓ