Tíminn - 26.04.1990, Page 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 26. apríl 1990
Listi Framsóknar-
flokks á Skagaströnd
1. Magnús B. Jónsson
bankamaður
2. Sigríður Gestsdóttir húsmóðir
3. Guðjón Guðjónsson stýrimaður
4. Kristín Hrönn Ámadóttir
húsmóðir
5. Sigrún Guðmundsdóttir
húsmóðir
6. Einar H. Arason húsvörður
7. Vilhelm Jónsson starfsmaður
Síldarverksmiðju ríkisins
8. Eðvarð Ingvason bátasmiður
9. Þorgerður Guðlaugsdóttir
afgreiðslumaður
10. Jón Jónsson fyrrverandi
framkvæmdastj óri
Listinn verður kynntur nánar í
næsta tölublaði Einherja.
ENSKIR TALA UM
MÓRAUÐAR KINDUR
Vestur-íslendingurinn Stefanía
Sveinbjamardóttir ritaði nýlega
grein í Lögberg Heimskringlu, þar
sem hún segir frá íslenskum sauð-
kindum, sem hún á. Stefanía vekur
sérstaka athygli á því, að í blaðinu
„Black Sheep Newsletter", sem gef-
ið er út í Kanada, nota tveir greina-
höfúndar orðið „moorid“ til að lýsa
mórauðum kindum. Stefanía segist
vera mjög ánægð, að hafa loksins
fundið enskt orð, sem hún geti not-
að til að lýsa lit mórauðu kindanna
sinna
Þar sem enska orðið „moorid" frnnst
ekki í venjulegum orðabókum, vakn-
aði sú spuming, hvort Islendingar i
Kanada hefðu náð að skjóta orðinu
mórauður inn í enska tungu.
Tíminn spurði Magnús Fjalldal, kenn-
ara í ensku við Háskóla Islands, hvort
hann teldi, að Islendingum heíði tekist
að læða orðinu mórauður inn í enskt
mál. Magnús fletti upp í stærstu ensku
orðabók, sem til er, en hún telur yfir
milljón orð og er í 22 bindum.
Orðið er til i nokkrum útgáfum og
finnst aðeins á Hjaltlandi, norður fyrir
Skotlandi og flokkast því undir mál-
lýsku. Orðið er komið úr norrænu ein-
hvem tímann fyrir árið 1400. Líklegast
er þvi, að Hjaltlendingar hafi flutt orð-
ið með sér til Kanada. Það vora þvi for-
feður okkar á 14. öld, en ekki Vestur-
íslendingar á 19. öld, sem komu orðinu
mórauður inn í enska tungu.
Magnús sagði brýnt að rannsaka, hvað
varð um íslensku fólksins, sem flutti til
Kanada og einnig- orðaforðann, sem
þetta fólk bjó sér til. Mjög algengt var,
að Vestur- íslendingar íslenskuðu ensk
orð. Dæmi: „Eg fór á karinu í sjoppið.“
Magnús sagðist ekki þekkja dæmi um
að íslensk orð þessa fólks hefðu verið
aðlöguð ensku. -EÓ
Rannsóknastofnun fiskíðnaðarins:
Nýrmassagreinir
teKinn noiKun
Rannsóknastofnun fiskiðnaðaríns
heftir tekið i notkun nýjan massa-
greini, sem er sá eini sinnar tegund-
ar hér á landi. Með tilkomu hans er
hægt að hefja ábyggilegar rann-
sóknir á lifrænni efnamengun í
sjávarlífverum.
Massagreininn á að nota við rann-
sóknir í viðamildllf úttekt á iífrænni
mengun og þungmáimamengun i
lífverum og seti, auk þess sem mæld
verða næringarsðlt i sjó. Þetta er
liður í rannsóknaráædun þrettán
þjóða, sem standa að úttektinni á
Atlantshafi norðaustanverðu.
Markmið áætlunarínnar eru að
meta hugsanlega áhættu af neyslu
sjávarfangs, meta óæskileg áhrif
mengunar á lífríki sjávar og vist-
kerfi, kanna núverandi mengun
sjávar og fylgjast með breytingum
þar á, og aö meta áhrif samræmdra
aðgerða gegn losun mengunarefna f
hafið.
Sigiingamáiastjóri er formaður
nefndar, sem sér um verkefnis-
stjórn á rannsóknum í kring um ís-
land. Auk Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðaríns, sem firamkvæmir
allar mælingar á lifrænum efnum
og stærsta hlutann af mælingum
þungmálma, eru Hafrannsóknar-
stofnun og Geislavarnir rikisins
þátttakendur.
Mikil áhersla er lögð á, að mæling-
ar séu samanburðarhæfar milli
þjóða og að sannanlega réttum upp-
iýsingum um niðurstöður sé komið
til réttra aðila, Þetta er i fyrsta sinn,
sem slíkra gagna um lífræna efna-
mengun á Islandsmiðum er safnað
á kerfisbundinn hátt -ABÓ
ísfisksölur í Bretlandi
og Þýskalandi vikuna
17. til 20. apríl:
2082 tonn
seld ytra
í liðinni viku voru seld samtals
2082 tonn af ísfiski á mörkuðum
í Bretlandi og Þýskalandi og
fengust rúmar 228 milljónir
króna fyrir aflann. Þar af voru
seld til Bretlands rúm 1677 tonn
fyrir rúma 191 milljón króna.
Aðeins eitt skip seldi á markaði
í Bretlandi í síðustu viku, en það
var Páll ÁR 401 með 116,5 tonn
og fékkst 106,58 króna meðal-
verð fyrir aflann. Þar af voru
tæp 69 tonn af þorski, meðal-
verð 109,49 krónur, 34,6 tonn af
ýsu, meðalverð 122,11 krónur
og 13 tonn af ufsa, meðalverð
58,19 krónur. Heildarverðmæti
aflans var 12,4 milljónir króna.
Úrgámumvoru seld 1561 tonn,
meðalverð 114,74 krónur. Þar af
voru tæp 488 tonn af þorski,
meðalverð 123,08 krónur, af ýsu
rúm 502 tonn, meðalverð 131,84
krónur, af ufsa voru 51 tonn,
meðalverð 64,20 krónur og af
karfa 30 tonn, meðalverð 52,51
króna. Þá voru seld 298 tonn af
kola, meðalverð 104,53 krónur,
af grálúðu seldust rúm tvö tonn
og af blönduðum afla 189 tonn,
meðalverð 87,21 króna. Heildar-
verðmæti aflans, sem seldur var
úr gámum, var 179 milljónir
króna.
Tvö skip lönduðu í Þýskalands-
höfnum. Ögri RE 72 seldi 249
tonn, meðalverð 94,06 krónur
og Haukur GK 25 seldi 155
tonn, meðalverð 84,50 krónur.
Samsetning aflans skiptist þann-
ig, að af karfa voru tæp 332
tonn, meðalverð 90,38 krónur,
af þorski voru seld rúm 50 tonn,
meðalverð 96,46 krónur, af ýsu
tæp tvö tonn og af ufsa tæp 5
tonn. Af blönduðum afla voru
14 tonn og af grálúðu rúmt eitt
tonn. Heildarverðmæti aflans,
sem seldur var í Þýskalandi nam
36,5 milljónum króna.
—ABÓ
Fjölskyldan í Húsavík í Kirkjubólshreppi: Matthías Lýðsson og Hafdís Sturíudóttir með bömin þijú, Pétur, Grétar og litlu stúlkuna, fýrsta stúlku-
bam í hreppnum í áratugi.
Stórtíðindi af Ströndum:
Stúlkubarn fætt í
Kirkiubólshreppi
Aðfaranótt miðvikudagsins 4. apríl fæddist stúlkubam á sjúkrahúsi í
Reykjavík. Fæðingin gekk vel og væri ekki frétt umfram aðrar fæðingar,
ef ekki væri fýrir þá sök að bamið á lögheimili í Kirkjubólshreppi á
Ströndum. Þar hefur ekki fæðst stúlkubam síðan árið 1970. Á sama
tíma hafa hins vegar fæöst um 15 drengir í hreppnum.
Kynjahlutfall í Kirkjubólshreppi hef- um, enda hefur kvenmannsleysi hvergi
ur vakið töluverða athygli á síðustu ár- verið meira á íslandi ef marka má tölur
Hagstofunnar. Skv. íbúaskrá 1. des.
1989 átti 41 karlmaður lögheimili í
hreppnum, en aðeins 15 konur. Kon-
umar vora því aðeins 26,78% af íbúum
hreppsins. I þokkabót var yngsta konan
þá orðin 26 ára og skv. ibúaskránni vora
18 af körlunum yngri en hún.
Foreldrar eina stúlkubamsins í Kirkju-
bólshreppi era hjónin Matthías Lýðs-
son og Hafdís Sturlaugsdóttir í Húsa-
vik. Fyrir eiga þau tvö eldri böm (að
sjálfsögðu drengi), Pétur 4ra ára og
Grétar 2ja ára.
Stefán Gíslason