Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 1
21.-22. júlí 1990 «W5,,..... Kastalaklerkurinn óttalegi Reiði og ótti fyllti brjóst alls almennings og æðri sem lægri guðsmanna á íslandi, er spurðist að von væri á danska prestinum Ludvig Harboe til landsins að vega og meta andlega hagi þjóðarinnar. Ótti þessi var vissulega ekki ástæðulaus, en Harboe reynd- ist annar en menn héldu JtT að er uppi fótur og fit einn ág- ústdag á Hofsósi sumarið 1741, er verslunarskipið leggst við festar. En nú er það ekki bara tilhlökkunin, sem tengist skipskomunni, er henni veld- ur. Með skipinu er að sögn einn hinn versti maður, danskur „heiðingi", sendur að þrengja og myrkva hagi landslýðsins með öllu móti og voru þeir þó nógu bágir fyrir. Verri hug leggja menn þó á þann mann sem mesta ábyrgð ber á þessari forsend- ingu — Jón skólameistara Torcillius. Hann er einnig með þessu sama skipi. Nú er báti róið að landi frá skipinu og menn sýna hug sinn svo ekki verður um víllst. Það upphefst háreysti og formælingar og ókvæðis- orð dynja á komumönnunum. I dyr- um dönsku búðarinnar standa kaup- menn og verslunarþjónar og hugsa sitt. Þeim er ekki heldur um þessa gesti gefið. Margt bendir til að lagðar verði hendur á gestina, en svo fer þó ekki... Frá Hofsósi liggur leið þeirra til Hóla og nú gefst hinum góða danska klerki á að líta: Látinn er fyr- ir skömmu biskupinn á Hólum, Steinn Jónsson, og allt er hér í örg- ustu niðurníðslu og stjórnleysi. Fjöldi allslausra fðrukerlinga er í hverju skoti og húsakynni niðurnídd. Tortryggnisaugu eru hér síst færri en á Hofsósi og er biskup vaknar hinn næsta morgun hafa ókvæðisorð verið klóruð á svefnherbergishurðina hjá honum með krít. Þannig voru viðtökurnar er Ludvig Harboe hlaut er hann kom til íslands að hefja þá úttekt á almennu siðferð- isástandi, skólamálum og menntun klerkastéttarinnar í landinu, sem átti eftir að verða svo gagnmerk, enda dvaldi hann hér í fjögur ár að undir- búa tillögur sínar um úrbætur. En allt á sér sínar orsakir og verður hér byrj- að á að greina frá þeim. Og vissulega höfðu menn á Hofsósi rétt fyrir sér í því að þar var „sök" Jóns Thorcillius- ar stór. Úrillur rektor Jón Thorcillius hafði verið 9 ár rekt- or í Skálholti, maður prýðilega að sér og ahugasamur um umbætur. Hafði honum að síðustu ekki samið alls kostar við Jón Árnason, er þá var Skálholtsbiskup. Meðal annars fann hann að því sem margir aðrir sam- timamenn raunar nefha, hversu hag- að væri viðurgerningi og mataræði skólasveina. Eins var um tilhögun sjálfrar kennslunnar. Þar höfðu þeir raunar, biskup og rektor, verið sam- mála, en ekki getað komið sér saman um aðferð til að ráða bót á þessu. Jón rektor gekk þar lengra í kröfum en biskup; vildi hann jafhvel láta stofna fullkominn prestaskóla og hafa hann í Hítardal. Bauðst hann til þess að taka að sér forstöðu hans, ef hann fengi veiting fyrir prestsembætti þar, eftir lát síra Jóns Halldórssonar. Þeg- ar Jón rektor fékk ekki komið fram þessum tillögum sínum, sagði hann lausri stöðu sinni í Skálholtsskóla og fór því til Kaupmannahafhar. Komst hann þar brátt i kynni við helstu menn í kirkjustjórnarráðinu. Veitti hann þeim vitneskju um skólamál Iandsins og taldi þeim ábótavant. Jafhframt skýrði hann nokkuð frá högum kirkjunnar og gerði tillögur um þau efhi. Þótti honum sem betur mundi borgið kirkjustjórn og trúarlífi landsins ef danskir menn eða norskir yrðu settir í biskupsstóla hér. Þetta leiddi til þess að kirkjustjórnarráðið tók íslensk kirkju- og skólamál til rækilegrar ihugunar og hafði Jón rektor með í ráðum. Varð sú niður- staðan að hentast myndi að senda mann til íslands, er kynna skyldi sér þessi efhi og láta síðan stjórnarráðinu í té skýrslur um þetta, áður en fyrir- mæli væru sett um þessi efrii. í bréfi stjórnarráðsins til konungs er því haldið fram, að ætla megi að ýmis- legt sé varhugavert í kirkju- og kennslumálum landsins. Er sérstak- lega vikið að þvi að of margir duglitl- ir kennimenn og kennendur séu £ prestastétt og skólum. I annan stað að skólatilhögun sé mjög óhagkvæm, með því að skólarnir séu að öllu háð- ir biskupum og geðþótta þeirra. Enn fremur að söluverð guðsorðabóka, sem biskupar láti prenta, sé svo hátt að almenningi veiti mjög erfiðlega að eignast þær. Loks er nefht að mennt- un presta og kennara sé heldur ófull- komin, með því að fáir íslendingar geti stundað nám í háskólanum í Kaupmannahöfh, en flestir þeirra fari beint frá prófborðinu í prestskapinn og eigi ekki kóst á framhaldsmennt- un. Jafhframt þessu leggur stjórnar- ráðið það til að með því að svo standi á að Hólabiskupsdæmi sé laust við fráfall Steins biskups fari best á því að frestað verði að skipa þangað nýj- an biskup en að í stað þess verði sendur þangað með biskupsvaldi nafhgreindur danskur prestur, er ferðist um landið og kynni sér trúmál og kirkjumál landsmanna i tilluni greinum. „Alheiöinn" Kastalaklerkur Sá maður sem stjórnarráðið nefhir í þessum tillögum sínum var Lúðvík Harboe sem þá var sóknarprestur að Kastalakirkju í Kaupmannahöfh. Enn fremur lagði stjórnarráðið það til að honum til aðstoðar í þessari ferð verði ráðinn Jón rektor Thorcillius. Þessar tillögur kirkjustjórnarráðsins hlutu eindregið fylgi konungs og voru þessir menn síðan ráðnir til ferðarinnar. Það var um miðsumar 1741 að þeir félagar lögðu af stað til íslands og voru þeir komnir þangað seint í ágúst. Þegar það spurðist til íslands að von Pfaimux af ®snftu uttúqbut/ e*m ipttf &on<tfcgre ettpan/ fkal (qnatefi i Bytt* lUttuuyaib ««j>a&« Vti&eomjim GonfírmatioDo £ort/ éirfouiai wcr <Buö ap 6ug tg Q&U ^NCrafta »ð?n mrtt ftfnnH <BtiOJ <Dm*D tt **s$aas Xtm oq »ö&/e3bb<»tþí*2>*g ff ffilín 0á mm/ Bafíf, $otcUtxuw Æotmng tw/ Wttp, eíngaíf/^oowfl e&e aatt/ 21 líðrríc fhtt/ n*t tald flmt / $ðmftu <Bytnt> ab PyígiaWc 21 S0öuu (Btttz 2íIm4ittKð<jii/fPg ti*»t £timt fina 6t'ítp«r«i!4®g a <BsKt>@ta(i <£uö og Sfflstf/ (Bootaú &pzmm Kow/ $tt\<'asan,t&imvw anba ttn* eg axt arlltf Cr^ $tft</ Ammn fa/ Seítrr/ ob »tfur Vauba pr«, ; Harfooe lét prenta nýja messusöngsbók handa kirkjum landsins. Hér er upphaf sálmsins er boðið var að syngja við „Ungdomsins Confirmation" væri þessara eftirlitsmanna þótti það miklum tfðindum sæta um allar byggðir, enda ekki fjarri því að sum- um þætti fyrirætlan þessi tortryggi- leg. Var jafnvel á því ymprað að til þess væri ætlast með ferðinni að koll- varpað skyldi fornri trú og siðgæði en komið á í stað þess nýjum kenn- ingum. Þá tók að ganga í milli manna níðrit um Harboe og var þar reynt að koma því orði á hann að hann tryði ekki á guð, heldur væri maður alheið- inn, hingað sendur til þess að afhema sakramenti og prestsþjónustu. Var þetta mest eignað síra Birni Magnús- syni á Bergsstöðum, síðar á Grenjað- arstöðum, en hann var annar þeirra tveggja sem einkum höfðu rennt auga til biskupsdæmisins og farið ut- an til þess að bera sig eftir því, en orðið fyrir þeim vonbrigðum að ákveðið var að fresta veitingu þess fyrst um sinn. Hinn, er var keppi- nautur síra Björns, var síra Halldór Brynjólfsson á Staðastað. Mark sendifarar þessarar var að visu að kynnast krisrnihaldi og trúarlífi í báðum biskupsdæmunum, en fyrst um sinn var erindreksturinn miðaður við Hólabiskupsdæmi, með því að þar var biskupslaust. Má og ætla að kirkjustjórnarráðið hafi veigrað sér við að láta rannsókn þessa einnig ná til Skálholtsbiskupsdæmis, með því að það hafi ekki viljað styggja Jón biskup Árnason, jafhmikinn skörung í kirkjustjórn, enda mátti búast við því að hann ætti þá ekki langt eftir ólifað, kominn talsvert á áttræðisald- ur. Heldur voru það kaldar viðtökur, er þeir fengu Harboe og Jón Thorcilli- us, er þeir komu fyrst til landsins, eins og að ofan greinir, og ekki síst á biskupssetrinu sjálfu. Má svo virðast sem menn hafi viljað baka þeim sem mest óþægindi. En Harboe gaf sig ekki að því og virðist jafnvel hafa bú- ist við slíkum viðtökúm, enda er svo að sjá sem reiði manna hafi bráðlega meir bitnað á Jóni og honum eignuðu menn sendiforina eða frumkvæði að henni og var það raunar rétt. Menn gengu og brátt úr skugga um það að erindi Harboes var þveröfugt við það sem óvinir hans höfðu í fyrstu látið í veðri vaka, enda gátu mannkostir hans ekki dulist þeim er kynntust Lúðvík Harboe. Er honum fyrst var borinn matur á biskupssetrinu á Hólum vartebollinn svo útbíað- ur að hann gat varia snert á hon- um og kjötsúpan og smjörið krökkt af hárum. honum. Hann var að vísu maður fast- lyndur og einarður, en jafnframt gæf- lyndur og alúðlegur, svo að öllum varð ósjálfrátt hlýtt til hans. Prestar höfðu einhvern beyg af honum í fyrstu, af orði því er undan fór komu hans. En er það reyndist órökstutt og öll framkoma hans bar vott um óvenjulega mannúð og ljúflyndi, varð hann sjálfkrafa vinsæll með kennimönnum landsins og ýmsir, er áður höfðu haft horn í síðu hans, tóku bráðlega að leita hans, jafhvel þeir er fyrst höfðu varkið tortryggni til hans með landsmönnum. Framan af virð- ist Jón Thorcillius hafa valdið Har- boe nokkrum erfiðleikum. Jón var maður strangur og harðlyndur og þórti honum mildi Harboes og alúð um of. En Harboe taldi kristilega hógværð höfuðkost í framkomu manna og fékk brátt unnið Jón á mál sitt. Leið því ekki langt um, áður en samvinna með þeim varð hin æski- legasta. Hörmulegt ástand Þeir Harboe dvöldust nú um 3 ár í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.