Tíminn - 26.04.1990, Page 4

Tíminn - 26.04.1990, Page 4
4 Tíminn Fimmtudagur 26. apríl 1990 Oskar Lafontaine sýnt bana- tilræði í gærkvöldi Oskar Lafontaine, sem íyrir nokkru var formlega útnefndur sem kanslaraefni sósíaldemó- krata í V- Þýskalandi, var stung- inn með hnífi í hálsinn, þar sem hann var á kosningafundi í Köln í gærkvöldi. Það var kona um fer- tugt, klædd hvítum kjól og hvít- um sokkum, sem kom upp að há- borðinu og stakk Lafontaine umsvifalaust í hálsinn, þar sem hann stóð og veifaði til u.þ.b. 2000 fundarmanna eftir að hafa haldið þrumandi ræðu. Lafonta- ine féll i gólfið og fossblæddi úr hálsi hans. Konunni tókst að komast framhjá öryggisvörðum og að kanslaraefninu vegna þess, hve sakleysisleg hún virtist vera, en hún hélt á blómvendi í annari hendi og skrifblokk fyrir eigin- handaráritanir í hinni. Sjónarvott- ar segja, að hún hafi verið búin að gera nokkrar tilraunir til að nálg- ast háborðið, áður en hún náði að leggja til Lafontaine. Lafontaine var fluttur með hraði á Háskólasjúkrahúsið og nokkr- um tímum eftir tilræðið var hann talinn vera úr allri lífhættu, en hann haföi misst mikið blóð. Konan settist einfaldlega niður á stól eftir ódæðið og virtist ekki koma við það spumingaregn lög- reglumanna og öryggisvarða, sem á henni dundi til að byrja með, en síðan fluttu lögreglu- menn hana á brott. Engin skýring hefur fengist á því, hvers vegna konan gerði þetta. Engar upplýs- ingar hafa heldur fengist upp- gefnar um konuna aðrar en þær, að hún er þýsk. Sem kunnugt er hefúr Lafonta- ine verið talinn skæðasti keppi- nautur Kohls kanslara í almenn- um kosningum í desember næstkomandi. Kosningafúndur- inn í gærkvöldi var hins vegar vegna fylkiskosninga í þýska rík- inu Vestfalíu. Svíar berjast gegn verðbólgu: HOGGIÐ í SÆNSKA VELFERÐARKERFIÐ í gær tilkynnti sænska stjómin að óbeinir skattar yrðu hækkaðir og slegið yrði á frest velferðargreiðsl- um, sem heitið hefur verið, skv. aukafjárveitingalög- um til að draga úr neyslu almennings, sem hefur leitt til aukinnar verðbólgu. Allan Larsson fjármálaráðherra sagði að nýju að- gerðunum, en um sumar þeirra var þegar vitað, yrði aukið við sjálf fjárlögin, sem fengu fullgildingu í janú- ar sl., og yrðu vafalaust samþykkt í þinginu áður en nýtt fjárlagaár hefst fýrsta júlí nk. Nettóárangur þessara viðbótarað- stjómin hætti við umdeilda áætlun gerða er aðeins smáaukning á fjár- lagahalla Svíþjóðar 1990-1991, í 500 milljónir sænskra króna úr 400 millj- óna króna halla, sem spáð var í janú- ar. í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins segir að vandi Svíþjóðar felist í mik- illi verðbólgu, litlum framleiðnivexti og ónógri söfnun sparifjár einstak- linga. Öflugra aðgerða sé þörf til að koma í veg fyrir stöðnun og aukið at- vinnuleysi. Áður hafði sænska þingið samþykkt að hækka óbeina skatta á áfengi og tóbaki sem hluta af aðgerðum gegn verðbólgu. Fjármálaráðherrann sagði að virðis- aukaskatturinn myndi hækka um eitt prósentustig, i 20%, 1. júlí en núver- andi sveitarstjómargjöld yrðu ffyst á ámnum 1991 og 1992, og væri það hluti mikillar skattaendurskoðunar til að auka ffamleiðni. Samkvæmt fyrra samkomulagi sósí- aldemókrata og Frjálslynda flokksins, sem er í stjómarandstöðu, ætlar ríkis- stjómin að ffesta lengingu fæðingar- leyfis, sem sósíaldemókratar höfðu heitið í kosningunum 1988. Allan Larsson sagði skattabreyting- amar, sem sumar tóku gildi 1. janúar, vera aðalatriði efnahagsstefnu ríkis- stjómarinnar. Hann lofaði því að þær myndu örva atvinnu, spamað og efnahagsvöxt. Aukafjárlögin vom fyrsta stóra ftumkvæði Larssons eftir að hann tók við fjármálaráðherraembættinu af Kjell-Olof Feldt, sem sagði af sér í febrúar þegar yfir stóð stjómarkreppa vegna efnahagsstefnu þáverandi rík- isstjómar. Minnihlutastjóm sósíaldemókrata, undir forystu Ingvars Carlsson, sagði þá af sér eftir að þingið samþykkti á hana vantraust, en hann myndaði nýja stjóm tveim vikum síðar. Hvort Svíum tekst að ráða niðurlög- um víxlverkunar launa og verðs fer eftir því á hvaða nótum launasamn- ingar milli atvinnurekenda og verka- lýðsfélaga verða gerðir eftir að ríkis- um að banna verkföll og lögbinda launasamninga. Bamameðlög verða hækkuð um næstu áramót í 9000 sænskar krónur árlega á hvert bam, úr núverandi 6720 krónum, en þessi hækkun er minni en sósíaldemókratamir höfðu heitið. Frá og með 1. janúar nk. eiga at- vinnurekendur að bera kostnaðinn af fyrstu tveim vikunum af sjúkraleyfi starfsmanna, i stað ríkisins. Þetta verður til þess að atvinnurekendur sjá sér hag í því að bæta aðstæður á vinnustað, segir fjármálaráðherrann. Atvinnurekendum verður bætt þetta upp með lækkun launaskatts, sem greiddur er fyrir hvem starfsmann. Meðal annarra aðgcrða til að auka framleiðni má nefna hvatningu til innflytjenda til að fara út á vinnu- markaðinn fyrr og þjálfúnarstyrki fyr- ir þá sem em fúsir til að taka upp störf í greinum þar sem skortur er á vinnu- afli. Ríkisstjómin vill hvetja til spamaðar með því að afnema núverandi 16 ára aldurstakmark hjá Svíum sem vilja taka þátt í spamaðaráætlun ríkisins. Ingvar Carlson, forsætisráðherra Svíþjóðar Mikil leit gerð að gröf Gengis Khans í gær lögðu rannsóknarmenn upp í leiðangur um sléttur Mongólíu í von um að finna gröf Genghis Khans. Um þúsund áhorfendur fylgdust með skrautsýningu 40 mongólskra riddara, sem fylgdu bflalest leiðang- ursmanna áleiðis út úr Úlan Bator höfuðborg MongóHu. GHmumenn og dansarar í þjóðbúningum sýndu Hstir sínar um leið og leiðangurs- menn héldu austur til Hentiy-hér- aðs, þar sem Mongólar telja, að þessi frægasti höfðingi þeirra liggi graf- inn. Á 13. öld sameinaði Ghengis Khan mongólska ættbálka og stofn- aði ríld, sem náði frá Kóreu til Aust- ur-Evrópu. I þau 69 ár, sem viðhorf kínverskra kommúnista voru rikj- andi í MongóHu, var litið á Ghengis Khan sem hættulegan afturhalds- sinna, en hann er nú orðinn þjóð- hetja og tengist það þeirri stjórnar- farslegu endurnýjun, sem stendur fyrir dyrum í landinu. Ghengis Kahn minnir Mongóia á dýrðlega fortíð þeirra Hkt og víkingarnir hjá okkur, en ríki hans átti einmitt þátt f þvf að rjúfa tengsl Norðurlanda- þjóöa viö Austur-Evrópu. Leitin að gröf Ghengis Khans er kostuð af japönskum blöðum og sjónvarpsstöðvum og mun standa yfir f þrjú ár. Héraðstjórnir beðnar um hjálp: ■■■ vbh avj w mjólk og kjöt Lithaugar hafa boðið mjólk og kjöt þeim héraðstjómum í Sovétríkjun- um, sem vilja sfyðja þá í sjálfstæðis- baráttunni. Forsætisráðherra Lit- haugalands, Kazimiera Prunskiene, segir, að Lithaugar vilji tengjast efnahagslegum böndum við stjómir Moskvuborgar, Leningrad og Lyov, en í borgarráðum þessara borga hafa róttækir umbótamenn nú náð meiri- hluta. Lithauga skortir olíu, en þeir; framleiða meira en þeir nota af; mjólk og kjöti og í þessum þremur borgum er skortur á þessum nauð- synjum. Það er ekki ljóst, hvort; sjálfstæðir aðilar innan Sovétríkj- anna geta brotist undan viðskipta- banni Sovétstjómar, enda er allt efnahaglíf Sovétmanna miðstýrt og samtvinnað. Breyttur opnunar- tími í sumar Frá 1. maí til 15. september verður skrifstofa Rauða kross íslands að Rauðarárstíg 18 opin frá kl. 08:00 til 16:00. Rauði kross íslands.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.