Tíminn - 26.04.1990, Qupperneq 17

Tíminn - 26.04.1990, Qupperneq 17
Fimmtudagur 26. apríl 1990 Tíminn 17 KEFLAVIK Málefnafundir Rabbfundir um hina ýmsu málaflokka verða haldnir eftir páska í félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 kl. 20.30. Fimmtudaginn 26/4: Skólar, dagvistarheimili, listir og menning Mánudaginn 30/4: Heilbrigðismál, málefni aldraðra Allir bæjarbúar velkomnir. Frambjóðendur Kopavogur - kosningastarfið Ákveöið hefur veriö að efna til opinna kynninga og umræöufunda um hin ýmsu málefni í húsnæöi Framsóknarfélaganna í Hamraborg 5 næstu vikur. Gert er ráö fyrir aö allir þeir sem áhuga hafa geti komið skoöunum sínum varðandi málaflokka á framfæri á þessum fundum. Fimmtudagurinn 26. apríl 1990 kl. 20.30 Fundur um: Mótun stefnuskrár fyrir komandi kosningar. Allir velunnarar velkomnir. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, veröa fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Akranes - Framsóknarhúsið Opiö hús 1. maí. Kaffi og meölæti. Létt spjall. Frambjóðendur. Skrifstofa kjördæmissambands Iframsóknarmanna á Vestfjörðum Skrifstofa kjördæmissambands Framsóknarmanna á Vestfjöröum, Framsóknarfélags (safjaröar og (sfiröings aö Hafnarstræti 8 á ísafirði verður fyrst um sinn opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 13 til kl. 17. Síminn er 94-3690. Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfiö er í fullum gangi. Opiö hús alla virka daga frá kl. 10.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41590. Framsóknarfélögin í Kópavogi Selfoss - Kosningaskrifstofa Kosningastarfiö í fullum gangi. Opið hús aö Eyravegi 15, alla virka daga kl. 16.00-22.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Sími 22547 og 22955 Allir velkomnir. - Heitt á könnunni. Framsóknarfélag Selfoss REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins aö Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Ráðstefnu um sveitastjórnarmál sem halda átti laugardaginn 28. apríl er aflýst vegna óviöráöanlegra orsaka. Framsóknarflokkurinn Á „Valent'nusar-degi“ (14. febrnar) íklæddist hún rauðu silkihjarta og á því stóð „Vote for me" (Kjósið mlg). Hún fór síöan á hjólaskautum um allan bæinn á „atkvæðaveiðar". - var slagorð Terris Pohrman, bæjarstjóraefnisins í Yountville í Kaliforníu, - og hún hafði vissu- lega farið eftir kjörorðinu, því hún hafði breytt um kyn! Hún var áður hann og hét þá Terry Pohrman. -Breytingin var vissulega til góðs fyrir mig, segir Terri á framboðs- fundum fyrir bæjarstjómarkosn- ingamar. Hún kemur fram í stutt- pilsum og flegnum kjólum og segir við kjósendur: „Eins og þið sjáið, er ég ekki hið dæmigerða borgarstjóraefni, eins og þekkjast í smábæjum hér um slóðir, en ég skal svo sannarlega stjórna vel, ef þið kjósið mig. Ég er öðruvísi, ég er makalaus, ung, framagjöm, „smart“ og hreinskil- in!“ Terri er 38 ára, en íyrir 15 ámm gekkst hún - sem þá var ungur maður - undir kynskipta-aðgerð í San Francisco. Nú er Terri mjög kvenleg og hefúr gaman af að klæðast áberandi fijtum. Hún er um 180 sm á hæð, og „mál hennar em: 44-30-36!“, segir í myndatexta. Hinn 23 ára Terry Pohrman - áður en hann gekkst undir kynskipta- aðgerö- imar. Terri hefur unnið fyrir sér sem skemmtikraftur, einkum sem eftir- herma, en einnig unnið við ferða- mál og sem fommunasali. Nú rekur hún kjólabúð. Terri fór út í pólitík, að hennar sögn, vegna þess að henni fannst bæjarmálin í heimabæ sínum vera vanrækt af stjómendum og að þar ríkti afturhaldssemi og stöðnun. Bærinn Yountville í Kalifomíu er fyrir norðan Vallejo og íbúar í Yo- untville em um 3200. Það er talið, að Terri hafi góðan stuðning frá bæjarbúum, einkum unga fólkinu, og hún vonist til að verða næsti bæjarstjórinn í heimabæ sínum. Póstmeistarinn á staðnum, Patty Dulinsky, sagði við blaðamann, að hún væri viss um, að Terri hefði langmesta sigurmöguleika af fram- bjóðendunum. „Terri er vel gefin, hress og áhugasöm. Allir í bænum þekkja hana - og að góðu einu, en það em kannski einstaka hleypi- dómafullir nöldurseggir, sem ekki geta sætt sig við hana“, bætti póst- meistarinn við. Terri á framboösfundi fyrir bæjarstjómarkosningamar, þar sem áhugasamur fylgjandi fullvissar hana um, að hún fái sitt atkvæði. „Breyting er til hins betra,“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.