Tíminn - 02.06.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.06.1990, Blaðsíða 2
12 HELGIN Laugardagur 2. júní 1990 rkvrvi\Uð i Mnr REYKJAVÍK Þökkum stuðninginn í kosningunum. Fulltrúaráö Framsóknarfélaganna í Reykjavík þakkar Reykvíkingum stuðninginn í kosningunum 26. maí sl. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim fjölda, sem lagði á sig mikla vinnu við að tryggja kjör fulltrúa Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Fulltrúaráðið. Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Framsóknarflokksins að Nóatúni 21 verða lokaðar frá og með 2. júní 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks. Framsóknarflokkurinn. Kópavogur - Hluthafafundur Hluthafafundur verður haldinn í Framnesi hf. miðvikudaginn 6. júní nk. á Hamraborg 5, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Húsnæðismál. 2. Hlutafjáraukning. önnur mál. Stjórnin. Landsstjórn og framkvæmdastjórn L.F.K. Sameiginlegur fundur verður haldinn mánudaginn 11. júní kl. 18.00. Umræðuefnið er: Úrslit sveitarstjórnarkosninganna og verkefni næstu mánaða. Stjórn L.F.K. ........ 'M Útboð Landvegur um Laugaland og Marteinstungu Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint • verk. Lengd kafla 2,0 km, fylling 11.000 rúmmetr- ar, burðarlag 3.000 rúmmetrarog grjótnám 12.000 rúmmetrar. Verki skal lokið 1. nóvember 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) fráog með 5. júní nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 11. júní 1990. Vegamálastjóri. ''/V/a v V Útboð Norðausturvegur á Sandvíkurheiði Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd kafla 2,5 km, fylling 31.000 rúmmetr- ar, skering 14.000 rúmmetrarog neðra burðarlag 12.000 rúmmetrar. Verki skal lokið 1. október 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 6. júní nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 18. júní 1990. Vegamálastjóri. Hverjum Q bjargar það ^ næst. vertu í takt við Timann AUGLÝSINGAR 686300 RÁÐHERRA Á SELSKINNSBI Ekki tókst þeim þó að ná neinu að ráði upp úr Bimi Jónssyni við móttökuna í skipinu, en næstu daga, sérstaklega eft- ir að konungur hafði skipað hann ráð- herra, virtist hann jafnan vera mjög fús á að láta ljós sitt skína í blaðaviðtölum. Þegar þau svo birtust smám saman næstu viku urðu þau tilefni maighátt- aðra deilna og fordæminga. Síðar þótt- ist Bjöm ekki hafa mælt þau orð sem fram komu í blöðunum og hélt þvf fram að dönsku blaðamennimir hefðu skipu- lega verið að reyna að eyðileggja mann- orð sitt. En varla hafa orð Bjöms fallið mjög langt frá þvi sem þar birtist. I þeim öllum lagði hann höfuðáhersluna á það að reyna að bera af sér Danahat- araorð það sem af honum fór í Dan- mörku. Nú lét hann í ljós aðdáun á danskri menningu og ósk um vinsam- legt samstarf við Dani. Hann minntist á það að fjölskylda sín væri tengd inn í danskar ættir, enda væm engar konur jafh ástúðlegar og danskar konur. Einna verst þóttu ummæli hans í við- tali við Politiken, þar sem hann ber af sér að hafa skrifað Danahatursgreinar þær sem birtust í Isafold í kosningabar- áttunni 1908. Kvaðst Bjöm hafa verið fjarverandi þegar þær greinar birtust og hefði ungur æsingaseggur (hann átti þar við félaga sinn Guðmund Kamban) fyr- ir mistök komið þeim inn i blaðið. I þessum ummælum fannst mönnum hann leggjast hvað lægst og vissu menn ekki betur en að þetta væm hrein ósann- indi: Bjöm hafði sjálfur verið manna harðskeyttastur í Danahatursáróðri. Um þessa framkomu hans orti danskt skop- blað: Paa Island den röde Fane han hejser og raser og sprutler vœrre end Gejser. Til Kamp er han klar og Stridens Handske han kaster í Synet paa alle danske. Herovre glemmer Bjöm Jonsson det hele de danske erjo yderstjidele. Ved vores Elskvœrdighed maa han gi sig og æde alle Grovheder i sig. En pólitiskt séð vom óheppilegustu yfirlýsingar Bjöms þær að íslendingar óskuðu ekki að stofha óháð ríki, þeir gætu einskis óskað sér betra en að halda sambandi við Danmörku. Island væri eins og hjáleiga við hliðina á höfuðból- inu, Danmörku. Af þessum og þvílíkum orðum var ekki hægt að sjá annað en að Bjöm Jónsson hefði étið ofan í sig allan sjálf- stæðisrosta sinn. Fóm dönsk blöð háðu- legum orðum um hann i ritstjómar- greinum sínum — hann léki hetju uppi á íslandi, en úti í Kaupmannahöfn breyttist hann í skriðdýr og raggeit. Og andstöðublöðin heima á Islandi vora ekki sein á sér að hefja árásir á hann fyr- ir alla hans ftammistöðu. Þeir kölluðu þetta „skriðdýrsferðina". Bjöm hafði skriðið upp í ráðherrastólinn. Og reiðastir allra urðu samflokksmenn hans í gamla Landvamarhópnum, sem ofstækisfyllstir vora í Danahatrinu. Þeir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið, þeg- ar hann afheitaði skyndilega með öllu sameiginlegri stefnu í stjómarskrármál- inu og að beita sér fyrir sldlnaði rikj- anna og koma á konungssambandi. Þetta kallaði Bjöm nú „fjarstæðu og höfuðhleypingshátt". Að auki vora þessar kröfur hið eina sem hinn sundur- leiti Sálfstæðisflokkur hafði getað sam- einast um. Því lakari þótti frammistaða Bjöms er útilokað var að konungur gæti útnefht annan en hann sem ráðherra og því óþarfi að beygja sig í duftið fyrir Dön- um. „Loksins varð hann skriðbjörn...“ Þeir forsetar Alþingis gengu á fhnd Friðriks konungs á Amalienboig skömmu eftir komuna til Hafiiar. Hafði Bjöm orð fyrir þeim og ræddi við kon- ung um marktnið fararinnar, en hinir hlýddu á. En því næst bað Bjöm um að mega segja nokkur persónuleg orð við konung. Fór Bjöm að tjá sig um að hon- um hefði aldrei verið illa við Dani, hefði miklu fremur elskað þá og til að sanna þetta gat hann þess að svilkona sín væri dönsk og sömuleiðis tengda- dóttir sín (Geoigía, kona Sveins Bjöms- sonar, síðar fyrsta forseta íslands). Enn- fremur minnti hann á það að danskur læknir hefði bjaigað lífi sínu með upp- skurði árið 1903 og að Emil Nielsen skipstjóri hefði einnig bjaigað lífi sínu í skipsstrandi við Færeyjar 1904. Kon- ungur hlustaði rólega á þetta en þó með nokkrum undrunarsvip. Ekki svaraði hann neinu þessum ummælum Bjöms, og þar með var áheyminni lokið. Þær urðu endalyktir ferðarinnar að konungur skipaði Bjöm ráðherra þann 31. mars 1909. Það var á öskudag og festist fýrir bragðið við hann nafhið „öskudags-ráðherra“. En fýrsta stjóm- arráðstöfun Bjöms var sú að hann setti vin sinn, Indriða Einarsson, skrifstofh- stjóra í fjármálaskrifstofu stjómarráðs- ins. Bjöm Jónsson. Er ráðherradóm- urínn féll honum í skaut var hann orðinn of farínn að heilsu til þess að valda honum að fullu. Um þessa for hefur Hannes Þorsteins- son sagt í minningum sínum: ,3jöm var auðsjánlega þá orðinn veiklaður maðui á sál og líkama og þoldi ekki þann spenning sem því fýlgdi fýrst að ná embættinu og síðan að gegna því. Varð þetta sérstaklega augljóst fýrst eft- ir skipunina, því að þá gekk karl stund- um í einskonar leiðslu, eins og hann vissi hvorki í þennan heim né annan og gæti engu sinnt, en annað veifið var hann allur á ferð og flugi, eins og hann væri ör af víni með miklum orðaflaum. Var auðsætt að taugar hans vora mjög teknar að bila.“ Þessi Kaupmannahafnarfor var lengi alræmd og landar Bjöms ortu fjölda níðvísna um hann, þar á meðal þessa: Osjálfráður iðbjöm, andatrúar miðbjöm, fagurgala friðbjöm, fleðulyndur kviðbjöm. Lengi var hann biðbjöm, bœna ogsálma kliðbjöm, Landvamar liðbjöm loksins varð hann skriðbjöm. Tekið við rýru búi Með ráðherradómnum varð Bimi það nú ljóst að engum árangri yrði náð með þjóðrembingnum, sem Islendingar höfðu æst sig upp í í hita kosningabar- dagans. Það var tómt mál að krefjast óskoraðs sjálfstæðis og einfalds kon- ungssambands. Og ástandið í fjármál- um landsins eftir fimm ára stjóm Hann- esar Hafstein var heldur ekki slíkt að íslendingum færist að gera sig breiða gagnvart Dönum. Einnar milljón króna óreiðuskuld vofði yfir höfði þjóðarinn- ar við ríkissjóð Dana. I augum síðari tíma manna þarf breytt stefha Bjöms Jónssonar þannig ekki að vera undran- ar- eða ámælisefhi. Aðstaðan var svo erfið að nauðsynlegt var fýrir Islend- inga að eiga gott samstarf við Dani og helst að njóta þar velvildar á sem flest- um stöðum. En enginn var ver til þess fallinn að vinna þá góðvild að nýju en Bjöm Jónsson. En honum var vel fagnað við heim- komuna og Einar Hjörleifsson, nýr rit- stjóri ísafoldar, skrifaði yfir alla forsíð- una fagnaðargrein sem hann kallaði „Nýi ráðgjafinn“. Þar sagðihann m.a.: „Vafalaust er það í augum maigra manna líkt einhveiju ævintýri að Bjöm Jónsson skuli vera orðinn ráðgjafi. Það er ævintýrið um karlmennskuna, sann- leiksástina, einurðina og drengskapinn, sem vinna sigur. Gott er þegar þau æv- intýri gerast með þjóð vorri.“ En auk fjárhagsvoðans biðu hans fleiri örðugleikar. Skúli Thoroddsen hataðist við hann og beið færis að hefha sín á honum og Landvamarmennimir voru honum sárreiðir. Þingstyrkurinn var óöraggur og hver höndin uppi á móti annarri. Alla samheldni skorti til að ftamkvæma einhveijar þjóðfélagslegar byltingar. „Bannlagapabbi“ Bjöm var mikill bindismaður og stúkumaður og í kosningunum um Uppkastið 1908 hafði hann gengist fýr- ir því að jafhframt fór fram atkvæða- greiðsla um aðflutningsbann á áfengi. Það náði samþykki meirihluta kjós- enda. Lög hér að lútandi vora samþykkt á þingi i ársbyijun 1909. Deildu maigir hart á þessi lög, þ.á m. Hannes Hafstein, sem kvað þau leiða til smyglfaigans og siðferðisupplausnar. Danskir vínkaup- menn báru sig illa og meira að segja sendiherra Frakka í Höfh, sem var hinn reiðasti og kvartaði við dönsku stjóm- ina. En sumarið 1909, þegar Bjöm sigldi á fhnd konungs með lög Alþingis til stðafestingar, bar ekki á neinni mót- spymu hjá Friðriki konungi. Hann und- initaði lögin viðstöðulaust og brosti tví- ræðu brosi, um leið og hann setti sitt konunglega nafh undir. Varð Bjöm átrúnaðargoð templara af þessu fram- taki. Þó var gert grín að því að Isafold birti áfram auglýsingar fra helsta brenni- vínssala bæjarins, Benedikt Þórarins- syni, þar sem gleði áfengisins var lof- sungin, og sagt að þetta blað Bjöms mundi hagnast ekki svo lítið á brenni- vínspeningunum. Og nokkra eftir að hann flutti í ráð- herrabústaðinn við Tjamargötuna gerð- ist óhapp sem mikið umtal varð um, sérstaklega í herbúðum andstæðing- anna. Ráðherra hafði boðið allmörgum kunningjum sínum til vinafagnaðar í bústaðnum og sátu þeir þar yfir svoköll- uðu óáfengu vini, sem keypt hafði ver- ið í búð nokkurri í bænum, en af slíkum vínum, sem templarar máttu drekka, þurfti ekki að greiða neitt aðflutnings- gjald. En nú gerðist það einkennilega, svo notuð séu orð bannfjendanna, þar sem menn sátu yfir þessari mungát, „að áhrifin vora i fýrstu þægileg, síðan urðu menn hreifir, kenndir og að lokum drukknir." Þetta var ljóta óhappið. Sagan var fljót að berast út og andstæðingar Góð- templara gerðu sér góðan mat úr „fýllir- íinu hjá bannlagapabba“, eins og þeir orðuðu það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.