Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 8
16 i HELGIN lllllll í TIMANS RÁS Hallur Magnússon Allt niðrum Moggann í Panama Það gagnmerka blað Morgunblaðið hefur löngum verið mér hin mesta skemmtan. Sérstaklega hafa hinar “hlutlausu og óhlutdrægu” erlendu fréttir blaðsins vakiö kátínu mína. Þar hefur blaðið verið kaþólskara en páfinn hvað varðar málefni er snerta Bandaríkin. Sumir myndu segja að Mogginn væri með undirlægjuhátt gagnvarl Banda- ríkjamönnum. A hinn bóginn hefur Mogginn verið iðinn við það að vella sér upp úr öllu sem miður hefur farið í ríkjum Austur-Evrópu, reyndar öllum ríkjum sem hugsanlega hefur verið hægt að bendla við sósíalisma eða kommúnisma. Þar hefur Mogginn málað skrattann á vegginn við hvert lækifæri og hlakkað yfir óförum. Þessi undarlegheit Moggans töldu sumir liðna tíð, enda hefur hann verið laginn viö aö fela innræti sitt í hlutleysislegu yfirbragði og komið áróðri sínum lúmskt á framfæri. Ein aðferðin hefur verið að minnast alltaf á nafn Sovélríkjanna í fyrirsögnum þegar slæm tíðindi berast úr austrinu, en hins vegar forðast að nefna á nafn það “illa heimsveldi” , eins og Reagan fyrrum stórstjarna á síðum Moggans kailaði Sovétríkin, þegar jákvæðar fréltir hafa borisl úr austurvegi. A hinn bóginn forðast Mogginn að nefna Bandaríkin á nafn í fyrirsögnum þegar neikvæða fréttir hafa borist úr Vesturheimi, en hins vegar lauma nafni þessa draumaríkis Aðalstrætispressunnar inn í fyrirsagnir frétla er Ijalla um jákvæða hluti. Þessi jafnvægislist Moggans hefur gengið að meslu slysalaust undanfarin misseri og einungis hægt að sjá þessa hlutdrægu fréttamennsku Moggans ef fólk er meðvitaö um áróðurstæknina. Hins vegar hefur Mogginn nýlega heldur betur misst niðrum sig buxurnar og komið fram fyrir alþjóð með allt á hælunum. Enda bárust mikil tíðindi bæði úr austurvegi og Vesturheimi. Alþjóð hefur fylgst með í fjölmiðlum hvernig gerræðis- stjórnskipulag austantjaldsríkjanna hefur hrunið eins og spilaborg á ótrúlega skömmum tíma. Hafa allir þeir er bera lýðræði fyrir brjósti fagnað þeirri umbótaþróun sem orðið hefur og vart trúað sínum eigin augum þegar kúgaðar þjóöir Mið- og Austur-Evrópu hafa tekið hvert sjömílnaskrefið mót lýðræði á fætur öðru. Ný og jákvæðari heimsmynd hefur risið á nokkrum vikum. Þessu heíði Mogginn átt að fagna mjög, enda búinn að eyða miklu púðri í að halda kommagrýlunni uppi á síöum sínum. En þrátt fyrir gleöihjóm á síðum Moggans yfir tiltölulega friðsamlegum valdatökum um- bótasinna í austantjaldsríkjun-um, þá mátti finna vonbrigðistón. Vondu kommarnir voru ekki nógu vondir og gáfu völd sín eftir án nokkurra blóðsúthellinga. Slíkt samræmdist ekki hugmyndafræöi Moggans. En viti menn. Mogginn á fjósbitanum átti eftir að fitna svo um munaði. I einu ríki austursins var leiðtogi sem þrjóskaðist við. Leiðtogi sem Mogginn hrósaði í hástert árið 1969 og árin þar á eftir og haföi mjög í hávegum. Það var Ceausescu í Rúmeníu. Enda fór það svo að honum var ekki komið frá völdum nema með blóðugri byltingu. Þúsundir Rúmena féllu fyrir hinum harðsvíruöu öryggissveitum harðstjórans í baráttunni fyrir frelsi og lýðræði. Það mátti finna feginstón f fréttaflutningi Moggans af þessari blóðugu byltingu gegn harðstjóranum. Hér var sönnunin fyrir illsku kommúnismans. En á sama tíma og blóði saklausra borgara var úthellt í Rúmeníu var blóði saklausra borgara úthelll annars staðar í heiminum. Þar var á ferðinni uppáhaldsherlið Moggans, bandaríski herinn. Bandaríkjamenn gerðu innrás í Panama með ofurefli liðs og gerðu ekki það einasta stórskotaliðsárásir á bækistöðvar panamíska hersins, heldur einnig á íbúahverfi. Hundruð óbreyttra borgara féllu samkvæmt tölum bandaríska hersins. Fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna ogeitt helsta forsetaframbjóð- endaefni Demókrata fullyrða að rúmlega 1200 óbreyttir borgarar hafi fallið í innrásinni. Það var einmitt hér sem Mogginn missti niðrum sig í fréttaflutningi. Fyrirsögn á forsíðu af ólöglegri innrás Bandaríkjanna var á þessa leið: STJÓRN- ARBYLTING í PANAMA. í lítilli yfirfyrirsögn sagði: Banda- ríkjamenn beita 22 þúsund manna herliði. Aðalstrætispressan fagnaði þessari innrás Bandaríkjanna og gerði eins lítið úr henni og mögulegt var. Ekki var mikið íjallað um mannfall óbreyttra borgara. A sama tíma velti Mogginn sér upp úr blóðbaðinu í Rúmeníu. Þessi fyrirsögn var einungis forsmekkurinn. Nokkrum dögum seinna er bandaríski herinn hafði umkringt sendiráð Páfagarðs í Panama og rústað friðhelgu heimili sendiherra Níkaragva, þá barst ljölmiðlum heimsins frétt gegnum Reuters fréttastofuna. Fyrirsögn fréttarinnar var: PÁFAGARÐUR FORDÆMIR HERNÁM BANDA- RÍKJANNA í PANAMA. Þegar Mogginn haíði farið hendur um fréttina var fyrirsögnin: DEILT UM HÁVAÐA VIÐ SENDIRÁÐ PAFAGARÐS í PANAMA. Fleiri orö þarf ekki að hafa um hjákátlega erlenda fréttamennsku Moggans. Laugardagur 13. janúar 1989 GETTU NÚ Það var kirkjan í Borg- arnesi, sem síðast var spurt um. Þarna er staður suð- vestanlands, sem les- endur geta spreytt sig á að þekkja. Hér hefur lengi verið vistheimili og héð- an er kunnur göngugarp- ur kominn, sem allir kannast við. FT ~ m j£ n FT -j > m l a K CT) í B ■ 22» r- ij zz I cn sd > ÖT 0 cn F s n B □ sr> X* ■ a "o c. CL T C3 ■ B > n s E E3 — I 0 2: B c- |0'l u> xT B PlN </> £ £. => Ul 0 X 3 pT □ 0 <A qg "V 3> Z. "F O'. Q 0 0 O- c- |CQ | T > ö" \F B te' r Z. c. fu □ FT •X. a B c. Y Z.|Ö)| T ■ ir> 0 > XP B □ SS — 0 < 3 □ a - 2> 3 0 3 2 r- i-’ i X Vn X) ■ I ■ □ a B t O- —K B □ 3 C i« r 3 XJ - F a 5 d KD É 3 |c-þd1 KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.