Tíminn - 28.02.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.02.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 28. febrúar 1990 Miðvikudagur 28. febrúar 1990 Tíminn 17 Islenskt tölvuforrit boðar byltingu í íslenskri skógrækt innan tveggja ára: Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins tók nýlega í notkun nýjan tölvubúnað - hug- og vélbúnað sem vonast er til að auðvelda muni mjög skógrækt og raunar alla ræktun á íslandi. Tölvan sjálf er ný tegund IBM einmenningstölvu með nýrri útgáfu af hinu nýja OS stýrikerfi frá IBM en í því er hægt að vera með margar aðgerðir í gangi í einu. Örgjörvi tölvunn- ar er gríðarlega hraðvirkur og afkasta- mikill og vinnsluminni tölvunnar stórt enda mun ekki af veita. „Þetta forrit á að gera mönnum kleift að meta skilyrði til skógræktar og raunar annarrar ræktunar hvar sem vera skal á landinu án þess að áður hafi farið fram beinar mælingar á umhverfisþáttum á þeim stað sem ræktun á að fara fram,“ sagði Jón Gunnar Ottóson forstöðumað- ur Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkis- ins að Mógilsá við Tímann. Jón Gunnar sagði að forritið væri gert með það að markmiði að auðvelda ráðgjöf og koma vitneskju til allra sem við skógrækt og aðra ræktun fást, því að í því væru upplýsingar og gögn sem nýttust t.d. við landgræðslu og við skipu- lagsvinnu ýmiss konar auk þess að auð- velda mjög rannsóknir á náttúru íslands. Gerð forritsins er í raun afsprengi hugmynda um að Rannsóknastöð Skóg- ræktarinnar skuli ekki aðeins þjóna rækt- unarstarfi Skógræktar ríkisins heldur einnig sveitarfélögum, fyrirtækjum, bændum og einstaklingum sem við skóg- og trjárækt fást. Sjálft skógræktarforritið í tölvunni er að grunni til gert af nemendum Tölvu- háskóla Verslunarskóla íslands þar sem það var lokaverkefni þriggja nemenda; þeirra Sigurðar Ólafssonar, Skarphéðins Héðinssonar og Þorsteins Þorsteinsson- ar. Rannsóknastöðin hefur síðan ráðið Þorstein tímabundið áfram og vinnur hann nú að því að setja inn í forritið ýmsar upplýsingar og þætti sem máli skipta við skógrækt. Haldið verður síðan áfram að auka við það og endurbæta og að sögn fræðimanna verður því verki líkast til aldrei endanlega lokið því hægt verður í það óendanlega nánast að bæta inn upplýsingum eða breytuþáttum og þannig gera forritið fullkomnara og ná- kvæmara hjálpartæki. Tölvuskógar? Þorbergur Hjalti Jónsson skóg- fræðingur hjá Rannsóknastöð Skógrækt- ar ríkisins að Mógilsá er raunverulegur guðfaðir þessa forrits Skógræktarinnar. Þeir Sigurður, Skarphéðinn og Þorsteinn segja að þeirra hlutverk hafi raunveru- lega verið að koma hugmyndum Þor- bergs og Skógræktarinnar inn í tölvuna. Þorbergur segir að eftir því sem þekk- ing aukist þá hljóti að verða að safna henni saman á einn stað þar sem hægt verði að nálgast hana með auðveldum hætti og koma henni út til þeirra sem þurfa á henni að halda. Svo lengi sem hún sé það ekki þurfi að • ræsa út fjölda manna, sérfræðinga Skóg- ræktarinnar o.fl. til að meta kosti ein- stakra svæða til ræktunar, hvaða trjáteg- undir eða afbrigði henti best viðkomandi svæði eða hvort að það svæði sé yfirhöfuð ræktanlegt. Fjöldi bóka um trjá- og skógrækt hafi vitanlega verið ritaður en vilji bæði atvinnu- og áhugamenn í skógrækt afla sér upplýsinga af rituðum heimildum þá sé það afar tímafrekt og torsótt. Það hljóti því að verða ómetan- legt að allar upplýsingar sem máli skipta séu til á einum stað og hægt að nálgast þær á aðgengilegan hátt. Hugmynd fæðtst Þorbergur segir að hugmyndin að forritinu hafi fæðst hjá sér á námsárun- um: „Ég var árið 1982 að meta land í Eyjafirði til skógræktar og þá kynntist ég glöggt þeim vandamálum sem slíku starfi fylgja. Ári síðar var ég aftur að meta land á sama hátt í tengslum við hugmynd um bændaskóga í S-Þingeyjarsýslu. Þá bjó ég mér til ákveðið kerfi sem að vísu nýttist ágætlega en hafði vissa galla. Upp úr þessari vinnu fæddist síðan hugmynd- in að því að gera forrit sem leyst gæti þá þraut að ráða í ræktunarskilyrði sérhvers staðar á landinu nánast með sæmilegra nákvæmni. Loftslag og hitafar er einn mikilvæg- asti þátturinn með tilliti til skógræktar. Nú eru vitanlega veðurathugunarstöðvar um allt land en sjaldnast á nákvæmlega þeim stöðum sem rækta á upp. Auk þess eru skógarreitir þar sem reynsla er fyrfr hendi, ekki allir nærri veðurathugunar- stöðvum. í Þingeyjarsýsluverkefninu studdist ég við hæð staða yfir sjó og fjarlægð frá sjó og notaði sem mælikvarða fyrir hitafar. Starfsfélagi minn, dr. Aðalsteinn Sigur- geirsson beitti svipaðri aðferð og ég við mat á vaxtarskilyrðum furu um land allt. Gallinn var bara sá við þessa aðferð var að niðurstöður hvers staðar voru illa Eftir Stefán Ásgríms- son yfirfæranlegar yfir á heildina og raunar varð til ein formúla fyrir sérhvern stað. Flókið mál einfaldað Upp úr þessu fæddist sú hugmynd að í rauninni væru það þessar heildarsumm- ur hitafars sem væru mikilvægustu áhrifavaldar í ræktuninni og hitasumm- urnar réðust mest af hæð yfir sjó og fjarlægð frá sjó. Það hlýnar eftir því sem lengra dregur inn í landið og kólnar eftir því sem ofar dregur. Þá datt mér í hug að tölvufæra hitafars- niðurstöður veðurathugunarstöðvanna eins og þær væru við sjávarmál, draga síðan upp kort af landinu og reikna sig síðan upp eftir því sem landið hækkar. Við sáum fljótt að hefði átt að gera þetta út í æsar hefði það leitt til þess að við hefðum þurft að útbúa og sitja uppi með gríðarlega mikið gagnasafn um hitafar eftir hæð og fjarlægð frá sjó hvern einasta dag ársins. Til að komast hjá því var því ákveðið að geyma aðeins tvær tölur, lágmarkshita og hámarkshita ann- ars vegar sumars, hins vegar veturs og láta tölvuna síðan reikna út allar tölur þar í milli. Af þeim gögnum sem þegar eru komin inn í tölvuna sýnist okkur að sáralítill munur sé á útreiknuðum hitafarstölum og raunverulegum tölum sem þekktar eru af ákveðnum stöðum. Því er ljóst að þessi aðferð einfaldar gífurlega alla vinnslu." Skógræktarforritið er því í raun og veru líkan af landkostum og eru flestir þættir sem máli skipta í sambandi við skógrækt ritaðir inn í líkanið. Má þar nefna upplýsingar um úrkomu, vinda o.fl. Forritið er myndrænt, byggt upp af skjámyndum og á landakortum frá Land- með umtalsverðri nákvæmni hvaða trjátegundir eru iíklegastar til að þrifast best á hverjum stað. landkostum. Landinu er í þessu líkani skipt niður í 25 ferkflómetra svæði og getur tölvan metið I imamyna; Pjetur. mælingum ríkisins. Kortin eru í mæli- kvarðanum 1:250 000 og séu þau lögð á gólf þekja þau um níu fermetra. Hægt verður að kalla fram á skjá tölvunnar yfirlitskort af öllu íslandi niður í einstök smásvæði hvar sem vera skal á landinu. Yfirlitskortinu er nefnilega skipt niður í reiti sem hver um sig sýnir svæði sem er 5 sinnum 5 km og í tölvuna er skráð meðalhæð reitsins. Sérhvern þessara reita er hægt að kalla fram og þar með upplýsingar um loftslag og veðurfar, gróðurfar, jarðveg, birtu- skilyrði og hversu lengi birtu nýtur sérhvern dag ársins og margt, margt fleira. Byggt er á veðurathugunum Veðurstofunnar og mörgum fleiri þáttum. Altt á sama stað Sjálfur gagnagrunnur forritsins getur því er fram líða orðið gríðarlega stór og sögðu höfundar forritsins að lagtíma- markmiðið væri það að hafa hann geymdan á einum stað, t.d. að Mógilsá og síðan gætu tölvur skógræktarstöðva og -félaga fengið upplýsingar frá honum um símalínur en öll grafísk vinnsla upplýsinganna færi síðan fram á heima- tölvum stöðvanna og jafnvel víðar. Þegar flestir þættir sem máli skipta fyrir skógrækt verða samankomnir á einn stað í tölvu verður hægt að gera sér glögga grein fyrir því hvaða trjátegundir er heppilegast að rækta á einstökum svæðum um allt land og hvaða umönnun skal veita þeim. Sérfræðingar Skógræktarinnar segja að með þessu landkostalíkani verði hægt að kalla fram upplýsingar um skógrækt eða trjárækt eða möguleika til slíks á hvaða bletti sem er á landinu. í veðurfarsgrunni forritsins verður hægt að bera saman veðurfar á ýmsum svæðum á landinu hvort sem þau eru nærri veðurathugunarstöðvum eða ekki. Starfsmenn Skógræktarinnar vinna nú að því að slá inn í forritið upplýsingar um jarðveg, skjólgráðu, meðalvind- hraða, ársúrkomu, sumarúrkomu, með- alhitastig um vaxtartíma, vorhitasummu frá því er meðalhiti dagsins fer frá frostmarki og upp fyrir 6,5 stig, hita- summu um vaxtartímann, daglengd, meindýr og önnur atriði sem varða vöxt og þrif trjáa og skóga um allt land við veðurfarsgrunninn í forritinu. Veðurfarsþátturinn er sem fyrr segir einna mikilvægastur fyrir trjávöxt. Þar með eru talin atriði eins og hiti sumars og vetrar. Vorhitasumma er veigamikill þáttur í sambandi við skógrækt. Því lægri sem talan er, þeim mun minni hætta er á vorkali. Þar sem úthafsloftslag ríkir er þessi tala há en lág þar sem meginlandsloftslag er. Síðastnefnd veðurfarsatriði og mörg fleiri hafa þegar verið sett inn í forritið en verkið er þó enn á byrjunarstigi og mikið verk enn fyrir höndum en því meiri upplýsingar sem slegnar verða inn í það, þeim mun haldbetri og traustari ráð og upplýsingar um trjárækt verður hægt að veita þeim sem við skóg- og trjárækt fást, hvort sem eru einkaaðilar eða opinberir auk þess sem þess er vænst að forritið muni mjög auðvelda starf Skógræktarinnar sjálfrar. Jón Gunnar Ottóson leggur áherslu á að gerð forritsins marki þáttaskil og það sé nú að verða að veruleika vonum fyrr. „Hefði ég verið spurður fyrir ári síðan hversu langt væri í að slfkt forrit sem þetta yrði að veruleika hefði ég sagt fimm ár. Þróunin í tölvuheiminum hefur hins vegar verið svo hröð að nú virðist hins vegar ljóst að forritið verður tilbúið til almennra nota innan tveggja ára,“ segir Jón Gunnar. - sá ’JU U

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.