Tíminn - 28.02.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.02.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 28. febrúar 1990 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h,f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sjálfsvirðing smáþjóða Pegar valdhafar Sovétríkjanna með Mikael Gor- batsjov í broddi fylkingar tóku að boða málfrelsi og efnahagsumbætur í ríkjasambandi Rússaveldis fyrir 5-6 árum, mun þá varla hafa grunað, að áhrif umbótastefnunnar yrðu fyrst og fremst til þess að leysa úr læðingi sjálfstæðisþrá smáþjóðanna og þjóðrækni minnihlutahópanna víðs vegar um Sovét- ríkin. Umbótaaflið í forystu kommúnistaflokks Sovétr- íkjanna, hið frjálslynda Moskvuvald undir stjórn Mikaels Gorbatsjovs, boðaði tilslökun á rígskorðuðu sovétkerfi, hvort heldur var í efnahagsmálum eða mannréttindamálum. í þeim boðskap var hins vegar ekkert um að breyta ríkjaskipulagi Moskvuveldisins í megindráttum, síst af öllu að opna leiðir fyrir einstök lýðveldi til úrsagnar úr ríkjasambandinu. En þá bregður svo við að sundurleitar þjóðir í Sovétríkjunum meðtaka málfrelsið á þann hátt að krefjast aukinná þjóðernisréttinda og viðurkenningar á móðurmáli og menningararfi. í stað þess að Gorbatsjov stýrði óáreittur umbótahreyfingunni af föðurlegri mildi menntaðs einvalds í höfuðstöðvum Kommúnistaflokksins í Moskvu, notar almenningur málfrelsi og fundafrelsi til þess að stofna eigin samtök um hugðarefni sín og sækir fram með allóvæntar kröfur á hendur góðviljuðum umbótasinnum í Moskvu, þ.e.a.s. þjóðrækniskröfur. Þjóðfrelsisvakningin í Sovétríkjunum er mjög umfangsmikil og kemur víða fram. Hún birtist að sjálfsögðu í ýmsum myndum, allt frá því að vera krafa þjóðernisminnihluta um að fá viðurkenndan rétt sinn til menningar og siðar í fjölþjóðaríki, til þess að þjóðríkisréttur sé fullkomlega virtur að lögum samkvæmt stjórnskipulagi. Þess verður sérstaklega vart meðal Eystrasaltsþjóðanna að þar er krafist þjóðfrelsis í víðasta skilningi þess orðs. Litháar, Lettar og Eistlendingar kjósa sér ekkert fremur en öðlast fullkomið þjóðfrelsi, stofna sjálfstæð þjóðríki á grundvelli þjóðlegrar menningar og sögu. Þjóðernisvakningin í Eystrasaltslöndunum þarf ekki að koma neinum á óvart. Eystrasaltsþjóðirnar fengu þjóðfrelsi upp úr fyrri heimsstyrjöld og komust í tölu sjálfstæðra þjóðríkja og héldu sjálfstæði næstu 20 ár. Þá voru þær innlimaðar í Sovétríkin með svikum og leynimakki Stalíns og Hitlers, þegar þeir herrar voru að útdeila áhrifasvæðum milli Sovétríkj- anna og Þýskalands. Á sovéttímanum hefur átt sér stað kerfisbundin forrússun og menningarkúgun í Eystrasaltslöndunum og allt gert til þess að líma þessi lönd óafmáanlega við Rússaveldi, en það verður varanlegast gert með því að halda niðri þjóðlegri menningu með yfirþjóð- legu stjórnvaldi, drottnandi alríkistungu og efnahags- stefnu sem þjónar alríkishugmyndinni. Það er þetta sem Eystrasaltsþjóðirnar vilja hrista af sér. Þær vilja endurheimta sjálfstæði sitt og fullveldi. Þessar kröfur eru íslendingum skiljanlegar. í þeim speglast metnað- ur og sjálfsvirðing smáþjóða. Illlllllllllllllllllllllll GARRI iNT,:;;,, ' ' ■ Jarðvöðlar mengunar Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, ávarpaði þing Norðurlandaráðs í gær og lýsti þar þeirri skoðun sinni, að fslendingar gætu lagt nokkuð af mörkum til mengunarvama í heiminum. Benti hann á í þvi sambandi að í nokkmm löndum Austur-Evrópu væri jarð- varmi fyrir hendi, sem nýta mætti til upphitunar, en fslendingar byggju yfir mikilli þekkingu á því sviði. Að kenna fólki á rafmagn Eðlilegt er að forsætisráðherra skyldi minnast sérstaklega á jarð- varmann, en íslendingar er þegar farnir að undirbúa framkvæmdir á því sviði þar austurfrá. Það em sjálfsagðar og eðlilegar fram- kvæmdir unnar af þeim sem búa yfir sérþekkingu. Og þær fram- kvæmdir munu á sinn hátt draga úr þeirri umfangsmiklu mengun, sem komin er í Austur-Evrópu ríkjum, eins og Austur-Þýskalandi og sum- um svæðum í Sovétríkjunum og raunar í fleiri löndum. Menn hafa fyrst og fremst haft áhyggjur af mengun í Vestur-Evrópu, þar sem ástand skóglendis ber þvi vitni að óvarlega hefur veríð faríð, og sum- ar stórár Norður-Evrópu em orðn- ar daunillar og dauðar af lífi vegna mengunar frá iðjuverum. Þar hefur þó veríð unnið að því að draga úr mengun, þótt seint hafi gengið. öðru máli gegnir um Austur-Evr- ópuþjóðir. Þar virðist mengunin hafa veríð látin afskiptalaus, og hún er nú komin á það stig að fólki veitist örðugt að draga andann í borgum, þar sem iðjuver era rekin. Þetta stafar af notkun brúnkola til iðnaðar, en þau er mikill mengun- arvaldur. Úr þessu verður að bæta með nýjum orkugjöfum, en þeir helstu sem koma til greina era rafmagn og kjarnorka. Tímasprengja í úrgangi Eðlilegt er að horft sé til íslend- inga, þegar rædd era ráð við mengun. Að vísu búum við ekki við iðjuver í neinum þeim mæli sem iðnaðarþjóðir gera. En ef við gerðum það myndi rafmagnsnotk- unin koma í veg fyrir að hér yrði þörf fyrir kjarnorku eða brúnkol, eða aðra þá notkun orkugjafa, sem skila jafnharðan af sér úrgangi, sem hvorki maður né gróður þola. Þá er unnið að því í Suður-Amer- íku að eyða skógum í þeim mæli, að stórhættulegt getur reynst öllu lífi á jörðinni þegar lengra líður vegna veðurfarsbreytinga. AUt era þetta staðreyndir, sem „hinir hreinu“ verða að hafa fyrstu um að snúið verði Hl betrí vegar. Þótt kjarnorkan þykir hentugur orkugjafi er samt þeir meinbugir á notkun hennar, að úrgangur frá kjarnorkuverum er mikiU og lífs- hættulegur mengunarvaldur. Þess vegna hlýtur að verða lögð áhersla á það í framtíðinni, að í stað kjarnorku verði notuð nátturleg efni til orkugjafar, eins og sól, vindur og vatn. Annað værí fá- sinna. Því þótt takist núna að grafa eða sökkva í sjó úrgangi frá iðnaði og kjarnorkuverum er aðeins um að ræða tímasprengjur, sem geta orðið virkar mengunaruppsprettur fyrr en varír. Það getur varla verið hlutverk tæknialdar að skilja eftir sig eitraða jörð. Leiðin til Skotlands Forystuhlutverk íslands í meng- unarvörnum kemur af sjálfu sér þegar menn hafa skUið að hingað má sækja orku handa Evrópu, sem enga mengun skUur eftir sig. Fyrir utan það mikUsverða starf að leiðbeina þjóðum við að nota jarð- varma til að hita upp byggingar, er tæknUega hægt að flytja rafmagn til Evrópu frá vatnsaflsvirkjunum á íslandi. Leiðin héðan um Færeyj- ar tU Skotlands hefur lengi veríð í umræðunni, þegar rætt er um möguleika á því að flytja út rafmagn. Sú framkvæmd er taUn verða óhemju dýr, þannig að varla er hægt að tala um að hún borgi sig nokkum tíma. En þá kemur að spumingunni um hvað borgar sig. Eyðing skóga í Evrópu og mengun vatns snertir ekki Evrópu eina, ekki frekar en eyðing regnskóg- anna í Suður-Ameríku. Hér er því um að ræða framkvæmd, sem í raun ætti að reiknast sem framlag gegn mengun. Þótt hér hafi mikið veríð virkjað af vötnum á undan- förnum áratugum, eru samt yfir 90% óvirkjaðs vatns eftir í landinu. Það værí hægt að leggja töluvert niður af brúnkolavinnslu fyrir það rafmagn sem fengist úr því vatns- afli. Forysta gegn mengun hlýtur að beinast að þvi hvaða orka gæti komið í staðinn fyrir þá orku, sem liggur eins og ský fyrír sólu í Evrópu. Það er því eðlilegt að ísland komi þar við sögu. Bæði er hægt að benda á þá staðreynd, að mengun mun minni hér en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu, þ.e.a.s. á byggðum bólum, og ekki síður hitt, að Island býr yfir hluta af lausninni og raunar þeirri skjót- virkustu. Það fé sem verður að leggja fram á næstu áratugum til bjargar fólki og jarðargróða, kæmi að mestum notun við lagningu raflínu héðan og til Skotlands. Við getum ekki öllu lengur hegðað okkur eins og jarðvöðlar mengunar nú þegar Evrópa hefur opnast öll fyrir stjómsýslu siðaðra manna. Garri llllllllllllllllllllllllill VITTOGBREITT Herfilegur misskilningur Eitt af auðkennum kommúnism- ans er að þeir sem aðhyllast hug- sjónina hafa einkarétt á friðarvilja og menningu. Allir aðrir heimta stríð og blóðsúthellingar og eru andmenningarlegir í hæsta máta. Þessi þankagangur kemur glöggt fram í heiti félagsskapar eins og Menningar- og friðarsamtaka ís- lenskra kvenna. Þar var, og er kannski enn, barist fyrir sósíölsk- um friði og stórar sendinefndir gerðar út á þing Heimsfriðarráðs- ins, sem hefur aldrei verið annað en risavaxin áróðursmaskína kommúnismans, og þar er friður- inn enn gulltryggður í heiti ráðsins, sem á heimili og varnarþing innan Kremlarmúra, eða kannski öllu heldur í höfuðstöðvum KGB. Höfuðmarkmið friðarhreyfinga með vinstri slagsíðu er að berjast gegn Nato og afflytja og níða lýðfrjálsar þjóðir Vesturlanda og öll þeirra samtök. Þegar halla fór ískyggilega fyrir fæti kommúnismans breyttu sumir vinstrisinnar friðarást sinni ofurlít- ið og kváðust vilja bæði stóru hernaðarbandalögin feig. Heimskuleg hjáfræöi Þegar nú kommúnisminn er í dauðateygjunum þegar komið er í ljós að marx-lenínisminn er ekki annað en heimskuleg og heiftúðug hjáfræði, brynja vinstrisinnar sig með með gömlu hégiljunum, að þeir séu hinir einu og sönnu boð- berar friðar og menningar, þótt hugmynafræði þeirra hafi ekki lengur jörð til að ganga á. Lýðræði er nú að skjóta rótum í Austur-Evrópu eftir áratuga áþján sósíalismans. Útþensla kommún- ismans er stöðvuð og áhrif hans fara þverrandi. Hernaðarbandalag austurblakkarinnar er að veslast upp. Af sjálfu leiðir að miklu friðvænlegra verður í heiminum og Atlantshafsbandalagið getur slak- að á og dregið verulega úr hernað- armætti sínum. Það er af þessum sökum sem vonir um frið og eðlilega sambúð þjóða hafa margeflst síðustu mán- uði, en alls ekki vegna hávaða- samrar sýndarmennsku svokall- aðra friðarhreyfinga, sem aldrei hafa lagt annað til mála en að rægja lýðræðið og hossa „alþýðuveldun- um.“ Það er vegna þess að Varsjár- bandalagið er hrunið sem menn á borð við Havel forseta Tékkóslóv- akíu, sem er einn þeirra sem dró úr því vígtennurnar, segja að tíma- bært sé að fækka í herjum og að hersveitir hverfi af erlendum grundum. Heimsfriðnum stendur ekki lengur önnur eins ógn af hernaðar- æði alræðis sósfalismans eins og þegar það var álitin söguleg nauð- syn marxismans að „frelsa" þjóð- imar undir ok sitt. Einfeldni Þjóðviljinn kýs að halda uppi umræðunni um íslandsheimsókn Havels og þær furður að allaballar halda að hann sé einn af þeim. Málgagnið heldur því fram í leiðara í gær, að um sé að ræða skyldleika með íslenskum her- stöðvarandstæðingum og vinstri- sinnum og andófsaflanna sem tekið hafa við stjórnartaumum í Tékkó- slóvakíu. Hugsunin er fremur einfeldn- ingsleg en einföld og er eitthvað á þessa leið: Ég og Svavar og öll hin erum andófsmenn. Havel ermenn- ingarlegur andófsmaður. Þess vegna emm við eins og málstaður okkar hinn sami. Ergó. Havel er okkar maður og við em hans fólk. Alþýðubandalagsmenn halda að þeir geti skolað af sér þjónkunina við kommúnismann með því að skírskota sífellt til þess að flokkur- inn hafi andmælt innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968. Þann vinar- greiða sósíalistanna kallar Þjóð- viljinn „eitt hið herfilegasta brot á sjálfsákvörðunarrétti þjóða í álf- unni.“ En hvað kalla íslenskir sósíalist- ar þá valdaránið í Tékkóslóvakíu 1948? Aldrei hefur sést annað í Þjóðviljanum eða heyrst úr munni vinstrisinna annað en að það hafi verið sjálfsagt og eðlilegt. í kosningum það ár var einn flokkur í kjöri, Alþýðufylkingin. Þeir sem ekki kusu frambjóðendur kommúnista urðu að rífa atkvæða- seðla sína. Eini flokkurinn í framboði fékk öll greidd atkvæði og Þjóðviljinn og íslenskir sósíalistar fögnuðu og má lesa margar hjartnæmar lýsing- ar á föðurlegri leiðsögn Gottwalds og annarra sósíalískra höfðingja og stjórnvisku þeirra í blöðum og bókum. Það var eftir valdaránið í Tékkó- slóvakíu sem Atlantshafsbandalag- ið var stofnað og var rauði herinn þá búinn að leggja önnur ríki Austur-Evrópu undir j árnhæl sinn. Allt síðan lýðræðisríkin bundust samtökum um að hefta útbreiðslu alræðis sósíalismans hafa vinstri- sinnar öskrað og æft gegn Nató og nú þegar Tékkar og Slóvakar em að öðlast lýðfrelsi á ný heldur Þjóðviljinn í forheimskan sinni að andófsmenn i Tékkóslóvakíu beini baráttu sinni gegn vamarsamtök- um vestrænna ríkja. Það er lýðræðið sem tryggir friðinn en ekki málsvarar staðnaðr- ar vinstrimennsku, hvað sem þeir bulla um menningu og frið. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.