Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 4
 HELGIN Laugardagur 16. júní 1990 Björn Egilsson skrifar hugleið- ingu úr „Dvöl- inni á Króknum" og segir frá höf- uðstaðnum eins og hann var Al- þingshátíðarárið og koma ýmsir merkir menn við söguna Eg sem þetta skrifa er í dvöl á Sauð- R®yl<)avtKlirtlöfn um 1930. árhasðinni. Að dvelja er gamalt orð og gott. Það þýðir að nema staðar og hafast ekki að, meðan tíminn líður. Hér á Sauðárhæðinni var Sjúkrahús Skagfirðinga byggt 1960. Svo var elliheimili byggt undan brekkunni og eg er í „Neöra“. Eg kann vel við mig í Neðra og hef nóg við að vera, sem sé það að kom- ast eitthvað áleiðis upp. En það kostar elju og er langtimaverk. Hins vegar er það lífsnauðsyn að halda áftam að gera eitthvað. Það vissu drengimir hjá Bjarti í Sumarhúsum. Það er óhugn- anleg tilhugsun að vera kominn alla Reykjavíkurför árið 1930 leið upp og hafa ekkert framundan. Við héma á Elliheimilinu erum hreint ekki óttalaus og reynum að haga okkur skikkanlega, láta ekki lifa ljós að óþörfu og borða ekki meira en við þurfum. Ef reksturshalli verður á starfseminni verður allt flutt Suður. Stjómmálamenn em nú famir að hafa áhyggjur af þvi, hvað fólkið verður gamalt og framfasrslutími þess langur. Þeir geta sjálfum sér kennt ttm það, því maturinn á sjúkrahúsum og elliheimil- um er svo góður, að það er ekki að vita, hvað fólkið getur lifað lengi. Þetta samfélagshús héma heitir ekki Elliheimili heldur Dvalarheimili aldr- aðra. Að taka það nafn í staðinn fyrir Elliheimili er skemmdarverk á íslenzkri tungu. Það er eins og elli sé bannorð. Það var ekki bannorð hjá Matthíasi þeg- /ar hann kvað: „Æska elli menn og EDDUTILBOÐ1990 í sumar bjóða Edduhótelin gistingu í fjórar nætur eda fleiri með verulegum afslætti. Afsláttarkjör þessi gilda frá opnunardegi hótelanna (um 15. júní) til 30. júní og aftur frá 12. ágúst til lokunardags (um 30. ágúst). Gistinóttin kostar kr. 1.300,-* á mann í 2ja manna herbergi m/handlaug, þ.e. kr. 5.200,- á mann í fjórar nætur (á einu hóteli eða eina nótt á hverjum stað). ‘Morgunverdur er ekki innifalinn. Ónotadar gistinætur verda ekki endurgreiddar, en hægt er ad nýta þær frá 1. sept. til 31. des. á Hótel Eddu, Kirkjubæjarklaustri og Hótel Hvolsvelli. Gistingu er ekki hægt að panta með meira en tveggja daga fyrirvara. Tilboð þessi eru til sölu hjá Ferðaskrifstofu íslands, Skógarhlíð 18, sími 25855, og á Edduhótelunum. Þar fæst einnig Hótel Eddu bæklingurinn 1990. FERDASKRIFSTOFA ÍSLANDS Skógarhlíð 18, sími 25855 mjúklynd fljóð“. Á nítjándu öld var bara einn Matthías á íslandi. Stóra-skelfing og Golanhæöir Héðan að sjá er fögur útsýn til allra átta. I austri eru rismikil fjöll ffá norðri til suðurs svo langt, sem augað eygir. Það er vestuijaðarinn á Tröllaskaga. Nær sér yfir Hegranes og Boigarsand, þar sem landnámsmenn renndu skipum til grunns. Hið næsta hér undir brekk- unni sér ofan á stórhýsi, eign Kaupfé- lagsins. Það er fullkomnasta verzlunar- hús norðan jökla. Grínistar kalla húsið Stóru-skelfingu með þeirri meiningu að Kaupfélagið geti aldrei borgað það. Hvemig það leiðist út, sannast síðar. Það gleður augað að horfa til vesturs. Á löngum stalli með fjallinu hér fyrir ofan er þétt röð af nýjum húsum og nefnist byggðin Golanhæðir. Þar er ekki barist eins og f ísrael, en sterkir vindar blása þar um úr Gönguskarði. Það er gott fyrir böm, sem alast þar upp og unglinga sem ekki em komnir yfir tekt, að venjast vindinum. Yfirlæknir og prófastur búa á Golan- hæðum og fleira stórmenni, en héraðs- læknir býr á mölinni fyrir neðan brekk- una. Þessi héraðslæknir er búinn að vera hér lengi. Hann virðist ekki trúa á gróða af flækingi. Eitt sinn var eg í bíl með héraðslækni uppi á brekkunni. Hann benti inn í kirkjugarðinn og sagði: Hér er fólkið mitt. Þegar eg lít yfir langa ævi, finnst mér að það sé aðeins eitt, sem eg hef gert að gagni og það var líka trúnaðarstarf. Eg sótti yfirsetukonu þegar Indriði G. Þor- steinsson fæddist. Hann er nú nafn- kennd persóna meðal lýðsins. Yfirsetukona handa Indriða G. Þetta var á útmánuðum 1926. Langa leið var að fara í þreifandi myrkri um nótt. Það var seinfarið yfir móa og mýr- ar á rauðri jörð. Ferðin tók svo langan tíma að eg óttaðist, að bamið yrði dautt. Þetta fór vel. Eg og yfirsetukona kom- um á síðustu stundu og bamið liföi. Síð- an hefur verið dularfúllt samband á milli okkar Indriða. Það er búið að skipa mér að skrifa. Eg hef oftast gert það, sem eg hef verið beðinn, jafnvel þó það væri i skipunar- tón. Eg hef löngum verið með það und- arlega „instinkt" að skrifa og skrifa, án þess að hugsa um, hvort nokkur vildi lesa. Á þessu ári em liðin slétt fimmtiu ár síðan eg fór að skrifa ræður og blaða- greinar á stangli. Áður var ég óskrif- andi. Það sem eg hef skrifað, hefúr ver- ið misjafnt álitið. Fyrir áratugum fóru bréf á milli okkar Indriða G. Þorsteins- sonar, sem hann lét prenta í Tímanum. Bréfin ffá mér þóttu afleit, sérstaklega

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.