Tíminn - 10.02.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.02.1990, Blaðsíða 10
18 HELGIN Laugardagur 10. febrúar 1990 SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL Glaðlynda listakonan var of ögrandi klædd Hitti hún morðingjann af tiiviljun eða sat hann fyrir henni; Víst var að hún tók mikla áhættu með því að vera ein og lítt klædd á ferli fram á nætur við að safna hráefni í listaverk sín. Klukkan var líu aö kvöldi 12. maí 1988. I hlýju vorrökkrinu hljómaði skœr rödd sem sönglaöi gamalt lag og dó svo út þegar viðkomandi hvarf nið- ur Rue Lamartine. — Þetta er Marcelle, sögðu íbúar snyrtilegu húsanna við götuna. Allir þekktu Marcelle Camara að góðu þólt hœttir hennar þœttu nokkuö sérstakir. Hún var 39 ára, skilin aö borði og soeng og átti sjö börn. Marcelle var al- mennl dáð og virt fyrir hvernig hún tók á daglegum vandamálttm. Flest vandamál hennar voru fjár- hagsleg. Elsta barnið var 18 ára og ekkert þeirra hafði nokkurn tíma gefið móöur sinni ástœöu til kvíöa. Einu tekjur Marcelle voru opinberar bœtur og Frakkar eru ekki þekktir fyrir rausn á því sviði. Þar sem Marcelle var svo bundin yfir börnunum að hún gat ekki unnið úti, var heppilegt að hún var hœfi- leikarík. Hún gat búið til alla skapaða hluti í höndunum, skrautgripi, leik- föng og styttur og það nœstum úr engu. Á hveiju kvöldi þegar veður leyföi fór Marcelle í gönguferö, safnaði spýtum og hirti hvaö sem hún gat not- að úr ruslatunnum granna sinna. Úr þessu geröi hún síðan fállega hluti sem seldust vel og hresstu upp á fjár- hag heimilisins. Því miður var Marcelle ekki mikil kaupsýslukona og gaf iðulega gripi sína í slað þess að selja þá. Hefði hún ekki framleitt mikið þá vœri fjöl- skyldan mun verr stödd. Kannski vegna þess að Marcelle var listamaður var hún sérkennileg aö mörgu leyti. I fyrsta lagi var hún síbrosandi. Enginn Itafði nokkru sinni séð Marc- elle alvarlega eða meö mœðusvip. I öðru lagi sönglaði hún eða raulaði á meðan hún gekk um og leítaði í ruslat- unnunum. Loks var klceðnaður hennar sérkennilegur. Ef henni datt í hug þá fór hún í leitarferðir sínar á náttkjóln- um einum og ef svalara var þá brá hún sér í morgunslopp utan yfir. Þótt flík- urnar vœru þykkar og í alla staði siö- samlegar þá voru þœr samt óvenjuleg- ar á almannafœri. Barn fann líkið Enginn fann samt að þessu. Marc- elle var einkar vinsœl ! Canteleu, út- hverfi Rouen sem stendur við Signu, um 70 km frá Atlantshafinu og 150 km norðvestur af París. Að kvöldi 12. maí 1988 heyrðist raul Marcelle í götunni til klukkan 23.15 en þá þagnaði það að eilífu. Flestir sátu þá viö sjónvarpstœkin og vissu ekki neitt. Hefðu þeir á annað borð hugsað um þetta hefðu þeir talið að Marcelle vœri búin að fylla pokann sinn og farin heim. Börnin hennar voru ekki áhyggju- full fyrst í stað. Þau voru vön því að Marcelle dveldist úti eða gisti jafnvel hjá vinafólki en því átti hún nóg af. Um ellefuleytið morguninn eftir, sem var hinn illrœmdi föstudagur 13., var hinn 14 ára Hilarie Joubet sem átti heima í húsi nr. 12 viö Rue Lamartine á leið niður götuna og beygði síðan inn á mjóan stíg sem lá út! skóglend- ið í borgarjaðrinum. Móöir Hilarie átli afmœli og drengurinn œtlaöi aö tína handa henni blóm. Veöriö var indœlt, hlýtt og sólríkt og gróður kominn vel á veg. Rétt eins og Marcelle Camara þá raulaði Hil- arie fyrir munni sér en hann var ekki kominn langt inn í skóginn þegar fyrir honum varð sjón sem kœíði sönginn á stundinni. Þar lá Marcelle á miöjum stígnum. Náttkjóllinn og sloppurinn höfðu ver- ið toettir utan af Itenni og lcerin voru svarblá af marblettum. Áverkar voru víöar, einnig í andlitinu. Blóö, sem nú var storknað, hafði runniö úr nefi og munni. Hilarie staröi á líkiö andartak, en snerist síðan á hœli, hljóp heim í göt- una og œpti eins og hann megnaöi: — Marcelle var myrt. Þar sem vinnudagur var voru ekki margir á ferli og aðeins konur og börn heima viö en óp Hilaries urðu til þess að allir komu út. Innan fárra mínúlna var búið að trampa svo á svœðinu um- hverfis líkið aö kraftaverk mcetti telj- ast ef þar fyndist minnsta sönnunar- gagn af einhverju tagi. Barsmíðar og nauðgun í hópnum var hjúkrunarkona og hún gekk úr skugga um aö Marcelle vœri látin, reyndi að hindra að fólkiö ryddist að líkinu og sendi einhvern til að kalla á lögregluna. Raunar hölðu svo margir tekið það upp hjá sjálfum sér að skiptiborðið á stöðinni var rauðglóandi. Allt sem fram kom var að einhver heföi verið myrtur við eða í Rue Lamartine. Símavörðurinn brást við meö því að senda nœsta eftirlitsbil á staðinn. Lögreglumennirnir girtu blettinn þegar af og söfnuöu saman skilríkjum viöstaddra. Þá tvístraðist hópurinn og þegar fyrstu fulltrúar morödeildarinnar komu á vettvang voru aöeins Hilarie Joubel, móðir hans og tvœr aörar kon- ur viö enda stígsins. I Rouen búa liðlega 100 þúsund manns og þar er morðdeildin vel mönnuö og búin. Þessari sveit hennar stýrði Paul Agneau og hann gekk hreint og rösklega til verka. Ljós- myndari, lœknir, tœknimenn og hópur rannsóknarlögreglumanna voru kall- aðir á staöinn og klukkan hálfeitt var rannsókn komin vel á veg. Líkiö var Ijósmyndað eins og það fannst og Hilarie spuröur spjörunum úr um hvernig hann hefði gengið fram á það. Lœknirinn kvað upp þann úr- skurö aö Marcelle hefði verið látin að minnsta kosti hálfan sólarhring. Dán- arorsök virtist vera höfuðkúpubrot og hugsanlega innvortis áverkar eftir hnefa og fœtur, ef til vill barefli. Aug- Ijóst var að konunni haföi veriö na- ugðað í ofanálag. Marcelle haíði barist vel við árás- armann sinn, vísifingur hœgri handar var brotinn, svo og flestar neglur og handleggirnir voru mjög maröir. Lceknirinn taldi sig ef til vill geta fundið hár eða húðleifar af morðingj- anum viö nánari rannsókn. — Eg vil fá skýrsluna í dag, sagöi Agneau. — Eg get ekki byrjað fyrr en hún er komin í líkhúsið, svaraði lœknirinn og Agneau brást við meö því að skipa mönnum sínum að hafa hraöann á en draga þó hvergi úr vandvirkninni. Var úti á náttkjólnum Tœknimenn fóru vandlega yfir nœsta nágrenni líksins en Dantan, að- stoðarmaöur Agneaus, kom til hans og upplýsti hann um hver sú myrta vœri, hvar hún heföi átt heima og hvernig heimilisaöstœður hennar voru. Honum var sagt aö fara og rœða við börnin. — Ég vil fá að vita hvað konan var að gera úti í skógi á nátt- kjólnum um miönoetti, sagði Agneau. Vandalaust var að fá skýringu á því. Allir í götunni virtust vita um er- indi Marcelle. Hún hafði iðulega fariö út í skóginn til aö ná sér í greinar og kvisti til aö nota í listmuni sína. Hins vegar var ekki vitað til þess að hún hefði oft fariö svona langt. Ekki aö hún vœri hrœdd, því Marcelle óttaðist ekkert, heldur var einfaldlega svo dimmt í skóginum að hún hefði ekki séð neitt til þar. — Þaö má teljast kraftaverk að hún lifði þaö að veröa 39 ára, varð Agneau aö orði. — Að vera ein á ferli um nœtur í náttkjól er eins og veifa rauöri dulu framan í naut. Hún hefur líklega talið sig lifa í landi þar sem engir kynferðisglœpamenn eru. — Hún var fœdd og uppalin hér, svaraði Dantan. — Hún hefur talið sig örugga, þar sem hún þekkti hvern stein og hverjaþúfu. — Þaö hefur mörgum orðið hált á þeirri trú, svaraöi Agneau þurrlega. — Svo virðist sem hún liafi rekist á morðingjann af tilviljun og þau hafa líklega aldrei sést áöur. Lögreglan komst fljótlega aö því að Marcelle hafði litiö inn til Hi- Marcelle Camara var sibrosandi og vinur allra. Hún varð fómar- lamb kvenhatara. bou—hjónanna og skilað bók um tíu- leytið kvöldiö áöur og farið þaöan tim klukkustund síðar. Þá hafði Itún verið brosandi að venju og eins og hún átti aö sér í alla staöi. Börn hennar sögðu lögreglunni að hún hefði farið í svona gönguferðir nánast hvert einasta kvöld og þótt hún hefði ekki komið heim og háttað á venjulegum tíma þá voru þau ekki kvíðin, því iðulega kom fyrir að henni dvaldist úti. Þau gátu líka staðfest að hún hafði ekki veriö við karlmann kennd árum saman. Með svo mörg börn í húsinu helði heldur varla verið hœgt að eiga neilt einkalíf. Blóðflokkur og tvöhár Sú kenning lögreglunnar að kyn- óður glœpamaöur heföi séö Marceile á ferli og ráðist á hana var studd því sem fram kom viö krufningu. Lœknir- inn fullyrti aö hún heföi látist um kl. 23.15. Dánarorsök var sprungin höf- uökúpa, lifur og milta. Áverkarnir voru eftirþung högg og spörk. Ekkert benti til að barefli hefði verið beitt. Áður en Marcelle var myrt halði henni veriö nauðgað þrátt fyrir hetju- lega baráttu við árásarmanninn. Sœð- isgreining leiddi í Ijós bióðflokk AB og ekkert benti til að maðurinn vœri á nokkurn hátt afbrigðilegur kynferðis- lega. Náttkjóll og sloppur Marcelle voru sendir til nákvœmrar rannsókar og í þeim fundust margs konar trefjar. Hvort þœr voru úr fötum morðingjans eöa einhvers annars var ómögulegt að segja til um en þœr voru varðveittar til samanburöar síðar ef einhver grunaö- ur skyldi finnast. Tvö hár af kynfœrum karlmanns fundust á líkinu og þau gátu einnig veriö mikilvceg sönnunargögn síðar. Ekkert merkilegt fannst hins vegar á svœðinu nœst líkinu. — Það gœtu hafa verið fótspor þarna, sagði tœkni- maður. — Þau eru þá löngu troðin undan fótum forvitinna áhorfenda. Við höfum bara linjáför hans. Tveimur dögum eftir morðið var Dantan enn önnum kafinn viö að lesa skýrslur um þekkta kynferðisglœpa- menn á svœðinu. Þeir voru að sjálf- sögðu fjölmargir. Frönsk yfirvöld taka mjúklega á slíkum mönnum og marg- ir sem nauögað höfðu og myrt hrotta- legar en þetta, höfðu aðeins setið inni skamman tíma meðan þeir sœttu sál- frœðimeöferð. Vandinn við þetta mál var hins vegar sá að fáir þeirra höfðu það mynstur sem kom fram í nauögun og morði Marcelle. — Við erum búnir aö útiloka alla aðra en þá í AB—blóð- flokki og enn eru eftir 20, tilkynnti Dantan yfirmanni sínum. — Gallinn er bara sá að enginn þeirra hefur fram- ið glœp sem er svipaður þessum. Tvö nöfn vekja athygli — Þá gœti náunginn bara hafa far- ið öðruvísi að í þetta sinn, svaraði Agneau. — Þetta var ekki fyrirfram ákveðiö, það vitum við. Morðinginn gat ekki vitað aö hún kœmi út frá Hi- bou—hjónunum á þessum tíma eða hvert hún fœri. Hann hefur bara verið á gangi, séð hana, heillast af klœðnaði hennar og elt hana út í skóginn. — Fyrst svo er þá hlýtur hann að þekkja einhvern í götunni, ályktaði Dantan. — Þetta er eingöngu íbúðar- gata og sá sem ekki á þar Iteima á þangaö ekkert erindi klukkan 11 um kvöld í miöri viku. — Rétt er það, sagði Agneau. — Við verðum að vinna út frá því. Farðu meö myndir af öllum þeim grunuðu og sýndu íbúum götunnar. Eru nokkr- ar götur nálœgt sem fólk styttir sér leið til með því að fara um Rue Lam- artine? — Aðeins ef skógarstígurinn er talinn með, svaraði Dantan. — Gatan endar við hann og eina þvergatan er við hinn endann. Agneau náði nú í kort af svceðinu og rakti skógarslíginn gegnum skóg- inn. Þá var hann kominn í litla götu, Vatnsstíg, sem lá aö vatnsveilunni. — Hmm, sagöi Agneau. — Ef einhver sem býr við Vatnsstíg hefur verið í bœnum og vildi fara stystu leiö heim eftir aö vagnar hœttu aö ganga, þá ... — Það œtti ekki að vera mikið mál sagði Dantan. — Vatnsstígur er örstutt gata. — Byijaðu á að finna gömul heim- ilisföng allra hinna grunuðu á listan- um og faröu svo, sagöi Agneau. — Ef þaö dugar ekki þá reyndu við œttingja og vini. Viö hœttum ekki fyrr en þaö er allt útilokaö. Þar sem Dantan hafði nógan mannskap lét hann strax fara aö vinna í þessu og sendi menn með myndir í hvert einasta hús viö Vatnsstíg. Það bar árangur. Við götuna bjuggu sam- tals 47 manns og tvö nöfn vöklu strax athygli. Tvítugur og truflaður Annað þeirra var nafn 29 ára gam-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.