Tíminn - 28.02.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.02.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 28. febrúar 1990 Tíminn 21 rhVIMYðð i A nr Austur-Barðstrendingar athugið Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Reykhólum föstudaginn 2. mars kl. 14.00. Guðmundur G. Þórarinsson og Ólafur Þ. Þórðarson hafa framsögu. Allir velkomnir. Guðmundur G. Strandamenn athugið Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hólmavík laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Guðmundur G. Þórarinsson og Ólafur Þ. Þórðarson hafa framsögu. Allir velkomnir. Siglfirðingar Þorarinsson Ólafur Þ. Þórðarson Munið hádegisverðarfundinn á Hótel Höfn föstudaginn 2. mars. Framsóknarmenn Siglufirði. Framsóknarfólk Sauðárkróki Almennur fundur að Suðurgötu 3, fimmtudaginn 1. mars n.k. kl. 20.30. Dagskrá: Fjárhagsáætlun Sauðárkróksbæjar fyrir árið 1990. Önnur mál. Framsóknarfélag Sauðárkróks. Framsóknarmenn Siglufirði Fundur verður í nýjum fundarsal að Suðurgötu 4 í kvöld miðvikudag- inn 28. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Framboðsmál. 2. Fjárhagsáætlun Siglufjarðarkaupstaðar. 3. Önnur mál. Stjórnin. Sovétríkin, perestrojka og breytingarnar í Austur-Evrópu Fimmtudaginn 1. mars, kl. 20:30, mun Vadim V. Vasiliev, siðameistari sendiráðs Sovétríkj- anna, flytja erindi á íslensku um þróun og framtíð perestrojkunnar í Sovétríkjunum. Einnig mun hann svara fyrirspurnum. Kristján H. Kristjánsson mun sýna litskyggn- ur sem hann hefur tekið í Sovétríkjunum. Fundurinn verður haldinn á efri hæð veitinga- hússins Punktur og Pasta að Amtmannsstíg 1, Reykjavfk. Allir velkomnir. Félag ungra framsóknarmanna Vadim V. Vasiliev í Reykjavík (FUF) Viðtalstími L.F.K. Guðrún Jóhannsdóttir, varaformaður Landssambands Framsóknarkvenna, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins að Nóatúni 21, þriðjudaginn 6. mars n.k. kl. 15.17. Allir velkomnir. L.F.K. Guðrún Jóh. Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heítt á könnunni. Framsóknarfélögin. Laugarvatn Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími þingmanna Framsóknar- flokksins verður í kvöld miðvikudaginn 28. febr. í barnaskólanum kl. 21.00. Vestur-Skaftafellssýsla Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími þingmanna Framsóknar- flokksins verður á eftirtöldum stöðum: 1. Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarhreppi, fimmtud. 1. mars kl. 21.00. 2. í Brydebúð, Vík, föstud. 2. mars kl. 21.00. Jón Helgason Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdóttir Illllllllllll! SPEGILL lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllll^ Harry Hamlin vill halda í „Draumahúsið“ sitt, þó hann skipti um konu Skilnaðarmál kvikmyndaleikara þykja svo sem ekki neinar stórfrétt- ir, til þess eru þau of algeng. En þcgar eitthvað sérstakt fylgir í kjölfarið fara fréttamenn á kreik og gera sér mat úr því á síður slúðurdálka. Eitt af mest áberandi skilnaðar- málum í Hollywood um þessar mundir er mál Harry Hamlins, úr Lagakrókum, eða „L.A. Law“, og konu hans, Lauru Johnson, sem leikur í „Falcon Crest“. Harry, sem ávallt hefur verið hið mesta kvennagull, varð yfir sig ástfanginn af Nicollette Sheredan (úr sjónvarpsþáttunum „Knots Landing"), en þau léku saman sl. vor í mynd sem heitir Svikin (Dec- eptions), og segir Laura, eiginkona Harrys, að það nafn sé vel við hæfi. Harry og Nicollette voru öllum stundum saman á upptökustað og engurn blandaðist hugur um að þau voru ástfangin. Nicollette hætti að vera með vini sínum, Scott Baio, og sneri sér algjörlega að Harry. Eftir upptöku myndarinnar héldu þau áfram að hittast. Þá komst eiginkonan að sambandi þeirra og hótaði Harry að hún myndi sækja um skilnað og lög- sækja hann og hafa af honum mestallar eigur hans. Vinir þeirra segja, að henni hafi ekki verið alvara með skilnaðinn, en hún hafi ætlað að láta hann átta sig á álvörunni í þessu máli. En Harry sagðist samþykkja skilnað, - ef hún flytti út úr húsinu þeirra. Þá væri hann til viðtals um aðra samninga vegna skilnaðarins. Hann óskaði eindregið eftir því að eiginkona færi úr „Draumahús- inu“, eins og þau kölluðu stórhýsið sem þau keyptu fyrir rúmu ári síðan, en þau hafa verið gift í fjögur ár. Laura segir, að þegar þau fluttu inn í húsið hafi þau látið sig dreyma um að búa alla ævi í þessu húsi og ala þar upp börn sín. Þeim Lauru og Harry hafði ekki enn orðið barna auðið. Harry á samt 9 ára son, sem hann og ástkona hans fyrrv., Ursula Andress, eignuðust þegar þau voru í sambúð. „Ég flyt ekki út,“ segir Lára, „nema að dómur falli í því máli. Ég get ekki hugsað mér að eiginmaður minn flytji hér inn með aðra konu,- inn í mitt „Draumahús“ og mitt svefnherbergi! En Harry Hamlin er fastheldinn á „Draumahúsið“. Hann segist hafa látið breyta þar öllu eftir sínum smekk og hann ætli sér að búa í því. Eins og er býr hann einungis í gestaherbergi hússins síns, og held- ur þó mest til hjá Nicollette sinni. Nicoilette Sheridan er yfirniáta ástfangin af Harry og vill búa með honum hvar sem er, - en auðvitað helst í „Draumahúsinu“ Eiginkonan, Laura Johnson, situr sem fastast í „Draumahús- inu“ og segist alls ekki flytja út Rifist um „Draumahúsið“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.