Tíminn - 10.02.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.02.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. febrúar 1990 HELGIN 11 vísi um að litast en nú. Fyrir framan lóðina var lœkurinn og var yfir hann voldug brú og stígur upp að dyrum hússins. En á miöjum blettinum fyrir sunnan stiginn var afar mikil fána- stöng, og þar var hinn klofni, danski ríkisfáni dreginn að húni á hátíöum og tyllidögum. Nú gerðist það að morgni hins 1. apríl er árrisulustu bœjarbúar komu á fœtur að þeir sáu þá nýlundu að kom- inn var nýr fáni eða veifa á þessa stöng. Var haim dökkblár að ht og gátu menn alls ekki gert sér grein fyr- ir hvaða merki þetta vœri, héldu helst að landshöfðingi vœri að gefa til kynna með þessu að hann vildi engar heimsóknirþennan dag né flagganir í bœnum. Nœsti nágranni landshöfðingja var Edvard Siemsen, konsúll. Hann bjó handan við lœkinn í húsi því sem Jez Ziemsen, kaupmaður, átti síðar. Þegar Siemsen kom á fœtur og sá þetta einkennilega flagg á stönginni, sem eingöngu átti að vera helguö „Dannebrog", vissi hann að nú mundi eitthvaö ljótt í efrii. Og er hann gœtti betur aö, sá hann að á þennan bláa feld voru ritaðir ein- hveijir hvítir stafir. Var þetta ekki auðlœsilegt, en þó komst hann að því að stafimir stóöu á höfði og þar mundi standa: „Niöur með lands- höföingjann". Skipaði þá Siemsen syni sinum að hlaupa til og draga dulu þessa niður, fœra hana lögreglu- stjóra og skýra honum frá hvar hann heföi náð í þetta. Var þetta gert án þess að landshöföinginn hefði veður af neinu óvanalegu. Um sama leyti fréttist að víðs vegar um bœinn og þar sem mest bar á, t.d. á Bryggjuhúsinu, vœru upp fest spjöld og á þau letrað stórum stöfum: „Niöur með landshöföingj- ann. engin stöðulög." Þessi spjöld voru nú rifin niöur hvert af öðru og flutt í lögrelgustöðina. Var hafin ein- hver lítilsháttar eftirgrermslan um hver eða hverjir mundu hafa fyrir þessu staöið, en ekkert sannaðist í því máli. Héldu sumir aö einhverjir unglingar heföu gert þetta að undir- lagi Jóns Ólafssonar, ritstjóra Göngu — Hrólfs. Var mikið um þetta rœtt í bœnum, eins og nœrri má geta. Segir til dœmis í Tímanum að veifan á landshöföingjastönginni hafi verið „vottur þeirrar óvinsœldar, er útlend og innlend blöð telja að landshöfð- ingi Finsen sé í hjá þjóð vorri og sem nú ávallt veröur hér augljósari og augljósari." Róstur í Lœrða skólanum Nú leið að afrnœli konungs 8. apríl. Þá var efrit til hátíöarhalda á þrem stöðum í bœnum. Stóöu helstu embœttismcnn að einu hófinu, borg- arar að öðru, en skólapiltar að því þriöja, og var það haldið í latfnuskól- anum. Segir nú ekki af tveimur hin- um fyrrtöldu veislum, því þar geröist ekkert sögulegt, heldur skal minnst á samsœti skólapilta. Hófst það meö átveislu klukkan 6 — 7 um kvöldiö. Voru þar í boðinu fjórir prestlœrðir menn og tveir af prestaskólanum, auk kennara og Jóns Ámasonar, umsjón- armanns. Rektor og tveir helstu kennarar komu þó ekki fyrr en seinna, því þeir voru með í höfð- ingjasamsœtinu. Veislan hófct með mestu hófcemi, þvi allir skólapiltamir voru þá í bind- indi á annað en rauðvín. En þó var þeim allheitt í skapi. Zophonías Hall- dórsson mœlti fyrir minni konungs og hrópuðu allir piltar þrjú húrra á eftir. Þá mœlti Páll Vigfússon fyrir minni íslands og hrópuðu menn þá nfu húrra. Svo mœlti Lárus Halldórs- son fyrir minni Jóns Sigurðssonar og þá œtlaði húrrahrópunum aldrei að linna. Landshöfðingi og stiftsyfirvöld (Bergur Thorberg og Pétur biskup) höföu verið boðnir. Landshöfðinginn Stjómarráöiö á þeim tfma er þaö hét „landshöföirtgjahús". Ragg- stöngin mikla, sem hér kemur m jög viö sögu, gnoefir á biettinLm framan viö þaö. afþakkaði, en stiftsyfirvöldin komu aöeins til að þiggja sfna skál, því þau höfðu yfirumsjón skólans. En svo brá við aö þessu sinni að engin kvceði voru ort né sungin, og þótti það sœta tíöindum. Að lokinni máltíð var sest að svo- kallaðri „eftirdrykkju" og mun þá eitthvað göróttara hafa verið haft um hönd en rauðvín. Stundu eftir mið- nœtti vom margir famir, þar á meðal kennarar. Voru menn þá orðnir örir. Piltur nokkur gekk upp á rœðupallinn og œtlaöi að tala fýrir minni lands- höföingja, þar sem það heföi gleymst. Hófct þá kurr mikill í saln- um og pípnablástur. Einhver piltur hljóp fram og œtlaöi að draga rceðu- mann niður af pallinum, en í sama mund tóku hinir aö kasta glösum. Brotnaði eitt þcirra á höfði þess, sem vildi toga rceðumann niður og scerð- ist sá talsvert og féll blóð um hann allan. En rceðumaöurinn slapjp ómeiddur, þótt skotið vceri honum cetlað. Segir svo ekki af þessari við- ureign meir. Eftirmál Þaö var venja að skólapiltar fengju 50 ríkisdala styrk frá stiftsyf- irvöldum, til þess að halda konungs- afmcelið hátíölegt. En þegar rektor mceltist nú til að fá styrkinn greiddan fyrir þeirra hönd, neituðu stiftsyfir- völdin þvf, en fólu rektor að rannsaka hveijir valdir heföu veriö aö þeirri órelgu, sem f skólanum var þetta kvöld. Rektor varð einskis vísari um það og sneri sér nú til landshöföingja og báðu hann að hlutast til um aö piltar fengju styrk eins og vaninn var. En landshöfðingi taldi að stiftsyfir- völdin heföu farið rétt að, því hér hefði verið um aö rceða óafsakanlega óreglu í skólanum og skort á velsœmi af hálfu pilta. Þetta mceltist illa fyrir og blöðin tóku málstað skólapiltanna. En Jón Ólafsson tók af skarið í Göngu — Hrólfi og ritaði hverja árásargreinina á fcetur annarri um allt þetta mál, sem hann kallaöi „landshöfðingja- hneykslið". Út af þvf stefndi lands- höföingi honum þremur stefnum og hóf sfðan þijú mál á hendur honum. Átti Jón þá f vök að veijast. Blaö sitt fékk hann prentað í Landsprent- smiöjunni og höföu tveir kennarar gengiö í ábyrgð fyrir greiðslu til prentsmiðjunnar. En prentsmiöjan var undir stjóm stiftsyfirvaldanna og segir í Göngu — Hrólfi að þau hafi tilkynnt kennurunum að þeir yrðu aö afturkalla ábyrgðina að viölögðum embcettismissi. Gerði þetta annar þeirra og var þess þá krafist aö Jón greiddi hvert blað fyrirfram, en þess var hann ekki megnugur. Féllu svo dómar í undiriétti f málum hans. Var hann í einu þeirra dcemdur f 200 rík- isdala sekt til rfkissjóðs, f ÖÖru f sex mánaöa einfalt fangelsi og í hinu þriðja í ársfangelsi. Leist honum þá ekki á blikuna og fiýði land — hélt til Vesturhcims. Þegar Jón var fariim lœgði ófrið- aröldumar. Og þótt Alþingi 1873 byrjaði nokkuð ófriðlega, þá lcegði þoer öldur einnig er á þingið leið og var þar samþykkt bcen til konungs að gefa iandinu nýja stjómarskrá, á þús- und ára afrnœli íslandsbyggöar. Hilmar Finsen var þess mjög fýsandi að þessi leiö vœri farin og hét öflugu fylgi sfnu. Og svo fór, sem menn vita, aö konungurinn fceröi íslandi hina nýju stjómarskrá. Heyrðust þá eigi framar „nein hvískrandi hót" gegn landshöföingja, þvf það var á allra vi- torði að hann hafði stuölað að þessu manna mest og best. Með þessu var stjómmáladeilan leidd til lykta í bili og þjóðin var svo ánoegð að hún tók undir með skáldinu og kallaði hina nýju stjómarskrá „frelsisskrá". Upp frá þessu sat Hilmar Finsen í góöum friði og var samvinna hans og Alþingis hin besta. Vinsceldir hans jukust og ár frá ári og er þar helst til marks að ísfirðingar buöu honum þingsceti, þegar Jón Sigurðsson féll frá. Og er hann fluttist héðan alfarinn 1883 var honum haldið mjög fjöl- mennt heiöurssamsceti. Bergur Thorberg tók þá við lands- höfðingjaembcettinu, en Hilmar Fin- sen varö yfirborgarstjóri í Kaup- mannahöfn og inanrfkisráðheira um skeið. Hann varö ekki gamall maöur. Hann andaðist úr krabbameini 15. janúar 1886. Sex dögum seinna and- aðist Bergur Thorberg f Reykjavík, og vildi svo einkennilega til að tveir fyrstu landshöfðingjamir á íslandi lágu samtfmis á lfkbörunum. Fræðsluskrif- Æijm stofa Vestfjarða ®SB© auglýsir eftirtalin störf með aðsetri á ísafirði eða ná- grenni. Forstöðumaður ráðgjafar- eða sálfræðiþjónustu. Starfssvæði: Vestfirðir að undanskildum Barða- strandarsýslum, þar verður sálfræðingur í hálfu starfi. Sálfræðimenntun áskilin, starfsreynsla æskileg. Talkennari, hlutastarf kæmi til greina. Kennsluráðgjafi í fullt starf. Starfssvið: Alhliða kennsluráðgjöf til kennara á Vestfjörðum. Umsjón og skipulagning á gagna- safni, umsjón með fræðslufundum og námskeið- um. Kennaramenntun áskilin, framhaldsmenntun æskileg. Boðið er upp ágóða vinnuaðstöðu í nýju húsnæði, góðan starfsanda á vinnustað og óþrjótandi verk- efni. Upplýsingar gefur fræðslustjóri Pétur Bjarnason í síma 94-3855 og 94-4684. Auglýsing um styrki Evrópuráðsins á sviði læknisfræði og heilbrigð- isþjónustu fyrir árið 1991. Evrópuráðið mun á árinu 1991 veita starfsfólki í heilbrigðisþjónustu styrki til námsferða í þeim tilgangi að styrkþegar kynni sér nýjungar í starfs- greinum sínum í löndum Evrópuráðsins og Finn- landi. Styrktímabil hefst 1. janúar 1991 og lýkur 1. des. 1991. Um er að ræða greiðslu ferðakostnaðar og dagpeninga skv. nánari reglum. Hvorki kemur til greiðslu dagpeninga né ferðakostnaðar af hálfu ríkisins. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 55 ára, hafa gott vald á tungumáli þessa lands, sem sótt er um og ekki vera í launaðri vinnu í því landi. Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 15. mars n.k. Ákvörðun um styrkveitingar verður tekin í Evrópu- ráðinu í byrjun desember 1990. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 8. febrúar 1990.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.