Tíminn - 07.04.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.04.1990, Blaðsíða 4
12 Tíminn Laugardagur 7. apríl 1990 Vaxtarrækt hefur verið nokkuð í sviðsljósinu að undanförnu en (slandsmótið var haldið um síð- ustu helgi. Spurningunni um lyfjanotkun vaxtarræktarmanna hefur verið kastað fram í fjölmiðlum: blaut gólf- andlitið“ Það par sem hvað mest hefur verið í sviðsljósinu í liðinni viku er án efa nýkrýndir íslandsmeistarar í vaxtarrækt, þau Inga S. Steingríms- dóttir og Guðmundur Bragason. Þau vöktu mikla athygli á íslands- mótinu sem haldið var á Hótel íslandi, fýrir glæsilegan vöxt og ekki vakti minni athygli meðal almennings að sigurparið skyldi vera kær- ustupar. í grein sem birtist í Alþýðublaðinu á miðvikudag er meint lyfjanotkun vaxtarræktarmanna tekin fýrir og Grímur Sæmundsen læknir segir, að auðséð sé að stúlkur geti ekki náð þeim vexti sem æskilegur sé talinn á vaxtarræktarmótum án þess að neyta karl- kynshormóna. Neyta íslandsmeistararnir í vaxtarrækt hormónalyfja? „Nei, við notum ekki hormónalyf. Eg get einungis svarað fyrir okkur tvö og ég hef ekki heyrt um aðra, ekki hérlendis. Ef við lítum á greinina í Alþýðublaðinu þá getur hún átt við erlent fólk líka. Við vitum það að vaxtarræktarmenn erlendis nota lyf, bæði karlar og konur. Við erum alltaf að heyra um fólk sem fellur á lyfjaprófum. Ég held að það sé hvergi í nokkurri íþrótta- grein tekið eins strangt á lyfjunum og í vaxtarrækt og þar á ég við erlendis. Því miður hefur ekki ennþá verið hægt að taka upp lyQapróf hérlendis vegna þess hve dýrt það er. Mér skilst að hvert próf kosti 12 þúsund krónur,“ sagði Guðmundur Braga- son Islandsmeistari í vaxtarrækt í helgar- viðtali við Tímann. „Við höfum viðrað það við ÍSÍ að ganga í sambandið og það hefur verið tekið ágæt- lega í það, en það er mál sem þarf að ræða og tekur sinn tíma. Við ætlum að taka upp lyfjapróf. Spumingin er aðeins hvenær. Ég vona að það verði sem fyrst, því við höfúm haft þetta orð á okkur.“ „A öllum áhugamannamótum erlendis er lyfjapróf og refsað fyrir notkun hormónalyfja. Síðan er lyfjaprófað á öllum atvinnumannamótum kvenna og þær geta átt von á því að verða prófaðar allan ársins hring. Síðan var byrjað á því á þessu ári að lyfjaprófa á atvinnumannamótum karla. A næsta ári verður síðan lyfjaprófað á öllum mótum og þar eftir. Á atvinnumannamót- um em allir lyfjaprófaðir, ekki bara þeir sem lenda í verðlaunasætum,“ sagði Guð- mundur. Þú veist þá ekki til þess að íslenskt vaxt- arræktarfólk taki hormónalyf? „Ég þekki engin dæmi þess. Maður hefur heyrt sögur, ég játa það, en sögur em sögur og ég hef líka heyrt þær um aðrar íþrótta- greinar, en persónulega þekki ég engin dæmi þess. „Mér fínnst þessi grein í Alþýðublaðinu hroðalega upp sett. Mér finnst svona blaða- mennska vera til háborinnar skammar. Það er í rauninni bent á Ingu í greininni þar sem. mynd af henni er birt. Síðan er talað um að umræðan um lyfjanotkun vaxtarræktar- manna hafí komið uppá yfirborðið að loknu Islandsmótinu um siðustu helgi. Þetta er fyrsta umræðan sem ég sé! Þama er verið að vekja þessa umræðu. Mest allt það sem Kristján Ragnarsson sjúkraþjálfari segir í Alþýðublaðsviðtalinu finnst mér vera al- gjört mgl. Hann segir að vaxtarrækt sé ekki fyrir almenning. Við sem keppum í vaxtar- rækt viljum kalla þetta vaxtarrækt og keppnisvaxtarrækt. Ekki líkamsrækt vegna þess að líkamsrækt er víðfemt hugtak.“ „Kristján segir að það vanti álag á hjarta og æðakerfi í vaxtarrækt. Ég er nýbúinn að lesa grein í „Muscule and fitness" tímarit- inu, grein þar sem læknir vitnar í rannsókn- ir þar sem fram kemur að vaxtarrækt reyni mjög á hjarta og æðakerfi. Ef maður sér er- lendan vaxtarræktarmann þá sér maður að hann er allur út í stórum æðum. Ég segi fyr- ir mig að ég fæ hjartað aldrei meira af stað en eftir góða fótaæfingu. Hvað varðar lið- leikann, auðvitað eykur vaxtarrækt liðleik- ann. Það er verið að teygja á öllum vöðv- um. Það er alveg eins hægt að taka hlaup fyrir og segja að þau auki ekki kraft og lið- leika, heldur eingöngu þol. Þama er vaxtar- rækt tekin fyrir og rökkuð niður,“ sagði Guðmundur. „Við reykjum ekki og drekkum ef til vill þrisvar á ári í mesta lagi. Af hverju ættum við þá að taka lyf sem skemma líkamann, sem við erum að rækta. Það er virkilega sárt að fá svona ásakanir framan í sig,“ sagði Inga S. Steingrímsdóttir. Er ekki keppnin orðin það hörð að lyfjataka sé nauðsynleg til þess að ná ár- angri? „Það getur verið að það þurfi til erlendis, en ekki hér á Islandi. Hér keppa líklega að- eins um 40 manns í vaxtarrækt þannig að keppnin er nú ekki harðari en það. Það kom greinilega fram á mótinu um síðustu helgi að vöðvamassi er ekki allt. Ég var til dæm- is með minnsta massann í mínum flokk og með áberandi minni massa en Ivar Hauks- son, sem ég keppti á móti í heildarkeppn- inni. Lyfin eru vefaukandi sterar, sem þá væntanlega auka vöðvamassann, en hann er greinilega ekki allt.“ sagði Guðmundur. En hvaða áhrif teljið þið að hormónalyf hafi fyrir þá sem hugsanlega nota þau? „Þau virka, það er öruggt. Læknar héldu því ffam fyrst þegar umræða um lyf kom upp, að þau virkuðu ekki, þau hefðu engin áhrif á vöðvamassann. Það hafa íþrótta- menn afsannað eins og við þekkjum dæmi um erlendis frá. Þegar læknar ljúga svona að fólki, af hveiju ætti það þá að trúa þeim þegar þeir tala um aukaverkanir. Hræðslu- áróðurinn er kominn út í öfgar. Það þarf að taka á þessum málum, rannsaka áhrifin og hvetja til skynsemi. Fræðsla þarf að koma í staðinn fyrir áróðurinn. Lyfin hafa eflaust sínar aukaverkanir og eru hættuleg," sagði Guðmundur Hvaða áhrif getur það haft á konur að taka inn karlkynshormóna? „Karlkynshormónar í þessum mæli, eiga ekki heima í kvenmannslíkamanum. Þeir valda breytingum á hárvexti og öðru slíku og eru eflaust mjög slæmir fyrir konur, hvort sem um er að ræða bameignir eða annað. Ég þekki það ekki nógu vel til þess að geta sagt meira um það,“ sagði Guð- mundur. En þú Inga, þekkir þú áhrif karkyns- hormóna á kvenlíkamann? „Nei ekki mikið, ég hef lesið um þetta í er- lendum blöðum en þar em aldrei tekin ein- stök dæmi. Maður hefúr séð kvenmenn sem taka lyf. Andlitið breytist og þær verða eins og karlmenn í framan. Ég veit ekki hvaða áhrif hormónalyf geta haft á bam- eignir, það hefúr ekkert verið sannað eða ósannað um áhrifin,“ sagði Inga. „Það er sök sér með karlmenn, það er ekk- ert tiltökumál þótt röddin dýpki hjá þeim en það er annað mál með liffarskemmdir. Hjá kvenmanni er aflur á móti slæmt þegar svona breytingar verða á líkamanum,“ sagði Guðmundur. „Lyfjanotkun veldur skemmdum á lifúr líkt og áfengi í miklum mæli.“ Nú segir læknir í viðtali við Alþýðu- blaðið að útilokað sé fyrir konu að ná „æskilegum“ vexti án lyfja? „Ef hann á við Ingu, þá getum bent á kven- fólk í fjölda íþróttagreina sem hefur meiri vöðvamassa en Inga. T.d. fimleikakonur, sundkonur og fleiri. Inga er búin að berjast við lóðin í 4 ár og hún æfir ekki eins og aumingi. Hún hefúr haft mjög mikið fyrir þessu og æft mjög stíft. Það er yfirleitt hún sem dregur mig áffam ffekar en öfúgt. Þannig að það er eins og að fá blauta gólf- tusku ffaman í sig að fá á sig svona ásakan- ir,“ sagði Guðmundur. „Ef læknirinn á við keppni kvenfólks er- lendis, þá hefði verið skemmtilegra að fá það ffam, því það er eflaust rétt. En slíkt á ekki við um stelpumar sem kepptu á Is- landsmótinu.“ En strangir matarkúrar fyrir keppni, ganga vaxtarræktarmenn ekki of nærri líkamanum þegar þeir eru að „skera sig niður“ ? „Vaxtarræktarmaður þarf í mesta lagi að létta sig um 5-6 kg fyrir keppni. Ef við tök- um mig sem dæmi, þá er ég mjög grannur að eðlisfari og þurfti að létta mig um 3 kg. Fyrst er gengið á fituna í líkamanum, en undir það síðasta er gengið á vökvamagnið. Það mataræði sem við erum á reynum við að hafa eins fjölbreytt og náttúrulegt og við getum. Ég held að engir íþróttamenn hugsi eins mikið um mataræði og vaxtarræktar- menn. Við borðum hrisgijón, ferskan fisk, ávexti, grænmeti og annað slíkt þegar við erum að „skera okkur niður“. Við minnkum ,Jcaloríu“ fjöldann smátt og smátt niður í 1500 fyrir karlmenn og 1000 fyrir konur síðustu dagana. Ég get ekki séð annað en þetta sé nákvæmlega það mataræði sem sérffæðingamir hans Gríms Sæmundsen hjá Mætti em að ráðleggja fólki. Ég get ekki ímyndað mér að það sé meira álag fyr- ir vaxtarræktarmann að létta sig um 5-6 kg en feita konu að létta sig um 20 kg.“ „Undir það síðasta þegar við minnkum vökvamagnið í líkamanum þá er það gert í síðustu vikunni fyrir keppni. Þá aukum við aðeins saltið fyrstu dagana í vikunni, en klippum síðan alveg á það og aukum í stað- inn kalíum magnið, en það fæst meðal ann- ars úr banönum, kartöflum og ávöxtum. Saltið heldur vökva undir húðinni, en kal- íum dregur vökva inn í vöðvaffumumar. Með því að auka aðeins kalíum magnið og minnka saltið þá drögum við vökvann und- an húðinni og inní vöðvaffumumar. Það getur verið klukkutimaspursmál hvemig til tekst. Maður getur verið mjög „skorinn“ að degi til, en minna um kvöldið," sagði Guð- mundur. Er það þá eingöngu mataræði sem áhrif hefur á „skurðinn" ? „Já, eingöngu. Við viljum ekki missa vökva úr vöðvunum, þá minnka þeir og verða flatir og „skurðurinn“ kemur ekki eins vel ffam. Við notum því ekki vökva- losandi lyf. Það var gert hér áður fyrr en menn hafa séð að það er tóm vitleysa." „Það er tóm vitleysa að við drekkum ekki neitt síðustu dagana. Ef við spilum inná þetta steinefnajafnvægi þá getum við nán- ast drukkið ótakmarkað magn af vatni. Það sem ekki dregst inní vöðvaffumumar geng- ur niður sem þvag. Ég drakk 1,5 lítra af vatni á dag síðustu vikuna fyrir keppnina, nema á mótsdag. Þá drakk ég 1 glas. Síðan borðaði ég pasta í morgunmat og ávexti um miðjan daginn og í þeim mat er mikið af vatni, þannig að ég get ekki séð að við göngum nærri likamanum,“ sagði Guð- mundur. Þarf ekki gífurlegan viljastyrk til þess að ná þeim árangri sem þið hafið náð? Er það fyrir hvern sem er? „Nei, það er ekki fyrir hvem sem er. Það þarf ansi mikinn viljastyrk til þess að fara á hveiju einasta kvöldi allan ársins hring og æfa í 2-3 tíma. Sumir hafa gaman af þessu og aðrir ekki. Þeir sem hafa gaman af þessu ná árangri, eins og menn þekkja úr öðrum íþróttum,“ sagði Guðmundur. Stundið þið aðrar íþróttir með vaxtar- ræktinni? „Ég er nú reyndar sjálfúr með ónýt hné, þannig að ef ég syndi bringusund eða sparka bolta þá fara hnén á mér í klessu, þannig að ég get mjög lítið stundað aðrar íþróttir,“ sagði Guðmundur. „Ég er búin að vera á kafi í öllum mögu- legum íþróttum síðan ég var þriggja ára. Þegar ég byijaði að lyfta var ég í hniti, jazz- ballett og blaki. Núna er ég á íþróttabraut í fjölbrautaskóla þannig að ég tek þátt í hin- um ýmsu greinum í verklegu tímunum,“ sagði Inga. „Ég tel að vaxtarrækt sé ómissandi hluti af alhliða líkamsþjálfún. Maður fær ekki eins mikinn kraft úr neinu öðru. Ef ég tek sem dæmi einhvem albest þjálfaða mann lands- ins þá er það Kristján Ársælsson, sem sigr- aði í -70 kg flokknum. Hann er erobikkenn- ari, vaxtarræktarmaður góður og mjög góður fimleikamaður, þannig að hann hefúr mikið þol, mikinn kraft og feikilegan lið- leika. Énda sést það á fijálsu stöðunum hjá honum hve fjölhæfúr hann er. Hann fer í handstöðu, niður í lárétta stöðu, fer heljar- stökk og í splitt,“ sagði Guðmundur Braga- son Islandsmeistari í vaxtarrækt að lokum. Björn Leósson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.