Tíminn - 07.03.1990, Page 16

Tíminn - 07.03.1990, Page 16
AUCLVSINOASÍMAR: 680001 — 686300 | RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 PÓSTFAX TÍMANS 687691 ÞRttSTUR 685060 VANIR MENN T ríniiiin MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1990 „Margt smátt gerir eitt stórt“ í 915 m.kr. niðurskurði ríkisútgjalda: Veðurfræðirannsóknir skornar um 10 þús. kr. Um 150 fjárlagaliðir hafa lent undir hnífnum þegar 915 m.kr. sérstakur niðurskurður ríkisútgjalda (um 1%) var ákveðinn samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga. Sparnað- armöguleikar virðast nýttir til hins ýtrasta því niðurskurð- ur fer allt niður í 10 þús. kr. hjá ákveðnum deildum sumra ríkisstofnana. Þannig á t.d. að spara 10 þús. kr. af 3,7 m.kr. áætluðum útgjöld- um vegna hafísrannsókna Veður- stofunnar og sömu upphæð er þeim ætlað að spara sem sjá um veðurfræðirannsóknirnar stofnun- arinnar. Og um 2,5 m.kr. sem fjárlög ætluðu til snjóflóðavarna eru skornar enn meira niður, eða um heilar 20.000 krónur. Alls er Veðurstofunni ætlað að spara 2,2 millj.kr., þar af hvað mest í síma- kostnaði. Niðurskurðarupphæðir upp á einn eða fáa tugi þúsunda gefa kannski til kynna að fjárlögum skuli framvegis betur fylgt heldur en venja hefur verið? Til þessa hefur ekki verið ótítt að sjá út- gjöld ráðuneyta og stofnana fara milljónum og milljónatugum fram úr fjárlögum án þess að mönnum virðist hafa brugðið að marki. Nefna má fleiri dæmi þar sem áætlaður sparnaður er tugur eða nokkrir tugir þúsunda. Garð- yrkjuskólinn á að draga saman rannsóknarkostnað um 10.000 kr. og Rannsóknarnefnd sjóslysa um 70.000 kr. Þá eiga héraðslæknar t.d. að spara samtals 50 þús. kr. frá því sem ráð var fyrir gert í fjárlögum. Hvað stærstan niðurskurð er á hinn bóginn að finna á framlögum til Atvinnuleysistryggingasjóðs, 200 milljónir kr. og til Byggingar- sjóðs ríkisins, 100 milljónir kr. Algengast er hins vegar að stofnunum sé ætlað að skera út- gjöld sín niður um 1 til 3 milljónir kr. á árinu. - HEI Leyfi seld á hreindýr? Fundur sem Skotveiðifélag Aust- urlands hélt um hreindýr á Austur- landi, ályktaði að málefni hreindýra heyri í framtíðinni undir landbúnað- arráðuneyti. Fram kom á fundinum að brýnt er að gerðar verði nákvæm- ar rannsóknir á hreindýrum og lifn- aðarháttum þeirra. Þrátt fyrir að sumir fyrirlesarar á fundinum hefðu ekki komist til Eg- ilsstaða vegna veðurs var ákveðið að halda fundinn. Meðal þeirra sem ekki komust á fundinn voru Júlíus Sólnes umhverfisráðherra, en fyrir- hugað er málefni hreindýra heyri undir hans ráðuneyti. Einnig vantaði Sigurð Sigurðarson dýralækni, en hann hugðist ræða um sjúkdóma í hreindýrum og flutning milli svæða. Það kom fram á fundinum að hreindýrin leita mjög fast niður í byggð á veturna jafnvel þó að sæmi- leg beit sé á fjöllum. Það sama gildir um hreindýr í öðrum löndum. Hugs- anlegt er talið að hreindýrin séu að leita að einhverjum efnum sem þau fá ekki upp á heiðum. Mikið var rætt um nýtingu stofns- ins og sýndist sitt hverjum um það atriði. Almennt má þó segja að menn hafi verið sammála um að stofninn væri ekki nægilega vel nýttur. Fram komu hugmyndir um að nýta stofninn í tengslum við Ferðaþjónustu bænda og þá með þeim hætti að seld yrðu veiðileyfi á almennum markaði. Skúli Magnússon formaður Skot- veiðifélags Austurlands segir að skynsamlegast sé af Alþingi að kasta frá sér því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um hreindýraveiðar. Margir aðilar eru búnir að mótmæla þessu frumvarpi. Skúli segir að menn vilji að settar verði almennar reglur um þessi mál en heimamenn fái síðan að ráða hvernig stofninn er nýttur. Hann telur löngu tfmabært að leyft verði að veiða úr öllum stofninum en hætt verði úthlutun sérstakra veiðileyfa. í lok fundarins var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórn- völd að láta málefni hreindýra heyra undir landbúnaðarráðuneyti. -EÓ Sendibflstjórar söfnuðust saman á bflum sínum fyrir framan Alþingishúsið og nágrenni þegar bréfið var afhent ráðherrum og forseta sameinaðs þings. Timamynd Pjetur Sendibílstjórar krefjast leiðréttingar: Sendibílstjórar fjölmenntu fyrir utan Alþingishúsið klukkan tvö í gær til að afhenda Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra, Stein- grími J. Sigfússyni samgönguráð- herra og Guðrúnu Helgadóttur for- seta sameinaðs þings bréf þar sem farið er fram á leiðréttingu þeirra mála. Það bar hins vegar svo við að hvorki fjármálaráðherra, né sam- gönguráðherra voru viðstaddir, þar sem þeir eru báðir erlendis, Ólafur Ragnar í París og Steingrímur J. í Ungverjalandi. 1 bréfinu kemur m.a. fram að tilkoma virðisaukaskatts um sl. ára- mót hafi raskað samkeppnisstöðu sendibílstjóra svo, að lífsafkoma stéttarinnar er í hættu. Þá bera þeir einnig fram þá ósk að leiðrétt verði sú tvísköttun sem á sér stað með atvinnubíla sem þegar hefur verið greiddur söluskattur af. -ABÓ W FÚL meö tilmæli til aðstoðarlækna: Allir í frí á morgun! Félag ungra lækna hafa ákveðið að beina því til aðstoðarlækna á sjúkrahúsum í Reykjavík að taka sér frí á fimmtudag. Þetta er gert til að mótmæla þeirri hækkun sem varð á leyfisgjöldum 1. janúar sl. en þá hækkuðu leyfisgjöldin úr 4000 krón- um í 50.000 krónur og leyfisgjöld til sérfræðinga úr 14.300 upp í 75 þúsund. Þessi leyfisgjöld þurfa lækn- ar að borga til að öðlast réttindi. Jón Hilmar Friðriksson formaður Félags ungra lækna sagði í samtali við Tímann að um 100 aðstoðar- læknar væru starfandi á Reykjavík- ursvæðinu. „Við erum knúin til þess- ara aðgerða þar sem engin svör hafa borist frá fjármálaráðuneyti við því bréfi sem við höfum sent þangað og bréfi sem heilbrigðisráðherra hefur sent þar sem fram kemur að um óeðlilega hækkun er að ræða,“ sagði Jón Hilmar. Hann sagði að ekki væri um fyrirskipun til aðstoðarlæknum að ræða, heldur væri þeim tilmælum beint til þeirra að taka sér frí á fimmtudag. „Það versta er fyrir okkur, er að við erum ekki í neinum illdeilum við stjórnendur sjúkrahús- anna, við sérfræðinga eða aðra og mjög leiðinlegt ef það kemur niður á sjúklingum og starfsemi sjúkrahús- anna, en við sjáum engin önnur ráð þar sem við fáum engin svör. Um framhald aðgerða ræðst af viðbrögðum vegna aðgerðanna á fimmtudag. -ABÓ NEYDARMOTTAKA Á LANDSSPÍTALA Á ríkisstjórnarfundi í gær var einróma samþykkt að þiggja boð Landspítalans um að opnuð verði neyðarmóttaka fyrir fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. Þetta er ein af þeim tillögum scm svo köliuð nauðgunannálanefnd skilaði af sér fyrir rúmu ári síðan. Móttakan nýja hefur tveimur stöðugildum á að skipa. ( kjölfar samþykktar ríkisstjórn- arinnar var hcilbrigðisráðherra fal- ið að ganga frá málinu í samráði við dómsmálaráðherra. Að sögn Tómasar Helgasonar prófessors og geðlæknis á Landspítalanum, kem- ur fram í skýrslu nauðgunarinála- nefndar að rík þörf er á bráðamót- töku fyrir fórnarlömb kynferðis- legs ofbeldis. Hingað til hafi ekki verið unnt að bjóða þeint upp á þá aðstoð sem á þurfi að halda og ekki undir þeim kringumstæðum er æskilegastar væru. - ÁG

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.