Tíminn - 06.01.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Laugardagur 6. janúar 1990'
FRETTAYFIRLIT
MOSKVA -MikhaílGorbat-
sjof forseti Sovétríkjanna mun
halda til Litháens í næstu viku
til að ræða við leiðtoga komm-
únistaflokksins þar sem hefur
sagt skilið við kommúnistaflokk
Sovétríkjanna. Hefur Gorbat-
sjof hætt við alla fundi með
erlendum stjórnmálamönnum
vegna ástandsins heima fyrir.
AUSTUR-BERLÍN
Stjórnarandstaðan í Austur-
Þýskalandi sakaði kommúnist-
aflokkin um að notfæra sér
nasistagrýluna til að endur-
reisa hina illræmdu öryggislög-
reglu. __
SOFÍA - Allsherjarverkfall
Búlgara sem berjast gegn lög-
um um trúfrelsi tyrkneska
minnihlutanum til handa lam-
aði fjölda verksmiðja og versl-
anir voru víðast hvar lokaðar.
Þá lögðust almenningssam-
göngur af í nokkrum borgum á
meðan verkfallinu stóð.
BÚKAREST - Fólk er enn
að látast af sárum sínum eftir
hina hörðu bardaga sem fylgdu
byltingunni í Rúmeníu um jolin.
SUKKUR - Pakistanskar
björgunarsveitir hafa náð síð-
ustu líkunum úr braki farþega-
lestar sem rakst á vöruflutn-
ingalest í fyrradag. Alls létust
284 í þessu versta lestarslysi í
sögu Pakistan.
PRAG - Hin nýja ríkisstjórn
Tékkóslóvakíu hefur hvatt
Tékka og Slóvaka sem yfirgef-
ið hafa landið um að flytja heim
á ný og taka þátt i endurreisn
landsins eftir fall kommúnism-
ans.
SEOUL - Roh Tae-woo fors-
eti Suður-Kóreu hefur ráðist til
atlögu við spillingu innan eigin
flokks til að svara kröfum al-
mennings um umbætur í
suðurkóreskum stjórnmálum.
DOHOUBA - Herinn í Lí-
beríu sem nú reynir að brjóta
á bak aftur byltingartilraun
gegn Samuel Doe forseta,
kveiktu í húsum í þorpum er
liggja að landamærunum að
Fílabeinsströndinni og hafa
hrakið íbúana á skóggang.
BRUSSEL - Árið í fyrra var
væaast sagt blóðugt fyrir
blaðamenn og hafa aldrei fleiri
blaða- og fréttamenn verið
drepnir, eða alls fimmtíu og
átta. Flestir hafa veriö drepnir
í Kólumbíu, en einnig hafa
fréttamenn fallið í átökunum í
Panama. El Salvador, Burma
og Rúmeníu. Hefur Alþjóða
blaðamannasambandið nú
gefið út handbók til þeirra frétt-
amanna sem eru ao störfum á
hættuslóðum.
lllllllllllll ÚTLÖND llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Kína:
Gamlar konur njósna
fyrir öldunga Dengs
í öngstrætum Xinyuan-hverfis
í noröausturhluta Peking er
Wang Shuqing amma allra. Hún
leysir deilur, leggur blessun sína
yfir barneignir og sér til þess að
allir séu hreinir og snyrtilegir.
Nú hefur hún fengið eitt verk-
efnið í viðbót, það að vera augu
og eyru hinna öldnu harðlínum-
anna sem öllu stjórna í Kína.
í raun og veru hefur Stóri bróðir
leitað aðstoðar hjá stóru systur. En
spurningin er hvort hún sýnir of
mikla linkind.
Fylgja fyrirmælum
stjórnvalda
Eftir að lýðræðishreyfingin var
brotin á bak aftur af fullri hörku í
júnímánuði síðastliðnum hafa
hverfanefndir aldinna kvenna fengið
þau fyrirmæli frá stjórnvöldum að
fylgjast grannt með grönnum sínum,
hvort þeir sýni merki um pólitísk
frávik.
f öngstrætunum, sem eru heim-
kynni mikils meirihluta Pekingbúa,
rölta sveitir þessara gömlu kvenna
frá einni lítilli íbúðinni til annarrar
og spyrja: „Hvað varst þú að gera
meðan uppreisnin stóð yfir? Hvað
var nágranni þinn að gera? Þekkirðu
einhvern sem hafði samúð með and-
byltingarmönnum? Eru nokkrir and-
byltingarmenn í felum hér?“
Wang, gráhærð kona sem helst
minnir á strangan skólastjóra í heim-
avistarskóla stúlkna, er formaður
nefndarinnar í Xinyuan. Sú nefnd
hefur umsjón með 700 heimilum
sem hvert um sig er merkt inn á kort
í snyrtilegu skrifstofunni hjá Wang.
Fyrirmælunum
samviskusamlega
framfylgt
Það er vafamál að nokkur tor-
tryggileg manneskja kæmist inn í
hverfi Wangs án hennar vitneskju.
Sjálflroðaliðar með rauð bönd um
upphandlegg eru á eftirlitsferðum
um hverfið sólarhringinn á enda og
gefa samviskusamlega skýrslur um
það sem fram fer. Það væri algerlega
útilokað fyrir flóttamann sem aðhyll-
ist lýðræði að felast á umráðasvæði
Wangs einhvern tíma.
Upplýsingar eru skráðar í smáatr-
iðum á veggspjöld, sem hanga til
hliðar við önnur veggspjöld þar sem
almenningur er hvattur til að „elska
herinn“ og virða Kommúnistaflokk-
inn. Upplýsingunum er s'íðan komið
til Wang Bingkun, feitlagins, rúm-
lega fimmtugs manns, sem er yfir-
maður 54 slíkra nefnda sem í starfa
90.000 manns.
Gömlu konurnar vilja
íbúum hverfisins
síns vel
En þó að halda mætti að Wang og
hinar fjórar rosknu konurnar sem
vinna með henni hafi illt eitt í hyggju
eru þær ekki alger skrímsli. Wang
vill íbúum hverfisins síns vel og lítur
greinilega á þá sem undir sínum
verndarvæng. Hún stendur á því
fastar en fótunum að aðeins einn
maður á hennar svæði hafi verið
með í götumótmælunum í júní, sem
er heldur ótrúlegt þar sem helmingur
Pekingbúa hélt til á götum úti meðan
óeirðirnar stóðu.
„í mínu hverfi er fólkið gott. Það
gerði ekkert, fólkið í mínu hverfi.
Það var bara einn maður eftirlýstur
og hann játaði ótilneyddur," segir
hún. En varkárt augnaráð hennar
gefur til kynna að henni hafi verið
kunnugt um heilmargt fleira en hún
lætur uppi.
Jafnvel embættis-
mennirnir trúa ekki
áródri stjórnvalda
Að nokkru leyti endurspeglar hún
greinilegan skort á sannfæringu sem
allt kínverska skrifræðiskerfið þegar
um er að ræða áróðursherferð
stjórnvalda. Þetta viðhorf kemur
jafnvel greinilega fram hjá þeim sem
falið var að vera í fararbroddi í
áróðrinum.
Sem dæmi má nefna að yfirmaður
Wangs viðurkennir að þó að „megin-
verkefni okkar eins og er sé að segja
almenningi sannleikann um óróann
... gera erlendir fjölmiðlar mér það
einkar erfitt að vinna mitt verk. Þeir
halda því fram að svona margt fólk
hafi látið lífið, þetta hafi gerst og
hitt, og almenningur trúir þeim.“
Hann er ekki sannfærandi þegar
hann heldur því fram að „þegar við
segjum fólki sannleikann breytir það
mjög fljótt um skoðun.“
Skemmtilegra að
stjórna heimilishaldi
nágrannanna
Wang kýs margfalt heldur hina
hliðina á hlutverki sínu, þá að vera
með nefið niðri í hvers manns koppi.
Á hverjum degi fer hún og hinar
fjórar gömlu konurnar í óvæntar
heimsóknir til hátt á annan tug
fjölskyldna. Þarganga þærúrskugga
um hvort heimilishaldið er snyrtilegt
og í góðum skorðum. Þær kynna sér
hvort um ósamlyndi geti verið að
ræða í fjölskyldunni.
Þær spyrjast fyrir um heimilisað-
stæður nágrannanna. Þær fylgjast
með lífi granna sinna í þvílíkum
smáatriðum að jafnvel tíðahringur
kvennanna er undir smásjá hjá þeim
til að tryggja að enginn sé að bera
sig til við að brjóta lögin um aðeins
eitt barn í fjölskyldu. Á ári hverju
úthluta yfirvöld þeim vissum fjölda
barna sem mega fæðast í hverfinu.
Síðan ákveða gömlu konurnar hvaða
hjón mega eignast barn og verði
einhver óverðug kona barnshafandi
telja þær hana á að fá fóstureyðingu.
Ef ósamlyndi er innan fjölskyldu
- t.d. ef móðir og faðir eru ekki á
einu máli um hvaða skólanám barn
þeirra skuli stunda - fellir götu-
nefndin úrskurð í málinu og þeim
dómi verður ekki áfrýjað.
Nefndinni er uppálagt að útskýra
stefnu stjórnvalda fyrir íbúunum í
hverfinu, fylgjast með siðferðisstyrk
þeirra og sjá til þess að fyrir hendi
séu þægindi svo sem reiðhjólastæði.
Misjafnt gengi
götunefndanna
Götunefndirnar hafa verið óað-
skiljanlegur hluti af borgarhverfa-
skipulagi í Kína allt frá því kommún-
istar komust til valda fyrir 40 árum.
Á dögum Maós urðu þær valdamikl-
ar þar sem þeim var beitt sem
verkfærum flokksins til að framfyl-
gja stefnu hans. Síðustu 10 árin, á
tímum efnahagslegra umbóta og
opnunar gagnvart umheiminum,
hefur dregið úr mikilvægi gömlu-
kvennasveitanna. En núverandi ell-
iforysta við völd í Kína hefur snúið
aftur til gamallar hugmyndafræði,
gamalla siða - og gamalla kvenna -
til að halda völdunum.
J jöldai morð
í Súdan
Að minnsta kosti sexhundruð
manns, þar af fjöldi kvenna og
barna, hafa verið drepnir í átökum
stríðandi ættbálka í miðhluta Súdan.
Átökin eru milli súdanskra múslíma
af arabakyni og blökkumanna sem
ekki játa íslamska trú, en borgara-
styrjöldin í Súdan hefur einmitt
staðið milli stjórnarhersins í Kharto-
um sem stjórnar er af múslímum og
skæruliðum í suðurhluta landsins.
Erlendir erindrekar og starfsmenn
hjálparstofnanna sem starfa í þess-
um slóðum skýrðu frá þessum átök-
um.
Súdanskir skæruliðar segja að í
þessum átökum hafi sveitir herlög-
reglu múslíma myrt rúmlega tvöþús-
und manns sem ekki játa íslam, í
bænum el-Gebelein.
Að sögn erlendra sendimanna í
Súdan voru flestir hinna föllnu af
ættbálki Nilotik Shilok, sem er ásamt
Nuir þjóðinni og Dinka ættbálkun-
um, helstu ættbálkarnir í suðurhluta
Súdan.
Indverjar að krókna
Vegna óvenju mikilla kulda á
Indlandi hafa á annað hundrað
Indverja króknað úr kulda. Þá
munu rúmlega hundrað manns
sofnað svefninum langa í Bangla-
desh vegna kuldakastsins.
Gert er ráð fyrir að mun fleiri
eigi eftir að deyja í kuldakastinu.
þvf spáð er að hitastigið verði
áfram rétt yfir frostmarki og köld
þoka muni liggja yfir norðurhluta
Indlands og Banglahdesh.
Þokan hefur raskað mjög öllum
samgöngum, hvort sem um er að
ræða flugsamgöngur, iestarsam-
göngur eða rútubílasamgöngur.
Noriega hafnar
lögsðgu Banda-
rísks dómstóls
Manuel Noriega fyrrum leið-
togi Panama sem Bandaríkja-
menn tóku höndum í Panama
fyrir tveimur dögum og fluttu til
Bandaríkjanna þar sem hann er
sakaður m eiturlyfjasmygl, segir
að bandarískir dómstólar hafi
ekki lögsögu til að dæma í hans
málum. Noriega segist þar á ofan
saklaus af öllum ákærum og segjir
að innrás Bandaríkjamanna í Pa-
nama ólöglega með öllu.
Þetta kom fram þegar Noriega
var leiddur fyrir dómstól í Miami.
Ungverskt
Watergate
hneyksli?
Tvenn samtök ungverskra stjórn-
arandstæðinga segja að ungverskt
Watergate hneyksli sé í uppsiglingu
og hafa krafist þess að innanríkisráð-
herra landsins segi af sér.
Leiðtogar Bandalags demókrata
og ungliðasamtökin Fidesz lögðu
fram skjöl á blaðamannafundi sem
þeir segja sanna að innanríkisráðu-
neytið hafi stundað njósnir til að
fylgjast með stjórnarandstæðingum,
allt frá því umbótahreyfingin fór af
stað í Ungverjalandi fyrir rúmu ári.
Bardagar
í Eþíópíu
Skæruliðar í vesturhluta Eþíópíu
segjast hafa drepið um það bil þús-
und stjórnarhermenn í hörðum bar-
dögum á fimmtudaginn. Ný útvarps-
stöð tiltölulega óþekktra skæruliðas-
amtaka, Þjóðfrelsisfylkingu Oromo,
skýrði frá því að skæruliðar hefði
tekið rúmlega hundrað hermenn
höndum og dært tvöhundruð í
átökunum sem áttu sér stað við
bæinn Asosa nærri landamærunum
að Súdan.
Skæruliðar Þjóðfrelsishreyfingar
Oromo hefur barist gegn stjórnar-
hernum í Eþíópíu frá árinu 1973 og
segjast ætla að binda endi á ánauð
Oromo ættbálksins í vestur og suður-
hluta Eþíópíu.
Þá áttu skæruliðar Þjóðfrelsisfylk-
ingar Tíger í átökum við stjórnarher-
inn við bæinn Jihut í Shoa héraði í
norðurhluta Eþíópíu á sunnudaginn
og felldi skæruliðar rúmlega tvö-
hundruð manns.
Ekki er vitað um mannfall skæru-
liða.