Tíminn - 28.02.1990, Síða 3
Miðvikudagur 28. febrúar 1990
Tíminn 3
Norrænn húsnæðisráðherrafundur:
Samræming
reglna og
staðla rædd
Fundur nurrænna húsnæðisráðherra fór fram hér á íslandi 26. febrúar sl.
og er það í fyrsta skipti sem ráðherrar húsnæðismála á Norðurlöndum funda
hér á landi.
Meginumræðuefni fundarins var
tvíþætt. Annars vegar var rætt um
stöðu húsnæðismála á Norðurlönd-
um, og í því samhengi fjailað sér-
staklega um þær breytingar sem
gerðar hafa verið á húsnæðiskerfum
landanna og almennt þá aðstoð sem
veitt er af hálfu hins opinbera. Þá
var hins vegar rætt um samstarf
Norðurlandanna um samræmingu
reglna og staðla á sviði húsnæðis- og
byggingarmála vegna undirbúnings
fyrir sameiginlegan markað Evrópu-
bandalagsins. Grunnurinn að þessu
starfi var lagður í vinnuáætlun nor-
rænu ráðherranefndarinnar,
Norðurlöndin í Evrópu 1989 til 1992.
Ráðherrarnir hafa falið norrænu
embættismannanefndinni um hús-'
næðis- og byggingarmál að gera
sérstaka vinnuáætlun í samvinnu við
norrænu nefndina um byggingar-
ákvæði og staðla. Þá var á fundinum
einnig fjallað um helstu rannsóknar-
verkefni Norðurlanda á sviði hús-
næðismála.
Fundinn sóttu ásamt Jóhönnu Sig-
urðardóttur félagsmálaráðherra,
húsnæðisráðherrar og forstöðumenn
húsnæðisstofnana á Norðurlöndum,
auk embættismanna frá húsnæðis-
ráðuneytum. -ABÓ
Ritgerðarsamkeppni
í framhaldsskólum
Norræna félagið gengst fyrir rit-
gerðarsamkeppni meðal íslenskra
framhaldsskólanema um efnið:
„Hvað eiga íslendingar sameiginlegt
með öðrum Norðurlandaþjóðum?"
Keppnin er haldin í samvinnu við
menntamálaráðuneytið. Ritgerðin
skal vera á íslensku og er æskileg
lengd hennar 1500 til 2000 orð, þ.e.
5-7 vélritaðar blaðsíður.
Ritgerðum skal skila til skóla-
stjóra þess framhaldsskóla, sem
nemandi stundar nám í eða til Nor-
ræna félagsins, Norræna húsinu, 101
Reykjavík. Skilafrestur ertil 1. apríl
næstkomandi.
Sérstök dómnefnd skipuð fulltrú-
um frá Norræna félaginu og frá
menntamálaráðuneytinu yfirfer allar
ritgerðirnar. Formaður dómnefnd-
arinnar er Gylfi Þ. Gíslason.
Verðlaun verða veitt fyrir fimm
bestu ritgerðimar að áliti dómnefnd-
ar. Verðlaunin eru farmiði á vegum
Norræna félagsins til einhverrar af
höfuðborgum Norðurlandanna sem
Flugleiðir fljúga til að vali vinnings-
hafa og 50 þúsund krónur í farareyri.
NORRÆN RÁÐSTEFNA UM
ALMENNINGSSAMGÖNGUR
Norræn ráðstefna um almenning-
ssamgöngur í þéttbýli verður haldin
hér á landi dagana 9. til 11. maí.
Gert er ráð fyrir að 500 þátttakendur
frá öllum Norðurlöndunum sitji ráð-
stefnuna sem haldin verður í Há-
skólabíói.
Þátttakendur koma frá fyrirtækj-
um sem annast almenningsflutninga,
en þar verða einnig stjómmála-
menn, embættismenn sveitarfélaga,
sérfræðingar, framleiðendur al-
menningsfarartækja og framleiðend-
ur tæknibúnaðar.
Ráðstefna sem þessi er haldin
annað hvert ár, til skiptis á Norður-
löndum. •• -ABÓ
RAUÐI KROSS ISLANDS
IOTIR)
Meðal þeirra sem sóttu norræna húsnæðisráðherrafundinn voru, Johan J. Jakobsen, húsnæðisráðherra Noregs,
Agnete Laustsen, húsnæðisráðherra Danmerkur, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Holger Eriksson, í
landstjórn Álandseyja, Lauri Tarasti, ráðuneytisstjóri í Finnlandi og Lars Strandberg, aðstoðarmaður ráðherra í
Svíþjóð.
er ekki sama hvernig öðrum líður
Níu manns starfa nú við hjálparstörf erlendis
Q).
Barna og unglingasíminn staðfestir að alltof mörg börn á Islandi þurfa hjálpar við
MMUÓM-happdrætti
HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS
\
Stuðningsmenn landsliðsins
Vic) trei^stum á ykkur
HÆSTI VIIMIMINGUR 5 MILLJÓIMIR
LÆGSTI VINNINGUR 2 MILLJÓNIR
M I L L J O N I R
TIL ÍBÚÐARKAUPA