Tíminn - 04.05.1990, Page 2

Tíminn - 04.05.1990, Page 2
2 Tíminn Föstudagur 4. maí 1990 Hundmð milljóna tap hjá Framkvæmdasjóði Minnkandi tóbaksreykingar á (slandi.Krabbameinsfélag Reykjavíkur: Viljum reyk- laust milli- landaflug „Fundurinn lýsir yfir eindregnum stuðningi við ráðagerðir um reyklaust millilandaflug og reyklausar sjúkra- stofnanir og hvetur til að öll hótel og veitingastaðir fylgi góðu fordæmi og gefi gestum kost á dvöl í reyklausu um- hverfi.“ Þetta segir í ályktun aðalfúndar Krabbameinsfélags Reykjavíkur en í sömu ályktun er lýst ánægju með að tóbaksneysla og -sala fer nú minnkandi í landinu. Jafnframt eru Alþingi og stjómvöld hvött til að stuðla einarðlega að því að áfram dragi úr tóbaksneyslu. Það skuli gera með hertri löggjöf og fleiri úrræðum sem miði að því að út- rýma reykingum alveg. Krabbamcinsfélag Reykjavíkur lagði á síðasta starfsári sínu sérstaka áherslu á skipulagt tóbaksvamastarf í gmnnskól- um. Auk þess gaf það út tvö ný fræðslu- rit; annað um leghálskrabbamein og hitt um krabbamein hjá bömum. Auk þess vom haldnir fjölmargir fræðslufundir, námsstefnur og námskeið af margvís- legu tagi. Jón Þ. Hallgrímsson var endurkjörinn formaður félagsins. Aðrir í stjóm em Erla Einarsdóttir gjaldkeri, Ólafúr Har- aldsson aðstoðarsparisjóðsstjóri, Páll Gíslason yfirlæknir, Sigríður Lister hjúkmnarforstjóri, Sveinn Magnússon læknir og Þórarinn Sveinsson yfirlækn- ir. Framkvæmdastjóri félagsins er Þor- varður Ömólfsson. Félagsmenn em um 1700. —sá Á næstu dögum verður ársreikningur Framkvæmdasjóðs ís- lands lagður fram. Nú þegar er Ijóst að á síðasta ári var sjóð- urínn rekinn með tapi upp á nokkur hundruð milljónir króna. Tapið er fyrst og fremst komið til vegna afskrífta í ullaríðnaði og fiskeldi. „Það er ljóst að sjóðurinn hefur verið rekinn með miklu tapi á síð- asta ári. Ég get ekki greint frá því hvað tapið er mikið þar sem ekki er búið að ganga frá ársreikningi, en við emm að tala um meira en tugi milljóna króna,“ sagði Þórður Frið- jónsson, stjómarformaður Fram- kvæmdasjóðs, þegar hann var spurður um stöðu sjóðsins. „Þau verkefni sem tengjast ull og laxi hafa verið sjóðnum ákaflega erftð. Ég tel að hlutverki Fram- kvæmdasjóðs í núverandi mynd sé senn lokið. Ég hef áður sagt að það sé réttara og eðlilegra að fjárfest- ingalán séu veitt af stofnunum sem hafa fyrst og ffernst markaðssjónar- mið að leiðarljósi. Fjárfestingalán á ekki að veita frá sjóði sem er alger- lega í ríkiseign og með ríkisábyrgð og þar af leiðandi með mikil áhrif ríkisstjóma á lánveitingar. Ég hef lýst þessari skoðun minni innan stjómkerfisins og á opinber- um vettvangi. Ég tel skynsamlegt að sameina stærstu sjóðina sem em í ríkiseign og breyta starfsfyrir- komulagi þeirra í þá vem að mark- aðssjónarmið ráði ferðinni í lán- veitingum og ríkisafskipti hverfi." Þórður sagðist telja að innan stjómkerfisins sé þetta sjónarmið að verða ráðandi. Hann taldi það aðeins tímaspursmál hvenær ráðist verður í að hrinda hugmyndum í þessa vem í ffamkvæmd. Auk taps vegna Álafoss og ftsk- eldis, tapaði Framkvæmdasjóður fjármunum vegna Hótel Arkar og Regnbogans, en sjóðurinn lánaði fé í hótelið á sínum tíma og eignaðist síðan í kjölfarið kvikmyndahúsið Regnbogann. Þórður sagði að tap sjóðsins vegna þessara viðskipta væri ekki mikið. -EÓ Lyfjamálið í hendur RLR Rannsóknarlögregla rikisins fékk á mánudag sl. í hendur gögn frá ríkis- endurskoðun varðandi fjársvikamál yfirlyfjafræðingsins á Landakoti. Amar Guðmundsson hjá RLR sagði að þeir væra að kynna sér gögnin þessa stundina. Aðspurður hvort einhverjir hefðu verið yfirheyrðir vegna málsins vildi hann ekki segja til um það. Hins veg- ar játti hann því að um viðamikla rannsókn yrði að ræða, en sagðist ekki geta sagt til um hversu langt aft- ur í tímann málið yrði rannsakað, né heldur hversu mikið talið væri að yf- irlyfjafræðingurinn hafi komist yfir með svikunum. Eins og Tíminn greindi frá er talið að maðurinn hafi með svikum sínurn komist yfir talsverða fjármuni og málinu tengjast lyfjainnfiutningsfyr- irtæki og eitt eða fieiri apótek, eða einstakir starfsmenn þeirra. —ABÓ Akureyri Byssumaður í varðhald Siv Fríðleifsdóttir sjúkraþjálfari. Bæjarmálafélag Seltjarnarness N-LISTI Bæjarmálafélag Seltjamamess býð- ur fram fyrir sveitarstjómarkosning- amar 26. maí næstkomandi. Lista- bókstafúr félagsins er N. Að N-listanum standa einstaklingar úr ýmsum stjómmálaflokkum auk óháðra borgara. Félagið hyggst beita sér fyrir aukinni umræðu um málefni Seltjamamess og opnari stjómun bæjarins. Verða sérstakir bæjarmála- fúndir fastur liður í starfsemi þess. Listann skipa eftirtaldir menn: 1. Siv Friðlcifsdóttir sjúkraþjálfari 2. Guðrún K. Þorbcrgsdóttir fram- kvæmdastjóri 3. Katrín Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur 4. Bjöm Hcrmannsson fræðslufulltrúi 5. Svcrrir Ólafsson rafmagnsvcrkfræð- ingur 6. Páll Á. Jónsson yfirtæknifræðingur 7. Anna Kristín Jónsdóttir háskólancmi 8. Hallgrímur Þ. Magnússon læknir 9. Amþór Hclgason dcildarstjóri 10. Eggert Eggcrtsson yfirlyfjaffæðingur 11. Sunneva Hafstcinsdóttir kcnnari 12. Guðmundur Sigurðsson læknir 13. Kristín Halldórsdóttir fyrrvcrandi þingkona 14. Guðmundur Einarsson ffamkvæmda- stjóri Um 65% dósa skila sér í endurvinnslu Talið er að um 65% allra umbúða utan af gosi skili sér til Endur- vinnslunnar hf. Þetta hlutfall hefur heldur farið hækkandi á síðustu mánuðum. Gunnar Bragason, fram- kvæmdastjóri Endurvinnslunnar, telur að Islendingar séu almennt búnir að venja sig á að hirða dósir og skila þeim í endurvinnslu. Nú er tæpt ár síðan Endurvinnslan tók til starfa og hefur verð fyrir not- aðar dósir ekkert hækkað á árinu. Þrátt fyrir þetta virðist svo sem landsmenn séu ekkert að letjast á að skila inn dósum. Gunnar sagði að nú skilaði sér inn meira af dósum en á fyrstu mánuðum Endurvinnslunn- ar. Hann sagðist telja að um 65% allra dósa og flaskna skili sér inn. Gunnar sagði þetta mjög viðunandi árangur. Fyrstu tvö árin sem endur- vinnsla á dósum var starfrækt í Sví- þjóð var hlutfallið þar nálægt 70%. Gunnar sagði að ekki væm uppi nein áform um að hækka skilagjald- ið. Stöðugt fleiri nýta sér rauðu kúl- umar til að losna við dósimar, en kúlumar em á vegum átaksins Þjóðþrifa og fer ágóðinn til Hjálp- arstofnunar kirkjunnar. Nýlega var efnt til átaks í einn dag til að ná inn dósum sem fólk geymir heima. Skátar buðust til að ná í dósimar heim til fólks. Á þessum eina degi söfnuðust í kringum 90 þúsund ein- ingar og um 300 manns hringdu og óskuðu eftir að losna við dósir. Nú em um 50 rauðar kúlur staðsettar víðs vegar í Reykjavík. -EÓ Maðurinn, sem gekk berserksgang með haglabyssu í Gagnfræðaskól- anum á Olafsftrði sl. mánudag, hef- ur nú verið úrskurðaður í mánaðar gæsluvarðhald og gert að sæta geð- rannsókn. Tjónið sem maðurinn olli í skólanum, er metið á liðlega 900 þúsund krónur. Maðurinn gaf þær skýringar á framferði sínu að hann hefði viljað vekja athygli á seinagangi dóms- kerfisins, þvi hann ætti yfir höfði sér kærur sem lengi hefðu þvælst í dómskerfinu. Kjartan Þorkelsson, bæjarfógeti í Ólafsfirði, segir að maðurinn eigi ekki óafplánaða dóma, en hins vegar væm 4 ákæmr vegna ýmiss konar ölvunarbrota til meðferðar. Kjartan sagði að þetta væm ekki gamlar ákæmr, sú elsta væri tæplega ársgömul, en sú yngsta síðan í mars sl. Hins vegar má geta þess að lögreglan hefur þurft að hafa tíð afskipti af mannin- um á undanfomum ámm. hiá-akureyri. Tillaga framsóknarmanna í borgarstjórn um að borgin hlífi umhverfi og varni mengun: Borgin noti óskaðleg efni „Borgarstjóm samþykkir að beina því til forráðamanna fyrirtækja og stofnana Reykjavíkurborgar að stofnanir þeirra noti hér efitir hrein- lætisvörar sem ekki skaði náttúr- una, sé þess nokkur kostur. Fyrsta skrefið verði að allur hreinlætis- pappír, er stofnanir Reykjavíkur- borgar noti, sé enduntnninn, óbleiktur pappír. Endumnninn og óbleiktur pappír verði notaður í sem allra mestum mæli hjá stofnunum borgarinnar, sé þess nokkur kost- ur.“ Þannig hljóðar tillaga sem Hallur Magnússon, varaborgarfúlltrúi Framsóknarflokks, flutti í borgar- stjóm í gær. I greinargerð með til- lögunni segir að sífellt komi í ljós að íslensk náttúra sé ekki eins hrein og óspjölluð og áður var talið. Skylda Reykjavíkurborgar sé að vemda umhverfi, ekki síst með því að nota hreinlætisvörar sem ekki skaði náttúmna, sé þess kostur, og sýna þannig borgarbúum gott for- dæmi. Bleiktur pappír inniheldur ýmis efni sem skaðleg em náttúranni. Því sé skynsamlegt að nota endu- mnninn óbleiktan hreinlætispappír, bæði þess vegna, en ekki síður út frá sjónarmiðum baráttu gegn mengun og ágangs á auðlindir jarð- ar. í greinargerðinni er ennfremur bent á að ýmsar sápur og þvottaefni innihaldi fjölmörg skaðleg efni. Hins vegar séu framleidd á íslandi slík efhi sem brotna niður í náttúr- unni fýrir áhrif örvera og séu því skaðlaus. Slík efni ættu stofnanir borgarinnar skilyrðislaust að nota. —sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.