Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. júlí 1990 HELGIN 15 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Charies Frey skipherra virtist búa við mikið flölskyldulán en ekki er allt sem sýnist Rannsókn leiddi ennfremur í ljós að ekki hafði verið reynt að stinga upp neina gátt á húsinu og að morðinginn hafði að líkindum komið inn um stofúgluggann sem var opinn og flugnanetsskjöldur að utanverðu hafði verið íjarlægður og stóð uppi við húsvegginn. Olais lögregluforingi og menn hans báru saman bækur sínar úti í garðin- um. Það var tekið að birta og fólk á leið á ströndina leit forvitnisaugum á lögreglubílana um leið og það gekk ffarn hjá. Margt var um að tala. Lop- ez skýrði ffá viðræðum sínum við Doris og lýsti köldu svipleysi hennar og blóðinu á náttkjólnum. Hann hafði rætt við hana i næstum tvær klukkustundir. Hún staðhæfði að hafa fengið blóðið á kjólinn þegar hún snart hönd manns síns. Lopez trúði því ekki. Blóðslettumar voru smáar og hreinar, nánast eins og úði sem sprautast hafði á af töluverðum krafti. Rannsókn á húsinu veikti einnig ffamburð Dorisar. Hún fúllyrti að maður sinn ætti enga fjandmenn og taldi að morðinginn væri innbrots- þjóíúr. Hún benti á stofúgluggann og sagði að morðinginn hlyti að hafa komið þar inn, því glugginn hefði verið lokaður þegar þau hjón fóru í háttinn. Athugun á glugganum sýndi engin fingrafor á gleri eða karmi og engin merki um innbrot. Uti fýrir var all- hátt, döggvott gras og þótt lögreglu- menn skildu þar eftir sig greinileg fótspor hafði enginn annar stigið þar fæti alllengi. Blóðugur náttkjóll Eftir samræðumar komust lögreglu- mennimir að því að ekkjan hlyti að eiga staðbetri skýringar og best væri að hún færði þær ffam á lögreglu- stöðinni. Lopez fór aftur inn og skýrði henni frá þeim málalokum. Enn sýndi hún lítil svipbrigði og kvaðst auðvitað fús að koma á stöðina. Þá var hún enn klædd náttkjólnum og sloppnum. Farið var með hana upp á fjórðu hæð og inn í yfirheyrsluherbergi. Doris settist við borð og gegnt henni settust Karen Smith og Lopez. Án ffekari málalenginga sagði Lopez blátt áffam: — Saga þín stenst ekki. Við teljum þig ekki segja sannleik- ann. Við viljum gjaman heyra hann. Hann bætti við að sagan um inn- brotsþjófinn stæðist ekki, að flugna- netinu hefði verið ýtt niður innan ffá og að engin ummerki eftir mann sæj- ust á glugganum eða undir honum að að utanverðu. Einnig benti hann á að svona blóðblettir kæmu ekki á föt við snertingu. Þeir væm slettur. Næst fékk Doris tækifæri. Lög- reglumennimir sögðust vita mörg dæmi þess að menn berðu konur sín- ar til óbóta; kannski hefði Charles gert það. Ef til vill heföi hún myrt hann í sjálfsvöm og það gætu þeir líka skilið. Hún yrði þá að segja þeim það. Þeir vildu engar lygar. Karen Smith lék hlutverk „góðu löggunnar" en Lopez sá um árásimar. — Þú myrtir manninn þinn, sagði hann ákveðinn. — Við vitum að þú gerðir það. Doris Frey deplaði ekki auga, tárað- ist eða sýndi nokkur viðbrögð. Hún var sviplaus, sat þama á náttkjólnum og leyfði Lopez að æsa sig. Loks Ieit hún köldum augum á hann og sagði lágt: — Ég myrti ekki manninn minn. Það var allt og sumt sem upp úr henni fékkst á þremur klukkustund- um. Hún var síðan ákærð fyrir gmn um morðið á eiginmanni sínum, send I tilskilda skoðun á sjúkrahús og sið- an I kvennafangelsið í Las Colinas. Náttkjóllinn var tekinn sem sönnun- argagn og hún fékk hvitan íþrótta- búning í staðinn. Allt þetta umstang virtist ekki hafa hin minnstu áhrif á hana. Eftir að tek- in var af henni mynd I fangelsinu, hvíslaði hún: — Ég gerði það ekki. Síðan var hún leidd burt. Rannsókninni var haldið áffam sleitulaust. Menn þóttust vissir um að Doris hefði myrt mann sinn, en mörgum spumingum var enn ósvarað áður en hægt yrði að ákæra hana formlega fyrir morð. Óvenjulegur þríhyrningur Hjónaherbergið var nánast gegn- drepa af blóði en samt vom aðeins örlitlar slettur á náttkjól Dorisar og ekki sá á höndum hennar eða hand- Ieggjum. Baðherbergi og eldhús höfðu verið athuguð gaumgæfilega I leit að ummerkjum þess að hún hefði þvegið sér, en ekkert fannst og síst morðvopnið. Að vlsu fannst sveðja I klæðaskáp en sárin á líkinu vom ekki veitt með sveðju. Astæðuna vantaði líka. Hjónin höföu búið ágætlega en gátu ekki kallast auðug. Charles Frey var held- ur ekki líftiyggður fyrir upphæð sem gat nálgast að gera Doris að auðugri ekkju. Ekki stóðst heldur kenningin um að Charles hefði misþyrmt henni. Allir lýstu þeim sem ánægðum hjón- um og ástríkum foreldrum. Tvær vísbendingar komu fljótlega ffam. Önnur var frá kmfningalækn- inum. Hann sagði að Charles hefði verið stunginn 37 sinnum I kviðar- hol, bringu, vinstri síðu og læri og báða upphandleggi. Allar stungumar vom djúpar og margar þeirra fóm gegnum mikilvæg líffæri. Afstaða þeirra þótti benda til að sá sem stakk væri örvhentur. Doris Frey var hins vegar rétthent. Nú þótti liggja beint við að Doris heföi fengið aðstoð við að ffemja morðið. En frá hveijum? Svar við því virtist ætla að koma ffarn I ffásögn foringja í Hjálpræðishemum. Karen Smith vissi fátt um þann söfnuð, haföi einungis séð hermenn utan við verslanir við jólapotta sína. Hún komst að því að um var að ræða trú- arsöfnuð og að Frey-hjónin höföu raunar verið háttsett I þessum her. Foringinn sagði Karenu að allt heföi verið talið I besta lagi hjá Frey-hjón- unum þar til fyrir ári eða svo, þegar frúin viðurkenndi að hafa átt ástar- samband við annan mann. Framhjá- hald er ekki einstakt, ekki einu sinni I Hjálpræðishemum, en I þessu tilfelli átti það sér fáar hliðstæður. Þriðji að- ilinn var neíhilega Christopher Fost- er, 19 ára heimilisvinur Frey-hjón- anna, kirkjurækinn og virtur ungling- ur. Þess má geta að Doris Frey var 42 ára. — Við hneyksluðumst öll á þessu, sagði foringinn og svipur hans leyndi því ekki. Doris hafði hins vegar stað- hæft að sambandi þeirra Christophers væri lokið. Frey-hjónin samþykktu að ræða við hjúskaparráðgjafa og segja af sér sem yfirmenn I Hjálp- ræðishemum. Foringinn kvaðst ekki vita hvort nokkuð af þessu kæmi morðinu við en taldi skyldu sína að veita lögregl- unni allar upplýsingar sem hann gæti. Lögreglan vissi ekkert meira en fannst það þess virði að kanna ástar- sambandið betur. Lygamælisprófið Varla var hægt að hugsa sér ólíklegri morðingja en Christopher Foster. Hann var kirkjurækinn og nýútskrif- aður stúdent. Nú var hann kominn á námskeið hjá lögreglunni I þeim til- gangi að verða vegalögreglumaður I Kalifomíu. Er dýpra var grafið kom þó fram að hann haföi verið handtekinn fyrir búðahnupl og látinn afþlána vist I betrunarbúðum þar sem hann aðlag- aðist vel og var kosinn yfirmaður af hálfú hinna drengjanna. Christopher var hvítur, tæplega meðalhár og 80 kíló, með hrokkið hár, búlduleitur og með stór brún augu sem alltaf virtust hissa. — Hann er góður drengur, sagði vinur hans. — Öllum er vel við hann. Christopher átti heima hjá foreldr- um sínum I Chula Vista og var sóttur þangað til yfirheyrslu. Það vom Ola- is og Hansen sem ræddu við hann og hann sagði þeim að hann heföi ffétt um morðið og orðið forviða. — Það var hræðilegt, viðurkenndi hann. — Ég ætlaði ekki að trúa því. Hann kvaðst hafa kynnst Frey-hjón- unum um það bil fimm ámm áður I tengslum við unglingadeild Hjálp- ræðishersins. Þar var Doris leiðbein- andi og hann 14 ára. Þau urðu góðir vinir. Snemma árs 1986 var Doris Frey nauðgað þegar hún var að koma úr vinnunni I Sorrento. — Hún sagðist hafa verið á gangi að bílnum, þegar náunginn greip hana, útskýrði Christ- opher. — Hún sagði að það heföi ver- ið skelfileg reynsla. Um það leyti var Charles Frey er- lendis og Christopher kvaðst hafa farið að venja komur sínar til Dorisar í því skyni að hugga hana og halda henni félagsskap. Hann var svo góð- ur félagi að þau urðu elskendur eftir nokkra mánuði. Samband þeirra hélt áfram þótt Charles Frey kæmi heim en loks komst hann að öllu saman og þau hættu að hittast. Ekki stóð það þó lengi, því eftir mánuð fóra þau að hittast aftur að næturþeli. Christop- her kvaðst síðast hafa heimsótt Doris fimmtudagskvöldið fyrir morðið og ekki hafa heyrt um atburðinn fyrr en á sunnudagsmorgun. — Þetta var mikið áfall, sagði hann. — Hvað get ég sagt meira? Olais leit á Hansen sem leit aftur á Christopher og spurði hann hvort hann væri íús til að gangast undir lygamælispróf. Eftir útskýringar á I hveiju það væri fólgið, féllst Christ- opher á það. Olais og Hansen biðu ffammi meðan prófið var tekið og þegar sérfræðingurinn kom fram, hristi hann aðeins höfúðið. Christop- her kom brátt ffam líka, leit á lög- reglumennina og spurði hressilega: — Hvemig stóð ég mig? — Þú féllst, svaraði Olais. — Þú segir okkur ekki sannleikann. Boðaöur til morðs Christopher lét fallast niður I næsta stól og búlduleitt andlitið nánast lak niður eins og lofti væri hleypt úr blöðm. Svo brast hann í grát. Hann sagðist hafa hitt Doris Frey nokkmm sinnum I vikunni íyrir morðið. — Hún var æst, sagði hann. — Hún sagðist ekki þola hjónaband sitt lengur og álagið væri að fara með sig. Christopher hafði eftir Doris að Charles væri sífellt að neyða hana til kynmaka og henni væri svo illa við það að hana langaði mest til að myrða hann með hnífi eða eitra fyrir hann. — Ég hélt að hún meinti þetta ekki, sagði pilturinn. Hann bætti við að hún hefði sann- fært hann um að henni væri fyllsta al- vara og að hún vildi að hann yrði við- staddur morðið, sem yrði að sjálf- sögðu um helgi, því Charles væri aldrei heima endranær. Christopher kvaðst hafa stungið upp á skilnaði en Doris aftekið slíkt þar sem maður hennar féllist aldrei á skilnað. Miðvikudagskvöldið 15. júlí hringdi Doris til Christophers og bað hann að koma klukkan eitt eftir mið- nætti á laugardagskvöld, af því hún þyrfti að hitta hann. Hann samþykkti það og horföi á sjónvarp þar til for- eldrar hans fóm að sofa, en ók þá heim til Dorisar. Hann lagði bílnum að húsabaki, kleif yfir girðinguna og fór inn um bakdymar. Doris beið I eldhúsinu og var að hella upp á kaffi. Christopher kvaðst hafa verið viss um að Doris heföi hringt til sín til að fá sig I rúmið með sér. Þetta var venjulegur tími og líklega væri Charles farinn til Langasands aftur. Hins vegar var Doris I uppnámi og með óttasvip. — Hvað er að? spurði hann. — Ég reyndi að bjóða honum drykk en hann vildi ekkert, svaraði hún. Þá vissi Christopher til hvers hann haföi verið kallaður. — Við verðum annaðhvort að stinga hann eða beija hann í höfúðið, haföi Christopher eftir Doris. — Hér hafa innbrotsþjófar gengið ljósum logum, svo ég kenni þeim bara um. Hann kvaðst hafa reynt að telja henni hug- hvarf og reynt að sannfæra hana um að hún slyppi aldrei frá þessu, en hún hafi ekki viljað hlusta. Þá kvaðst hann hafa farið inn í stofú og ýtt skildinum frá glugganum, en síðan elt Doris inn í hjónaherbergið, þar sem hún fór upp í rúm. Hún rót- aði I rúmfötunum og lyfti svo upp hníf. — Ég veit ekki hvort hann var þar, en ég sá hana ekki taka hann I eldhúsinu, útskýrði Christopher. — Kannski var hann I rúminu allan tim- ann. Hljóp heim að soffa Hann sagðist því næst hafa séð Dor- is stinga mann sinn með hnífnum. — Hann vaknaði ekki alveg, sagði hann. — Þá stakk hún hann aftur og ég hljóp út. Christopher sagðist hafa hlaupið alla leið til Chula Vista og farið inn um glugga heima hjá sér. Síðan fór hann að sofa, þrátt fyrir að atburðim- ir stæðu honum ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum. Lögreglumennimir tveir hlustuðu þolinmóðir á Christopher Foster létta á hjarta sínu ... og innsigla örlög sín. — Hjálpaðirðu henni að stinga manninn sinn? spurði Olais. Christopher hristi höfuðið. Hann væri ekki morðingi og þegar hann sá Doris brjálast með hnífmn lagði hann á flótta. Eftir þennan framburð var Christop- her úrskurðaður I gæsluvarðhald vegna gmns um morð. — Bara að ég heföi aldrei komið ná- lægt henni, sagði hann. —Það er mesta skyssa I heimi að eiga vingott við gifta konu. Hann sagðist jafnvel telja nú orðið að nauðgunin, sem leiddi þau Doris saman 1986, heföi aldrei átt sér stað. Hún heföi búið söguna til svo hann vorkenndi henni. — Ég ætlaði að verða vegalögreglu- maður, sagði hann. — Doris spillti því fyrir mér. Doris Frey kom fyrir rétt I nóvem- ber 1988. Henni hafði verið boðið að játa sig seka um manndráp en neitaði. Hún kvaðst fyllilega saklaus. Kvið- dómur fann hana hins vegar seka um morð að yfirlögðu ráði og hún var dæmd I lífstíðarfangelsi með mögu- leika á náðun eftir 25 ár. Christopher Foster mótmælti engu og var dæmdur nokkmm dögum síð- ar í sex ára fangelsi. Revak dómari, sem kvað upp báða dómana, lýsti Doris Frey sem ráðrikri konu og sagði að hún heföi næstum þvingað Christopher til að taka þátt I morðinu. Um Christopher sagði hann hins vegar að harrn væri ungur maður sem beygst heföi undir vilja sér eldri konu sem gat farið með hann að vild sinni. Hann sagði málið sérstætt að því leyti að hvomgur sakbomingurinn heföi játað að hafa stungið fómar- lambið. Doris hélt fram sakleysi sínu og Christopher þrætti fyrir að vera morðinginn. — Þama skýtur skökku við, sagði dómarinn. — Maðurinn var stunginn 37 sinnum og enginn gerði það. Vantaði ekki eitt- hvað? Eftir á þótti ýmsum fúllmikill mun- ur á dómunum og að fá heföi mátt á hreint hvort hinna ákærðu stakk Charles Frey. Aldrei var til dæmis fyllilega úr því skorið hvort stung- umar vom eftir örvhentan mann eða hvort Christopher var það, né heldur hvers vegna bíll hans, sem stóð alla morðnóttina að húsabaki hjá Doris, var aldrei athugaður. Aldrei kom heldur fram hvað orðið haföi um morðvopnið eða hvort þeirra kom því undan. Doris Frey og Christopher Foster af- plána nú dóma sína í fangelsum í Kalifomíu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.