Tíminn - 16.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.02.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 16. febrúar 1990 BÆNDUR 0G REKSTRARAÐILAR: Nú getið þið dregið virðisaukaskattinn frá verði sleðans. frá IRCTIC CAT, nýr frá grunni. Nýtt framfjöðrunarkerfi, svipað og í kappakstursbílum (Double-Wishbone). Einnig er nýtt, þróað fjöðrunarkefi að aftan með mestu slaglengd sem til er. Ný, léttbyggð, vökvakæld vél 440 c.c. (ca 62 hö). Nú er stýri, mælar og vindhlíf sambyggð og hreyf- ist með stýri. Hér er á ferð- inni ný kynslóð afRRCTIC CRT vélsleðum. Verð m/VSK 596.027,- -VSK 117.298,- Verð án VSK 478.729,- WILDCAT Verð m/VSK 697.016,- -VSK 137.173,- Verð án VSK 559.843,- PANTHER Verð m/VSK 518.996,- -VSK 102.138,- Verðán VSK 416.858,- COUGAR Verð m/VSK 541.902,- -VSK 106.646,- Verðán VSK 435.256,- JAG AFS Verð m/VSK 472.349,- -VSK 92.958,- Verð án VSK379.391,- JiíKiL BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. 45Q? Ármúla 13 - 108 Reykiavík - ® 681200 gys+f Fyrsti áfangi að nýrri miðstöð pósts og samgangna að skapast: Póstgreiningarstöð flyst í Suður-Mjódd Skipulagsnefnd Reykjavíkur fjall- aði á fundi sínum 5. þ.m. um ósks Pósts og síma um lóð undir nýja póstmiðstöð ■ Suður-Mjódd. Skipu- lagsnefnd lýsti sig jákvæða gagnvart erindinu en fól borgarskipulagi að athuga aðra staðsetningu innan svæðisins en Póstur og sími hafði helst augastað á. En hvað ætlar Pósturinn að gera í Mjóddinni? „Það er fyrirsjáanlegt að innan fárra ára verður of þröngt um póst- miðstöðina í Ármúlanum og því ætlunin að flytja hluta þeirrar starf- semi sem þar fer fram í Mjóddina," sagði Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri. Ólafur sagði að ekki væri neitt ákveðið með hvenær framkvæmdir hefjast. Stofnunin væri aðeins að tryggja sig fyrir framtíðina. Sá hluti starfseminnar sem hugmyndin væri að flytja úr Ármúlanum upp í Mjódd er aðgreining innlends pósts til ein- stakra pósthúsa og pósts sem fara á til útlanda - eins konar heildsölu- meðhöndlun póstsins eins og póst- og símamálastjóri orðaði það. Ólafur sagði að þessi starfsemi yrði mjög vel í sveit sett í Mjóddinni sem er miðsvæðis milli Reykjavíkur, Garðabæjar og Kópavogs en liggur auk þess sérlega vel við samgöngum til allra átta hér innanlands og frá landinu. Alfreð Þorsteinsson fulltrúi fram- sóknarmanna í skipulagsnefnd sagði að vegna legu sinnar væri Suður- Mjódd mjög heppilegt svæði fyrir fyrir miðstöðvar pósts og samgangna til og frá Reykjavík. Þess vegna þyrfti að vanda mjög til skipulags svæðisins og skipuleggja það með þeim hætti að þar yrði miðstöð áætlunar- og hópferðabifreiða og flugmiðstöð fyrir Keflavíkurflugvöll auk væntanlegrar póstmiðstöðvar. Alfreð sagði að í sambandi við flugafgreiðslu í Mjódd mætti ekki gleyma, þegar svæðið verður skipu- lagt, að taka tillit til þess að hugsan- lega kæmi til þess að lögð yrði einteinungsjárnbraut til Keflavík- urflugvallar og enginn staður væri heppilegri til að vera endastöð slíks samgöngutækis en einmitt Suður- Mjóddin. Landbúnaðarráöherrar Norðurlanda: Ætla að samhæfa land- búnað og umhverfismál í norrænni samvinnu á sviði land- búnaðar og skógræktar mun í fram- tíðinni verða lagt kapp á að taka aukið tillit til umhverfis og umhverf- ismála. Þessi samþykkt er hluti af viðauka við samstarfssamning Nor- rænu landbúnaðarráðherranefndar- innar sem Norðurlandaráð sam- þykkti árið 1985 og unnið verður eftir fram til ársins 1995. Landbúnaðarráðherrar Norður- landa hafa sameinast um að koma á nánu samstarfi við þá aðila sem að umhverfismálum starfa, bæði innan einstakra landa og í norrænu sam- starfi. Fyrirhugað er að koma á fót samnorrænum varnaraðgerðum til að gæta þess að umhverfi verði fyrir sem minnstum spjöllum frá landbún- aði og skógrækt. Áformað er að skoða sérstaklega notkun lífrænna og ólífrænna áburðarefna til að draga úr mengun við útskolun úr jarðvegi og takmarka eftir föngum notkun lyfja og eitur- efna við garðyrkju og jarðrækt í varnarskyni gegn sjúkdómum og illgresi. Rík áhersla verður lögð á könnun á áhrifum loftmengunar á skógrækt og skógræktarrannsóknir stórauknar innan Norðurlandanna í því sambandi. Blaðaprent: Prentvélin gafst upp á Pressunni Prentvél Blaðaprents bilaði í fyrri- nótt þegar verið var að prenta viku- blaðið Pressuna, fimmtudagsútgáfu Alþýðublaðsins, og komst blaðið ekki út á tilsettum tíma í gær. Lokið hafði verið við prentun á Tímanum og Þjóðviljanum og komu út í gær- morgun. Prentvél Blaðaprents verður óvirk fram yfir helgi og hefur verið samið við Prentsmiðjuna Odda um prentun á Tímanum og Þjóðviljanum þangað til. Pressan var hins vegar prentuð hjá prentsmiðju DV og kemur hún út í dag. Vegna tæknilegra orsaka sem er útlit Tímans örlítið annað en endra- nær og nauðsynlegt hefur reynst að ljúka blaðinu nokkru fyrr á kvöldin. Reiknað er með að prentunin komist í eðlilegt horf á allra næstu dögum. Annað þýðingarmikið viðfangs- efni í norrænu samstarfi á sviði landbúnaðar og skógræktar sam- kvæmt viðaukanum er samstarf um varðveislu erfðaefna. Norðurlöndin munu taka sameiginlega afstöðu til alþjóðlegra stofnana sem varðveita erfðaefni plantna og húsdýra víðs- vegar um heiminn. Jafnframt þarf LEKUR BLOKKIN? að treysta grunn og samstarf undir samnorræna genabankans til varð- veislu erfðabreytileika. Hin endurbætta framkvæmda- áætlun verður lögð fram til um- fjöllunar á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í þessum mánuði. -EÓ ER HEDDIÐ SPRUNGIÐ? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum — járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110 Vilt þú eignast þinn eigin „fjallabíl “ Toyota Landcruiser árg. ’67 Vél Chevrolet 350 Sjálfskiptur - Vökvastýri Dekk: 40" Mudder - Namco hásingar (sama og 14 bolta Chevrolet) Blæja. Upplýsingar í síma 685582 (Egill)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.