Tíminn - 03.03.1990, Síða 3
Laugardagur 3. mars 1990
HELGIN
11
að flytjast burtu úr þessu húsi, sem
vígt var æskuástum hennar, því að
biskupinn settist að í Laugarnesi.
Þangað fór hann með móður Gísla
Brynjúlfssonar með sér, því að ekki
hæfði annað en hún fylgdi þeirri
íjölskyldu, sem ætlaði að gefa syni
hennar einkadóttur sína.
En máltækið segir að skjótt skipist
veður í lofti. Ekki voru liðnir nema
nokkrir mánuðir frá því er Astríður
kvaddi vin sinn í kóngsins Kaup-
manahöfn, er raddir ytra herma þær
fréttir að „axíur biskupsdótturinnar"
séu ekki lengur í mjög háu verði hjá
þeim er áður taldi þær óborganlegar.
Hugur Gísla Brynjúlfssonar var tek-
inn að hvarfla frá henni.
„Ó, að hún vissi iðran mín!“
Vorið 1847 gerði Gísli Brynjúlfs-
son ferð til Islands. En það urðu
engir gleðifundir í Laugamesi. Hann
sagði upp unnustunni, sem hann síð-
ar nefndi „védís æsku sinnar", og
svo virðist sem hún hafi sakir fóm-
fúsrar ástar sætt sig við þetta
tryggðarof. Löngu síðar skrifaði
Gísli á minnisblöð sin: „Ó, Ástríður!
Trygglynda, hugprúða stúlka! Vel
man ég enn þegar þú grést síðast í
faðmi mínum. Aldrei hef ég vitað
meira veglyndi, einlægni og óeigin-
gjarnari sjálfsafneitun. Og ég? Ég
var þess alls ómaklegur. En nú, þeg-
ar ég veit að ég aldrei framar má
þrýsta þér að hjarta mínu, nú sé ég
að ég mun aldrei finna slíka. En það
er til einskis."
Hann fór líka með móður sína frá
Laugamesi og lét hana fylgja sér til
Kaupmannahafnar um haustið. Áður
en hann hvarf úr Reykjavík varð
honum reikað í kring um gamla bæ-
inn í Landakoti, þar sem hann hafði
lifað sælustu ár ævi sinnar og ýmsar
kenndir toguðust á í huga hans. Litlu
áður en hann hélt af landi brott að
þessu sinni orti hann:
Ó, en hvergi egfæ litið
annarlega, seka hönd.
Eg hef sjálfur af mér slitið
öll hin bestu og dýrstu bönd.
Enn skýrar kemur það fram í kvæð-
inu Faraldri, hvemig hann svignaði
fyrir straumi örlaganna. í þeim
straumi hrekjast mennirnir eins og
strá:
Svo er eg ei sekur
sem hiin halda má:
Stundum straumur rekur,
er staðist engir fá.
Ó, að hún vissi iðran min!
Henni er einni unni og enn
ann, er lifið dvín.
Svo virðist helst sem hann hafi tal-
ið að hann væri að velja milli unn-
ustu sinnar og menntalinda og gleði-
glaums Kaupmannahafnar. „Af
heimsku í harmavindi, hugði eg
meira stá“, segir hann í kvæði, „reif
mig því með blóðgan barm einlæg-
um meyjarfaðmi frá.“
En þrátt fyrir allt virðist það satt að
hann hafi í rauninni unnað Ástríði
hugástum og aldrei borið sitt barr
eftir aðskilnað þeirra. Úti í Kaup-
mannahöfn bar þessa ástmey æsku-
daganna sífellt í drauma hans. Hann
dreymdi að hún og faðir hennar
kæmu til sín, og hún spurði hvort
hann elskaði sig ekki lengur, en
hann sagði nei eftir mikið sálarstríð.
Þá rak hún upp hljóð og hneig í
ómegin. Var þeim þá báðum opnuð
æð og rann úr hennar æðum hreint
blóð sakleysisins, en svart svikarab-
lóð úr æðum hans.
I annað sinn dreymdi hann að
Ástríður væri öðrum gefin. En hún
var vansæl og unni ekki þessum
manni sínum, heldur hneig grátandi í
faðm Gísla.
Margsinnis getur hann þess í dag-
bókum sínum hve allt minnti hann á
Ástríði. Honum duttu í hug augu
hennar, ef hann leit heiðan kvöld-
himin, hann hugsaði til hennar á af-
Næst biður hann hana að gefa
sér ofurlítinn lokk. (teikn.Halldór
Pétursson).
mælisdaginn hennar, kvenhetjur í
sögum og leikkonur í göfúgum hlut-
verkum á leiksviði líktust henni.
„Mér dettur í hug Ástríður, hún var
eins, svo einlæg og trygg og dreng-
lynd, og þó hún alltaf væri hrein af
mér, þá vissi eg þó vel að hún var
líka kvenmaður, heit og blíð. Ó, ekk-
ert faðmlag var heitara og innilegra
en hennar."
Ári eftir að hann hafði sagt henni
upp, herti hann loks upp hugann og
endursendi bróður hennar bréfin sem
hún hafði skrifað honum — öll
nema þrjú, sem hann hélt til minja.
Ævintýrinu, sem byrjaði svo fagur-
lega í Landakoti sumarið 1844 var
að fullu lokið.
„Trúrhefði hann mérverið..."
Foreldrum Ástríðar hafði ekki litist
á blikuna, þegar fyrst komst upp um
ástir þeirra Gísla. Þeim hefur vafa-
laust þótt pilturinn ungur og óráðinn,
enda kom það ffam, er þau hafði ór-
að fyrir. Gísla skorti þrek og stöðug-
lyndi. Hann varð alla ævi einskonar
útlagi í Kaupmannahöfn — sveim-
hugi, er litlu kom i verk sem gildi
hefur og oft fráskila löndum sínum,
sem jafnvel gátu ekki á sér setið að
hafa hnútukast í frammi við hann
látinn. Gegn vilja sínum hraktist
hann undan straumi lífsins í and-
stöðu við bestu vini sína og sjálfa
vordrauma þjóðar sinnar, þrúgaður
lífsleiða og ömurlyndi.
Ástríður var af öðrum málmi gerð.
Hún bar harm sinn í hljóði og
gleymdi aldrei æskuunnustanum.
Henni hefur án vafa fallið mjög
þungt er hann brá við hana heitum
sumarið 1847, og má sjá að foreldrar
hennar hafa brugðið skjótt við að
velja henni annað mannsefni. Það
hefur átt að vera henni græðilyf,
hannabót. Þcgar á góu 1848 eru tíð-
indi skrifuð af Islandi til Kaup-
mannahafnar:
„Fröken Ástríður er trúlofuð Sig-
urði Melsted, því Gísli Brynjúlfs-
son... treysti sér ekki til að halda
tryggð við hana.“
Sigurður Mclsted var þá nýskipað-
ur kennari í prestaskólanum og þótti
álitlegt mannsefni. Hann var sonur
Páls amtmanns Melsted og Önnu
Sigríðar Steíansdóttur, amtmanns á
Möðruvöllum, frændi Ástríðar og
systrungur Gísla. Ástríður muu hafa
reynst honum góð kona, eins og
vænta mátti af henni og orðið hon-
um stoð og stytta, er hann varð
blindur fyrir aldur fram. Einkasonur
þeirra, Helgi, ættarlaukurinn fagri,
var „felldur snöggt af norðanvindi"
■— dó úr lungnabólgu 22 ára gamall
veturinn 1872. En heita ást hefur
hún vart borið í brjósti til Sigurðar.
Gísli átti ást hannar — og hann einn.
Gísli þótti hins vegar ekki við eina
fjöl felldur í ástmálum, eftir að hann'"
settist að í Kaupmannahöfn. Vera má
að það hafi verið hans andsvar við
vonbrigðum lífsins. En einnig það
leit Ástríður mildum og skilningsrík-
um augum.
Meira en þijátíu árum eftir hinsta
aðskilnað þeirra ætlaði vinkona
Ástríðar að slæva eftirsjá hennar
með því að segja að Gísli mundi
ekki alltaf hafa verið konu sinni trúr.
Þá svaraði Ástríður:
„Trúr heíði hann mér verið, ef ég
hefði verið konan hans.“
Þau orð eru nútíðinni síðast kunn af
ummælum Ástríðar.
Harmsaga
Hér hefur verið sögð harmsaga. —
En saklaus og fölskvalaus ást og
óbilandi tryggð Ástríðar bregður á
hana ljúfsárri fegurð. Ástríður er að
tryggð jafnoki Auðar Vésteinsdóttur
og miklu léttara hefði henni þótt það
hlutskipti að fylgja þeim manni, sem
hún unni af alhug í útlegð um grýttar
slóðir, en bera söknuðinn í brjóstinu
langa ævi.
Enginn má heldur ætla að það hafi
verið dóttur biskupsins yfir Islandi
léttbært að hún var forsmáð af unn-
usta sínum. En þeim mun meiri sál-
arstyrk og meiri ást hefur þurft til
þess að hefja sig yfir allar skugga-
legar og óvinsamlegar hugrenningar
og geta á gamals aldri játað ást sína
af engu minni innileik en í hita og
grunleysi æskuáranna.
Öll spor elskendanna í Landakots-
túni eru horfin undir steinlögð stræti
eða sokkin í svörð túnsins. Amstur
(jögurra kynslóða eða fimm hefur
flestu breytt og umturnað. En þó
kynni að vera að ástfanginn hugur
nítján ára stúlku, sem er í þann veg-
inn að breiða krónu við sól lífsins
mætti á kyrru kvöldi finna andblæ
liðins tíma, er hún hefur lesið þessar
línur og djúpt í sál hennar ómi berg-
mál af orðum Ástríðar endur fyrir
lppgu:
„Þú veist það, Gísli.“
H fœrð ehhi
dsnid á þig
mörg skref ef þú
hringir á kvöldin
og um helgor
að er mun ódýrara að hringja eftir
kl. 18 virka daga og um helgar.
Á þeim tíma getur þii talað í allt
að 8 mín. áður en nœsta skref
er talið.
Dagtaxti innanbœjar er frá kl. 08
til 18 mánudaga tilföstudaga og
kvöld- og helgartaxti frá kl. 18 til
08 virka daga ogfrá kl. 18 á föstu-
degi til 08 nœsta mánudag.
Kvöldið er tilvalið til að hringja
í œttingja og vini og sþjalla um
daginn og veginn.
Síminn eródýr, skemmtilegur og
þœgilegur samskiþtamáti.
Því ekki að nofann meira!
POSTUR OG SIMI
Við spörum þér sporin.
Dœmi um verð á símtölum innanbœjar
eftir því hvenœr sólarhringsins er.
Lengd sítntals 3 mín. 10 mín. 30 mín.
Dagtaxti kr. 5,23 kr. 10,47 kr. 25,42
Kvöldtaxti kr. 4,11 kr. 6,73 kr. 14,20
Nætur- og helgartaxti kr. 4,11 kr. 6,73 kr. 14,20