Tíminn - 13.06.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.06.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 13. júní 1990 e D a .v/rvrvvio i Mnr Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Framsóknarflokksins aö Nóatúni 21 veröa lokaðar frá og með 2. júnf 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks. Framsóknarflokkurinn. Konur Suðurlandi Vorfundur Félags framsóknarkvenna í Árnes- sýslu verður haldinn á Borg í Grímsnesi fimmtudagskvöldið 14. júní kl. 21.00. Gesturfundarins verður dr. Laufey Steingríms- dóttir, næringarefnafræðingur, og segir hún frá neyslukönnun (slendinga. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Stjómin. F.U.F. við Djúp Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 15. júní kl. 20.30 í Flúsi framsóknarmanna á (safirði. Félagarfjölmennið. Stjómin. Útgerðarmenn og eigendur smábáta minni en 10 brl. Athugið! I samræmi við nýsett lög nr. 38, 15. maí 1990 um stjórn fiskveiða, er koma til framkvæmda um næstu áramót, vinnur sjávarútvegsráðuneytið nú að undirbúningi að úthlutun veiðiheimilda til báta minni en 10 brl. í því sambandi vill ráðuneytið vekja athygli á eftirfarandi: 1. Skráning báta. Samkvæmt nýju lögunum þurfa nú eigendur allra báta 10 brl. og minni sem sækja um leyfi til veiða í atvinnuskyni að vera skráðir á skipaskrá eða sérstaka skrá Siglingamálastofnunar ríkisins fyrir báta styttri en 6 m. Þá þurfa eigendur þeirra báta sem ekki hafa veiðileyfi frá ráðuneytinu samkvæmt núgildandi lögum um stjórn fiskveiða (nr. 3 1988) eða eru ekki á skrá Siglingamálastofnunar að óska eftir skráningu báta sinna hjá Siglingamálastofnun fyrir 18. júní 1990. Beiðni um skráningu þarf að fylgja eignarheimild, smíðalýsing og teikningar af viðkomandi bát. 2. Nýir bátar í smíðum. Eigendur ófullgerðra báta sem smíði hefur verið hafin á (skipsbolur upp byggður) fyrir gildistöku laganna 18. maí 1990 þurfa að óska eftir skráningu þeirra hjá Siglingamálastofnun fyrir 18. júní 1990. Þessir bátar þurfa að vera fullbúnir og öðlast fullgilt haffærisskírteini fyrir 18. ágúst 1990 til að komatil greina við úthlutun veiðiheimilda. Sórstakir skoð- unarmenn Sjávarútvegsráðuneytisins og Siglinga- málastofnunar munu á næstu dögum meta hvaða bátar teljast í smíðum samkvæmt framansögðu. Eigendur báta sem eru í smíðum erlendis þurfa að framvísa vottorði frá þartilbærum yfirvöldum um að smíði báta þeirra hafi verið hafin (skipsbolur upp byggður) fyrir 18. maí 1990. 3. Upplýsingar og forsaga báta. Eigendur og útgerðarmenn þeirra báta sem ekki hafa fengið sérstakt eyðublað Sjávarútvegsráðu- neytisins til útfyllingar um forsögu báta sinna þurfa að verða sér úti um slík eyðublöð hjá ráðuneytinu eöa Landssambandi smábátaeigenda, fylla þau út og senda Sjávarútvegsráðuneytinu, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, við fyrsta tækifæri. Nánari upplýsingar um ofansagt fást hjá sjávarút- vegsráðuneytinu og veiðieftirlitsmönnum þess. Sjávarútvegsráðuneytið 18. maí 1990. Slasaðist á æfingu Michael Jackson yfirgaf sjúkrahús, í Los Angeles, eftir að hafa verið þar í fimm daga. Hann var þar vegna meisla er hann hlaut á dansæfmgu. Hann fékk áverka á bringuna og var mikið marinn. Jackson, sem er núna 31 árs, hefiir verið undir miklu álagi undanfarið, amma hans dó nýverið og einnig góður vinur hans Sammy Davis Jr. Talsmaður popstjömunnar sagði Michael Jackson hafa mikla áhyggjur af líkamlegu ástandi sínu því hann er orðin langt á eftir áætlun með nýjustu plötuna sína. Áður en hann yfirgaf spítalann heimsótti hann vinkonu sína, Elisabeth Taylor, sem var á spítala vegna lungna- bólgu. Michael Jackson hefur miklar áhyggjur þessa dag- anna. Erfiðir tímar hjá Mimi og Tom Mimi Rogers og Tom Cruise á meðan allt lék f lyndi. Mimi Rogers og Tom Cmise hefðu átt þriggja ára brúðkaupsafmæli i ár en í staðinn bíða þau nú eftir skiln- aðarpappírunum. Hjónaband þeirra var talið eitt það hamingjusamasta í Hollywood og hjónin töluðu opinskátt um hvað þau væm ástfangin og hamingjusöm. Aðeins fáeinum dögum áður en Tom bað um skilnað hafði hann sagt, í viðtali við tímarit, að það eina sem skipti máli fyrir hann væri að geta gert Mimi hamingjusama. Tímaritið var ekki einu sinni komið út áður en Tom gaf út skilnaðaryfir- lýsinguna. Mimi gaf viðtal um dag- inn, í íýrsta sinn eftir skilnaðinn, og kom þá í ljós að hún er mjög sorg- mædd yfir þessu öllu og að þetta hafi ekki verið hennar hugmynd. Nú gengi hún í gegnum erfitt tímabil söknuðar sem vinir hennar reyndu að hjálpa henni í gegnum eftir bestu getu. Mimi finnst erfitt að tala um Tom og það eitt að heyra naín hans gerir hana sorgmædda. Mimi og Tom höfðu átt saman fimm yndisleg ár, full af hamingju, þegar Tom sagði henni að hann væri ástfanginn af annarri konu. Sú heitir Nicole Kidman og leikur á móti Tom í nýrri mynd sem heitir Days of Thunder. Tom kom Mimi algerlega að óvör- um og það tók hana langan tíma að átta sig á hlutunum. Nú verður Mimi að byija nýtt líf, án Tom Cruise, sem hún veit að verður erfitt þar sem hún hafði alltaf getað treyst á hann. Madonna söm við sig - heldur áfram að hneyksla alla Arsenio Hall er þekktur i Bandaríkjunum íyrir sjón- varpsþætti sína en þar fær hann þekktar stjömur í heim- sókn og ræðir við þær um heima og geima. Allar skærustu stjömur heims hafa verið fengnar í þennan þátt og þykir fínt að fá að koma fram í þessum þætti. Arsenio Hall er svartur á hörund og gerir óspart grín að öllu sem viðkem- ur kynþáttafordómum. Hann lætur allt flakka og þá sér- staklega varðandi kynlíf. Hall fékk Madonnu nýlega til að koma fram í þættinum sínum sem hann hefði nú betur látið ógert því Madonna gekk gersamlega fram af greyið manninum. Madonna hélt því nefhinlega ffam, ffammi fýrir sjö milljónum áhorfenda, að Arsenio væri gefin fyrir bæði kynin og nefndi Eddy Murphy sem einn af elskendum hans. Ar- senio svaraði í sömu mynd og sagðist nú aldeilis hafa heyrt sögusagnir af Madonnu og annarri stúlku. Svona gekk þátturinn áffam og gerðu þau í því að reyna að hneyksla hvort annað sem mest. í hléinu voru þau vinsamlegast beðin um að stilla sig en það var þegar orðið of seint. Þau voru bytjuð og ekki var aftur snúið. Eftir þáttinn trylltist Arsenio algerlega og kallaði Madonnu öllum illum nöfnum og braut allt og bramlaði. Sagði hann að Madonna hlyti að hafa verið á einhveijum lyfjum eða að hún værr orðin snarrugluð. „Þessi tík gerði mig að athlægi fyrir ffaman sjö milljón manns", sagði Arsenio sem mun líklega aldrei biðja Mad- onnu um að vera gestur sinn aftur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.