Tíminn - 28.02.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.02.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. febrúar 1990 Tíminn 7 Alþjóðleg umhverfismál llllllllllllllllllllll VETTVANGUR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllSMlilillllllllllllllllllllllllflílíBilllllllllllllllllllllllllllllllllli[llllillllllllllllllllllllllllllllll9[iaK ............Illllllll...........................Illllll...........................lllllll..........................1111...................... Dr. Þór Jakobsson: fræðimenn skyggnast um heiminn allan eins og Oðinn forðum og dæma um líðan jarðar - og mannkyns. Þá má nefna skýrslu alþjóðlegrar nefndar á vegum Sameinuðu þjóð- anna um umhverfi og þróun. For- maður nefndarinnar var þáverandi forsætisráðherra Noregs, Gro Har- lem Brundtland, en hin merka skýrsla sem er könnun á gangi íslendingar og umhverfið Við íslendingar höfum tekið drjúgan þátt í umræðum um nátt- úruvernd og umhverfismál. En hætta er á því löngum að menn tali of mikið og geri of lítið. Nær aldarfjórðungur er síðan stofnuð voru umhverfisráðuneyti í öðrum löndum. Loks er komið að því hér. Þrautalaust hefur það ekki gengið og íhaldssemi hefur komið í veg fyrir að ráðuneytið verði öflugt strax í upphafi. En mjór er mikils vísir. En hvað sem stjórn umhverfis- mála líður færi vel á því að við landar veldum okkur aðlaðandi stað í fallegri sveit og settum þar smám saman á laggimar miðstöð fræðaiðkana og fræðslu um um- hverfið og víxláhrif manns og nátt- úru: sögu lands og þjóðar, já, jafnvel sögu mannkyns í síbreyti- legu og margbreytilegu landslagi jarðarinnar. Sveitin skyldi öðrum sveitum fremur geyma stórbrotnar minningar um manninn og höfuð- skepnurnar og þeirra kynni í ald- anna rás, en staðurinn frægur sögu- staður sem fslendingar kysu að leggja meiri rækt við en gert er. Þegar spurt er um þróun umhverfismála í heiminum síðustu árin, koma fyrst upp í hugann þær gífurlegu framfarir sem orðið hafa á jörðinni. Geimöld hefur nú staðið í aldarfjórðung og síðasta áratuginn hefur margvísleg tækni á sviði fjarkönnunar úr gervihnöttum (tynglingum) séð dagsins Ijós. Fjarkönnunarmyndir af yfirborði jarðar eru orðnar daglegt brauð á mörgum sviðum, svo sem veðurfræði, haffræði, Iandafræði, jarðfræði og einnig við rannsókn á jöklum, gróðurfari og mörgu fleiru. Fjarkönnun í fræðigreinunum sem hér eru nefndar tengjast síðan koll af kolli ýmsum hagnýtum verk- efnum í öðrum greinum og mætti t.d. nefna fiskileit út frá vitneskju manna um yfirborðshita sjávar eða skipulagningu mannvirkja sam- kvæmt upplýsingum sem land- fræðingar fá með fjarkönnunar- myndum. Geimaldarbyltingin hef- ur því síður en svo valdið vonbrigð- um þeim sem fást við rannsóknir á yfirborði jarðar, gróðri, vötnum, höfum og lofthjúpi hátt og lágt. Eins og gefur að skilja gerist tækjabúnaður í gervihnöttum æ flóknari, enda eru ofangreind rannsóknaverkefni mjög fjöl- breytileg. Þróun og smíði skynjara og mælitækja er í verkahring fjölda eðlisfræðinga, verkfræðinga og tæknifræðinga, sem bætast því í hóp annarra vísindamanna. Af allri þessari fjölbreytni má ráða að líf og fjör ríkir í samskipt- um náttúruvísindamanna og tæknimanna sem hér koma við sögu. Ótal ráðstefnur eru haldnar ár hvert og sömuleiðis eru gefin út mörg tímarit sem birta í sífellu nýjar niðurstöður. Vísindin og jörðin Hin mikla þekking sem þannig fæst með háfleygum gervihnöttum (tynglingum) bætist við niðurstöð- ur á mörgum vígstöðvum á jörðu niðri. Könnun á höfum og loft- hjúpi, gróðri og dýralífi á hnettin- um okkar er síður en svo lokið. Leiðangrar eru gerðir út sýknt og heilagt, fræðilegar umræður eiga sér stað og tölvutæknin er notuð til hins ýtrasta, t.d. við rannsóknir á veðurfarsbreytingum af völdum eldgosa. Það liggur því í augum uppi að geysimiklar framfarir eiga sér stað í rannsóknum á jörðinni, hinu náttúrlega umhverfi okkar manna. Samslungin þessu umhverfi eru mannanna verk sem þó hafa Iöng- um verið harla léttvæg á heims- mælikvarða og einungis okkur í hag. Hins vegar hafa menn upp á síðkastið haft æ meiri áhyggjur af mengun, nýjum efnum og gróður- eyðingu. Getur verið að græðgi og óvitaháttur sé að koma okkur í koll? Erum við of mörg? Sumir eru of fátækir. Eru aðrir of ríkir? Hvað er til ráða? Erum við um of háð gömlum hefðum? Yfirleitt er gerð grein fyrir vís- indalegum rannsóknum á torlærðu tæknimáli „stéttarbræðra" og kem- ur fátt af því fyrir almenningssjón- ir. Engu að síður fær mannkynið að njóta framfaranna um síðir - eða gjalda þegar svo ber undir. En mikilvægt er að minnast þess sem hér er bent á og mönnum hefur orðið ljósara síðasta áratuginn að vísindin eru besta náttúruverndin. Þekkingarleitin kemur mönnum á sporið. Því betur sem menn rann- saka umhverfið og þekkja það, þeim mun færri verða mistökin og minna um hvimleið átök baráttus- amtaka og sljórra ráðamanna. Hvemig er umhorfs Auk margra rita sem koma út um tilteknar hliðar umhverfismála í heiminum birtast öðru hverju yfirlitsrit um ástand mála í heild. Má þar nefna ársrit stofnunar sem kallast „Worldwatch Institute“, eins konar Hliðskjálf þar sem Oddi á Rangárvöllum. umhverfismála í öllum hornum heims kallast á ensku „Our Comm- on Future“: okkar sameiginlega framtíð. í umræðum um umhverfismál hefur verið af nógu að taka. Blikur eru á lofti og víða stefnir í óefni. Hrapalleg mistök hafa átt sér stað sem langan tíma tekur að bæta fyrir. Álag á landi, vötnum, skóg- um og öðrum náttúrunnar gæðum er meira en nokkru sinni. í eftirfar- andi upptalningu er gripið niður í vandræðalistann. Græðgi og glæfraskapur Sex milljónir hektara lands breytast árlega í eyðimerkur. Það samsvarar landi á borð við Saudi- Arabíu, ef svo héldi áfram í 30 ár. Ellefu milljónir hektarar hitabeltis- skóga eyðast árlega. Óbreytt eyð- ing í 30 ár jafnaðist á við stærð Indlands. Um það bil 25 þúsund milljón tonn af gróðurmold glatast umfram það sem við bætist. Súrt regn hefur herjað á gróður á þurru landi og í vötnum Evrópu og Norður-Ameríku. Gagnleg efni hafa reynst til óþurftar er þau hafa sloppið í stórum stíl út í andrúms- loftið, eða út í vötn, höf og grunnvatn. Grunnvatn lækkar geigvænlega vegna æ meira þétt- býlis og ofnotkunar. Illu heilli Grænlandi. Værum við viðbúin afleiðingum af harkalegum árekstri tveggja kjarnorkuknúinna kafbáta í grennd við Jan Mayen? Yrði ekki erfitt að selja „geislaðan" fisk? Þá skulu taldar aðrar hættur sem vofa yfir og mikið hafa verið til umræðu síðasta áratuginn meðal vísindamanna og almennings: myndi fimbulkaldur „kjarnorku- vetur“ fylgja í kjölfar kjarnorku- styrjaldar og verða þannig bræðra- bylta stríðandi herja? Eykst meðal- hiti á jarðarkringlunni um 1,5 til 4,5 hitagráður næstu öld vegna svonefndra gróðurhúsaáhrifa af völdum koltvísýringsmengunar í andrúmslofti? Mun sjávaryfirborð hækka á svipuðum tíma um um það bil tvo metra? Þynnist ósonlag háloftanna af manna völdum - hlífðarslæðan sem lífríkið hefur þróast við frá örófi alda? Þetta eru spurningar sem brenna á vörum fólks. Svör vísindamanna eru ekki einhlít, en jafnvel þótt líkur væru litlar hafa hugsanlegar afleiðingar þótt geigvænlegar og ástæða til að koma í veg fyrir þær. Auður og örbirgð Þannig mætti lengi telja. Nú sem fyrr verða menn fyrir barðinu á hamförum náttúrunnar, jarð- skjálftum, fellibyljum, þurrkum og flóðum. Borgir hraðbreiða úr sér eins og krabbamein með of miklu af því góða: fólki, bílum, verk- smiðjum og mengun. Og svo fram- vegis. En hver er nú talin rót alls ills í heiminum og hver er nýjasta afstaðan til vandræðanna? Samkvæmt þeim skýrslum sem vitnað var til að ofan eru helstu orsakir umhverfiskreppu heimsins hrikalegar staðreyndir í sjálfum sér, sem mannkynið þarf að ráða bót á næstu áratugi: ójöfn þróun heimshluta, fátækt og offjölgun. í svonefndum þróunarlöndum eru síðastnefndu atriðin tvo samtvinn- uð og vond viðureignar. Rótgróið misrétti kynjanna á þar mikla sök á. Kvenréttindabarátta er skemmra á veg komin en hér um slóðir. Taka má svo fil orða að böl heimsins sé þeim að kenna sem ráða: í fyrsta lagi ríku þjóðunum, í öðru lagi körlum allra landa. En mesti umhverfis- og þróunarvand- inn er ójöfnuður með heimshlut- um. Ný viðhorf: mannvistfrædi Hver er nú hin nýja afstaða í umhverfismálum heimsins? í fyrsta lagi telja fræðimenn ekki lengur nóg að fjalla um umhverfis- kreppu eina sér, þróunarkreppu eina sér og orkukreppu eina sér. Hagur mannkyns og náttúran eru svo óaðskiljanlega samfléttuð að tengja þarf miklu meira en tíðkast hefur hagfræði og náttúrufræði (vistfræði). í öðru lagi þarf að leysa málin frá víðara sjónarhorni, „hnattrænt" eins og komist hefur verið að orði. Vígorð Brundtland-nefndarinnar var: “frá einni jörð til eins heims“. Stofnun „Bandaríkja jarðar" - með sameiginlegum lögum, dóms- valdi og lögreglu - er gamall fram- tíðardraumur raunsæismanna. Bandaríki jarðarkringlunnar eru að vísu ekki rædd í tillögum nefnd- arinnar, enda yrði að sönnu gagn að hógværari fyrirætlunum í óreiðuheimi nútímans þar sem rík- ir yfirgangur eða einangrunar- stefna. verður gróður- og dýraríki enn svo fyrir barðinu á manninum að þús- undir tegunda deyja út árlega. Harmleikurinn um síðasta geir- fuglinn gengur enn fyrir fullu húsi. Mengunarslys vekja menn upp af værum blundi. Nefna mætti hið áþreifanlega: t.d. Bhopal í Ind- landi og Tsjernóbil í Sovétríkjun- um. í önnur skipti skellur hurð nærri hælum. Kafbátaslys átti sér stað skammt suðvestur af Bjarnar- ey ekki alls fyrir löngu. Þar fórust menn, en slysið minnti líka okkur íslendinga á að við erum síður en svo stikkfrí. Félag íslenskra eðlis- fræðinga gegn kjamorkuvá hefur klifað á þessu. Munið að rússneski kafbáturinn fórst í hafstraumskvísl sem liggur inn í Austur-Græn- landsstrauminn. Sá straumur veitir um síðir vatni í Austur-íslands- strauminn á leið sinni suður með

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.