Tíminn - 28.02.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.02.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 28. febrúar 1990 Tíminn 5 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ávarpaði þing Norðurlandaráðs: Markmiðið verði alþjóð- legur umhverfissánmáli Steíngrímur Hermannsson forsætísráðherra kom víða við í ávarpi sínu á þingi Norðurlandaráðs í gærmorgun, en umhverfismálin voru hans megin umræðuefni. Steingrímur ræddi þær breytingar sem átt hafa sér stað í Austur-Evrópu að undanförnu og þá miklu megnun sem í þessum Iöndum er. Sagði hann að öllum bæri að leggjast á eitt til að lagfæra það ástand sem þar ríkir í mengunarmálum. Hann sagði að Norðurlöndin ættu að beita sér af krafti fyrír alþjóðlegum aðgerðum á sviði umhverfísmála og ætti markmiðið að vera alþjóðlegur umhverfissáttmáli. Þá ræddi forsætisráðherra einnig minnkandi hernaðarumsvif í Evr- ópu, en sagði það valda íslendingum vonbrigðum að ekki væri enn hafin fækkun kjarnorkuvopna í höfunum. Um afvopnunarmál á landi sagði hann að nú deili menn ekki lengur um það hvort fækka eigi kjarnorku- vopnum, heldur spyrji hve hratt er það unnt. Ekki sé heldur lengur um það deilt að draga eigi úr hefðbundn- um herafla í Evrópu, heldur keppist stórveldin við að gera tillögur um samdrátt. f ræðu sinni sagði forsætisráðherra að hin hraða þróun mála í Austur- Evrópu hafi vakið upp gífurleg við- fangsefni sem Norðurlöndin gætu ekki leitt hjá sér. Þau geti og ættu að leggja sitt af mörkum til að þróun mála í löndum A-Evrópu geti orðið farsæl. í þessu sambandi kom hann inn á hversu mengun væri stórt vandamál í löndunum. „Það hefur komið í ljós að mengun í löndum A-Evrópu er langtum alvarlegri en áður var talið. Slíkt ástand virðir engin landamæri og eykur stórlega hættu á eyðingu umhverfisins, sem víða blasir við. Af þessu stafar mikil hætta fyrir Norðurlöndin sjálf. Jafn- vel þó svo væri ekki, hljóta Norður- lönd að leggja fram þá þekkingu, sem þau ráða yfir á sviði mengunar- varna,“ sagði forsætisráðherra. Hvað þetta varðar sagði hann að íslendingar teldu sig geta lagt nokk- uð af mörkum og benti á að íslenskir vísindamenn hafi aflað sér miklar þekkingar á beislun vatnsafla og jarðvarma og í nokkrum löndum A-Evrópu væri jarðvarmi sem nýta megi til upphitunar, m.a. í stað brúnkola, sem mikil mengun hlýst af. Minnti Steingrímur á að þegar væri hafið samstarf íslenskra tæknimanna við nokkrar þjóðir A- Evrópu um nýtingu jarðvarma, m.a. til upphitunar og til undirbúnings og framkvæmda hafi þegar verið heitið fjármagni úrsameiginlegum norræn- um sjóðum. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi. Alfreð Þorsteinsson, forstjóri. Hallur Magnússon, blaðamaður. Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslu- stjóri. Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Reykjavík: GENGIÐ FRA LISTA í GÆR Á fundi Fulltrúaráðs framsókn- arfélaganna í Reykjavík, sem hald- inn var á Hótel Lind í gærkvöld, var samþykktur framboðslisti flokksins fyrir komandi borgar- stjómarkosningar. Röðun í 15 efstu sæti listans verður sem hér segir: 1. Sigrún Magnúsdóttir. 2. Alfreð Þorsteinsson. 3. Hallur Magnússon. 4. Áslaug Brynjólfsdóttir. 5. Ósk Aradóttir. 6. Sigurður Ingólfsson. 7. Margeir Daníelsson. 8. Arnþrúður Karlsdóttir. 9. Anna Kristinsdóttir. 10. Þorsteinn Kári Bjarnason. 11. Hafdís Harðardóttir. 12. Þór Jakobsson. 13. Edda Kjartansdóttir. 14. Sveinn Grétar Jónsson. 15. Höskuldur B. Erlingsson. -ÁG Einar Tjörvi Elíasson hjá Orku- stofnun sagði í samtali við Tímann að þessa dagana væri Virkir-Orkint sem er sameignarfyrirtæki Orku- stofnunar og fjölmargra íslenskra verkfræðistofa, að leggja síðustu hönd á hagkvæmnisathugun á um- bótum á fjarvarmaveitum, sem brenna brúnkolum, gasi og olíu í sjö borgum í Ungverjalandi. Istaðþess- ara orkugjafa kæmi jarðhiti einn og sér eða með, sem hefði mjög góð umhverfisáhrif og minnkaði alla mengun, og þá loftmengun sérstak- lega. í framhaldi verður þessi hag- kvæmnisathugun sem ljúka á nú í byrjun mars, lögð fyrir Norræna fjárfestingarbankann, sem meta mun hvort lánað verður til þessa verkefnis. Þá er fyrirhugað að gera sams konar hagkvæmnisathuganir fyrir sjö aðrar borgir í Ungverja- landi. Fleiri lönd í A-Evrópu hafa sýnt þessu áhuga og er Ukraína eitt þeirra og er ekki talið ólíklegt að í framhaldi gæti áhugi breiðst út um Sovétríkin öll. í Úkraínu er svipuð nýting fyrirhuguð og í Ungverja- landi, þ.e. notkun jarðvarma til upphitunar. Þá hefur verið rætt um samvinnu við Tékka, sem sýnt hafa málinu mikinn áhuga, en málin ekki komin eins langt á veg og í Ungverja- landi og Úkraínu. Þá hafa komið fyrirspurnir frá Póllandi og vitað er um áhuga Búlgara og Rúmena, en þar er jarðvarmi til staðar. Einar sagði að mikill áhugi væri hjá Norðurlöndunum til að minnka mengun. Samkvæmt athugunum sem unnar hafa verið í Finnlandi og Noregi er talið að um 75% allrar mengunar á Norðurlöndum stafi af mengun frá öðrum löndum og þar af komi um 30 til 40% mengunar frá A-Evrópu. Því er líklegra að minnka megi mengun með því að aðstoða þau lönd þar sem mengun er mikil til að vinna bug á henni. Einar sagði að þó megnun væri mikil við upphit- un húsa í þessum löndum, þó væri sú mengun ekki nema lítill hluti af heildarmenguninni sem stafar af þungaiðnaði og orkuframleiðslu. „Við erum með þessu bara að að- stoða við að ráðast á einn hluta vandamálsins," sagði Einar. -ABÓ Spá okkur 6.-8. sæti SSP, veðmálafyrirtækið, sem tek- ur við veðmálum víðsvegar í Evrópu setur telur líkurnar á að íslendingar verði heimsmeistarar í handknatt- leik vera 1: 20. Áke Johansson, handknattleiks- sérfræðingur SSP sagði í samtali við Tímann í gærkvöldi að Sovétmenn væru taldir lang- líklegastir, væru með hlutfallið 1:5. Annars er listinn þessi: Sovétríkin 1 : 5 Júgóslavía 1 : 8 A-Þýskaland 1 : 10 S-Kórea 1 : 15 Rúmenía 1 : 16 ísland 1 : 20 Tékkóslóvakía 1 : 20 Ungverjaland 1 : 20 Svíþjóð 1: : 25 Spánn 1: : 40 Pólland 1 : 50 Sviss 1: : 100 Frakkland 1 : 100 Alsír 1 : 300 Kúba 1 : : 300 Japan 1 : : 400 Þessi spá er byggð upp á veðmál- um þeim er borist hafa SSP bankan- um. Stærstu viðskiptavinirnir hvað varðar heimsmeistaramótið í Tékkó- slóvakíu eru frá Þýskalandi, Sviss og Norðurlöndunum. Hlutfallið í leiknum ísland - Spánn er 1.5 að ísland vinni, 7.5 að jafntefli verði og 3.4 að Spánn vinni. Sem þýðir það að sterklega er veðjað á sigur okkar manna. Sem dæmi má nefna að í leiknum Sovétríkin - Pólland er líkurnar á að Sovétríkin vinni 1.1 en 11.0 að verði jafntefli eða pólskur sigur. Þegar blaðamaður Tímans vildi fá að veðja á leik íslands og Kúbu sagði Áke Johansson að hann það væri ekki ekkert vit í slíku veðmáli, þar sem líkur á íslenskum sigri væru yfirgnæfandi. Hann hafði ekki fært þann leik upp á töfluna og var það svipað og með suma leik Rússanna. -ES Snjóflóð féll í Norðfirði í gær Snjóflóð féll í gær skammt frá bænum Þrastalundi í Norðfirði, sem er ekki langt fyrir innan Nes- kaupstað. Snjóflóðið sleit í sundur rafstreng til bæjarins, en keyrt verður á varastöð þar til að viðgerð hefur verið lokið. Þá varð jafn- framt símasambandslaust við Neskaupstað á tímabili ( gær, vegna álags. Allt athafnasvæði innst í Norð- firði hefur verið rýmt vegna snjó- flóðahættu, og er það á sama svæði og féllu á snjóflóð árið 1974. í gærkveldi var sendur út flokkur manna til þess að taka sýni í snjóalögum á þeim svæðum sem talin er hætta á að snjóflóð geti fallið ofan við hina eiginlegu byggð. Niðurstöður úr þeim mæl- ingum áttu að liggja fyrir seint í gærkveldi, en út frá þeim átti að taka ákvörðun um hvort íbúðarhús vrAn rvmH á flp.iri stníSum. i INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í2.FL.B1985 Hinn 10. mars 1990 er níundi fasti gjaiddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 9 verður frá og með 10. mars nk. greitt sem hér segir: __________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 3.787,40_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabiiið 10. september 1989 til 10. mars 1990 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 2844 hinn 1. mars 1990. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gialddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 9 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars 1990. Reykjavík, febrúar 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.