Tíminn - 16.02.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.02.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 16. febrúar 1990 Laugardaginn 17. febrúar kl. 10.30 verður rabbfundur, „Létt spjall á laugardegi", haldinn í Nóatúni 21. Umræðuefni: Uppskurður ríkiskerfisins Frummælandi Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður. Fulltrúaráðið Skagfirðingar - Sauðárkróksbúar Komið í morgunkaffi með Stefáni Guðmunds- syni alþingismanni laugardaginn 17. febrúar kl. 10-12 í Framsóknarhúsinu, Sauðárkróki. Ferðaþjónusta framtíðaratvinnugrein Matarspjallsfundur Landssambands fram- sóknarkvenna verður haldinn þriðjudaginn 20. febr. n.k. kl. 19.30 í Lækjarbrekku. Unnur Stefánsdóttir varaþingmaöur ræðir ferðamálastefnuna. Fundarmönnum gefst kostur á að koma með fyrirspurnir. Umræður. Allt áhugafólk um ferðaþjónustu velkomið. L.F.K. Keflvíkingar - Suðurnesjamenn Hádegisverðarfundur um stóriðju verður haldinn laugardaginn 24. febrúar n.k. á Glóðinni og hefst kl. 12.00. Frummælandi verður Guðmundur G. Þórarins- son, alþingismaður. Mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Björk félag framsóknarkvenna í Keflavik og nágrenni. Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 18. febrúar n.k. kl. 14 í Danshöllinni (Þórscafé) Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Aðgangseyrir kr. 400,- kaffiveitingar innifaldar. Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri flytur stutt ávarp í kaffihléi. Framsóknarfélag Reykjavíkur Kópavogur Fulltrúaráð framsóknarfélaganna er boðað til fundar mánudaginn 19. febrúar kl. 20.30 að Hamraborg 5. Dagskrá: 1. Tillögur uppstillinganefnda um framboðslista. 2. Undirbúningur kosningastarfs. 3. önnur mál. Stjórnin. Framsóknarfólk Norðuriandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauöár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. Guðmundur G. Þórarinsson Unnur Stefánsdóttir Stefán UMFERDAR Práð Biluðum bílum á að koma út fyrir vegarbrún! Illlllllll MINNING lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Guðmundur Daníelsson rithöfundur Fæddur 4. október 1910 Dáinn 6. febrúar 1990 Látinn er á Selfossi Guðmundur Daníelsson, einn helsti og mikilvirk- asti rithöfundur landsins, tæpra átta- tíu ára að aldri. Hann kaus sér kennslu að ævistarfi, en sinnti skáld- skap sínum jafnframt svo að eftir hann liggja hátt á fimmta tug bóka og þýðinga, sem verður að teljast fullt ævistarf hverjum mikilvirkum höfundi. Og síðasta morguninn sem hann var heima, en hann andaðist á sjúkrahúsi, var hann enn að skrifa. Hvernig Guðmundur fór að þvf að skila svo mörgum stórum ritverkum jafnframt linnulausri kennslu er al- veg óskýrt mál, en sterkur vitnis- burður um mikla hreysti til líkama og sálar. Árið 1933 gaf Guðmundur Dan- íelsson út fyrstu bók sína. Það var Ijóðaðbókin Ég heilsa þér. Árið eftir hóf hann barnakennslu í Þverár- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Með ársmillibili var tvíþættur ævifer- ill hans ráðinn og hélt hann síðan störfum sínum áfram af ákveðni og festu. Hann hætti kennslu og fór á eftirlaun árið 1973 og sinnti nær eingöngu ritstörfum eftir það. Guðmundur Daníelsson hóf skáldferil sinn á tíma þegar kreppan var í algleymingi hér á landi. For- eldrar hans bj uggu að Guttormshaga í Holtahreppi í Rangárvallasýslu, Daníel Daníelsson og Guðrún Guðmundsdóttir. Fyrsta sögusviðið, Bræðurnir í Grashaga, og mörg sögusvið síðan í bókum Guðmund- ar, átti rætur að rekja til heimaslóð- anna. Þessi fyrsta skáldsaga bar vitni um, að á ferðinni væri góður höfund- ur og hugmyndaríkt skáld, sem ætti eftir að láta til sín taka á vettangi ritlistar. Oft er það svo að umtai um höfunda er fyrr á ferðinni en skáld- skapurinn, eins og vonin um góðan höfund verði fljótt að spádómi um framhaldið. Þannig tók fólk Bræðr- unum. Bókin hlaut umtal og höfund- ur hennar engu að síður. Eftir út- komu hennar undraðist enginn hvað næstu bækur Guðmundar voru ágæt- ar. Þegar Guðmundur Daníelsson var að byrja höfundarferil sinn var upp- lýsingin með öðrum hætti en hún er í dag. Blöð sinntu ekki mikið ungum höfundum sem voru að gefa út fyrstu bækur sínar. Það var helst að talað var við þessa höfunda ef þeir voru að koma eða fara úr landi, og ef þeir höfðu lag á því að tala eins og þreyttir heimsmenn, þótt þeir hefðu ekki annað en regnhlíf sér til stuðnings, staf eða gleraugu. Guð- mundur var bara ungur kennari austan úr Holtum og gat ekki státað af neinu nema orðgnótt sinni og tvímælalausri frásagnargleði. En þetta tvennt dugði honum. Bók hans, Bræðurnir í Grasahaga, vöktu umtal og síðan hefur enginn efast um gildi Guðmundar fyrir íslenskar bókmenntir. Á þessum árum voru pólitískir ræðarar með áramar úti eins og jafnan fyrr og síðar. Þetta voru tímar Rauðra penna, þegar það gekk fjöllunum hærra að engir væru rithöfundar og skáld á fslandi öðru- vísi en eiga sögu eða ljóð í því riti. Guðmundur gerðist eitthvað tengd- ur Rauðum pennum á allra fyrstu og ómótuðustu höfundarárum sínum. En honum var ekki sýnt um pólitík, þótt hann hefði töluverð afskipti af henni síðar meir, og þá sem maður hlynntur Sjálfstæðisflokknum, eða kannski öllu heldur Ingólfi Jónssyni frá Hellu. Hann kvaddi bráðlega Rauða penna, en ræðararnir með árarnar úti brugðust þannig við, að í mörg ár á eftir fundu þeir ýmislegt að Guðmundi eða þeir þögðu um hann. Helst var á þeim að heyra að hann væri bara efnilegur höfundur. Guðmundur hló stundum að þessum tilburðum. Slíkt tal skipti auðvitað ekki máli. Almenningur vissi vel hver Guð- mundur Daníelsson var og þurfti ekki að láta þá afbrýðissömu segja sér neitt um bækur hans. f byrjun stríðsins kom út sagan Á bökkum Bolafljóts í tveimur bindum, eitt metnaðarfyllsta verk Guðmundar. En fyrir utan Bolafljótið komu út fjórar bækur á stríðsárunum, m.a. Landið handan landsins. Stríðsárin urðu því frjór tími. Á þessum árum réðst Guðmundur sem kennari á Eyrarbakka, en þar varð hann skóla- stjóri 1945 og allt til ársins 1968. Áður hafði hann lengst verið skóla- stjóri á Suðureyri við Súgandafjörð. Þegar hann réðst til kennarastarfa á Eyrarbakka var hann eiginlega kom- inn heim aftur eftir langa útivist og margskonar víking. Ég þykist vita að Guðmundur hafi verið góður kennari og vel látinn. Til er mynd af honum, þar sem hann fer fyrir flokki nemenda á Eyrarbakka og fannst mér til um það hvað börnin voru glaðleg í fylgd með skólastjóra sínum, en mynd þessi birtist í einu dagblaðanna einhvern tíma eftir 1960. Eftir stríðið gerðist Guðmundur víðförull bæði austan hafs og vestan og skrifaði bækur frá þessum ferða- lögum sínum. Hann var mjög fær blaðamaður, þegar hann vildi það við hafa, ritstýrði Suðurlandi lengi og komu þá stundum viðtöl í því blaði við kunna menn eða sérkenni- lega. Guðmundur hélt persónum þeirra mjög til haga í þessum viðtöl- um og sérkennum þeirra, og var ekki laust við að sumir móðguðust. En auðvitað var það alveg ástæðu- laust. Einnig átti Guðmundur það til í utanferðalýsingum sínum að segja það nákvæmlega frá mönnum, að aðstandendum var það ekki sárs- aukalaust. Guðmundur lét sig það einu gilda, enda sagði hann aldrei ósatt um nokkurn mann. Hins vegar sá skáldið og rithöfundurinn ýmsa drætti í persónunum sem öðrum voru óvitaðir. Fyrir utan þá ríku tilfinningu trúverðugleikans, sem hver heiðvirður höfundur ber til viðfangsefna sinna og einkenndi mjög ritverk Guðmundar bar snemma á gamansemi hans, sem er sérstakur kapítuli í sagnagerð hans. Það var eins og fyrst tæki að bera á þessu í ferðalýsingum hans og blaða- viðtölum. Ein fyrsta bók frá hans hendi þessarar tegundar og raunar alveg óborganlegt verk, skrifaði hann um ferð sína og Matthíasar Johannessen, skálds og ritstjóra, norður í land sumarið 1967. Verkið nefndi hann Landshornamenn, saga í há-dúr, þ. e. s. háðssaga. Þarna hæddist Guðmundur að sjálfum sér og vini sínum og flestum öðrum, sem við sögu komu, á alveg yfir- gengilegan hátt. Þó tók út yfir allan þjófabálk, þegar hann skrifaði Spít- alasögu. Skáldverk utanflokka í bókmenntunum 1971. Þar fór hann á slíkum kostum gamanseminnar að fáu verður við jafnað. En Guðmundur var samt skáld alvörunnar. Blindingsleikur kom út 1955, magnað verk, sem lengi hefur staðið til að kvikmynda, nú síðast hjá sjónvarpi ríkisins, en ekki gengið eftir. Þannig er þetta nú oft, og kannski hefur frávikið frá Rauðum pennum og óánægja ræðaranna ráð- ið einhverju um þetta, og þannig tekist á endanum að elta höfundinn út yfir gröf og dauða. Hér hefur aðeins verið minnst á fáeinar af þeim mörgum bókum sem Guðmundur Daníelsson skrifaði á langri ævi, en oftast kom út ein bók á ári og stundum tvær. Guðmundur hafði nokkur afskipti af félagsmálum rithöfunda. Hann var formaður Fé- lags íslenskra rithöfunda 1970-72 og sat í Rithöfundaráði 1974-78, en ráð þetta og samstarf rithöfunda varð að leggja niður vegna frekju vinstri manna. Það lét Guðmundur sér í léttu rúmi liggja og vildi ekki blanda sér í deilur sem af þessum uppskipt- um urðu. Hann kaus að sitja á friðarstóli. Og þannig er gott að kveðja þennan mikiivirka mann, sem helst undi sér í frístundum við laxveiði og var fær á því sviði líka. Við Guðmundur kynntumst þegar nokkuð var liðið á ævi hans. Við bárum stóryrðalausa virðingu fyrir verkum hvors annars og nutum ágætra samvista. Guðmundur Daníelsson kvæntist Sigríði Arinbjarnardóttur frá Vest- urhópshólum í júlí 1939. Sigríður lifir mann sinn í hópi barna og barnabarna. Það er von okkar Hrannar að hún eigi gott ævikvöld. Hún var sómi Guðmundar, eins og hann var sómi þjóðar sinnar. Við Hrönn vottum Sigríði og öðrum aðstandendum einlæga samúð okkar. Indriði G. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.