Tíminn - 26.04.1990, Síða 5
1 1 -■>
* -r .« »I
\ i r v'* i 4
rifiír;in :»
Tíminn 5
rcc
Fimmtudagur 26. apríl 1990
Reykjavikurborg hefur gert tilboð í Hótel Borg,
sem rennur út a hádegi í dag:
Davíð er að verða
umsvifamikill í
veitingabransanum
Reykjavíkurborg hefur gert formlegt tilboð í Hótel Borg, en eins
og kunnugt er, hefur Alþingi mikinn áhuga á að eignast húsið.
Tilboðið stendur fram til hádegis í dag. Tilboð borgarinnar kom
Guðrúnu Helgadóttur forseta Sameinaðs þings mjög á óvart
Hún hefur beðið eigendur Hótel Borgar að fresta afgreiðslu
málsins fram til sunnudags.
Guðrún sagði í samtali við Tímann,
að búið sé að draga eigendur hótelsins
allt of lengi á svari um kaupin. Hún
sagði borgarstjórann í Reykjavík ekki
hafa látið sig vita af þvi, að hann hygð-
ist ganga inn í tilboðið. Guðrún sagði
mál þetta allt hið undarlegasta, sérstak-
lega þegar tekið er tillit til þess, að í gær
var Alþingi að ganga frá samningi við
borgina um afnot á svæðinu í kringum
Alþingishúsið.
Síðustu daga hefúr verið rætt um að
Alþingi kaupi Hótel Borg á 120 millj-
ónir og verði þær greiddar á átta árum.
Borgin býðst til að ganga inn í þetta til-
boð.
Þetta mál var rætt í boigarráði á þriðju-
daginn, en engin ákvörðun tekin. Ekk-
ert liggur fyrir um hvað boigin hyggst
gera við húsið, en boigaryfirvöld hafa
látið í ljós þá skoðun, að veitinga- og
hótelrekstur eigi að vera í miðboig
Reykjavíkur.
Sigrún Magnúsdóttir boigarfulltrúi
sagði nauðsynlegt, að reyna að halda lífi
í miðboiginni. Hún sagði hins vegar
slæmt, ef kaup boigarinnar á Hótel
Borg verði til þess, að Alþingi neyðist
til að flytja starfsemi sína úr miðboig-
inni. Búið er að leigja undir bílastæði
það svæði, sem rætt var um að byggja
nýtt alþingishús á. Leigutiminn er til tíu
ára.
Sigrún sagði, að borgin væri nú þegar
orðin mjög umfangsmikil í veitinga- Breiðholti og veitingahús í Viðey. Verið
húsarekstri og væri því vafasamt, hvort er að reisa veitingahús á Öskjuhlíð og
hún ætti að fara lengra út á þá braut. nú em sem sé uppi áform um að boigin
Borgin á nú þegar veitingahúsið Glym í eignist veitingahúsið Hótel Boig. -EÓ
Brjálaö veður
á Norðurlandi
Norðan áhlaup gerði uni norðan- og börn í leikskóla og barnaskóla
vert landið 1 gser. Veðrinu oDi lægð, biðu uns veðrinu slotaói. Snjóflóð féil
semfórnorðuryfiraustanvertland- á Ólafsfjarðariuúla um miðjan dug í
ið. Björgunarsveitir voru kallaðar út gær. Ekki urðu slys á fóiki eða bflum
til að aðstoða fólk við að komast til af þess vöklum, en bílL, sem átti leið
síns faeima. Nokkrir bílar lentu í erf- um múlann hélt kyrru fyrir í múlan-
iðleikum, m.a. bfli, sem átti leið um um á meöan veðrahamurinn var
Ólafsljarðarmúla. Snjóflóð féllu á semmestur.
múlann. Ekki er vitað til, að neitt tjón hafi
Á Akureyrivarmjöghvasstogfuku orðið á bflum eða fóXkL, enda héfdu
öskutunnur og fleira lauslegt á bila flestir sig heima eða hættu við ferða-
og hús. Skyggni var slærat og áttu lög. Vegagerðin bjóst við, að ekki
bflar í erfiðleikum vegna blindu. yrði komist hjá því, að ryðja fjaflvegi
Björgunarsveitir aðstoðuðu 14 bíla í dag. Þeir tjámiunir, sem ætlaðir
norðan við Akureyri. Lðgreglan vildi voru til snjómoksturs á Norðurlandi
ekki flokka veðrið undir norðlenska eru löngu uppurnir. Ljóst er, að veita
hríð, því að lilinn snjó festi á jörðu. þarf fé til snjómoksturs á aukafjár-
Mikið snjóaði á Ölafsfirði í gær- lögum í haust.
morgun, en hann fauk fljótt af stað, Búist var við slæmu veðri fyrir
þegar hvessti ura hádegiö. Menn á norðan í allan dag. Á morgun er
Ólafsfiröi höfðu á orði, að veðriö spáð hlýnandi veðri og suðlægum
væri það versta, sem komið hefði í áttum. Reikna má með því, að vor-
vetur. Fólk hætti sér ekki á mflli húsa vindar blási um helgina. -EÓ
Aðalfundur Sambands fiskframleiðenda:
Vilja vinnslukvóta
inn í fmmvarpiö
í ályktun, sem samþykkt var á aðal-
fúndi Félags Sambandsfiskframleið-
enda (SAFF), sem haldinn var í Reykja-
vík í gær, er lýst yfir ánægju með, að
samkomulag hafi náðst um fjölmarga
veigamikla þætti í stjómun fiskveiða,
eins og fram kemur í því frumvarpi um
stjómun fiskveiða, sem nú liggur fyrir
Alþingi. I ályktuninni segir orðrétt: „Þar
má til nefna, að stjómað verði með
einni aðferð, án undantekninga og að
lögin verði ótímasett. Þetta er að okkar
mati grundvöllur þess, að markmiðin
um rekstarhagkvæmni fiskveiðiflotans
náist, eins og að er stefnt.“
SAFF er þó ekki alls kostar ánægt með
hlut fiskvinnslunnar í fiumvarpi um
fiskveiðistjómunina og í ályktuninni
segir, að í frumvarpið skorti ákvæði,
sem tryggi rekstrarhagsmuni íisk-
vinnslunnar. Einnig telur SAFF, að í
frumvarpið skorti „öll ákvæði um jafii-
rasði innan sjávarútvegsins, en það get-
ur leitt til ótyrirsjáanlegrar röskunar á
byggð í landinu og atvinnuöryggi. Þess
vegna skorar íimdurinn á háttvirt Al-
þingi að samþykkja fiskvinnslukvóta í
Flytja þurfti þrennt á sjúkrahús eft-
ir harðan árekstur tveggja bíla
skammt frá flugvellinum í Aðaldal
skömmu fyrir klukkan þrjú í gær-
dag. Fólkið var fiutt á sjúkrahúsið á
samræmi við þær hugmyndir, sem lagð-
ar vom fram í ráðgjafaneíndinni um
fiskveiðistjóm,“ segir í ályktuninni.
Aðalfúndurinn stóð í allan gærdag, en
í dag verða aðalfúndir hjá sölufyrir-
tækjum Sambandsins erlendis, Iceland
Seafood corp. og Iceland Seafood Ltd.
Húsavík og var einn hinna slösuðu
talsvert slasaður. Að sögn lögreglu
á Húsavík var blindbylur á þessum
slóðum i gær.
—ABÓ
Húsavík:
Þrennt á sjúkrahús
Samkomulag á milli formanna stjórnarflokkanna um frumvörp sjávarútvegs-
ráðherra, en einstakir stjórnarþingmenn eru enn þverir í málinu:
Frumvörpin um stjórnun
fiskveiða komin í höfn?
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segir, að samkomulag
sé á milli stjómarflokkanna um afgneiðslu frumvarpa um stjóm
fiskveiða og úreldingarsjóð sjávarútvegsins. Formenn sljómar-
flokkanna og sjávarútvegsráðherra gengu frá samkomulagi í
gær, en andstaða mun vera við samkomulagið meðal einstakra
þingmanna Alþýðubandalags og Borgaraflokks.
Þingflokkar stjómarflokkanna fúnd-
uðu um málið í gær og lögðu þingmenn
Framsóknarflokks og Alþýðuflokks
blessun sínayfir samkomulagið. Karvel
Pálmason var ekki viðstaddur þing-
flokksfúnd Alþýðuflokksins. Alþýðu-
bandalagsmenn gerðu athugasemdir
við frumvaipið um stjóm fiskveiða, en
þingflokkur Boigaraflokksins afgreiddi
samþykktina með fýrirvara um nokkur
atriði, þ.á.m. vilja borgarar afiiema for-
kaupsrétt byggðarlaga á fisldskipum á
sínu svasði, en það er þveröfúgt við álit
alþýðubandalagsmanna.
„Við héldum fúnd í gærkveldi, þar sem
menn náðu saman í megin atriðum um
að leggja ákveðnar tillögur fyrir þing-
flokkanna, síðan hefúr það verið rætt
aftur í dag og það er komin samstaða
meðal stjómarflokkanna, hvemig staðið
skuli að málinu,“ sagði sjávarútvegs-
ráðherra í samtali við Tímann í gær.
Halldór sagði, að það samkomulag,
sem hefði náðst, væri basrilega ásasttan-
legt fyrir alla aðila. „Það er mikilvægast
af öllu fyrir sjávanitveginn í landinu að
þurfa ekki að búa við það óvissuástand,
sem annars myndi rikja," sagði ráðherr-
ann.“Ég hef enga ástæðu til annars en
að ætla, að þetta samkomulag haldi og
ég vænti þess, að frumvarpið fái nú þeg-
ar umfjöllun í efri deild, þannig að unnt
verði að faka það fýrir í neðri deild."
Samkomulagið felur í sér nokkrar
breytingar á frumvarpinu um stjóm
fiskveiða, sem verið hefúr fast f nefitd í
efri deild Alþingis. Þar er m.a. gert ráð
fýrir, að sveitarfélög á hveiju svæði hafi
tímabundið foikaupsrétt á slripum, sem
þaðaneru.
Þá er einnig kveðið á um í samkomu-
laginu, að frumvarp um úreldingarsjóð
fiskiskipa skuli fara samhliða kvóta-
fiumvarpinu í gegn um þingið. Nafúi
úreldingarsjóðs mun samkvæmt frum-
varpinu verða breytt í hagneðingarsjóð
sjávarútvegsins samhliða því, sem hlut-
verk hans verður viðtækara. Gert er ráð
fýrir, að hinn nýi hagræðingarsjóður fai
til umráða á bilinu 1,5 - 2% af heildar-
magni veiðiheimilda. Að sögn sjávanit-
vugsráðherra mun þessi breyting greiða
vendega fýrir fækkun fiskiskipa á
næstu árum og þar með gagnast í ríkum
mæli útgeiðinni í landinu.
-ÁG