Tíminn - 13.06.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.06.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn------- FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Mikael Gorbat- sjov lagði til að sameinað Þýskaland yrði bæði aðili að Nató og Varsjárbandalaginu en þeirri hugmynd var um- svifalaust hafnað af leiðtog- um vesturlanda. Helmut Kohl kanslari V-Þýskalands sagði að tilboðið væri óað- gengilegt en í Brussel sögðu embættismenn NATO að til- lagan yrði skoðuð en hún væri ekki álitleg. MOSKVA - Forsetar Eystrasaltslandanna þriggja fóru til Kremlar í von um að lausn finndist í þráskákinni við Gorbatsjov um sjálfstæði landanna. GALVESTON, Texas - Norskt olíuskip sem er með 150 milljón lítra af olíu innan- borðs stendur í Ijósum log- um. Strandgæslan sagði að eldurinn virtist vera að minnka og að hættan á að skipiö sykki færi minnkandi. PRAG - Borgaravettvangur sem er sigurvegari kosning- anna í Tékkóslóvakíu ákvað að biðja núverandi forsætis- ráðherra landsins, Marian Calfa, um að mynda nýja stjórn. Calfa er fyrrverandi kommúnisti. GAZA - (sraelskur hermað- ur fleygði táragassprengju inn ( þéttsetna biðstofu mæðrahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 66 palestínsk börn, flest ungabörn, særð- ust. GENF - Sovéskir og bandarískir fulltrúar hófu aft- ur samningaviðræður um fækkun langdrægra kjarn- orkuvopna. Þeir hafa fengið ný fyrirmæli frá forsetum landanna um að flýta vinnu sinni. GENF - Sameinuðu þjóð- irnar reyna nú af auknum krafti að fá þjóðir heims til að hætta framleiðslu efna- vopna. RÓM - (talir hafa hætt við að halda heimssýninguna Expo 2000 I Feneyjum vegna ákafra alþjóðlegra mótmæla um að Feneyjar þoli ekki aukinn fjölda ferða- manna. A-BERLÍN - Stærsti stjórn- arflokkur A-Þýskalands sagði að landið ætti að lýsa yfir sameiningu við V- Þýskaland innan nokkurra mánaða og að halda ætti sameiginlegar kosningar I landinu öllu í desember 1990. Miðvikudagur 13. iúní 1990 Alllrfylgjast nú með Borís Jeltsin. Yfirgnæfandi meirihluti rússneskra þingmanna studdi tillöguna: RÚSSLAND ORÐIÐ SJÁLFSTÆTT RÍKI Rússland, langstærsta lýðveldi Sov- étríkjanna, lýsti í gær yfir því að það væri sjálfstætt ríki. Þetta er enn ein ögrunin við stjóm Mikaels Gorbat- sjovs forseta Sovétríkjanna. Sovéska fréttastofan Tass sagði að yfirlýsing- in hefði v.irið samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða 907 at- kvæðum gegn 13 en níu þingmenn sátu hjá. Þingið lýsti því yfir að Rúss- land væri fullvalda ríki og að lög þess giltu ofar sovéskum lögum um allt land en Rússneska lýðveldið nær yfir alla Síberíu. Áður var búist við að þingið myndi samþykkja þessa yfirlýsingu sem kemur í kjölfar yfirlýsingar á fostu- dag þar sem sagði að rússnesk lög væru æðri en sovéska stjómarskráin. Hins vegar kom á óvart hve mikið fylgi sjálfstæðisyfirlýsingin hlaut og er það mikill sigur fyrir Boris Jelstsin forseta Rússlands sem barist hefúr hart gegn umbótatillögum Gorbat- sjovs. Að sögn Tass segir í sjálfstæðisyfir- lýsingunni að Rússar áskilji sér rétt til að segja sig úr Sovétríkjunum eftir þeim leiðum sem sovésk lög gera ráð fyrir. Jeltsin sagði í síðustu viku að Rússar hefðu þó ekki áhuga í bili á að nýta sér þennan rétt. Markaðsverð í Póllandi: Næturgisting kostar meir en mánaðarlaun Pólverjar sem vilja gista á góðu hót- eli munu brátt verða að borga meira en mánaðarlaun fyrir eina nótt. Fjár- málaráðuneyti landsins hefur skipað hótelum að hætta að láta Pólverja borga aðeins einn tíunda hluta þess sem útlendingar greiða fyrir svefn- aðstöðu sína. Þetta segir í frétt Sam- stöðublaðsins „Gazeta Wyborcza" í gær. Tvöfalt herbergi í Fomm sem er eitt besta hótel Warsjár kostar Pól- verja 120.000 zloti en útlendingur hefur þurft að greiða 1.059.000 zloti. Meðal mánaðarlaun í Póllandi vom í maí 878.000 zloti sem em um 5500 krónur. Frá og með 1 .júlí munu Pól- verjar verða að greiða átta sinnum meira en þcir em vanir að sögn Wi- eslaw Wilk framkvæmdastjóra For- um því að „við höfum ekki efni á að lækka verðið til útlendinga". Ríkisstjóm Samstöðu hefur reynt að fastsetja verð á gjaldmiðli lands- ins en tvöfalt verð á gistingu em leifar frá þeim tíma þegar reynt var að fela það hve gjaldmiðillinn var í raun verðlítill. Að sögn ríkistjómar- innar er tvöfalt verð á gistingu ekki samrýmanlegt markmiðum stjómar- innar. GLEDIK0NUR ST0DVA MÓTMÆLIGEGN BNA Konur á Filipseyjum, sem hafa at- vinnu af að skemmta bandarískum hermönnum, ráku á þriðjudag í burtu kröfugöngu sem mótmælti bandarískum herstöðvum á Filips- eyjum. Um átta hundmð herskáir námsmenn og verkamenn ætluðu í gær að safnast saman utan við „Clark- herflugvöllinn“ sem er skammt fyrir norðan Manillu. Hundrað konur í gallabuxum og stuttermabolum sem vinna á bör- um í nágrenninu höfðu líka safnast saman og veifúðu þær skiltum sem á stóð „Dollarar gera ökkur gott“. Þær stöðvuðu mótmælagönguna sem snéri frá og var flutt á torg í nágrenninu þar sem krafist var þess að herstöðvar Bandaríkjanna yrðu lagðar niður. Tugir þúsunda vændiskvenna, ncktardansmeyja og þjónustu- stúlkna á Filipseyjum hafa lífsvið- urfæri sitt af bandaríska hemum. Myntbandalag EBE: Ekki allir med við samrunann Forseti þýska seðlabankans, Karl Otto Poel, sagði á mánudag að nokkur lönd í Efnahagsbandalagi Evrópu gætu komuð sér upp sam- eiginlegum gjaldmiðli á undan öðr- um. Þau ríki sem yrðu eftir gætu slegist í hópinn síðar. Löndin sem Poel sagðist hafa í huga era Frakk- land, V-Þýskaland og BENELUX löndin en þau em Belgía, Holland og Lúxemborg. „Þessi lönd hafa þegar náð miklu samræmi í fjár- mála- og efnahagsstjóm sinni" sagði Poel. Eitt af því sem hann sagði að væri skilyrði fyrir sameiginlegum gjaldmiðli er að verðbólga sé á svip- uðu stigi í þeim löndum sem ætla að nota sömu mynt. Poel sagði að í of- annefndum löndum væri það raunin en i EBE í heild hefði verðbólgu- munurinn ekki minnkað síðustu tvö árin. Poel sagði að þetta væm einka- skoðanir hans sjálfs en fréttamaður Reuters, Greg McCune, sagði að margir sérfræðingar annarra seðla- banka væm á sömu skoðun. Sú hugmynd að riki Efnahags- bandalagsins taki ekki samtímis upp sameiginlegan gjaldmiðil er líkleg til að mæta andstöðu þeirra sem ótt- ast að Bretland og fátækari ríkin í EBE verði skilin útundan. Verð á olíu áfram lágt: Ritari OPEC segir aö olíuverð hækki Ritari olíusöluríkjanna OPEC, Su- broto, sagði í gær að verð á olíu myndi ekki verða lægra og að OPEC- löndin myndu ekki halda neyðarfund til að reyna að draga úr frekari lækk- un. „Við höldum að verð fyrir tunnu verði ekki lægra en 14.24 dollarar" sagði hann en það er nú meðalverðið á tunnu af olíu frá OPEC löndunum. Hins vegar hafa OPEC- löndin áður stefnt að því að verðið væri 18 dollar- ar á þessu ári. Verð á olíu frá Dubai féll um einn dollara í síðustu viku niður í 13.2 sem er svipað verð og nú fæst á olíumörkuðum í austurlöndum fjær. Subroto sagði að OPEC-ríkin myndu draga úr framleiðslu sinni þegar líða tæki á árið og þá myndi verð hækka. Hann vonaðist til að eft- irspum eftir olíu í heiminum myndi aukast á næstu ámm þegar ríki A- Evrópu tækju upp vestrænt hagkerfi en hann átti ekki von á því strax. Á næsta ári sagði hann að ekki væri von á nema um 1.5 til 1.7% aukningu í ol- íunotkun í heiminum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.