Tíminn - 15.05.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.05.1990, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 15. 'máí 1990 Tíminn 15 ■i IÞROTTIR NBA-deildin: Lakers á ystu nöf Það lítur ekki vel út fyrir Los Angeles Lakers í viðureign sinni við Phoenix Suns í undanúrslitum vestur-deildar NBA-körfuknatt- leiksins. Lakers tapaði fyrsta leik liðanna eins og kunnugt er á heima- velli, en hefndi síðan ófaranna. Staðan var því 1-1 þegar haldið var til Phoenix. Par léku liðin tvo leiki um helgina og Lakers tapaði báð- um leikjunum! Lakers er því 1-3 undir þegar liðin halda til Los Angeles. Phoenix fær því þrjú tækifæri til að slá Lakers út úr keppninni, en það þætti saga til næsta bæjar. San Antonio Spurs hefur jafnað metin gegn Portland Trail Blazers í 2-2. Spurs vann um helgina 115- 105. í austurdeildinni tapaði Detroit Pistons 103-111 fyrir New York Knicks, en vann síðan fjórða leik liðanna og hefur 3-1 yfir í viður- eigninni. Sama staða er í viðureign Chic- ago Bulls og Philadelphia ’76ers, Chicago í vil. Philadelphia komst á blað með 118-112 sigri um helgina. Michael Jordan hefur skorað yfir 40 stig að meðaltali í leik fyrir Chicago í úrslitakeppninni. BL Torfærukeppni: Árni enn sigursæll Árni Kópsson, á nýjum grind- arbíl, sigraði í flokki sérútbúinna jeppa, í fyrstu torfærukeppni sumarsins sem haldin var við Grindavík um helgina. Árni sýndu að venju góða takta og gladdi þá fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína á keppnina. Úrslit í keppninni urðu þessi: Sérútbúnir jeppar 1. Árni Kópsson 2. Guðbergur Guðbergsson 3. Gunnar Guðmundsson 4. Sturla Jónsson Götubílaflokkur 1. Þórður Gunnarsson 2. Sigurður Ólafsson 3. Steingrímur Thorsteinsson 4. Stefán Gunnarsson Rall: Kom, sá og sigraði Nýjasti bíllinn í rallbílaflotan- um, Metro 6R4 bíll þeirra Ásgeirs Sigurðssonar og Braga Guðmunds- sonar kom sá og sigraði í fyrstu rallkeppni ársins, sem fram fór á Reykjanesi um helgina. Bíllinn er um 300 hestöfl, með drif á öllum hjólum og verður því vandsigraður í sumar. Röð þeirra 6 bíla sem kláruðu keppnina af þeim 17 sem fóru af stað varð þessi: 1. Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson á Metro 6R4. 2. Rúnar Jónsson og Jón Ragnars- son á Ford Escort RS 2000. 3. Páll Harðarson og Witek Bog- danski á Ford Escort RS 2000. 4. Guðmundur Guðmundsson og Elías Jóhannsson á Toyota Cor- olla. 5. Úlfar Eysteinsson og Guð- mundur Gíslason á Camaro. 6. Konráð Valsson og Ásgrímur Jósefsson á Lada 1600. BL Knattspyrna: FH vann ÍA FH-ingar sigruðu í Litlu bikar- keppninni í fyrsta sinn á laugardag- inn. Liðið lagði ÍA að velli í úrslitaleik mótsins 4-3 í framlengd- um leik. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 3-3. Mörk FH gerðu Hörður Magn- ússon, Pálmi Jónsson, Ólafur Kristjánsson og Andri Marteinsson sem skoraði sigurmarkið. Bjarki Pétursson gerði tvö mörk fyrir ÍA og Haraldur Ingólfsson eitt. BL Frjálsar íþróttir: Pétur kastaði 19,81 m Fyrsta stigamót sumarsins í frjáls- um íþróttum, Vormót LIMFA, var haldið á nýja frjálsíþróttavellinum í Mosfellsbæ á laugardag. Alls verða stigamótin 9 talsins, en að þeini loknum verður haldið lokamót sem gildir tvöfalt. Á því móti ráðast úrslit endanlega. Pétur Guðmundsson kúluvarpari náði góðum árangri um helgina, kastaði kúlunni 19,81 m og er kapp- inn farinn að nálgast 20 metrana ískyggilega og þess verður örugglega ekki langt að bíða að hann kasti yfir þá vegalengd. Úrslit í stigagreinum á mótinu urðu þessi, þrír fyrstu: 5000 m hlaup karla: 1. Frímann Hreinsson FH 15:19,3mín. 2. Gunnlaugur Skúlas.UMSS 15:21,Omín. 3. DaníelS. Guðmunds.USAH 15:23.Omín. Hástökk karla: 1. Gunnlaugur Grettisson HSK l,95m 2. Þorsteinn Þórsson UMSS l,90m 3. Sigfús Jónsson UMSS l,80m 1500 m hlaup karla: 1. Guðmundur Skúlason FH 4:07,0 mín. 2. Finnbogi Gylfason FH 4:09,3 mín. 3. Björn Traustason FH 4:16,8 mín. 100 m hlaup karla: 1. Einar Þór Einarsson Á. 10,7 sek. 2. Helgi Sigurðsson UMSS 10,8 sek. 3. Aðalsteinn Bernh. UMSE 10,9 sek. Langstökk karla: 1. Ólafur Guðmundsson HSK 6,97 m. 2. Sigurður Ö. Þorleifss. ÍR 6,62 m. 3. Helgi Sigurðsson UMSS 6,41 m. Kúluvarp karla: 1. Pétur Guðmundsson HSK 19,81 m 2. Andrés Guðmundsson HSK 15,56 m 3. Unnar Garðarsson HSK 14,68 m Bryndís Hólm IR sigraði í langstökki kvenna, stökk 5,48 metra. Einar Þór Einarsson Ármanni kemur í mark sem sigurvegari í 100 m hlaupi karla. Á hæla hans kemur Helgi Sigurðsson UMSS. Tímamvndir Árni Bjarna. 100 m hlaup kvenna: 1. Oddný Arnadóttir ÍR 12,1 sek. 2. Kristín Á. Alfreðsd. ÍR 12,5 sek. 3. Þóra Einarsdóttir UMSE 12,6 sek. 800 m hlaup kvenna: 1. Fríða Rún Þórðard. UMFA 2:18,6mín. 2. Margrét Brynjólfs. UMSB 2:23,Omín. 3. Hulda Pálsdóttir ÍR 2:24,4mín. 3000 m hlaup kvenna: 1. Martha Ernstdóttir ÍR 9:49,Omín. 2. Bryndís Ernstdóttir ÍR 10:56,4mín. 3. Þorbjörg Jensdóttir ÍR 11:09,Omín. Langstökk kvenna: 1. Bryndís Hólm ÍR 5,48 m 2. Birgitta Guðjónsd. UMSE 5,38 m 3. Björg Össurardóttir FH 5,32 m Þá var keppt í kúluvarpi kvenna, en sú grein var ekki stigamótsgrein, úrslit urðu þessi: 1. Birgitta Guðjónsd. UMSE 11,37 m 2. Þuríður Þorsteinsd. UMSS ll,00m 3. Halla Heimisdóttir Á. 10,42 m Einnig var keppt í nokkrum grein- um unglinga 13-14 ára. úrslit urðu þessi: 100 m hlaup telpna: 1. Sunna Gestsdóttir USAH 12,7 sek. 2. Kristín R. Kristins. UMFA 14,3 sek. 3. Hildur Jónsdóttir UMFK 14,8 sek. 100 m hlaup pilta: 1. Jónas Jónasson ÍR 12,4 sek. 2. Ólafur Traustason FH 12,5 sek. 3. Jóhann Hannessor. ÍR 13,3 sek. Langstökk pilta: 1. Jónas Jónasson ÍR 4,80 m 2. Jóhann Hannesson ÍR 4,69 m 3. Eiríkur Þórðarson UMFA 3,76 m Langstökk telpna: 1. Sunna Geirsdóttir USAH 4,80 m 2. Dagný Geirdal UMFK 3,79 m 3. Hildur Jónsdóttir 3,71 m Meðvindur var of mikill í hlaupa- greinum til þess að árangur væri löglegur. Næsta stigamót verður á fimmtu- daginn kemur en það er Vormót ÍR. Þar verður keppt í 100 m, 800 m, og 3000 m hlaupi karla, stangarstökki, langstökki, 110 m grindarhlaupi og 4x100 m boðhlaupi karla. 800 m hlaupið og stangarstökkið eru ekki stigamótsgreinar. Konurnar keppa í 100 m, 400 m og 1500 m hlaupi, hástökki, kringlukasti, spjótkasti, 100 m grindarhlaupi og 4x100 boð- hlaupi. 400 m og 1500 m hlaup eru ekki stigamótsgreinar. BL Júdó: Bjarni í 7. sæti Bjarni Friðriksson júdókappi varð í 7. sæti í -95 kg flokki á Evrópumeistaramótinu í júdó í V-Þýskalandi um helgina. Bjarni keppti einnig í opnum flokk og varð þar einnig í 7. sæti. í þyngdarflokknum tapaði Bjarni fyrir V-Þjóðverjanum Marc Meil- ing í fjórðungsúrslitum. Sigurður Bergmann komst einn- ig í fjórðungsúrslit í +95 kg flokk. Þar tapaði hann fyrir Belganum Harry van Barneveld. Halldór Hafsteinsson tók einnig þátt í mótinu, en tapaði í fyrstu umferð. Ásgeir leggur skóna á hilluna Ásgeir Sigurvinsson lék sinn síð- asta knattspyrnuleik sem atvinnu- maður á laugardaginn er Stuttgart gerði jafntefli við Homburg 2-2. Ásgeir er samningsbundinn Stuttgart til 1993 og mun áfram verða í herbúðum liðsins, en utan vallar. BL Óeirðir í Júgóslavíu Miklar óeirðir urðu um helgina í Zagreb í Júgóslavíu á og eftir leik Dinamo Zabreg og Rauðu stjörn- unnar frá Belgrad í 1. deildinni í knattspyrnu. Tugir manna voru fluttir mis mikið slasaðir á sjúkra- hús, þar af margir laganna verðir. Þær raddir hafa heyrst í Júgó- slavíu að þarlendum liðum verði bannað að taka þátt í Evrópu- mótunum í knattspyrnu. Uruguaymenn hafa hætt við vin- áttuleik gegn Júgóslövum, en leikurinn átti að fara fram 30. maí í Zagreb. HM í knattspyrnu: (tölum spáð sigri ltalska íþróttatímaritið Guerin Sportivo birti í gær niðurstöður úr skoðanakönnun sem blaðið lét gera um helstu niðurstöður HM í knattspyrnu sem hefst á Ítalíu 8. júní. Blaðið spurði knattspyrnuskríb- enta í 104 löndum spjörunum úrog helstu niðurstöður voru að Italir eru álitnir líklegastir til sigurs og næstir koma Brasilíumenn og Hol- lcndingar. Marco van Basten var talinn líklegastur til þess að verða markakóngur keppninnar og lið Kamerún var talið vera það lið sem helst gæti komið á óvart í keppn- inni. Heimsmeistarar Argentínu komu heldur illa út úr könnuninni og Diego Maradona var ekki álit- inn líklegur markakóngur. Blak: Hollendingar sigruðu Holland sigraði í undankeppni heimsmeistaramótsins í blaki kvenna sem lauk á Spáni um helg- ina. Hollenska liðið ásamt landslið- um Vestur-Þýskalands og Banda- ríkjanna öðluðust rétt til þátttöku í úrslitakeppni HM sem fram fer í Kína í ágúst í sumar. Úrslit: Vestur Þýskaland-Bandaríkin 3-2 Holland-Frakkland 3-1 Júgóslavía-Pólland 3-1 Röð þjóðanna varð þessi: 1. Holland 2. Vestur-Þýskaland 3. Bandaríkin 4. Júgóslavía 5. Pólland 6. Frakkland BL í kvöld: Fram og KA mætast í kvöld kl. 20.00 mætast íslands- meistarar KA og bikarmeistarar Fram í Meistarakeppni KSÍ. Leikurinn fer fram á gervigrasvell- inum í Laugardal. Fram hefur oftast sigrað í keppn- inni, 6 sinnum frá því fyrst var leikið um „Sigurðarbikarinn" 1969. Bikarinn er nefndur eftir .Sigurði Halldórssyni forystumanni úr KR. KA leikur í fyrsta sinn í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.