Tíminn - 23.06.1990, Síða 6

Tíminn - 23.06.1990, Síða 6
16 HELGIN Laugardagur 23. júní 1990 Getur fámenn þjóð gengist undir skattgjafir og lög hins „nýja sáttmála"? Hátíðarræða Tryggva Gíslasonar, skólameistara, í Kaupmannahöfn þann 17. júní sl. Hér á eftir fylgir ræða Tryggva Gíslasonar, skólameistara á Akureyri, sem hann hélt á fagn- aði íslendinga í Kaupmanna- höfn þann 17. júní sl. í ræðunni rekur Tryggvi sögu konungs- valds á íslandi frá öndverðu og tengir hugleiðingar sínar þeim umræðum sem nú eru uppi um aðild að hinu nýja Evrópu- bandalagi. „Það er sérkennileg tilfinning að standa hér í Kaupmannahöfn, í hinni gömlu höfuð- borg Islands, á þjóðhátíðardegi íslendinga. Kaupmannahöfn hefur lengi verið tcngd Is- landi og Islendingum. Sagt er að á engum stað utan Þingvallar við Öxará séu fleiri „ís- lenskir" sögustaðir en í Kaupmannahöfn. Þúsundir íslendinga hafa búið hér frá því ferðir hófust hingað frá íslandi á 15du öid — og þá einkum eftir að háskóli var stofnaður hér árið 1479. Mörgum Isiendingum finnst eins og að koma heim að koma til Kaup- mannahafnar, þótt þeir hafi jafnvel aldrei komið hér áður eða aðeins verið hér gestir fáa daga. Það er undarlegt, þegar þess er gætt, að margt hefúr orðið íslendingum mótdrægt hér í Kaupmannahöfn og mörgum landa hefur orðið hrösunargjarnt í þessari heimsborg og hafa beðið hér skipbrot, sóað lífi sínu í fá- nýti og endað ævi sína hér við lítinn orðstír. Héðan var íslandi stjómað með harðri hendi á mestu hörmungarárum þjóðarinnar, hér höfðu einokunarkaupmenn aðsetur sitt, hér sat einvaldurinn yfir íslandi og hingað voru menn sendir til „betmnarvistar", eins og það var kallað, oft fyrir litlar eða engar sakir — og margir áttu ekki afturkvæmt héðan. Það er því að sumu leyti undarlegt, að okk- ur Islendingum finnst við eiga heimá hér í kóngsins Kaupmannahöfn. Þó á það sér ef til vill eðlilega skýringu. Kaupmannahöfn varð höfúðborg Islendinga löngu áður en nokkurt þorp myndaðist á íslandi. Glæstar sögur fóm snemma af staðnum, sumar sveipaðar ævin- týraljóma. Hingað leituðu Islendingar til há- skólanáms um aldir og hér lærðu menn handverk og iðnað. Héðan efldist íslensk kaupmannastétt og hér kynntust Islendingar vellystingum og munaði Evrópu. Og svo er Kaupmannahöfn — og hefur lengi verið — töfrandi borg og auk þess eru frændur okkar Danir þægilegt og gott fólk — þrátt fyrir allt. En það var ekki ætlun mín að tala um Kaupmannahöfn og ísland — eða Kaup- mannahöfn og íslendinga — þótt freistandi sé, heldur ætla ég — að gefnu tilefni — að segja örlítið frá konungssambandi Islands og Danmerkur, sem lauk með eftirminnileg- um hætti á Þingvelli við Öxará fyrir nær hálfri öld, hinn 17da júní 1944. Þess vegna stöndum við hér í dag, fámennur hópur ís- lendinga, að minnast stofnunar íslenska lýð- veldisins — og endaloka konungdæmis á Is- landi. Eins og menn vafalaust muna, gengu ís- lendingar Noregskonungi á hönd árið 1262. Að þeim atburðum var í raun langur aðdrag- andi, þótt ekki verði það rakið hér. Bændur á vesturströnd Noregs höfðu flúið land á 9du öld vegna ofíjölgunar og landþrengsla og vegna missættis viö nýjan valdhafa og van- trúar á breytta stjómarhætti þar sem smá- konungar urðu að láta af völdum sínum og Haraldur konungur hárfagri settist konungur yfir allan Noreg. Þetta var mikil bylting frá því sem áður var. En menn undu ekki þessari nýju stjómskipan í Noregi og leituðu burtu undan hinu nýja og sterka konungsvaldi. A íslandi fundu menn ónumið land, gott land og gjöfult, viði vaxið milli fjalls og íjöm, veiði var í sjó og vötnum og stóð þá mörgum fótum fjárafli landsmanna, eins og segir í Egils sögu Skalla-Grímssonar. A þjóðveldistímanum, sem svo er kallaður, það er að segja frá stofnun Alþingis 930 og fram um 1200, var blómaskeið á Islandi. ís- lenskir bændur undu glaðir við sitt, sóttu er- lend áhrif og erlenda menningu sunnan úr Evrópu á eigin skipum og gátu ferðast á eig- in spýtur og vom ekki öðmm háðir. Sumir fóm allt austur í Garðaríki eða Rússland, aðrir suður á Frakkland eða Spán og margir til Noregs, Danmerkur eða jafnvel til Sví- þjóðar, þótt þangað væri raunar lítið að sækja á þeim tíma — eða menn fóm til Bret- landseyja. Og í fásinninu unnu þessir íslensku bændur og sveitamenn afrek, sem þrátt fyrir borgar- menningu og alla velmegun og tæknilegar framfarir síðustu ár og áratugi eiga sér eng- an sinn líka í samanlagðri sögu Islands: þeir varðveittu Hávamál og önnur fom kvæði, ortu Völuspá og dróttkvæði, gerðu sér ritmál og málfræði, skrifuðu um heimspeki og trú- mál, stjömufræði og læknisfræði, settu margþætt og mannúðleg lög, þar sem óheim- ilt var að pynda menn og lífláta — og svo skrifuðu þessir sveitamenn íslendingasögur og konungasögur. Þetta tímabil er stundum kallað gullöld ís- lendinga eða gullöld íslenskra bókmennta og lengi hafa þessi afrek — og þó einkum þess- ar bókmenntir — haldið nafni íslands á loft og fyrir fátt er Island þekktara enn þann dag í dag en þetta, þótt margt hafi vel verið gert. Lengst af þessa tíma þjóðveldisins reyndu Noregskonungar að seilast til valda á Is- landi. Alþekkt er sagan um það þegar Ólafur konungur Haraldsson, sem kallaður var Ól- afur digri í lifanda lífi en Ólafur helgi eftir dauða sinn, sendi Þórarin Nefjólfsson til Is- lands með erindum sínum, eins og það var kallað. Á alþingi á Þingvelli við Öxará talaði Þórarinn til fólksins og sagði að Ólafur kon- ungur sendi kveðju guðs og sína öllum höfð- ingjum og landsstjómarmönnum og þar með allri alþýðu karla og kvenna, ungum manni og gömlum, sælum og veslum „og það með að hann vill vera yðar dróttinn (konungur) ef þér viljið vera hans þegnar, en hvorir ann- arra vinir og fúlltingsmenn til allra góðra hluta“, eins og segir í Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Síðan falaðist Þórarinn eftir því að Norð- lendingar gæfu Ólafi konungi „ey eða út- sker, er liggur íyrir Eyjafirði, er menn kalla Grímsey“, og vildi þar í mót leggja þau gæði af landi sínu Noregi er menn kunnu honum til at segja. Menn svömðu í fýrstu vel máli Þórarins — en þó var nokkurt hik á Norðlendingum. Guðmundur ríki á Möðmvöllum ræddi um við bróður sinn, Einar Þveræing, bónda á Þverá í Öngulsstaðahreppi. Einar bóndi hafði verið fámáll um erindi Ólafs konungs, en svaraði bróður sínum, að því hefði hann verið fáræðinn um þetta mál, að engi hefði hann að kvatt og ráðlagði mönnum að ganga ekki undir skattgjafir við Ólaf konung. „Ög munum vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og sonum vomm og allri ætt vorri, þeirri er land þetta byggir, og mun ánauð sú aldreigi ganga eða hverfa af þessu landi.“ Þótt þingmenn tækju vel málaleitan Ólafs Noregskonungs í fyrstu, neituðu þeir að lok- um að gangast konungi á hönd og gjalda honum skatt. Þetta var í upphafi elleftu ald- ar, skömmu eftir kristnitöku — og leið nú og beið. En ásælni Noregskonunga var ekki lokið. Þeir sátu við sinn keip, létu ekki deig- an síga, hömmðu járnið og vom í raun allan timann við sama heygarðshomið og höfðu ekki gefið upp vonina. Þegar kom fram yfir 1200, söfnuðust völd í landinu á hendur fárra manna. Deilur og flokkadrættir mögnuðust með mönnum, hver höndin var upp á mót annarri og að lok- um ríkti borgarastyrjöld í landinu, sem um sumt minnir á átökin í Palestínu eða á írlandi nú, þótt ef til vill sé þó ólíku saman að jafna. Við köllum þetta tímabil gjama Sturlunga- öld, eins og þið þekkið, og segjum líka að það ríki Sturlungaöld, þegar mikið gengur á. En stjórnkerfi Islands var í molum, þjóð- veldið var vanmáttugt orðið, stjómarhættir hæfðu ekki tímanum og bestu menn þjóðar- innar, Snorri Sturluson, Þórður kakali og Gissur jarl Þorvaldsson, vissu ekki hvernig bregðast skyldi við enn einu boðinu um nýtt bandalag við norska konungsvaldið, sem þá var sterkasta aflið á Norðurlöndum. Efna- hagur og atvinnuhættir landsins vom á fall- anda fæti og ógæfan blasti við. Noregskonungar vildu hins vegar ólmir efla ríki sitt, fá stærri markað og frjálsan innflutning á vömm og mannafla og auka tekjur sínar og arð. Auk þess hefur það vafa- laust vegið þungt, er sjálfur sendimaður páf- ans í Róm, Vilhjálmur kardínáli af Sabína, „kallaði það ósannlegt að ísland þjónaði ekki undir einhvern konung sem öll önnur lönd í veröldinni", eins og haft er eftir hon- um þegar kardínáli kom til Björgvinjar árið 1247 til að krýna Hákon gamla Hákonarson Noregskonung. Öll lönd urðu auðvitað að eiga sér konung og það var erfitt þá — eins og nú — að vera öðmvísi en aðrir. Því lögðu menn hönd á helga bók á alþingi árið 1262 og sóm Hákoni konungi gamla Hákonarsyni og Magnúsi lagabæti, syni hans, land og þegna og ævinlegan skatt, eins og það var orðað, og gerðu við Noregskon- ung sáttmála sem við þekkjum best undir nafninu Gamli sáttmáli. Þannig komust ís- lendingar undir Noregskonung. Konungssamband komst svo á milli Nor- egs, Islands og Danmerkur árið 1380, þegar Ólafur, sonur Hákonar Noregskonungs og Margrétar Valdemarsdóttur atterdags, varð konungur í þessum löndum þremur. Laugardagur 23. júní 1990 HELGIN . -X, j7 Tryggvi Gíslason, skólameistarí Við siðaskiptin á 16du öld jókst veldi Danakonungs enn og með einokunarversl- uninni 1602 og einveldishyllingunni í Kópa- vogi árið 1662 vom völd Danakonungs á ís- landi alger orðin. I lok Napóleonsstyrjaldanna, við Kílarfrið- inn 1814, fylgdi Island Danmörku, en Danir misstu Noreg sem komst undir Svía. Allt frá árinu 1262 til ársins 1918 — hálfa sjöundu öld — var ísland því undir erlendri stjóm, lengst af undir stjóm Danakonunga. Nær sex aldir höfðu Islendingar sameigin- legan konung með Dönum. Allar þessar ald- ir fór flestu aftur á íslandi. Skipafloti lands- manna grotnaði niður og ekki vom tök á því innanlands að smíða ný skip, því hvorki var þar timbur eða verkþekking og réttur lands- manna ekki meiri en svo að þeir fengu ekki að smíða skip. Löggjafarvald var tekið úr höndum landsmanna og verslun var í hönd- um útlendinga. Embættismenn vom útlendir og verðlagning á útflutning háður duttlung- um manna sem bám ekki hag landsmanna fyrir brjósti, heldur hugsuðu um hinn stóra markað, arð Qármagnsins og hæfilegt að- hald. Þetta vom líka erfið ár til lands og sjávar. Ofan á þetta bættust svo náttúmham- farir og drepsóttir. Það er því ekki að furða þótt illa væri kom- ið fyrir íslenskri þjóð í upphafi 19du aldar, þegar þjóðvakning hófst um öll lönd Evrópu í kjölfar upplýsingar og þá ekki síst eftir frönsku borgarabyltinguna 1789. Við upphaf rómantísku stefnunnar gerðu menn kröfur um aúkin réttindi. Með auknum kröfum vax- andi borgarastéttar í Evrópu og með endur- vakningu á réttindum einstaklingsins í anda rómantísku stefnunnar, þar sem þjóðtung- umar fengu veglegan sess, hófst þjóðfrelsis- baráfta Islendinga hér í Kaupmannahöfn. Baldvin Einarsson, Brynjólfur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason, Tóm- as Sæmundsson og Jón Sigurðsson hófu bar- áttuna fyrir fullveldi og sjálfstæði þessa hrakta lýðs uppi á Islandi. Og sigur vannst. Síðastur konungur yfir Islandi var Kristján X (1912-1947), afi Margrétar II, núverandi Danadrottningar. Fyrsti danski þjóðhöfðing- inn ýfir Islandi var hins vegar Margrét fyrsta Danadrottning (1387-1412). Eftir hana kom Eiríkur af Pommem og Kristoffer af Bayern. Með Kristjáni I (1448-1481) hófst svo Ald- enborgarættin til valda í hinu danska ríki og hétu konungar Islands og Danmerkur síðan til skiptis Kristján og Friðrik. Með Friðriki VII (1848-1863) dó Aldenborgarættin út og með Rristjáni IX (1863-1906) tók við ætt Gliiksborgara. Kristján IX færði íslending- um stjómarskrá 1874, en hann var langa- langafi Margrétar. Þegar leið á 19du öld fengu svo Islending- ar smám saman aukna sjálfstjórn og aukin völd, þótt hægt færi. Fyrst fengu íslendingar tvo fulltrúa á stéttaþingi Dana 1830, alþingi var endurreist 1845, verslunarfrelsi fékkst að nýju 1854 og löggjafarþing með stjómar- skránni 1874. Heimastjóm með innlendum ráðherra og stjómarráði Islands komst á 1904 og hinn 1. desember árið 1918 varð ís- land frjálst og fullvalda ríki í konungssam- bandi við Danmörku. Árið 1929 lýsti hinn nýstofnaði Sjálfstæðisflokkur yfir því að hann mundi vinna að því að Islendingar tækju að fullu öll mál í sínar hendur og gæði landsins til afnota fýrir landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára samningstímabil sam- bandslaganna frá 1918 væri á enda. Ekki tók Kristján konungur X því vel er ís- land sleit konungssambandi við Danmörku, og var það um sumt skiljanlegt. Sagði í orð- sendingu hans til ríkisstjómarinnar 1944 að hann gæti ekki viðurkennt lýðveldisstofnun á Islandi meðan núverandi ástand ríkti, en Danmörk var þá hemumin af Þjóðverjum. Alþingi lýsti því hins vegar yfir að það væri réttur íslensku þjóðarinnar sjálfrar og henn- ar einnar að taka ákvarðanir um stjómar- form sitt. Við lýðveldistökuna á Þingvelli við Öxará barst skeyti frá Kristjáni X, þar sem hann færði íslensku þjóðinni bestu árn- aðaróskir og lét í ljós von um að tengsl hennar við Norðurlönd mættu styrkjast. Svaraði mannfjöldinn kveðju konungs með miklum fagnaðarlátum og ferfoldu húrra- hrópi. Þannig lauk 600 ára konungssam- bandi íslands og Danmerkur. En því minnist ég nú á þessa sögu íslands og Islendinga hér í Kaupmannahöfn hinn 17da júní 1990, að einmitt þessi misseri em menn að leita nýrra leiða í stjómskipun í Evrópu. Sumir vilja efla hið nýja Evrópu- bandalag, sem stofnað var árið 1957 með sáttmálanum sem kenndur er við Róm. Samvinna þjóða Evrópu er að aukast á flest- um sviðum, en þó einkum á sviði verslunar og viðskipta — og það er gott. Ófriðarblika kalda stríðsins er ekki lengur á lofti, kalda stríðið er á enda og við blasir betri tíð, þótt enn séu menn óvissir um margt. Enn þykir valdamiklum mönnum það ósannlegt að ísland þjóni ekki undir yfir- þjóðlegt bandalag þar sem talað er um að láta sjálfstæði sitt til að halda frelsi sínu. Stjómkerfi íslands er í mörgu ábóta vant og efnahagur og atvinnulíf landsins em á fall- anda fæti. Bestu menn þjóðarinnar vita ekki hvemig bregðast skal við. Ef Finnar, Norð- menn og Svíar gerast aðiljar að Evrópu- bandalaginu, þá er það ósennilegt að ísland standi utan við. En hvemig getur fámenn þjóð norður við heimskaut gengist undir skattgjafir og lög hins „nýja sáttmála“ Evrópubandalagsins og um leið haldið frelsi? Spyr sá sem ekki veit og svar við þeirri spumingu verður því ekki gefið hér. En við skulum vona að ís- lensk þjóð, sem var undir erlendu konungs- valdi í meir en 600 ár, geti áfram varðveitt sjálfstæða menningu sína og tungu. Á þann hátt getur hún best tekið þátt í fjölþættu samstarfi Evrópuþjóða á sem flestum svið- um. Ef Islendingar glata hins vegar þjóð- tungu sinni og sjálfstæðri menningu, líður íslensk þjóð undir lok. Það hefúr gerst áður í tvö þúsund ára sögu Evrópu að þjóðir hafa liðið undir lok og enginn sér þeirra staði lengur. En íslensk þjóð hefur lifað í þúsund ár við kröpp kjör. Guð gefi að hún geti lifað í önnur þúsund ár við þá velsæld sem okkur er boðuð. Góðir hátíðargestir: Gleðilega þjóðhátíð.“ vihbissukihh i mm - ' * Mörg fyrirtæki og fjölmargir . * iðnaóarmenn hafa nýtt sér: ' < ' i frádráttarbæran v ■ virðisaukaskattinn auk lága " ^ verðsins á LADA SKUTBÍL og ^ ^ eignast frábæran vinnubíl, ^ ' rúmgóðan og kraftmikinn. \Aórir telja hann einn af hentugri ~ * fjölskyldubílum, sem íboði eru.y .x Tökum gamla bílinn upp / nyjan og semjum um eftirstöðvar. - __ Opið laugardaga frá kl. 10-14. : \ • •' • \ • . ■ _/ ' VerúlistiLM Staðgr. verð 1300 SAFÍR 4ra g....371.269,- 1500 STATION 4rag....429.763,- 1500 STATION LUX 5 g.467.045,- 1600 LUX 5 g........454.992,- 1300 SAMARA 4 g., 3 d.449.277,- 1300 SAMARA 4 g., 5 d.492.349,- *1500 SAMARA 5 g., 3 d.495.886,- ‘1500 SAMARA 5 g., 5 d.523.682,- 1600 SP0RT 4 g.......678.796, 1600 SP0RT 5 g.......723.289,- ‘„Metallic" litirkr. 11.000,- Ofangreint verð er miðað við að bifreiðarnar séu ryðvarðar og tilbún- ar til skróningar. BIFREIDAR & LANDBUNAÐARVELAR HE jiMíÍj' ímúla 13 ■ 108 Refklavík - síaii31230 ■ 681200 PÓSTFAX TÍMANS 687691 Olíufélagið hf. hefur nú til afgreiðslu CHAR-BROIL 6600 gasgrill á einstaklega hagstæðu verði Verð kr. 17.950 án gaskúts. CHAR-BROIL 6600 er vönduð banda rísk framleiðsla og fæst á ESSO bensínstöðvum um land allt. CHAR-BROIL 6600 hefur eftirfarandi eiginleika: • Afkastamikill 30.000 BTU (8,8 kW) tvöfaldur brennari. • Neista-kveikja. • Emaléruð grillrist sem auðveidar þrif. #1710 cm2 eldunarflötur. • 1232 cm2 færanleg efri grillrist. • Fellanleg járnhilla að framan. • Tvær hliðarhillur úr tré. • Glerrúða í loki og hitamælir. GASGRILL W CHAR-BROIL gasgrill fást einnig minni og kosta þau 13.350 staðgreitt án gaskúts. Gaskútar fyrir grillið fást á ESSO bensínstöðvum um allt land. Skiptiþjónusta á tómum og áfylltum kútum. Olíufélagið hf

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.