Tíminn - 06.04.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.04.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. apríl 1990 Tíminn 7 AÐ UTAN Enn takast Bhutto og Zia á í Pakistan: ljaz-ul Haq hellir sér út í pólitíkina til að hefna föður síns Þama er á ferðinni pólitísk spennusaga sem ekki hefði verið hægt að gera betri skil í Hollywood. Áköf leit sonar Zia-ul Haq hershöfðingja að morðingjum föðursíns hefur orðið upphafið að hatrömmum nýjum kafla í illdeilunum milli tveggja voldug- ustu ætta Pakistans og þjóðin verður að búa við þá óþægi- legu tilfinningu að sagan sé að endurtaka sig. Ijaz-ul Haq, sonur hershöfðingjans, hefur sagt skilið við blómlegan feril í viðskiptum til að leita uppi sannleikann um hið dularfulla flugslys fyrír 18 mánuðum þar sem faðir hans lét lífið. Hann hefur faríð um allt Pakistan til að afla sér upp- lýsinga og með honum í för hefur veríð Huyman Khan, sonur Akhtar Rehman hershöfðingja, nánasta samstarfsmanns Zia, sem fórst með húsbónda sínum. Benazir Bhutto eyddi æskuámnum f að hefna föður síns. Ijaz beitir sömu aðferö- um og Benazir Synimir tveir hafa átt viðtöl við mörg þúsund manns og álíta að þeir viti nú hver hafi borið ábyrgðina á því sem þeir kalla „alvarlegasta glæp aldarinnar". Hins vegar geta þeir ekki aðhafst neitt í málinu enn sem komið er. Aðferð þeirra félaganna er merki- lega lík þeirri sem Benazir Bhutto, forsætisráðherrann glæsilegi, beitti þegar hún eyddi æskuárunum í að hefna dauða foður síns, Ali Bhutto, sem var hengdur á valdaárum Zia. Þó að leit þeirra félaga hafi ekki verið til þess ætluð hefúr óvæntur fylgifískur orðið sá að hvetja öfga- sinnaða andstæðinga Bhuttos til hægri til dáða og þar með er Ijaz orðinn pólitískur keppinautur henn- ar um völdin. Þama eigast við mestu ættarveldin í Pakistan. Bæði hafa þau barist fyr- ir tilbeiðslu á nöfnum feðra sinna og í leiðinni em þau orðin eins svamir fjandmenn og feður þeirra áður í baráttunni um framtíðarfor- ystu í Pakistan. Stjórn Bhuttos í vandræðum — og Ijaz hyggst nota tækifærið Á sama tíma og stjóm Bhuttos sekkur æ dýpra í fjandsamleg átök ólíkra þjóðflokka og ásakanir em á lofti um spillingu, gerir Ijaz sér vonir um að komast í sviðsljósið. Hann hóf stjómmálaherferð sína í febrúarmánuði og fúndir hans draga þegar að sér fjölmenni. Ijaz kom aftur til Pakistan í fyrra og skildi eftir fjölskyldu sína og fjármálaftamaferil í Bahrain. Hann var ákveðinn í að komast að sann- leikanum um hver ástæðan væri til þess að flugvél foður hans hrapaði í ágúst 1988, en hann heldurþví ftam að áhrifamiklir hagsmunaaðilar hafi vísvitandi leynt þar sannleik- anum. Hann er þeirrar trúar að herinn og flokkur Bhuttos, Þjóðarflokkur Pakistan, komi þar við sögu. Hann er líka þeirrar skoðunar að A1 Zulfikar (Sverðið), hermdarverka- mannahópur sem álitinn er undir stjóm Murtaza, bróður Benazirs, hafi verið tengdur tilræðinu. En hann gerir sér litlar tálvonir um að honum takist að draga einhvem fyr- ir rétt. „Það er ákaflega erfitt að draga þetta fólk fyrir rétt í Pakistan þar sem dómarar em hræddir við hefndaraðgerðir,“ segir hann. Zia átti marga óvini Zia átti vissulega marga óvini og í Pakistan hafa verið á kreiki ótal kenningar um hver hafi valdið flug- vélarhrapinu. Á tímabili lágu Rúss- ar undir grun vegna stuðnings Zia við mujaheddin skæmliða. Indveij- ar höfðu líka sakað hann um að senda vopn til hryðjuverkamanna í Kashmír og Sikka. Andstæðingar heima fyrir höfðu gert tilraun til að ráða hann af dögum mörgum sinn- um og merkja mátti að her Zia var ekki rótt. Jafhvel Bandaríkjamenn, sem þó vom hans helstu banda- menn, vom famir að láta að því liggja að hann væri orðinn baggi. Samt sem áður em það Bandaríkin sem synimir leita til í von um að fá aðstoð erlendis frá. Þeir hafa uppi áróður við þingið í Washington um stuðning við að óháð rannsókn fari fram. George Shultz, sem var utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna þegar flug- vél Zia hrapaði, mælti með því að bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakaði málið ekki frekar, þrátt fyrir að meðal þeirra sem fómst væri Amold Raphel, bandariski sendiherrann í Pakistan. Þegar nærri ár var liðið vom loks sendir rannsóknarmenn frá FBI til Isiam- abad, en þeir viðurkenndu að til- gangurinn væri að róa bandaríska þingmenn sem væm að spyija óþægilegra spuminga. Málflutningur Ijaz á hljómgrunn meðal öfgamanna til hægri Meira máli skiptir að leit Ijaz hef- ur orðið til þess að hann er kominn í nýtt hlutverk í stjómmálum og er það I fyrsta sinn sem hægri sinnað fólk í Pakistan fmnur einhvem til að þjappa sér um. Ijaz gefúr Bhutto ekkert eftir í að kunna að spila á til- fmningar almennings. Hann heldur því fram að alþýða Pakistans hafi ýtt honum út í stjómmál. „Alls stað- ar þar sem ég fór sá ég ást þeirra og kærleika til foður míns. Ég átti ekki annarra kosta völ,“ segir hann. Þetta er eins og endurómur af Benazir Bhutto. Hún hélt því líka fram að hún hefði engar fyrirætlan- ir um að taka þátt í stjómmálum, en hefði lofað foður sínum meðan hann beið aftökunnar að hún skyldi halda áfram að berjast fyrir mál- staðnum. Margt líkt með Benazir og Ijaz — en líka margt ólíkt Báðir þessir pólitísku arftakar eru á fertugsaldri, hafa hlotið menntun sína á Vesturlöndum og hafa dvalist jafnlengi ævinnar erlendis og heima fyrir. En Benazir er afkom- andi hefðarfjölskyldu og stundaði nám við Harvard og í Oxford, þar sem aftur á móti Ijaz er miðstéttar- afsprengi, sonarsonur mullah (þorpsprests) og háskólagráðan hans er frá Illinois. Ijaz er ósáttur við samanburðinn. Hann segir hreykinn: Faðir hennar var dæmdur sekur og hengdur. Fað- ir minn dó í einkennisbúningi þar sem hann var að þjóna þjóð sinni. Hún fæddist í ríka lénsætt, fór í bestu skólana og hefúr alltaf verið umkringd þjónustufólki. Hvemig ætti hún að þekkja þau vandamál sem venjulegt fólk þarf að beijast við? Þessi nýja samkeppni á pólitíska sviðinu merkir það að illdeilumar milli þessara tveggja fjölskyldna em búnar að fara heilan hring. Á þeim 11 árum sem Zia réði ríkjum í Pakistan varð Benazir Bhutto og stuðningsmenn hennar að sæta of- sóknum, pyntingum, fangelsisvist og útlegð. Á stjómarámm Bhuttos hefúr verið í gangi skipulögð her- ferð til að ata nafn Zia auri. I henn- ar augum var hershöfðinginn hinn vondi sjálfúr holdi klæddur og dauði hans „verk guðs“. Ijaz er ákveðinn í að sýna fram á að hún hafi rangt fyrir sér. Eilífar og arfgengar ill- deilur vegna valda og stjórnmála Þó að skýrsla frá flugher Pakistans hafi gefið til kynna að skemmdar- verk hafi valdið slysinu, þar sem eiturgas hefði verið notað til að gera áhöfn vélarinnar óstarfhæfa, hefúr aldrei farið fram ítarleg rann- sókn. Áhöfnin var ekki kmfin og starfsfólk á Bahawalpur flugvelli, en þaðan lagði flugvélin upp í sína síðustu ferð, ekki spurt spjömnum úr. Ijaz lítur svo á að e.t.v. séu stjóm- mál eina leiðin til að nafn foður hans fái uppreisn æm. Píslarvætti Alis Bhutto var Zia alltaf fjötur um fót og varð á endanum til að koma dóttur Bhuttos til valda. Nú veðjar Ijaz á að andi föður hans geri það sama fyrir hann. Ijaz-ul Haq einbeitir sér nú að því að hefna fööur síns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.