Tíminn - 06.04.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.04.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 6. apríl 1990 FRETTAYFIRLIT MOSKVA — Lithaugar eru að undirbúa þjóðarat- kvæðagreiðslu um sjálf- stæðisyfirlýsingu sína. Frá þessu skýrði Egidius Bic- kauskar fulltrúi Lithauga í Moskvu. AUSTUR-BERLIN— Hið nýkjörna þing Austur- Þýskalands kaus Lothar de Maiziere formann Kristilega lýðræðisflokksins sem for- sætisráðherra landsins og er hann fyrst forsætisráð- herrann sem ekki er komm- únisti. Þá var Sabine Berg- mann- Pohl kjörin forseti þingsins, en hún er læknir sem sest nú í fyrsta sinn á þing, eins og flestir hinna nýkjörnu þingmanna. BONN — Vestur-Þjóðverj- ar, sem ekki eru enn á eitt sáttir hvernig nýtt mark á að koma í stað hins nær verö- lausa austurþýska marks, segjast ætla að hefja við- ræður við stjórnvöld í Aust- ur-Þýskalandi um fullkomið myntbandalag um miðjan apríl og að það muni taka gildi í maímánuði. HÖFÐABORG — F.W.de Klerk forseti Suður-Afríku sakaði Afríska þjóðarráðið um að hafa beitt þrýstingi á leiðtoga fjögurra heima- landa blökkumanna sem sniðgengu fyrirhuguð fund- arhöld við sig. De Klerk sak- aði Afriska þjóðarráðið um þetta eftir að hafa rætt við leiðtoga tveggja heima- landa sem mættu til við- ræðnanna. Þá bar það til tíöinda að leiðtoganum í heimalandinu Venda var steypt af stóli af herliöi heimalandsins. JERÚSALEM — Svo gæti fariö að ísraelar gerðu árás á (rak ef Irakar myndu ekki hætta framleiðslu efna- vopna og þróun kjarna- vopna. „Þetta er vendipunkt- ur í mannkynssögunni" sagði Gerald Steinberg prófessor í Bar-llan háskólanum í Tel Aviv á blaðamannafundi sem ríkisstjórn (srael hélt. BRUSSEL — Þing Belgíu setti Baldvin Belgíukonung í embætti að nýju eftir að hannn hafði látið af völdum í einn dag þar sem hann gat ekki samvisku sinnar vegna skrifað undir lög um fóstur- eyðingar. Fyrir það hældi páfagarður konunginum f bak og fyrir. VARSJÁ — Skipasmíða- stöðin í Gdansk eru nú til sölu í samræmi við stefnu pólsku ríkisstjórnarinnar. UTLOND Sovéskur liðsforíngi kannar skríðdreka í Lithaugalandi. Baráttan fyrir sjálfstæði Lithaugalands heldur áfram: Lithaugar sættast á sovéskar herstöðvar Sjálfstætt Lithaugaland mun sætta sig við sovéskar herstöðvar í landinu undir vissum skilyrðum. Frá þessu skýrði Bronius Kuzmickas varaforseti Lithaugalands í gær, en hann er staddur í Kanada til að leita eftir stuðningi við sjálfstæði Lithaugalands sem lýsti yfirfullveldi H.rnars. -Ríkisstjóm Lithaugalands telur að sovéski herinn geti haft stöðvar sinar í Lithaugalandi, ef undirritaður verði samningur um hlutverk og staðsetn- ingu hersins í Lithaugalandi, sagði Kuzmickas á blaðamannafundi í Ottawa í gær. ítrekaði Kuzmickas að ríkisstjórn Lithaugalands væri reiðu- búin til þess að semja við sovésku ríkisstjómina um allt, nema grund- vallaratriðið, sjálfstæði Lithauga- lands. Kuzmickas skýrði frá því að sovésk stjórnvöld hafi í engu brugðist við boði Lithauga um samvinnu og samningaviðræður um sjálfstæði Lit- haugaiands. Eduard Shévardnadze utanríkisráð- herra Sovétríkjanna sem staddur er í Washington fúllvissaði James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að „viturleg og sanngjöm lausn“ muni finnast á málum Lithaugalands. Kusmickas sagðist skilja vel að rík- isstjómir á Vesturlöndum væm tregar til þess að viðurkenna sjálfstæði Lit- haugalands að svo stöddu, en sagði mikilvægt að þær gerðu það. Utanríkisráðherra Póllands Krzyszt- of Skubiszewski sagði á sama tíma að Pólverjar gætu ekki viðurkennt sjálfstæði Lithaugalands fyrr en Lit- haugar væm orðnir húsbóndar á sínu eigin heimili. Sagði hann það ein- læga ósk Pólverja að Lithaugar og sovéska ríkisstjómin næðu samning- um um farsæla lausn. Ljóst er að Lithaugar em ekki enn orönir húsbóndar á sínu heimili, þrátt fyrir sjálfstæðisyfirlýsingar sínar. Húsbóndinn er sem fyrr sovéska rík- isstjómin sem beitir sovéska hemum til að freista þess að knésetja sjálf- stæðishreyfingu Lithauga, þó ekki sé um að ræða beina valdbeitingu. Sov- éskir hermenn héldu enn öllum helstu byggingum kommúnista- flokksins í Lithaugalandi og flestum opinberum byggingum í Vilnius. Hins vegar hafa starfsmenn getað unnið verk sín þar í friði. Hrawi forseti Líbanon tekur jákvætt í bón Ge- agea um að herlið hans skerist í leikinn í inn- byrðis átökum kristinna manna: Bardagar í Beirút Bardagar bmtust út að nýju milli stríðandi íylkinga kristinna manna í austurhluta Beirút í gær. Átökin hóf- ust skömmu eftir að Elias Hrawi for- seti Líbanon tók jákvætt í bón Geag- ea leiðtoga annarrar stríðandi fylkingar kristinna manna um að for- setinn léti herlið sitt skerast í leikinn. Hersveitir Aouns, andstæðings Ge- agea, sprengdu tvær herflutningabif- reiðar hersveita Geagea í loft upp og sló þegar í bardaga milli íylkinganna sem beittu óspart eldflaugum og fall- byssum. Að minnsta kosti tíu manns lágu í valnum. Fer tala fallinna í átökum kristinna manna undanfama tvo mánuði að nálgast þúsund. indland: SIKHAR DREPA 14 Sprengjutilræði Sikha i héraðinu Haryana í norðurhluta Indlands í gær varð að minnsta kostí fjórtán tnanns að Qörtjóni og særði tutt- ugu og tvo. Lögreglan sagði að sprcngjan hcfði spmngið í bifreið er stóð við biðskýli þar scm vcrkamcnn, flcst- ir Hindúar, biðu cftir almennings- vagni í íðnaðarbænum Panipat. Hatyana héraö liggur að Punjab- héraði þar sem öfgafúllir Sikhar berjast fyrir sjálfstæði frá Ind- landi. Þar hafa Sikhar ráðist á Hindúa og indverska hermcnn og virðast átökin nú t sífellt auknum mæli vera aö brciðast tíl Hatymia. Öldunaadeild bandaríska þingsins tek- ur skref í átt til umhverfisverndar: Samþykkir stranga löggjöf gegn loftmengun Öldungadeild bandaríska þingsins hefur nú samþykkt ný lög gegn loft- mengun sem munu verða til þess að í Bandaríkjunum gilda þau lang- ströngustu mengunarlög sem fyrir- finnast í nokkm iðnaðarríki. Hin nýju lög em nú hjá fulltrúadeild þingsins sem verður að samþykkja lögin áður en forsetinn getur undirrit- að þau, en Bush forseti styður þessa lagasetningu af heilum hug. Hins vegar vilja umhverfisvemdarsamtök ganga enn lengra í að refsa iðnfyrir- tækjum sem brjóta mengunarlögin, en gert er ráð fyrir í lögunum. í ræöu sem George Bush forseti hélt í Indianapolis um helgina sagðist hann vera hreykinn af lagasetning- unni sem tryggði „minni mengun- armistur, minna súrt regn og minni eiturmengun og muni gera Bandarík- in hreinni og öruggari". Hins vegar var Richard Ayres leið- togi samfylkingar náttúrvemdarsam- taka í Bandaríkjunum þeirrar skoðunar að lögin gengju allt of skammt. Að vísu myndi draga úr mengun frá bifreiðum um miðjan áratuginn, en ekki væri gert nægilega mikið til að hreinsa illa mengaðar stór- borgir Bandaríkjanna. Önnur áhrif hinna nýju laga verða meðal annars þau að fækka mun um 200 þúsund störf í kolaiðnaði og stál- iðnaði Bandaríkjanna. Raforkuver munu neyðast til að loka og orku- reikningar þvi hækka. Hins vegar telja menn að um 50 þúsund Bandaríkjamenn deyi fyrir aldur fram af völdum mengunar á ári hverju, svo til mikils væri að vinna. Líbanon: Lausn sex gísla sögð í sjónmáli Hópur róttækra Palestínumanna sem hafa haft sex Evrópumenn í gísl- ingu í Líbanon frá því í nóvember ár- ið 1987, segjast nú vera að semja um lausn gíslanna af tilefni hins heilaga Ramadanmánaðar. „í ljósi þess að bróðir okkar, Muam- mars Gaddafis, hefur farið fram á og beðið okkur um að leysa fangana úr haldi á meðan hinum heila mánuði Ramadan stendur, þá munu samtök okkar hafa samband við viðkomandi aðila með þetta að leiðarljósi", sagði yfirlýsingu Fatha byltingarráðsins sem birt var í gær. Fatha byltingarráðið tók höndum frönsku konuna Jacquelin Valenta, tvö böm hennar og fimm Belga árið 1987, en fólkið var á siglingu á skútu sinni út af Israel. Að bón Gaddafis slepptu mannræningjamir dætrum konunnar í desember árið 1988 og búa þær nú hjá foður sínum, en kon- an hefur eignast tvö önnur böm í gíslingunni. Gaddafi hélt ávarp af tilefni Ramad- an í fyrradag og hvatti hann múslíma til að halda í heiðri göfug gildi íslam og nefndi hann nafn Valentu og bama hennar í því sambandi. Þessi ummæli segist Fatha byltingarráðið hafa tekið alvarlega og hyggist því sleppa gísl- unum. Þó þessum gíslum verði sleppt em enn sautján vestrænir gíslar í haldi í Líbanon. Leiðtoga- fundur risa- veldanna haldinn í vor Tveir voldugustu forsetar heims, þeir George Búsh forseti Banda- ríkjanna og Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovétríkjanna munu halda leiðtogafund í Bandaríkjunum í vor, þrátt fyrir að nokkur snuðra hafi hlaupið á þráð risaveldanna vegna atburðanna í Eystrasaltsríkj- unum. Þetta var ákveðið á fundi ut- anríkisráðherra ríkjanna, þeim James Baker og Eduard Shévardn- adze, í Washington í gær. Leiðtogafundurinn verður hald- inn á timabilinu 30.maí til 3.júni og er jaínvel gert ráð íyrir að forset- amir undirriti samninga um vem- legan samdrátt í vigbúnaði, þó ekki sé það fullvíst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.