Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.04.1990, Blaðsíða 5
Laugardagiir 21. apríl 1990 nniíni i t Tíminn 5 Blóðbergskrydd og leysandi fíflate „Þetta er tilraun sem við erum að gera í kjölfar könnunar sem Sigmar B. Hauksson vann fyrir Byggða- stofnun í fyrra. Kannað var hvað væri hægt að nýta af íslenskum villijurtum til sölu hér heima og erlendis," sagði Lilja Karlsdóttir hjá Byggðastofnun. Byggðastofnun auglýsti í vikunni í dagblöðunum að ætlunin væri að gera tilraun með nýtingu villijurta, leita markaða fyrir þær og athuga hvort þær gætu skilað arði. Óskað var eftir fólki sem gæti hugsað sér að taka þátt í tilrauninni. Lilja sagði þetta á byrjunarstigi. Bæklingur væri í undirbúningi og hugsanlegt væri að námskeið yrði síðar í vor haldið í söfnun og með- ferð jurtanna. - En hvaða jurtir er hér um að ræða? „Við erum að hugsa um fjallagrös, eldisþara, blóðberg, túnfífil - en talið er að hægt sé að selja rætur hans erlendis til tegerðar- vallhumal og villisveppi. Sveppimir hugsum við okkur að verði eingöngu seldir íslenskum veitingahúsum," sagði Lilja. Hún sagði að menn gerðu sér einna stærstar vonir með blóðbergið. Fyrir það gæti fengist gott verð erlendis. Það yrði þá selt hreinsað og þurrkað, einkum sem krydd fyrir kjöt og kjötrétti. Höfuðtilgangur tilraunarinnar er að sögn Lilju að athuga hvort hér gæti verið um nýtanleg hlunnindi að ræða. Þar sem um mjög stuttan tíma ársins væri hægt að tína villigrös gæti líklega seint orðið um fullt starf að ræða, heldur gætu einhverjir náð að hafa einhverjar aukatekjur yfir sumarið. Tilraun þessi væri unnin í samvinnu við Sigmar B. Hauksson og Öm Svavarsson í Heilsuhúsinu. Þótt grasatínslu sé aðeins hægt að stunda skamman tíma á ári og hún sé tímafrek þá eru dæmi um að fólk hafi náð þokkalegum sumartekjum við að tína t.d. fjallagrös og blóðberg. Til dæmis hefur fjölskylda á Hornafirði náð allbærilegum tekj- um undanfarin ár á þennan hátt. Lilja taldi að blóðbergið liti út fyrir að verða einna arðsamast. ut- söluverð fyrir þurrkað blóðberg væri talsvert hátt eða um 4 þúsund kr. kílóið. Mikið þyrfti þó að tína til að ná upp í þá þyngd og blóðberg væri seintínt. Örn Svavarsson í Heilsuhúsinu hefur um skeið haft íslenskar holl- ustu- og heilsujurtir til sölu í verslun- um sínum. Hann sagði að íslensku jurtirnar væm mjög dýrar samanbor- ið við svipaðar erlendar jurtir á markaði. Hann sagðist hafa fengið talsvert margar fyrirspumir erlendis frá um fjallagrös. Þau væm hins vegar ekki líkleg söluvara þótt góð væm. Heildsöluverð þeirra hér var í fyrra um tvö þúsund krónur en danskir smásalar fengju hins vegar grösin, sennilega frá Skotlandi og víðar á mun lægra verði eða um 300 kr. Örn kvaðst því telja að leggja þyrfti áherslu á að markaðssetja erlendis ýmsan fjallagróður sem sér- tæka og dýra vöru og nefndi hann blóðberg í því sambandi. Það væri afbragðs kryddjurt og raunverulega allt önnur vara en t.d. timiam sem er skylt blóðberginu og ræktað á stór- um ekrum. Blóðbergið gæti selst erlendis í einhverjum mæli auk vax- andi heimamarkaðar. Örn sagðist hafa verið með þurrk- að blóðberg í Heilsuhúsinu. Hann hefði í fyrra keypt það sem í náðist. Það hefði selst upp á skömmum tíma. Fyrir blóðbergið hefði heild- söluverð verið tæplega þrjú þúsund kr. Margar villtar íslenskar jurtir hafa lækningamátt. Rannsóknastofnun Háskólans hefur athugað fjallagrös í þessu tilliti og í ljós hefur komið að þau em að einhverju leyti bakteríu- drepandi. Jafnframt hefur komið í ljós að þau em ámóta næringarrík og algengustu korntegundir eru. Öm sagði að ætlunin væri einnig að athuga markað fyrir te sem unnið er úr rótum fífla. Slíkt te væri vökvaleysandi enda héti jurtin á franskri tungu nafni sem væri sam- stofna við íslensku sögnina að pissa. -sá Útför Andrésar Kristjánssonar Útför Andrésar Kristjánssonar, fyrrverandi ritstjóra Tímans, var gerð frá Kópavogskirkju í gær. Séra Þorbergur Kristjánsson jarðsöng, en organleikari var Mar- teinn H. Friðriksson. Dómkórinn söng ásamt Skólakór Kársness. Skólahljómsveit Kópavogs lék undir stjórn Björns Guðjónssonar. J arðsett var í Fossvogskirkj ugarði. Andrés Kristjánsson, fyrrum rit- stjóri Tímans, borinn til grafar í gær. Fremstir bera Þingeying- arnir Heimir Pálsson og dr. Jón- as Kristjánsson. Aðrir líkmenn eru skyldmenni hans og gamlir starfsfélagar í bókaútgáfu og á Tímanum. TímamyndGE Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki: Fundu 20 tunnur af eiturefni Lögregan á Sauðárkróki lokaði í gær svæði í king um Steinullarverk- smiðjuna en grunur lék á að efnaúr- gangur væri þar grafinn í jörðu. Síðdegis í gær hafði verið grafin um 200 fermetra hola og fundust þá fyrstu tunnurnar. Um tveim tímum síðar var búið að grafa upp um tuttugu tunnur. Talið er að í tunnun- um sé bindiefnablanda sem getur reynst lífshættuleg, en sýni voru tekin úr tunnunum og verða þau rannsökuð. Fyrr er ekki hægt að segja hvað tunnurnar innihalda með fullri vissu. -ABÓ Akureyri: Aurskriða féll á hús Aurskriða féll á íbúðarhúsið að Aðalstræti 18 á Akureyri á sjötta tímanum síðdegis í gær með þeim afleiðingum að húsið færðist til um rúmlega einn faðm. Engan sakaði, en kona sem býr ein í húsinu var að heiman. Húsið er gamalt járnklætt timburhús á einni hæð með risi og er það talið ónýtt. Aurskriðan kom úr hlíð fyrir ofan húsið og braut sér leið inn í það að vestanverðu. Lögreglan á Akureyri girti af umhverfi hússins og vann eigandi þess ásamt fleirum að því í gær að bjarga því sem bjargað varð úr húsinu. Þá taldi lögreglan óráð- legt að íbúar húsanna beggja vegna við Aðalstræti 18 dveldu í húsum sínum í nótt og óskuðu eftir því að fólkið flyttist burt. -ABÓ Hand- tekinn eftir skot- hríð Lögreglan í Borgarnesi var kölluð að húsi við Kveldúlfsgötu aðfaranótt sumardagsins fyrsta þar sem tilkynnt hafði verið um að maður væri að skjóta af hagla- byssu út af svölum íbúðar sinnar. Maðurinn sem er lögreglumaður í Bogarnesi var drukkinn þegar hann skaut af byssunni og var hann handtekinn og færður á lögreglustöðina. í gær var hann yfirheyrður af rannsóknarlög- reglu ríkisins. -ABÖ Ríkisstjórnin fjallar um öryggismál í Áburðarverksmiðjunni: Vilí að áburður verði framleiddur í landinu Ríkisstjórnin fjallaði um atburð- ina sem urðu í Áburðarverksmiðj- unni í Gufunesi á páskadag. Stjórnin telur mikilvægt að viðhalda áburð- arframleiðslu í landinu með þeim störfum sem þar skapast og tilheyr- andi verðmætasköpun enda sé um þjóðhagslega hagkvæma starfsemi að ræða. Ríkisstjórnin lýsir sig jafn- framt reiðubúna til viðræðna við Reykjavíkurborg um framtíð verk- smiðjunnar í Gufunesi. í samþykkt ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að ýtarlegri rannsókn á orsökum óhappsins á páskadag Ijúki hið fyrsta. Stjórnvöld ætla að sjá til þess að lokið verði svo fljótt sem auðið er yfirstandandi öryggis- greiningu í verksmiðjunni og í beinu framhaldi af því verði gert heildar- áhættumat með aðstoð viður- kenndra erlendra sérfræðinga. Einn- ig verði aflað ýtarlegra upplýsinga um staðsetningu, öryggisbúnað og rekstur ammoníaksgeyma og sam- bærilegra verksmiðja erlendis. Landbúnaðarráðherra og félags- málaráðherra var falið að sjá til þess að rekstri verksmiðjunnar verði hag- að þannig að fyllsta öryggis verði gætt. Það felur í sér að núverandi ammoníaksgeymir verður ekki not- aður framar og ekki verður geymt ammoníak í verksmiðjunni umfram það sem er í daggeyminum. Vinnu- eftirliti ríkisins og Almannavörnum ríkisins var, í samráði við slökkvilið og almannavarnanefnd Reykjavík- ur, falið að fylgjast með ofangreind- um aðgerðum, ekki síst því að rekstri verksmiðjunnar verði, með- an á þeim stendur, hagað þannig að ýtrasta öryggis sé gætt. -EÓ Umræðufundur fyrir hádegi í dag: Framtíð Áburðar- verksmiðjunnar Framsóknarfélag Reykjavíkur stcndur fyrir opnum fundi fyrir hádegi í dag og er efni fundarins framtíð Áburðarverksmiðjunnar. Böðvar Bragason, iögreglustjóri í Reykjavík, verður einn af gestum fundarins og mun hann svara spurningum um almannavamir í Reykjavík. Efstu menn B-listans í Reykjavík þau Sigrún Magnús- dóttir og Alfreð Þorsteinsson munu ávarpa fundinn sem er öllum opinn. Hefst hann klukkan 10:30 og verður haldinn á kosningaskrif- stofu Framsóknarflokksins að Grensásvegi 44 (fyrmm húsnæði Taflfélags Reykjavíkur). Borgar- búar eru hvattir tii að mæta og gefst mönnum gott tækifæri á að beina spurningum til lögreglustjór- ans í Reykjavík um Áburðarverk- smiðjuna og þá hættu sem kann að stafa af návist hennar.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.