Tíminn - 06.01.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Laugardagur 6. janúar 1990
AÐ UTAN
Grikkland á barmi
gjaldþrots
Það er víðar en á íslandi sem er svart í álinn í
efnahagsmálum. Grikkir sjá nú fram á það að gjaldþrot
ríkisins blasi óhjákvæmilega við nema því aðeins þeir grípi
snarlega til stórfelldra efnahagsaðgerða sem koma illa við
pyngju hvers manns. Þeir segja margra ára óstjórn í
efnahagsmálum, í forsætisráðherratíð sósíalistans og hag-
fræðingsins Andreas Papandreou, nú taka tollinn sinn.
Der Spiegel greinir frá ástandinu fyrir skemmstu.
Tvennar þingkosningar á
órfáum mánuðum og þær
þriðju í vændum
Marina Disi er 38 ára, fyrsti og
eini þingmaðurinn sem grískum
græningjum hefur tekist að koma á
þing. Eftir harða og stranga kosn-
ingabaráttu uppskar hún laun erf-
iðisins í kosningum sem fram fóru
5. nóvember en óvíst er hversu
löng þingseta hennar verður.
Það var ekki liðinn nema sólar-
hringur frá því hún sór hollustueið-
inn þegar Grikkir stóðu frammi
fyrir því að þing yrði rofið og enn
einu sinni yrði að ganga til kosn-
inga, í annað sinn á örfáum mánuð-
um. í annað skipti síðan í sumar
höfðu Grikkir greitt þannig at-
kvæði að enginn einn flokkur fékk
hreinan meirihluta og enginn gat
myndað ríkisstjórn.
21. nóvember komu svo foringj-
ar fhaldsmanna, sósíalista og
kommúnista sér saman um að
styðja bráðabirgðastjórn þar til
kosningar fara fram að nýju, en
það verður í fyrsta lagi í apríl á
næsta ári. Það hefur nefnilega
komið í Ijós í skoðanakönnunum
að gríska þjóðin er ákaflega andvíg
því að ganga strax aftur að kjör-
borðinu samkvæmt kjörorðinu að
halda skuli áfram að kjósa þangað
til þjóðin loks kýs rétt.
Dæmalaus óstjóm í mórg ár
Það þolir enga bið að leysa öll
þau vandamál sem hneykslisstjórn-
in undir forystu sósíalistans Andre-
as Papandreou hefur hrúgað upp
síðustu árin. Þar að auki hefur
bráðabirgðastjórn íhaldsmanna og
kommúnista ekki tekist á undan-
förnum mánuðum að taka til í
þeim safnhaug, hún hefur fyrst og
fremst verið önnum kafin við að
fást við ný og ný mál.
Grikkland er aðili að Evrópu-
bandalaginu en efnahagur landsins
er nú að hruni kominn eftir margra
ára dæmalausa óstjórn. Að sögn
þekkts grísks hagfræðings er nú
mikil hætta á að „Grikkland sláist
í hóp með löndum Rómönsku
Ameríku" ef ekki verða tafarlaust
gerðar róttækar umbætur í efna-
hagsmálum. Og talsmenn Evrópu-
bandalagsins hafa sagt að grískt
efnahagsástand sé „áhyggjuefni".
Ríkissjóður gaitómur
Ríkið er tæpast fært um að
greiða embættismönnum og lífeyr-
isþegum það sem þeim ber. For-
svarsmenn ríkissjóðs leita nú log-
andi ljósi að 300 milljón dollara
erlendu láni til að fleyta sér yfir
það alnauðsynlegasta fram að ára-
mótum. Ríkisskuldabréf og ný
skuldabréfalán - þau fimmtu á
þessu ári - áttu að hjálpa til að
komast yfir bráðnauðsynlega
fjármuni, áður en Ríkisbankinn
verður að fara fram á „gjaldfrest
fyrir ríkið“ eins og það er orðað í
grísku blaði.
Þar fyrir utan er landið þegar
veðsett langt umfram eignir. Opin-
ber ríkissjóðshalli nemur meira en
20 prósentum brúttóinnanlands-
framleiðslu og er það langhæsta
hlutfall sem þekkist í Evrópu-
bandalagslöndum. Því sem næst 60
prósent ríkistekna eru þegar frá-
tekin til greiðslu skulda.
Allir verða að vinna launalaust
í eitt ár ef á að takast að greiða
Hagfræðingur Evrópubanda-
lagsins hefur reiknað út að með 25
milljarða dollara erlendar skuldir á
bakinu verði hver einasti 10 millj-
óna Grikkja að vinna heilt ár án
þess að fá nokkur laun og þar með
að neita sér um alla neyslu til að
borga af skuldunum.
Astæðurnar til þessarar gífur-
legu skuldasöfnunar er ekki bara
að finna í óhóflegum útgjöldum til
félagslegrar þjónustu og tilslakana
sem Papandreou forsætisráðherra
hefur árum saman beitt til að halda
ríkisstarfsmönnum góðum. Þessi
fyrrverandi prófessor í hagfræði
hefur fyrst og fremst lagt ríkið í
rúst með því að blása óendanlega
út skrifræðisbáknið.
Óskaplegt opinbert bákn
sem þenst sífellt út
Undir stjórn sósíalista stækkaði
embættismannaherinn um þriðj-
ung, 270.000 manns, og var þó
óhemju fjölmennur fyrir. í þessari
tölu eru þó ekki meðtaldir 180.000
ríkisstarfsmenn á tímakaupi. Bara
á líðandi ári bauð Papandreou
96.000 umsækjendum tímabundið
starf í opinberri þjónustu í örvænt-
ingarfullum tilraunum sínum til að
hanga við völd, þrátt fyrir öll
spillingarhneykslin.
Það er sama sagan hjá ríkisfyrir-
tækjum með sína 167.000
starfsmenn. Þrátt fyrir miklar
Nú binda Grikkir helst vonir við að
Xenophon Zolotas, 85 ára fyrrver-
andi Ríkishankastjóri, verði bjar-
gvættur þjóðarinnar.
gjaldskrárhækkanir hefur tapið á
þeim þrefaldast síðan 1985, og það
er fyrst og fremst vegna hinnar
hóflausu fjölgunar á starfsmönn-
um. Hjá ríkisjárnbrautunum er
launaliðurinn einn þegar þrefalt
hærri en tekjurnar sem inn koma.
Á kostnað skattborgaranna er
haldið lífinu í yfir 40 iðnaðarfyrir-
tækjum sem skulda meira en þau
standa undir. Þessi fyrirtæki hirtu
sósíaiistar af eigendum sínum til
að koma skikki á reksturinn - sem
hefur síður en svo tekist.
Þar er verðbólgan mest
og framleiðnin minnst í EB
Hinn útblásni opinberi geiri, sem
nemur meira en helmingi alls efna-
hags landsins, sogar ekki einungis
til sín frá einkarekstri bráðnauð-
synlegt fjármagn heldur kyndir líka
með taprekstri undir verðbóig-
unni. Grikkland er í efsta sæti af
Evrópubandalagsríkjum í verð-
bólgu með 16 prósenta verðhækk-
unum, þrisvar sinnum meiri verð-
bólgu en að meðaltali í Evrópu-
bandalagslöndum. Verðgildi
drökmunnar er nú aðeins fjórðung-
ur af því sem var 1981, þegar
Papandreou komst til valda. Aftur
á móti eru Grikkir í neðsta sæti
þegar borin er saman framleiðni,
og þá er ekki bara borið saman við
önnur ríki Evrópubandalagsins
heldur öll OECD-löndin.
Allt þetta æsir til fjármagnsflótta
í stíl Suður-Ameríkuríkja. Grikkir
hafa komið til varðveislu í erlend-
um bönkum 7,5 milljörðum doll-
ara. Varla einn einasti Grikki fjár-
festir í eigin landi, fjárfestingarnar
eru minni en fyrir 12 árum og
iðnaðarframleiðslan er minni en
1980.
Síðast en ekki síst gufa líka upp
hagsbæturnar sem ráðamenn í
Aþenu höfðu gert sér vonir um við
inngönguna í EB og nutu líka góðs
af til að byrja með. Vegna þess að
þeir eiga ekki menn í æðstu stöðum
í bandalaginu og vegna tíðra
stjórnarskipta og slælegrar efna-
hagsstjórnunar geta Grikkir ekki
gert tilkall til þeirrar aðstoðar sem
þar er fyrir hendi til að kosta
svæðisþróunar- og Miðjarðarhafs-
verkefnisín.
Nú er það þjóðin sem borgar
ffyrir svallið
Eftir tveggja vikna árangurs-
lausa leit að fjármagni til láns
komu bráðabirgðastjórnarflokk-
arnir sér saman um að mynda
sérfræðingastjórn undir forsæti
fjármálasérfræðingsins Xenophon
Zolotas, 85 ára gamals fyrrum
yfirbankastjóra Ríkisbankans, til
að komast hjá yfirvofandi ríkis-
gjaldþroti.
Hvort öldungurinn getur sigrast
á hættunni er dregið í efa. En þar
sem hann þarf ekki að biðla til
kjósenda um atkvæði hefur hann
fyrirskipað löndum sínum, sem
vanist hafa dekri í formi kosninga-
gjafa, að bergja beiskan bikar.
Geysilegur niðurskurður út-
gjalda á að brúa ríkishallann. Sett
hefur verið bann á mannaráðning-
ar í opinberri þjónustu. Á tekju-
skatt 1989 verður lagt sérstakt 5%
gjald. Skattahækkanir hæka verð á
bensíni og olíu til húsahitunar,
sígarettum og áfengi. Bændur, sem
hafa efnast að undanförnu sökum
niðurgreiðslna frá Evrópubanda-
laginu og hafa verið undir verndar-
hendi Papandreous, eru nú í fyrsta
sinn skattskyldir. Þá hækka póst-
og símagjöld, rafmagns-, vatns- og
umferðargjöld um 15 til 40%.
„Nú er það þjóðin sem borgar
fyrir svallið,“ segir í gríska blaðinu
„Ethnos". Blað sósíalista, „Niki“,
spyr hvort Grikkir, sem svo lengi
hafa vanist dekri, þurfi nú kannski
allir á sálfræðiþjónustu að halda.
Ástralía er óvarið meginland:
Rándýr og tímafrek heræf ing
reyndist algerlega misheppnuð
I mestu heræfingum til þessa hafa Ástralir komist að raun um að ekki er gerlegt að verja risastóm eyjuna þeirra Astralskur hermaður á heræfingunni sem mistókst svo herfilega.
Peter Gration hershöfðingi varð að viðurkenna sig
sigraðan. Fjandsamlegar skyndiárásarsveitir höfðu skotið
niður æðsta herforingja Astralíu og auk þess marga
háttsetta starfsbræður hans.
Ljósmyndir sanna þessa smán. Óvinirnir, úrvalsbardaga-
menn í „Special Air Service“, höfðu skotið með myndavél-
um og aðdráttarlinsum í stað skotvopna.
Útrýming æðstu herforingjanna Þar °g óbardagahæft vegna
var samt sem áður ekki mesti
skaðinn sem hinir velvopnuðu verj-
endur áströlsku heimsálfunnar
urðu fyrir af hendi nokkurra
hundruða árásarmanna. Stærsta
heræfing Ástralíu á friðartímum,
Kengúra 89, stóð í tvo mánuði og
kostaði 225 milljónir ástralska doll-
ara, en var algerlega misheppnuð.
Að vísu heppnaðist - og hvern
undrar það? - að gera óvininn
óvirkan, „niðurrifsöflin frá Kamar-
íu“ eins og Ástralíumenn eru vanir
að kalla æfingaandstæðinga sína,
og var það samkvæmt fyrirfram-
gerðri áætlun. En herinn, sem taldi
25.000 ástralska og meira en 2000
bandaríska verjendur, varð að þola
skelfilegt tap.
Eyðimerkurhiti og hitabeltis-
sjúkdómar
Tilraunin til að verja mikilvægar
efnahags- og hernaðarstofnanir á
norðurströndinni gegn skyndiárás-
um strandhöggsmanna mistókst.
Varaliðið, sem flutt var í norður-
hluta landsins var óvant loftslaginu
eyðimerkurhita og hitabeltissjúk-
dóma.
Afleiðingin af því var hernaðar-
leg mistök. Þau alvarlegustu áttu
sér stað í bækistöð flughersins þar
sem velvopnaðir innrásarmenn á
jeppum mættu um miðja nótt og
„eyðilögðu" nýtískulegustu bar-
dagaflugvélar Ástrala, árásarflug-
vélar af gerðinni F-18 sem fengnar
voru frá Bandaríkjunum.
Skýrslan sem Gration hershöfð-
ingi gaf eftir æfinguna var hin
dapurlegasta. Niðurstaða hans var
sú að „gegn minni háttar ógnunum
getum við varið Ástralíu með þeim
útbúnaði sem við höfum nú“. En
ef vel ætti að vera þyrfti a.m.k.
150.000 manns, 50% fleiri menn
undir vopnum en ástralska stjórnin
hefur nú yfir að ráða og er þá
varaliðið meðreiknað, til að verja
7000 km langa norðurströndina.
Varnarkenning Ástrala, sem
endurskipulögð var 1987 og hljóm-
ar upp á að landið skuli varið með
eigin hermönnum meðfram útjöðr-
um ríkisins, reyndist algerlega
ónothæf.
Ástralir haf a verið iðnir við að
taka þátt í styrjöldum annarra
Allt frá því Bretar settust að í
Ástralíu 1788 hafa Ástralíumenn
ekki gefið neinum öðrum eftir í
baráttugleði og hafa verið óþreyt-
andi að úthella blóði sínu fyrir
bresku krúnuna.
Á síðustu öld börðust ástralskir
sjálfboðaliðar á vígvöllum allt frá
Nýja Sjálandi til Suður-Afríku. í
báðum heimsstyrjöldunum veitti
áströlsk „Imperial Force“ aðstoð
sína við að vinna sigur á Þjóðverj-
um og bandamönnum þeirra.
Af 400.000 áströlskum sjálf-
boðaliðum sem tóku þátt í fyrri
heimsstyrjöld voru 60.000 drepnir
og 215.000 særðir. Fimmta heims-
álfan lagði af mörkum 700.000
stríðsmenn til baráttunnar gegn
möndulveldunum Berlín-Tókýó,
en það var næstum því 10% allrar
áströlsku þjóðarinnar.
Eftir 1945 börðust Ástralíumenn
í Kóreu, Malasíu og Norður-
Borneó. Yfirvöld í Canberra héldu
sig við kenninguna um að sókn sé
besta vörnin. Ef hætta steðjaði að
hagsmunum Ástrala skyldu þeir
bægja henni frá eins langt frá
heimahögunum og helst var mögu-
legt, og í bandalagi við banda-
menn. I Víetnam börðust Ástralir
samkvæmt þessari kenningu í
fyrsta sinn án Breta - og töpuðu
við hlið Bandaríkjamanna.
Breytt heimsmynd neyddi
Ástrali til að breyta um
varnarstefnu
Tvenns konar heimspólitísk
þróun neyddi Ástrali til að endur-
skoða þessa kenningu sína. Víet-
nam-áfallið dró úr vilja yfirvalda í
Washington til að láta draga sig inn
í fleiri svipuð ævintýri í þriðja
heiminum. Þar að auki dró batn-
andi sambúð austurs og vesturs á
þessum áratug úr líkunum á því að
ágreiningur í Suður-Kyrrahafi,
sem vissulega er hernaðarlega
mikilvægt, leiddi til afskipta risa-
veldanna og færði Ástralíu undir
beina hernaðarvernd Bandaríkj-
anna.
Samhliða því að fyrrum forkólf-
ar andstæðra fylkinga í heiminum
drógu sig í hlé greiddi það fyrir
myndun nýrra valdamiðstöðva á
afmörkuðum svæðum heims.
Kína, Japan, Indland og nágranna-
ríkið Indónesía (sem er stöðugur
miðpunktur ástralskra öryggis-
áhyggju og í rauninni æfingaóvin-
urinn Kamaría), hafa komið sér
upp möguleikum á smíði kjam-
orkuvopna. Byltingar á Fidji-eyj- .
um, órói á frönsku Nýju Kaledóníu
og hin ótrygga framtíð bandarískra
bækistöðva á Filippseyjum sýna
fram á, að áliti yfirvalda í Can-
berra, að uppspretta átaka færist
alltaf nær þessu meginlandi sem
fyrr var svo fjarri umheiminum.
Til að verjast mögulegum árásar-
öflum verður að kaupa vopn og
hátæknibúnað að virði sem svarar
yfir 25 milljörðum ástralskra doll-
ara fyrir ástralska herinn, sam-
kvæmt tíu ára áætlun.
Á innkaupalistanum eru raf-
eindanjósnatæki, m.a. þrjú ofur-
ratsjártæki sem „sjá“ yfir sjón-
deildarhringinn, og kosta þau
samtals 500 milljónir ástralskra
dollara. Jafnmikið á hver hinna
átta nýju freigáta að kosta og alls
fjóra milljarða dollara kosta 6
kafbátar sem pantaðir hafa verið
frá Svíþjóð.
Ástralir vilja ekki
kjarnorkuvígbúast
Hin lélega útkoma af heræf-
ingunum fær hin áætluðu risavöxnu
vopnakaup til að líta út sem rán-
dýra stuðningsaðgerð fyrir vopna-
iðnaðinn heimafyrir, sem er ætlað
að kaupa mest af útbúnaðinum
skv. einkaleyfi. Gagnrýnendur
halda því fram að hægt sé að þjóna
vamarhagsmunum Suður-Kyrra-
hafsins með notuðum hergögnum.
Þeirri athugasemd að „land á
stærð við Bandaríkin en einungis
með svipaðan íbúafjölda og New
York ríki“ geti ekki varið sig án
hátæknivopna er svarað á þann
hátt að ríki sem nær yfir heilt
meginland sé aðeins hægt að sigra
í kjarnorkustríði.
En Ástralir vilja ekki væðast
fyrir kjarnorkustríð.