Tíminn - 03.03.1990, Síða 9

Tíminn - 03.03.1990, Síða 9
Laugardagur 3. mars 1990 HELGIN 17 utanríkisráöherra Breta „Styðjum Austur- Evrópuríkin við það verk sem þau hafa sjálf tekist á hendur Douglas Hurd, utan- ríkisráðherra Breta, hélt ræðu í breska þinginu 22. febrúar sl. þar sem hann gerði ít- arlega grein fyrir af- stöðu bresku stjómar- innar til samskipta austurs og vesturs í Ijósi hinnar öru þróun- ar sem nú á sér stað í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Hann lýsti þar þeim þrem atríðum sem breska stjómin hefur einkum lagt áherslu á en þau eru: að vinna að sam- einingu Þýskalands og gæta hagsmuna Bretlands varðandi ytrí skilyrði þess; að þróa burðargríndina að öryggi Evrópu; að styðja umbætur í Austur-Evrópu. „Öll þessi verkefni eiga sér rætur í atburðum sem gladdi allt breska þingið — niðurbrot múra og ffelsun þjóða. Lech Walesa sagði við mig þegar hann var héma fyrir jól að hann og félagar hans, hinir áhuga- mennimir, eins og hann orðaði það, hefðu gert sinn hluta með þvi að sanna fyrir okkur atvinnumönnun- um að hið ómögulega væri mögu- legt. Svo bætti hann við, og þetta var aðalatriðið, að það væri stjóm- málamannanna að gera það sem eftir væri. Þannig að atvinnumenn- imir, þingmennimir og diplómat- amir, kaupsýslumennimir og bankamennimir, blaðamennimir og ljósvakamennimir, við verðum að sýna fæmi og hugmyndaflug til að fylgja eftir á viðeigandi hátt starfi þessara — t.d. verkamannanna í skipasmíðastöðinni í Gdansk, manngrúans á Venseslásar torgi og þeirra sem árum saman buðu Berl- ínarmúmum byrginn.“ Hafa alltaf stutt sameiningu Þýskalands Hurd sagði að vestrænu banda- mennimir hefðu alltaf stutt þá hug- mynd að Þýskaland ætti eftir að sameinast. Síðan sagði hann: „Hraðinn á því að hrinda samein- ingunni i ffamkvæmd hefur vaxið hraðfluga og lítur nú út fyrir að af henni verði ffekar fyrr en síðar. Þar er að verki pólitfski skriðþunginn, sem að mínu áliti stafar að miklu leyti af áffamhaldandi fólksstraumi ffá Austur-Þýskalandi til Vestur- Þýskalands, og löngun þeirra sem em um kyrrt fyrir austan til að eiga hlutdeild í velmegun landa sinna í vestri. Það er líka, eins og við get- um öll skilið, tilfinningalegur þungi, sem að ýmsu leyti er sá áhrifamesti. En það em fleiri staðreyndir, jafn- mikilvægar, sem nú má taka með í reikninginn. Þar sem sameining þýsku rikjanna hefur auðvitað áhrif á hagsmunamál annarra ríkja, nán- ustu nágrannaríkja, félaga og bandamanna í EB, í Nató, og fjór- veldanna sem enn eiga réttinda og ábyrgðar að gæta í Þýskalandi. Svo að það em líka ytri athugunarefni varðandi Þýskaland. Meðffam sjálfsákvörðunarrétti er þörfin fyrir sameiginlega ákvörðun um þessi ytri mál.“ Hurd segir Breta hafa álitið að ekki hafi alltaf verið höfð nægjan- lega í huga þessi ytri atriði þegar vestur-þýsk stjómvöld reyndu að fást við frá degi til dags hina hröðu atburðarás í Austur- Þýskalandi. Hins vegar hafi komið í ljós á fundi utanríkisráðherra í Ottawa í síðasta mánuði að fleiri höfðu áhyggjur en Bretar af skorti á einhverjum regl- um til að ræða þessi mál eftir. „Önnur riki höfðu líka áhyggjur af að við virtumst vera að æða í átt til samieningar, án þess að hafa þenn- an ramma til að fjalla um ytri atrið- in, þ.á m. aðild sameinaðs Þýska- lands að Nató; hvaða áhrif hún hefði fyrir það svæði sem áður var Austur-Þýskaland og sovéskar her- sveitir þar; stöðu Berlínar; endan- lega niðurstöðu um landamæri: áhrif sameiningarinnar fyrir evr- ópska EB. Þau skilaboð sem við Bretar höfðum ffam að færa vom ekki að við ætluðum að hindra sam- eininguna, heldur þau að við hætt- um á óreiðu og óstöðugleika ef ekki væri unnið að þessu máli á skipu- legan hátt.“ Hurd segist hafa tekið skýrt fram við forseta og utanrikisráðherra Bandaríkjanna að álit Breta væri að slíkar reglur yrðu að vera fyrir hendi og á Ottawa-fundinum hefði hann lagt áherslu á, með samþykki Thatchers forsætisráðherra, að haldinn yrði fundur, eða fundir, ríkjanna sex, fjórveldanna og þýsku rikjanna beggja. En það væm fleiri ytri atriði sem þyrfti að ræða annars staðar, s.s. í EB, Nató og við Pól- veija. En fyrsta skrefið virtist vera viðræður rikjanna sex. I Ottawa var þessari uppástungu vel tekið, að- eins Sovétmenn vom hikandi fyrst en var talið hughvarf áður en sólar- hringurinn var liðinn. „Nú emm við bjartsýnir um að koma megi á sameiningu Þýska- lands á þann hátt sem passar við það form stöðugleika og öryggis Evrópu sem allir fella sig við,“ sagði Hurd um þetta atriði. Og hann bætti því við að ekki megi gleyma að Genscher, utanríkisráð- herra Vestur-Þýskalands hafi alla tíð bæði opinberlega og í einkavið- ræðum, lagt áherslu á mikilvægi viðræðna og sérstakt hlutverk fjór- veldanna í þessu sambandi. Þróa burðargríndina að öryggi Evrópu Annað atriðið sem Bretar leggja mikla áherslu á varðandi framtíð Evrópu er að þróa burðargrindina að öryggi Evrópu. Hann ræddi þar í fyrsta lagi um hugmyndina um að- ild sameinaðs Þýskalands að Nató, sem greinilega væri mikilvæg vest- rænum ríkjum. Hann sagði það líka mikilvægt öryggi Evrópu allrar, eins og fjöldi Austur-Evrópurikja væri nú í fyrsta sinn að gera sér grein fyrir. „Hlutlaust Þýskaland, sem stæði utan þess öryggisfyrirkomulags sem ríkt hefur í Evrópu, myndi veikja þann stöðugleika, og að okk- ar mati hefur ríkisstjóm Vestur- Þýskalands réttilega hafnað þeim kosti,“ sagði hann. „Bandarískt og annað erlent herlið og kjamavopn þeirra verður að vera áfram í Þýskalandi í talsverðum mæli til að halda stöðugleika í ör- yggi í Evrópu, og hvað þetta atriði varðar fer eining líka vaxandi. En við verðum, eins og við höfum sagt áður, að taka tillit til áhyggja Sovét- manna. Það þýðir að gera verður sérstakar ráðstafanir varðandi það svæði sem nú er Austur- Þýskaland, þ.á m. kannski áframhaldandi nær- vem sovéskra hersveita á meðan breytingamar ganga yfir.“ Hurd segist eiga von á að Sovét- rikin komi til með að skilja að það þjóni líka þeirra hagsmunum varð- andi stöðugleika að Þýskaland falli undir sérstakar ráðstafanir sem aðili að vamarbandalagi vestrænna ríkja, einkum og sér í lagi þar sem vopna- eftirlit dragi úr herafla af beggja hálfu í Evrópu. í öðm lagi ræddi Hurd um vanda- málið varðandi austurlandamæri sameinaðs Þýskalands. „Enginn með minnstu tilfmningu fyrir sögu getur undrast þá áherslu sem Pólverjar leggja á þetta atriði,“ sagði hann. Hann sagði vestur-þýsk stjómvöld hafa gert það ljóst að enginn vafi leiki á um aðalatriðin í afstöðu þeirra í þessu máli. „Eg hef hlustað á Genscher utanríkisráð- herra segja oft og mörgum sinnum að sameinað Þýskaland nái yfir það svæði sem nú er Sambandslýðveld- ið, Alþýðulýðveldið og Berlin. Ekkert meira, ekkert minna.“ Hins vegar sagðist Hurd álíta að um landamærin yrði að nást form- legt samkomulag í eitt skipti fyrir öll og augljósasta leiðin væri samn- ingur. í þriðja lagi segir Hurd að taka verði alvarlega til athugunar innan EB hvaða áhrif stækkað Þýskaland hefðu. Það sé augljóst að efnahagur Austur-Þýskalands falli illa að lifn- aðarháttum EB-ríkja. Sú sé ástæðan til að írska stjómin, sem nú sé í for- sæti EB hafi stungið upp á að sér- stalcur leiðtogafundur EB verði haldinn i apríllok til að ræða þetta mál. í fjórða lagi er það spumingin um Berlín. Hurd segir að eftir að Berl- ínarmúrinn féll og útlit sé fyrir sameiningu hafi fjórveldin ekki löngun til að viðhalda hemáms- stjóminni að nauðsynjalausu. Bandamenn vilji ráðgast við Rússa um framtíðarstöðu borgarinnar. Samkomulag umfækkun í herafla stórveldanna í Evrópu Þriðja mikilvæga samkomulagið sem komist var að í Ottawa var kannski það sem mest kom á óvart. Það var samkomulagið sem Banda- ríkin og Sovétrikin komust að um að draga úr herafla sinum með að- setur í Evrópu. Jafnframt vom hemaðarbandalögin sammála um að samningaviðræðumar í Vín ættu að stefna að árangri hið snarasta, svo að samkomulag megi nást á þessu ári. Hurd segir Breta ætla að leggja sitt af mörkum til að svo megi verða en ýms vandamál séu enn óleyst, s.s. varðandi loftfor, og enn sé óleyst hið eilífa vandamál hvemig fylgjast megi nákvæmlega með að sam- komulaginu sé framfylgt. En hann segist hafa það á tilfmningunni að pólitískur vilji sé fyrir hendi að leysa þessi mál. Hann bendir bandamönnum sínum í Nató á að ekki sé nauðsynlegt að láta stjómast af hugmyndum um samsvömn, þ.e. hugsuninni um hvað sé að gerast innan Varsjár- bandalagsins. Aðeins meðlimir þess geti ákveðið hver framtíð þess verði. Augljóslega komi breyting- amar innan Austur- Evrópu líka til með að hafa áhrif á Atlantshafs- bandalagið og það komi líka til með að þurfa að aðlagast þeim. Hins vegar sé munurinn á banda- lögunum tveim sá að undirstöður Nató séu traustar þar sem það sé stutt ríkisstjómum og þjóðum, og muni þar með lifa áfram. „Við þurf- um að leggja eins stranga áherslu á þessi einkenni Nató og hægt er, sem verða mikilvæg í framtíðinni, og önnur viðhorf sem ættu að breytast sem viðbrögð við atburð- um. Öryggisþarfir okkar munu breytast. En þörfin fyrir öryggi breytist ekki. Meðal stöðugra einkenna myndi ég nefna: Núverandi aðild að Nató, nærvera talsverðs herliðs á staðn- um, þ.á m. hersveita frá Bandaríkj- unum, Kanada og Bretlandi á meg- inlandinu, skynsamleg blanda kjamabúins og hefðbundins her- liðs, og yfirmannaliðið frá ýmsum þjóðum. Að teknu tilliti til allra þessara nauðsynlegu atriða hefðum við áfram sterkar vamir Evrópu. Fyrir Bretland myndu þær inni- halda, m.a., að halda enn eigin kjanafælni. Stuðningurvið umbætur í Evrópu Augljóst er að öryggi og stöðug- leika Evrópu verður best viðhaldið til lengri tíma litið ef sú lýðræðis- Iega þróun sem nú á sér stað í Sov- étríkjunum og Austur- Evrópu helst á sporinu. Og það kæmi sér líka best fyrir hinn vestræna heim, segir Hurd, og því ættu Vesturlönd að styðja hana eftir mætti. „í þessu sambandi vildi ég leggja áherslu á hið stóra hlutverk EB. Viðbrögð EB við atburðum i aust- urhluta álfunnar hafa verið hröð og árangursrík," segir Hurd og nefnir nokkur atriði í því sambandi. Hann bendir á hugmyndina um Evrópska þróunarbankann, sem leggi mikla áherslu á að aðstoða einkageirann, að undirlagi Breta. „Við vinnum að því að þróa við- skipti og samvinnusamkomulag við löndin í austri og leitum forma á nánari tengslum milli EB og þess- ara landa til lengri tíma. Við viljum gera vaknandi lýðræðisríkjum fært að þróa efnahag sinn og tengjast nánar EB eftir því sem umbætur verða meiri. Sjálfur vona ég að þessi þróun leiði að lokum til fullr- ar aðildar þessara ríkja að Evrópu- bandalaginu.“ Þá sagði Hurd: „Við verðum að hvetja þessi lönd á allan mögulegan máta við það stórkostlega verk sem þau hafa sjálf tekist á hendur. Þau eru að breyta eðli tengslanna milli ríkis og einstaklings í þjóðfélögum sínum. Og það hljómar eins og það sé auðvelt í almennri yfirlýsingu, en er óskaplega erfitt í verki á degi hveijum."

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.