Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 1
*% 13.-14. JANUAR 1990 Reykvískur Rómeó og vestfirsk Júlía Það eru gömul sannindi að náttúran fer sínu fram, þótt hún sé barin með lurk. Nú til dags eru menn löngu hættir að reyna að standa gegn þessu frumræna afli, enda mörg dæmin um að það leiddi helst til ófara. En á fyrri tíð var þó reynt að blanda „skynseminni" í málin og láta girndina ekki einráða, enda má segja að ekki stafi tóm höpp af henni heldur. Þannig vildu foreldrar hafa hönd í bagga með ráðahag barna sinna og helst ráða ekta- skaparmálum þeirra að fullu. Þurfti þá meira en meðal staðfestu af hálfu elskenda, ef þeir fengu sínu framgengt engu að síður. Og bæri ástin hærri hlut í slíkum dæmum, þá þótti það saga til næsta bæjar og kynti undir rómantískum sögum, sem margar lifðu mann fram af manni. Vottur þessa er hve mörg ævintýri fjalla einmitt um ungt fólk sem náði saman, þrátt fyrir andstöðu ættingja. Hér er ein rammíslensk saga þessa efnis og hefur það efalaust ekki síst léð henni líf hve mikilsháttar höfðingjar áttu hér hlut að málum, en þeir voru Guð- brandur Hólabiskup Þorláksson og Ari Magnússon, sýslumaður í Ögri. Á biskupsstólunum var löngum mannfleira en annars staðar gerðist á íslenskum heimilum á fyrri tímum og ekki síst var þar fleira ungt fólk saman komið en almennt var á sama staðnum. Þar áttu sér því stað mörg „ástarskot" og vöktu sum mikla athyglí, þar sem á biskupssetrunum voru gjarna börn heldra fólks í skóla eða í uppfóstri. Húsakynni voru þar og stórum veglegri en annars staðar í landinu, ótal skálar, skemmur, útihús og stofur, sem buðu iðulega góð tækifæri til laumulegra stefnu- móta. Slíka fundi var ekki jafn auðvelt að dylja á smærri heimilum. Það hefur verið skömmu fyrir 1620 að Guðbrandur biskup á Hól- um tók í fóstur afabarn sitt, Hall- dóru, en hún var barn Kristínar, dóttur hans, og Ara Magnússonar í Ögri vestra, sem var einn mestur höfðingja fslands þá. Halldóra var þá orðin gjafvaxta og mikill kven- kostur, svo ættgöfug og auðug sem hún var. En þá var á staðnum ungur ráðs- maður, Guðmundur að nafni Há- konarson. Faðir hans var Hákon sýslumaður í Vík á Seltjarnarnesi, eins og það þá hét, það er að segja Reykjavík. Þótt ekki teldist Guð- mundur vera auðugur, þá var hann samt óneitanlega af góðu bergi brot- inn og ekkert því til fyrirstöðu að hann kynni að verða valdsmaður með tíð og tíma. Er ekki að orðlengja það að brátt tók að kvisast að þeim Halldóru og Guðmundi litist vel hvoru á annað og að sumra áliti var ætlað að þau mundu orðín fullvel kunnug. Með einhverjum leiðum fréttist þetta í Ögur til föður ungu stúlkunnar. Varð Ari karlinn ókvæða við. Hann var vanur að stjórna og láta hlýða sér og í þessu máli hafði hann þegar fellt úrskurð. Það hafði gerst þannig að Guftmundur Hákonarson hafði fengið einhvern vin sinn eða vanda- mann til þess að biðja Halldóru fyrir sína hönd, en fengið afdráttarlaust afsvar. Ari brá nú skjótt við og reið um haustið til Hóla með fríðu föru- neyti. Þetta var hann raunar vanur að gera árlega, en nú herti það honum að hann þóttist þurfa að skerast í leikinn og flytja dóttur sína með sér vestur í Ógur. „Vel skýr" bréfberi Guðmundi Hákonarsyni var þungt í huga er ástmær hans var farin burt af Hólastað og einangrun- in frá henni var honum óbærileg. í þessu ástandi minntist hann vinar síns eins vestur á landi, sem hann vissi að mundi fús að liðsinna honum. Sá var húsbóndinn í Snóks- dal í Dölum, Eggert Hannesson, lögréttumaður. Því skrapp hann um veturinn vestur í Snóksdal að finna Eggert. Eggert var ríkur maður og höfðingi og hjá honum var Guð- mundur nú um tíma. Hann var fús að reyna að hjálpa Guðmundi og stuðla að því eftir megni að hann fengi stúlkunnar. Fann hann sér til eitthvert erindi við Ara sýslumann og sendi „vel skýran" mann vestur í Ögur með bréf til hans. En hinn „vel skýri" bréfberi hafði líka annað bréí meðferðis, og var það ástarbréf frá Guðmundi Hákonarsyni, sem hann átti að koma með mestu leynd í hendur Halldóru. Þegar vestur í Ögur kom, reyndist það enginn leikur að koma bréfinu í hendur Halldóru, svo faðir hennar eða aðrir heimilismenn yrðu ekki varir við það. Segir að svo hafi líka virst sem Ara hafi grunað að eitthvað mundi bogið við sendiför hins „vel skýra" og að hann mundi eiga erindi við fleiri en sig. Gætti hann þess því að sendimaður hefði sem minnst samneyti við heimilisfólkið og alls ekkert við Halldóru. En þau Hall- dóra fengu á einhvern hátt komið það nærri hvort öðru að hún gat gert honum skiljanlegt að hún mundi leynast í stóru rúmi nokkru, sem tjaldað var sparlökum. Það var einmitt í þeirri stofu þar sem rúmið var að þeir Ari og sendimaður ræddust við, en á meðan gekk Ari um gólf. Var það eitt sinn þegar hann sneri baki við Snókdæl- ingnum að sá kæni maður sá sér færi á að kasta bréfinu upp í rúmið, án þess að Ari yrði var við það. Þar sem Ari var með öllu grunlaus bauð hann manninum inn í þessa sömu stofu daginn á eftir. Var þá enn neytt færis er hann sneri sér undan og bréfi kastað út úr rekkjunni og náði Þótt Guðbrandur Hólabiskup reyndí að hafa auga með frænku sinni, gat hann ekki komið ( veg fyrir að náið varð með þeim Gu6- mundi Hákonarsyni úr Víkinni syðra. maðurinn að grípa það. Sneri hann nú senn suður heiðar og þótt för sín vel hafa tekist. í Snóksdal beið Guðmundur hans. Varla þarf að taka fram að í bréfinu voru tóm ástarorð og fyrirheit um ævarandi tryggðir. Liðsinni höfuðsmanns Sumarið á eftir (1621) reið Ari svo til Alþingis, eins og hann var vanur. Þangað kom líka Eggert í Snóksdal og Guðmundur með honum. Var sagt að þeir hefðu orðið samferða Holgeir Rosenkrantz, danska höf- uðsmanninum á Bessastöðum, á Þingvöll. Holgeir reið hratt og í þessari 370 ára gömlu ástarsögu segir frá því hvernig ungir elskendur léku á ráðríka foreldra hleypti hesti sínum í fen, svo að allt var á sundi. Kom Guðmundur Há- konarson þar fyrstur að og hjálpaði „hans hágöfgí, herramanninum" úr vandræðunum. Fyrir þetta varð hann Guðmundi svo þakklátur að hann sagði honum að biðja sig einhverrar bónar, sem verða skyldi uppfyllt. Guðmundur þurfti ekki að hugsa sig lengi um. Bað hann höf- uðsmanninn að mæla með sér við Ara í Ögri, svo hann gæfi sér Halldóru dóttur hans. Sjálfsagt hefur höfuðsmanninum litist vel á Guðmund og þótt hann líklegur til að láta að sér kveða, enda hafði hann þá lokið lærdómi í bæði Skálholts og Hólaskóla og einnig siglt tvívegis. Hafði hann verið í þjónustu tiginna manna ytra og kunni sig því vel innan um heldri menn. Rosenkrantz lét því ekki á sér standa að gera bón hans fljótt og vel. Á Þingvöllum kom hann óðara að máli við Ara í Ögri og sagði á „danskri" íslensku: „Guðmundur skal hafa dóttur þína, Ari bóndi!" Er sagt að þá hafi Ari brugðist vel við og svarað að höfuðsmaðurinn yrði þá að fá Guðmundi einhverja þúfuna að búa á. Stóð ekki á því, þar sem Holgeir Rosenkrantz fékk Guð- mundi Þingeyrarklaustur. Ríflega lagt til búsins Brúðkaup þeirra Halldóru og Guðmundar fór fram hinn 2. sept- ember 1621 og hefur vafalaust verið hið veglegasta. Bú þeirra hjónanna var ekki sam- an sett af neinum vanefnum. Faðir Guðmundar, Hákon sýslumaður í Vík, taldi syni sínum fram á móts við „þá frómu heiðursstúlku" Halldóru Aradóttur eftirtaldar jarðir: Kol- beinsstaði, höfuðból með hjáleigum metið til „kaups og konumundar" eitt hundrað hundraða, hálfa Haukatungu 20 hundruð og Kiðafell 20 hundruð. Þá hefur Hákon sýslu- mann líklega brostið fasteign til þess að geta talið meira fram og fulinægt kröfum Ara fyrir hönd dóttur hans. Hljóp þá Eggert í Snóksdal undir bagga og gaf Guðmundi 20 hundraða jörð. Loks gaf Hákon syni sínum 80 hundruð í góðu lausafé. Ari bóndi í Ögri gerði það ekki endasleppt við dóttur sína, því hann „taldi henni" eða afhenti henni 80 hundruð í jörðum og 40 hundruð í lausafé, en auk þessa og væntanlegs arfs síns skyldi Halldóra fá 24 hundr- uða jörð, sem faðir hennar hafði skotið að henni „að löggjöf." Ekki var þetta samt allt sem Halldóra lagði í búið, því afi hennar, herra Guðbrandur, var svo hugulsamur að gefa henni 20 hundruða jörð og loks hafði Halldóra Guðbrandsdóttir, blessuð móðursystir hennar, gefið nöfnu sinni 50 hundruða jörð. Það voru því ekki lítil efni í föstu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.