Tíminn - 26.04.1990, Qupperneq 6

Tíminn - 26.04.1990, Qupperneq 6
6 Tíminn Fimmtudagur 26. apríl 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guömundsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofun Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning ogumbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verð i lausasölu 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Áburðarverð Ríkisstjómin heílir orðið að grípa til þess ráðs að bera fram lagafrumvarp á Alþingi sem felur það í sér að lögfesta skuli 12% hækkun á áburðarverði til bænda í stað 18% hækkunar sem meirihluti stjómar Aburðarverksmiðju ríkisins hafði ákveðið. Meginástæðan til þess að ríkisstjómin telur nauð- synlegt að taka fram fyrir hendumar á meirihluta verksmiðjustjómar er sú að það var hluti af allsherj- arsamkomulagi um lausn kjaramála í febrúar síðast- liðnum að áburðarverðshækkun væri bundin við ákveðna hundraðstölu, þ.e. tólf af hundraði í hæsta lagi. Engum blöðum er um það að fletta að stjómendum Áburðarverksmiðju ríkisins var kunnugt um þetta samkomulag. Þrátt fyrir það hafa tilteknir stjómar- menn talið sér sæmandi að ganga í berhögg við þetta mikilvæga atriði heildarsamkomulagsins um verð- lagsþróun í landinu. Fyrir liggur að þessir menn höfðu að engu rökstudd tilmæli landbúnaðarráðherra um að stjóm verksmiðjunnar héldi verðákvörðun sinni innan ramma allherjarsamkomulagsins. Er ekki annað að sjá en að þeir hafi ekki aðeins lagt metnað sinn í að ganga gegn tilmælum landbúnaðar- ráðherra, heldur engu skeytt um vilja stéttarsamtaka bænda um að ríki og ríkisfyrirtæki stæðu við sinn hluta af heildarlausn kjaradeilna eins og hún var ákveðin fyrir fáum mánuðum. Engum getur dulist að ef verðákvörðun stjómar- andstæðinga í stjóm Áburðarverksmiðjunnar væri látin ná fram að ganga myndi það draga á eftir sér slóðann. Næst liggur að gera ráð fyrir meiri búvöm- verðshækkun 1. júní en annars á að verða, ellegar þeim möguleika að þessi hækkun á áburðarverði kæmi fram sem kjaraskerðing hjá bændastéttinni í því formi að banna búvöruverðshækkun í samræmi við hækkunaráform meirihluta verksmiðjustjómar. Ríkisstjómin gerir því rétt að beita sér fyrir lögfest- ingu áburðarverðs eins og framkomið frumvarp ber með sér. Það er þeim mun meiri ástæða til þess að ríkisstjómin og þingflokkar sem hana styðja taki þama af skarið, að ákvörðun meirihluta verksmiðju- stjómar er hentistefna stjómarandstæðinga, ódulbú- in pólitísk aðgerð í andstöðu við stefnu ríkisstjómar- innar og skuldbindingar hennar í sambandi við lausn kjaramála. Ríkisvaldið ber ábyrgð á rekstri Áburðarverksmiðj- unnar og það er hluti af þessu máli að stjómvöld munu gera sitt til þess að sjá rekstri og framkvæmd- um verksmiðjunnar borgið án áburðarverðhækkunar að þessu sinni. Málefni Áburðarverksmiðju ríkisins em af öðmm orsökum nægilega snúin til þess að ráðamenn hennar ættu síst að vekja athygli á sér með pólitískum loddaraskap á borð við þá stífni að hafa tilmæli ráðherra síns að engu og ganga í berhögg við hagsmuni bændastéttarinnar. Alþingi og ríkisstjóm hafa forsjá þessarar verksmiðju á sinni könnu og eiga ekki að láta á sig ganga í því eíni. Lögfesting áburðarverðs á fullan rétt á sér við þessar aðstæður. AADDI T uAKnl ‘68 KYNSLOÐIN Undarlcgasta kynslóð sem lcitað hcfur cftír völdura og áhrifum á Vesturlöndum er án efa svoköiluð ‘68 kynsióð, kenud við það ár þótt h««n bafi verið U1 híeói á undao og cftir þvi ártali. Áhrlfa heitnar gætir minna nú um tuttugu árum síðar, og má segja að það fari effir minnkandi sýrustigi tilverunnar. Þéssi ‘68 kynsióð var aldrei um- svifamikil hér á iandi, en eftir- hermur voru nógar og birtust einkuin í sunlbandi viö popptón- lisf, myudbandagerð, auglýsingar og íjöliniðiun. Þefta eftirhermu- fólk er mi sem óðast að snúa sér að pólitík, þar sem það leitar eftir að sitja framariega á iistum með það fyrir augum að komast í sveitar- stjórnir eða á Aiþing. Eðlilegt er að ‘68 kynslóðin telji sig nokkurs inegnuga á vettvangi stjórnmál- anna, því hún hcfur markvisst byggt uin ímynd hinna úrrieöa- góðu og snjÖHu i úfvarpi og sjón- varpi og með hljóinplötuútgófu, þar sem ta! og textar miða að þvi að gera þefta fðik að hetjum, þðft alit sé málið aumkunarverður til- búningur og einskisnýtt. Þess vegna hefur það gerst, oftar en hitt, þar sem þetta fólk hefur komist á framfæri í póiitik, að ckkert líggur eftir það nema litt grundaður málatilbúoaöur, þ.e. sfeilingarnar einar, sem svo gam- an er að bregða fy rlr sig í hetj uieg- um sjónleikum fjöimiðlanna. Úrsöngí Þarf ekki annað en virða fyrir sér myndbönd með poppurum tii að sjá hvaðan fyrirmyndin kcmur. Þar andskotast þcir i öryggi myndversins við aö sigrast á ótrú- legum erfiðieikuni og sýna af sér bcijuskap með stökkum og líkain- legum yfirburðum vfir einhvcrja ónafngreinda bófa, og gera yfir- lcítt alit uema sigra Iteiminn, af því það er líkiega erfitt að sýna það á myndbandi. Jafnframt er öskraður einhver texti sem skilst ekki, enda er það jafngott. En það er líklega þcssi óskiljanlegi texti sem vekur vonina um póiitískan frama, þótt hann verði ekki skiij- anlegri í ræðustói. Þetfa kcmur ósjállrátt í hugann þessa dagana, þegar verið er að ákveöa framboð fU borgarsfjórn- arkosninga í Reykjavík. Lengi voru „öreigar alira landa“ i Al- þýðubandalaginu m'igu víðsýnir til að hafa skilning á ‘68 kynslóð- inni, og þar fann hún sér heist skjói fyrir næðingi raunveruleik- ans. Málgagn bandaiagsins var fika duglegt viö aó finna kynslóð- inni stað innan lislanna, og lagðist því ailf á eitt við að afla henni virðingar ufan myndbandanna og ijölmiðlanna, þar sem heilu stöðv- arnar voru reistar til að hægt væri að varpa menningaframiaginu út á meðal almennings. Ritstjóri af sama sauöahúsi En nú á Alþýðubandaiagið orðið svo bágt i pólitik, að það geíur ekki fóstrað ‘68 kvnsióðina lengur eða sinnt metorðaþörf hennar « heimi alvðrunnar. Eftir nokkurt samrunatal tveggja ágætra flokksforingja endaöi ‘68 kynsióð- in feril sinn hjá Alþýðubandalag- inu og ákvað sérframboð i Reykjavík scm lenti í bland við Al- þýðuflokkinn, þar sem ofuriiugi í ritstjórastóli Alþýöubiaðsins býr sig undir að hafa einskonar mynd- bandaiega forystu fyrir framboðs- iiðínu, sein hefur ákveóið að færa poppstefnuna ót í borgarmálin. Miðað við annað atferii ritstjóra Aljjýðublaðsins verður mikið um hetjulega tilburði undir dagskip- uninni: Skrifið þið stutt. Sjálfur tilheyrir ritstjórinn ‘68 kynslóð- inni svp það á ekki að verða um kynsióðabil að ræða niilli hans og helstu fraiubjóðenda á ‘68 kyn- slóðar listauum. Líklega ó Alþýðuflokkurinn í enn meiri erfiðleikum en Alþýðu- bandaiagið með gamian trésmið í fallhættu. Fyigisnienn Alþýðu- flokksins yggia sig eflaust yfir þeirri staðreynd að þurfa að þessu sinni að kjósa iista með fuiitrúum ‘68 kynsióðarinnar. Hún hefur að vísu látið klippa sig síðaii síðast eu ekki er nnnað vilað en frambjóð* andi í öðru sæfi Jistans grípi til gít* arsins þegar vei liggur á honum, svona tii að minna á hvaða rætur hún á i pólitiskum hetjuskap. Rit- stjóri Aiþýðblaðsins spiiar ekki á gítar svo vitað sé, en hefur sést grípa í annað hijóðfæri. Það verða því ekki vandræði að gera mynd- band með kosningamarsiiium, þar sem ráðist verður með drun- uro og fyrirgaitgi gegn andstæð- ingunum. Efsto menn á Hstauum vcrða þá væntanlega klæddír sem Amasónnr, sem fara i heljarstökk- um um frumskóginn, en ritstjóri Alþýðublaðsins verður aftur á móti í hlutverki iandkönnuðar í leit að borginni týndu, sem fyrir tilviijun heitir Rcykjavik. Garri Dýrmæt þjónusta í nútíma upplýsingaþjóðfélagi er kapp lagt á að sýna og sanna að þær atvinn- ur sem beinlínis eru við framleiðslu séu úreltiir og óhagkvæmar. Enda hjara svoleiðis atvinnuvegir á styrkjum, nið- urgreiðslum og eru upp á náð stjóm- valda og peningastofnana komnir. Það er þjónustan og upplýsingin sem gefur eitthvað í aðra hönd enda stækka þeir geirar ár ftá ári, en ífamleiðslugreinar em afætur, eins og margsannað er, jafnvel með tilvitnunum í erlcnda ftæðimenn og þá dregur enginn í efa. Byggðastefhan er öll að fara í vaskinn vegna þess að það vantar þjónustu út á landsbyggðina. Allir þurfa þjónustu eða að fá atvinnu við þjónustu og unga fólkið flytur suður af því að fyrir vest- an, austan og norðan er engin þjónusta og menntuð ungmenni sætta sig ekki við vinnur nema við þjónustu, sem er öll fyrir sunnan. Þess vegna elta allir þjónustuna, sem bætir mannlíf og er svo aröbær og framleiðsluatvinnuveg- imir veslast upp og eiga sér formæl- endurfáa. Arðbærar nábjargir Einhver arðbærasta þjónusta sem færi em á í upplýsingaþjóðfélaginu em inn- heimtur. Þótt allir aðrir tapi á gjaldþrot- um fá innheimtumenn sitt og skipta- ráðendur og biistjórar inna af hendi dýrmæta þjónustu við að veita þrota- búum og þrotamönnum nábjaigimar. Innheimtuþjónustan kemur víða við og er orðin svo tæknivædd að hún rukkar sjálfkrafa bankaskuldir sem hvorki þarf eða á að innheimta með bægslagangi og stórum kostnaði. Frá þessu var skýrt skilmerkilega í Tímanum í gær, þar sem gerð var ofur- lítil úttekt á þeirri þjónustu sem banka- kerfið veitir við innheimtu lífeyris- sjóðslána. Lífeyrissjóðir opinberra forréttinda- stétta em undanskildir þjónustu- hremmingum bankakerfisins enda sjá einkaeigendur opinberra sjóða og handbendi þeirra vel um sig og sína og þarf ekki fleiri orð um það að sinni. Sá hluti lífeyrissjóða almúgans, sem ríkissjóðir hafa ekki hirt til síns brúks, er til ávöxtunar í bönkunum og em gæslumenn sjóðanna ekki aðrir, enda vondir spádómar uppi um aö aldrei muni sjóðagrey þessi fter um að boiga eigendum sínum lífeyri. Er þetta ein af þeim staðreyndum sem upplýsinga- þjóðfélagið fiæðir þegnana um ár og síð. Ávaxta sitt pund Bankamir sjá um innheimtu á lánum sem sjóðimir veita eigendum sínum gegn vöxtum sem almennt em kenndir við eitthvað allt annað en sæmilega viðskiptahætti. Fyrir jjessa þjónustu taka bankamir, að Landsbanka einum undanskildum, 10% af upphæðinni lyrir greiðann. Af öllum lífeyrissjóðs- lánum í eigu almennings hirða banka- stofhanir tíu af hundraði fyrir að senda út rukkanir, sem þeim ber ekki að gera. Verðlagið á þessari þjónustu hefiir hækkað um 50% eða svo á hálfh öðm ári. 50% hækkunin er umfram verð- bólgu. Hér er aðeins eitt dasmi af möigum um mikilvægi þjónustunnar í þjóðar- búskapnum. Þessi dýrkeypta þjónusta stendur undir miklu bákni og tíman- legri velferð íjölda manna og kvenna. Bankamir hafa efhi á að byggja og henda út innréttingum og láta smíða nýjar, safha kúnstverkum, sumir bank- ar safha bönkum, aðrir Qárfestinga- stofnunum og tölvukerfin em endur- nýjuð og stækkuð fra mánuði til mánaðar og svo er sameinast og sundr- ast og pappírstigrisdýrin klóra hvert öðra í eignarhaldsfélögum og láta sjóði í eigu þjóðarheildarinnar boiga gjald- þrot sín og fá ekki annað en illseljan- legan eldisfisk upp í glóruleysið. Það era þjónustugreinamar sem standa undir öllu þessu og ein af að- ferðunum til að ná inn fjármunum í alla jjessa óútskýrðu þjónustu er að taka að sér að féfletta eigendur þeirra lífeyris- sjóða, sem ekki starfa í bönkum eða hjá opinberum stofhunum. Ekki nema von að menn sjái púðrið í þjónustunni og bindi allar sínar framtiðarvonir við hana. Hvað er svo að fiétta af 222 milljón krónunum sem ríkið skuldar í lífeyris- sjóð fyrrverandi bankastjóra Útvegs- bankans og fjölskyldna þeirra? Um skeið hefur ekkert ffést af þjón- ustubrögðum sem almenningur á að veita sínum bestu sonum, þeim sem hafa fómað sér við að veita bankaþjón- ustu. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.