Tíminn - 23.05.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.05.1990, Blaðsíða 3
Miövikudagur 23. maí 1990 Tíminn 3 Frá aðalfundi SÍF í gær, Dagbjartur Einarsson er í ræðustól. Tímamynd: Ami Bjama 57. aðalfundur Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda: Félagsmenn vilja halda sérleyfi SÍF óbreyttu Á aðalfundi Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, sem hófst í gær, samþykkti meirihluti félagsmanna ályktun þess efnis að skora á stjómvöld að breyta í engu núverandi fyrirkomulagi á salt- fisksölumálum íslendinga á meðan ekki liggur fýrir niðurstaða í fýr- irhuguðum samningaviðræðum við Evrópubandalagið um við- skipti með sjávarafurðir. Þessi niðurstaða bendir ótvírætt til þess að félagsmenn vilja halda óbreyttu sérieyfi SÍF á sölu saltfisks. Tillagan kemur í framhaldi þess að á undanfömum vikum hefiir mikið verið rætt um fyrirkomulag saltfisk- sölumála. I ræðu formanns stjómar SIF, Dagbjarts Einarssonar, kom fram að umræðan hafi fyrst og ífemst snúist um hvort leyfa eigi fleirum en SÍF að flytja út saltfisk frá íslandi. Inn í þá umræðu hafa blandast viðhorf manna til þess hvort leyfa eigi að flytja út ferskan, flattan fisk sem hráefhi fyrir erlenda saltfiskvinnslu. Dagbjartur sagði að hugmyndir utanríkisráðherra, er virtust studdar af viðskiptaráðherra, um að svipta SÍF því sérleyfi sem það hefur haft í nær 60 ár væri vanhugsuð aðgerð, sem byggist fyrst og ffemst á þekkingarleysi viðkomandi aðila er hvorki hafi kynnt sér söguna né eðli saltfiskmarkaðanna í dag. Sagði Dag- bjartur það að gefa útflutning á salt- fiski fijálsan og rýra með því stöðu SIF, væri fyrst og ffemst í þágu hinna erlendu kaupenda, sem ættu þá ósk heitasta að SÍF legðist af, glundroði myndaðist í saltfisksölumálum ís- lendinga og undirboð hæfust á sama hátt og skreiðarffamleiðendur hafa mátt búa við undanfarin ár. Hann sagði að sá ágreiningur sem uppi hafi verið varðandi útflutning á flöttum, ferskum fiski og um það hvort veita eigi öðrum en SÍF útflutn- ingsleyfi á saltfiski, ekki vera sprott- inn upp á meðal saltfiskffamleiðenda. „Hann á upptök sín erlendis, á meðal saltfiskkaupenda og fiskvinnslu- manna en því miður hefur tekist að reka fleyg í samstarf okkar við þá síð- amefndu með dyggilegri aðstoð nokkurra heildsala í Reykjavík,“ sagði Dagbjartur. Hann sagði það vera staðfasta trú stjómar SÍF og flestra ffamleiðenda að þessi útflutningur á flöttum, ferskum fiski væri óheilla- vænleg þróun. Taldi hann þrennt koma þar einkum til, er mælti gegn út- flutningnum. í fyrsta lagi væri útflutn- ingurinn rangur gæðalega séð, í öðm lagi þá væri með útflutningnum verið að flytja vinnu úr landi og í þriðja lagi væri verið að útvega samkeppnisaðil- um hráetni sem þeir vinna í saltfisk, styrktir á ýmsan hátt og selja sem ís- lenskan saltfisk í samkeppni við ís- lenska ffamleiðendur. Þá var í gær einnig samþykkt tillaga stjómar um að fela stjóm SIF að vinna að endurskoðun á félagsformi og stefhu sölusamtakanna með það að markmiði að efla stöðu SÍF enn ffek- ar, til undirbúnings aukinni sam- keppni að loknum samningum við Evrópubandalagið. Þessari endur- skoðun á að vera lokið í haust og hafa verið kynnt félagsmönnum ekki síðar en 15. október nk. með það í huga að hugsanlegar breytingar taki gildi 1. janúar 1991. Dagbjartur kom inn á í ræðu sinni þær hugmyndir sem aðilar innan sjáv- arútvegs hafa verið að ræða um; sam- runa hinna Jwiggja stóru sölusamtaka, þ.e. SH, SIS og SÍF, en sagðist ekki ætla að taka afstöðu til þeirra hug- mynda á aðalfundinum. Hann benti á að sölusamtökin þijú þjóni sömu ffamleiðendum, þó SÍF hefði nokkra sérstöðu. Samstarfið milli þessara samtaka hafi alltaf verið traust og sagði hann annað óhugsandi, en það samstarf héldi áffam. Dagbjartur sagðist vel geta séð fyrir sér samvinnu eða jafhvel sameiginlegar söluskrif- stofur innan EB, eða jafnvel að stofh- sett yrði fyrirtæki á erlendri grund sem hefði íslenskar sjávarafurðir á boðstólum. Stjómarformaðurinn ræddi því næst spuminguna um hvað væri ffamundan og hvaða kosti SÍF hefði, þar sem nú lægi i loftinu yfirlýsing utanrikisráð- herra um að útflutningsleyfi á saltfiski verði gefin öðrum aðilum en SÍF. „Þótt ráðherra muni setja einhveijar takmarkanir og skilyrði á þann út- flutning vitum við vel að það yrðu bókstafir einir - reyndin yrði sú að þar með væri búið að gefa útflutning á saltfiski fijálsan og það sem öllu verra er, að útflutningur á flöttum, ferskum fiski er einnig fijáls og óhindraður í reynd," sagði Dagbjartur. Hann tiltók fjóra kosti sem stjóm SÍF hefur rætt undanfamar vikur og mán- uði. í fyrsta lagi að halda óbreyttu ástandi og gera ekki neitt, sem þýddi að SIF héldi áffam í óbreyttu félags- formi og félagar í SÍF gætu einnig flutt út ferskan, flattan fisk og jaínvel hluta af sínum saltfiski með öðmm út- flytjendum. Hlutverk SÍF, hvað hags- munagæslu varðar, héldist óbreytt. Annar kostur væri að loka SIF og gera það upp, þannig að ffamleiðendur geti þá farið hver sína leið. Þeir sem vilji vinna saman gætu stofhað nýtt út- flutningsfyrirtæki eða leitað á náðir heildsalanna í Reykjavík, eins og Dagbjartur komst að orði. Þar með flyttist hagsmunagæslan yfir á önnur samtök. Þriðji kosturinn væri að halda óbreyttu félagsformi, en hreinsa til innan samtakanna. Þ.e. þeir sem seldu ffam hjá SÍF, hvort sem um væri að ræða flattan, ferskan fisk eða saltfisk, fengju ekki þjónustu af hálfu SIF, m.ö.o. reknir úr samtökunum. Eftir stæði fámennara en ef til vill samhent- ari samtök. Fjórði kosturinn sem Dag- bjartur nefndi var að breyta SIF í hlutafélag. Hlutafélagið væri þá rekið í samstarfi við SH og Sjávarafurða- deild Sambandsins, líkt og SÍF hefur gert ffam til þessa. Skuldbindingar samtakanna yrðu gerðar upp og það sem eftir stæði í séreignarsjóðum fé- lagsmanna yrði breytt í hlutafjáreign viðkomandi aðila og ef einhveijir vildu ekki eiga hlutabréf í þessu nýja hlutafélagi, gætu þeir selt bréf sín. —ABÓ BÆNDUR: Nú eru síðustu forvöð á að staðfesta pantanir f NEW HOLLAND bindivélar og rúllubindivélar á tilboðsverði. Tilboðsverð Rétt verð NEW HOLLAND 570 heybindivél kr. 600,000 kr. 69^000 NEW HOLLAND 575 heybindivél kr. 640,000 kr. 74^,000 NEW HOLLAND 841 rúllubindivél kr. 740,000 kr. 86/1,000 iMÉkfcfi*m iv* iitm \ m *; Frestur til að staðfesta pantanir á þessu hagstæða tilboðsverði rennur út 31. maí.k. Vinsamlegast staðfestið pantanir hið fyrsta þar sem um takmarkað magn véla er að ræða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.