Tíminn - 26.04.1990, Side 11
10 Tíminp
t » > ► r- r> i I » * ► • *• * » m i > j
Fimmtudagur 26. apríl 1990 Fimmtudagur 26. apríl 1990
\vr< i .
iTíminn
11
I
.
Flaggað var í hálfa stöng á öllum bensín-
stöðvum Esso og víðar um borgina vegna
ógnaratburðarins við Stóragerði snemma í
gærmorgun. Tímamynd; Ami Bjama
lllvirki eða illvirkjar létu til skarar
skríða á bensínstöðinni við
Stóragerði í gærmorgun með
hræðilegum afleiðingum:
Ránmorð í
Reykjavík
Fjörtíu og sjö ára gamall starfsmaður
bensínstöðvar Olíufélagsins hf. við Stóra-
gerði í Reykjavík fannst myrtur í gærmorg-
un. Lögregla og samstarfsmenn mannsins
komu að honum látnum neðst í stiga í aft-
anverðu stöðvarhúsinu, sem liggur niður í
kjallara hússins. Það var um klukkan hálf
átta - líklega skömmu eftir að hinn myrti
mætti til vinnu sinnar. Maðurinn var með
mikla áverka á höfði og víðar um líkam-
ann. Sá eða þeir er ífömdu verknaðinn
komust undan á bíl hins myrta, sem er hvít-
ur fólksbíll af gerðinni Mazda 323 árgerð
1987. Odæðismaðurinn var ófúndinn, þeg-
ar Tíminn hafði síðast ffegnir af rannsókn
málsins.
Bíllinn fannst i gærmorgun á bílastæði
á bak við Vesturgötu 3. Allt bendir til að
um ránsmorð hafi verið að ræða og að sá er
ffamdi verknaðinn hafi haft á brott með sér
ránsfeng - fjárupphæðir, sem ekki er með
góðu móti hægt að kalla skiptimynt. Um
meiri fjármuni er að ræða en svo.
Þegar starfsfélagar og lögregla komu á
vettvang fúndust mynthólkar, sem dottið
höfðu á stéttina fyrir utan bensínstöðina.
Slíkir hólkar voru einnig á gólfum innan-
dyra. Auk þess var mikið umrót þar. Hinn
látni hét Þorsteinn Guðnason, fæddur 19.6
1942, til heimilis að Skaftahlíð 26 í
Reykjavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu
og fjögur uppkomin böm á aldrinum 17 til
22 ára.
Lóð bensínstöðvarinnar var girt af í
gærmorgun og stöðinni lokað fýrir öðrum
en rannsóknarlögreglumönnum. Lögregla
stóð vörð um staðinn, á meðan rannsóknar-
lögreglan ffamkvæmdi vettvangsrann-
sókn. Síðar komu starfsmenn Olíufélags-
ins til að kanna, hvað horfíð hafði.
Starfsmenn Olíufélagsins vom harmi
slegnir vegna þessa atburðar svo og al-
menningur. Flaggað var í hálfa stöng á
bensínstöðvum Olíufélagsins í gær.
Tilkynning um ódæðisverkið barst til
lögreglunnar í Reykjavík klukkan 7.39.
Var þá allt tiltækt lögreglulið í Reykjavík
látið svipast um eftir bílnum. Lögreglan í
Reykjavík gerði lögreglunni i Kópavogi og
Hafnarfirði viðvart og leituðu lögreglu-
menn þar einnig að bílnum. Var meðal
annars fylgst með umferð um Kringlumýr-
arbraut, Reykjanesbraut og Hafnarfjarðar-
veg. Biffeiðin fannst skömmu síðar á bíla-
stæði við Vesturgötu 3 í Reykjavík.
Eftir því sem næst verður komist, var
andvirði eldsneytis- og vömsölu bensín-
stöðvarinnar ffá síðari hluta dags í fyrradag
geymt i peningaskáp í stöðvarhúsinu. Hinn
látni var vaktstjóri í bensínstöðinni og
fyrsta verk vaktstjóra að morgni er að
tæma peninga úr sjálfsölunum, taka þá úr
sambandi og gera nætursöluna upp.
Þorsteinn heitinn mun hafa komið í
stöðina um kl. sjö í gærmorgun til að sinna
þessum morgunverkum, áður en stöðin
yrði opnuð kl. 7.30. Bensínstöðvar Olíufé-
lagsins em vaktaðar af Securitas og í þeim
er aðvörunarkerfí og skynjarar, sem skynja
mannaferðir í stöðvarhúsunum.
Svo virðist sem morðinginn/morðingj-
amir hafí verið gagnkunnugur/ir starfshátt-
um á bensínstöðinni, því að hann/þeir hafa
að líkindum beðið með að láta til skarar
skríða, fyrr en eftir að Þorsteinn heitinn
hafði tekið aðvörunarkerfíð, sem tengt er
stjómstöð Securitas, úr sambandi. Tíminn
heyrði í gær, að kerfið hefði verið aftengt
um kl 7.15. Það fékkst þó ekki staðfest. Þá
var peningaskápur stöðvarinnar opinn,
þegar að var komið í morgun og áður-
nefúdir peningar, sem þar áttu að vera,
horfnir. Það eina, sem eftir var, vom hólk-
ar með skiptimynt, sem fúndust inni í hús-
inu og á stéttinni fyrir framan það.
Bensínstöðin við Stóragerði er með
söluhærri bensínstöðvum í borginni, en á
viku seljast að meðaltali um 50 þúsund lítr-
ar af bensíni auk gasolíu og annars vam-
ings. Illvirkinn hefúr því að líkindum kom-
ist undan með talsverða fjárhæð í reiðufé
og ávisunum. Starfsmenn Olíufélagsins
töldu þó í gær, að um heldur lægri upphæð
hefði tapast í greipar illvirkjans/illvirkj-
anna, en búast hefði mátt við.
Samstarfsmaður Þorsteins kom á vett-
vang skömmu fyrir kl. 7.30 og sá hann þá,
að bifreið Þorsteins, yfirmanns síns, var
ekið i brott ffá stöðinni. Þegar hann ætlaði
Efta'r
Stefán Ásgrímsson
.°g
Agnar Oskarsson.
inn, vom aðaldymar læstar og einnig bak-
dyr. Hins vegar bentu ummerki innandyra
og fyrir utan til þess, að ekki væri allt með
felldu og að átök hefðu átt sér stað. Starfs-
maðurinn náði síðan sambandi við leigu-
bílstjóra skammt ffá, sem hringdi í lögregl-
una um bílasíma. Þetta gerðist nokkrum
mínútum eftir kl. 7.30
Helgi Daníelsson yfirlögregluþjónn hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins sagði í sam-
tali við Tímann, að tilkynning um verknað-
inn hafi borist til þeirra nokkm fyrir átta í
gærmorgun ffá lögreglunni í Reykjavík.
Aðspurður sagði hann, að þeir hefðu engan
Rannsóknarlögreglumenn að störfum við bakdyr bensínstöðvarhússins við Stóragerði í gær. Fyrir innan þessar dyr er stigi niður í kjallara, þar sem vaktstjóri stöðvarinnar fannst myrtur í gærmorgun.
Tímamynd; Pjetur
gmnaðan um verknaðinn og sagðist hann
ekkert geta sagt að svo komnu, um hvemig
manninum var ráðinn bani.
Bifreið hins látna, sem tekin var trausta-
taki af ódæðismanninum, fannst á bíla-
stæðinu við Vesturgötu 3 klukkan rúmlega
10. Bifreiðin er af gerðinni Mazda 323 ár-
gerð 1987, fjögurra dyra, hvít að lit. Skrán-
ingamúmerið er R 22528. Biffeiðin var
tekin í vörslu RLR til rannsóknar. Hún var
dregin af stæðinu, þar sem hún fannst laust
fyrir kl. 11. Þá var lögreglan á ferli um
gamla Vesturbæinn og víðar i gær með
sporhunda til að ffeista þess að rekja ein-
hveija slóð illvirkjans eða illvirkjanna ffá
hinum stolna bíl fómarlambsins.
Helgi Daníelsson sagði, að mikilvægt
væri að allir þeir, sem eitthvað hafa séð til
ferða þessa bíls á tímabilinu ffá hálf átta til
um tíu í gærmorgun, láti rannsóknarlög-
regluna vita. Jafnffamt em þeir, sem hugs-
anlega hafa séð til manns eða manna fara
inn í bílinn í Stóragerði eða út úr honum
við Vesturgötuna, beðnir að láta lögregluna
vita.
- Gæti verið, að sá eða þeir, sem vom að
■verki, hafi þekkt til starfshátta í bensín-
i stöðinni svo snemma morguns? Helgi
Daníelsson sagði, að rannsóknarlögreglan
1 hlyti að verða að reikna með því, að „þeir
i hugsi, sem em að stela og gera svona hluti.
Við verðum að gera ráð fyrir því, að þegar
menn gera svona lagað, að ekki sé alltaf til-
viljun, sem rekur þá til verka,“ sagði Helgi.
- Em einhveijir slíkir til, sem lagt hafa
stund á rán af svipuðu tagi, þótt ekki sé
með jafn alvarlegum afleiðingum og nú?
„Menn þurfa ekki annað en að lesa
blöðin eða fylgjast með fjölmiðlum, þá fá
þeir svar við þeirri spumingu. Alla vega
hefúr þetta skeð þannig, að slíkir menn em
til,“ sagði Helgi.
Engar greinilegar vísbendingar hafa
komið ffam í þá átt, að sá er framdi verkn-
aðinn hafi komið á biffeið og skilið hana
eftir í nágrenninu. Enginn bíll stóð á lóð
bensínstöðvarinnar við Stóragerði í morg-
un eða í næsta nágrenni hennar, sem hugs-
anlega gæti talist vera farartæki moringj-
ans.
Allur tiltækur mannafli Rannsóknarlög-
reglu ríkisins og lögregluliðanna á höfúð-
borgarsvæðinu vann í gær að rannsókn
málsins. Tíminn ræddi aftur við Helga
Daníelsson i gærkvöld og sagði hann, að
talað hefði verið við fjölda manna, sem
tengdust málinu með einum eða öðrum
hætti. Hann vildi ekki skýra ffá einstökum
atriðum rannsóknarinnar, né heldur hvort
einhveijir lægju beinlínis undir gmn.
Hann sagði, að nokkuð ljóst væri, að
átök hefðu átt sér stað milli illvirkjans og
Þorsteins heitins. Miklir áverkar hefðu ver-
ið á líkinu. Hann vildi ekki greina ffá hugs-
anlegu morðvopni á þessu stigi. Talsvert
mikið hefði verið hringt til Rannsóknar-
lögreglunnar í gær og unnið væri stöðugt
úr þeim upplýsingum, sem bæmst. Hann
ítrekaði, að allar upplýsingar væm vel
þegnar ffá fólki, sem teldi sig hafa séð til
mannaferða við bensínstöðina við Stóra-
gerði upp úr kl. 7 i gærmorgun, séð til
manns eða manna setjast upp í hvíta femra
dyra Mazda 323 bifreið Þorsteins heitins
og aka ffá stöðinni niður í bæ og stíga út úr
henni á bílastæðinu á bak við Vesturgötu
þijú.
sá/ABÓ
Morðingi eða morðingjar vaktstjórans á bensínstöðinni við Stóragerði tóku bíl hans
traustataki eftir illvirki sitt Bíllinn fannst síðar um morguninn á bílastæðinu við Vesturgötu
3. Þetta er bíllinn. Þeir sem telja sig hafa séð til ferða bílsins og þess eða þeirra sem á
honum vom milli kl. 7.30 og 10 í gærmorgun em beðnirað hafa samband við rannsókna-
lögregluna í síma 44000.