Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 4
12 HELGIN Laugardagur 21. júlí 1990 Dunandi dans með ívafi ættjarðarsöngva Hér segir Stefán Jasonarson í Vorsabæ frá vel heppnaðri bændaferð um Mið-Evrópu dagana 15. júní til 3. júlí 1990 Ferðin hófst með Amarflugsþotu fiá Keflavíkurflugvelli föstudaginn 15. júní. Þátttakendur voru 118, frá flestum byggðarlögum landsins. Lent var á Múnchenarflugvelli kl. 6:30 laugardaginn 16. júní að staðartíma. Ekið var frá Munchen eftir greiðlega afgreiðslu flugvallar- yfirvalda og haldið í þremur hóp- ferðabrfreiðum um gróðursæl hér- uð Bæjaralands til St Englmar og gist þar í hótel Predigtstuhl næstu 8 nætur. Mánudaginn 25. júní er ekið suður á bóginn frá St. Englmar yfir til Tékkó- slóvakíu. Ekið var til höfuðborgarinn- ar Prag og gist þar i 3 nastur. Frá Prag var haldið 28. júní til Aust- urríkis og gist i höfuðborginni Vín í 2 nætur. Aftur er komið til Þýskalands 30. júní. Ekið um Qöll og dali og litið á fræga staði, sem jafnan áður. Ekið til Ulm og gist þar á hótel Ibis aðfaranótt sunnudagsins l.júlí. Næsta dag er ekið til Koblenz í V,- Þýskalandi. Þar, á ágætu hóteli, var kvöldvaka og kveðjuhóf. Næsta dag héldu 70 ferðafélaganna heim frá Amsterdam og siðari hópur- inn hélt sömu leið „heim í heiðardal- inn“ þriðjudaginn 3. júlí. Sinn er siöur í landi hverju ■■■ Það verður að segjast eins og er, að yfirbragð þeirra Ianda, sem áður er getið og við áttum kost á að kynnast á ferð okkar um Evrópu, er næsta breytilegt frá einu landi til annars. Eitt er þó samnefnari þeirra allra: Skógur, akrar — Akrar, skógur!! í Þýskalandi var gott að gista í hótel- samstæðunni í St. Englmar. Þar höfðu menn sína tveggja, þriggja eða fjög- urra manna íbúð með eldhúsplássi, baði, sjónvarpi og síma, auk þess af- not af sundlaug, leikvelli, skokkbraut- um og samkomuhúsi flest kvöldin. Var þar oft glatt á hjalla á góðra vina fúndum — og guðaveigar lífguðu sál- aryl! Þjóðhátíðardagurinn 17. júní svifti burt þoku og súld tveggja fýrstu dag- anna. A þjóðhátíðardegi Islands skein sól í heiði og hitinn eins og eftir pönt- un allra sóldýrkendanna í hópnum! Eins og vænta mátti var þjóðhátíðar- samkoma í samkomuhúsi hótelsins að kvöldi 17.júní. Agnar Guðnason aðalfararstjóri hóf kynningu á dagskrá, eftir að grill- veislu var lokið og fyrsti danssprettur- inn afstaðinn. Að dagskrá lokinni var dunandi dans til miðnættis — eða vel það. Næstu daga i Þýskalandi var ekið um nærliggjandi byggðarlög í Bæjara- land. M.a. skoðaðar kirkjur, farið í heimsókn til fjárbónda og kúabónda. Einnig komið í miðstöð bændasam- takanna I Bæjaralandi. Litið var á ull- ariðnað og einnig viðariðnað. Siglt var I snyrtilegri feiju um Dóná á logn- væru siðkvöldi, hvar matur var til reiðu um borð og dunandi dans með ívafi ættjarðarsöngva er á land var stigið — ásamt með innfæddum „sjó- farendum". Hlutavelta var um borð og bættist mörgum búsílag við það vöruúrval er stórmarkaðimir áður höfðu áréttað. Kvöldvökumar í samkomuhúsinu í St. Englmar voru býsna vinsælar. Þar skiptist landshlutafólkið á um að sjá um dagskrána sem oftast var samin jafnóðum með ýmsum blæbrigðum og blöndu af söng, ljóðagerð, frásögn- um og ýmiskonar uppákomum, enda var fólkið ákveðið að skemmta sér og sínum og áttu fararstjóramir Agnar Guðnason, Stefán Sigfússon og Hólmffiður Bjamadóttir (Hófí), ásamt hótelstjóranum þýska, og hljóðfæra- Hópurinn á leið út úr Pragkastala. leikurinn sinn stóra þátt í að gera þessa góðra vina fúndi öllum sem ánægjulegasta. Tímarnir breytast 05 ■■■ Fyrir 50 árum var hér heima á Fróni hnípin þjóð í vanda. Hildarleikurinn mildi, heimsstyijöldin síðari, geisaði úti í hinum stóra heúni. Þjóðir Evrópu og fleiri, gráar fyrir jámum, lögðu allt kapp á að eyða, drepa, brenna og bijóta viðnámsþrótt óvinarins. Þá áttu margir um sárt að binda. Fáum mun hafa til hugar komið þá, að fáum áratugum síðar væri friður, samstarf og samhjálp þjóða á milli, mottó daganna. Sú er þó raimin nú og sjón sögu ríkari, þegar ekið er um hin áður stríðshijáðu lönd! Vissulega sáum við minnismerkin um ógnarárin. Helst vora þau áber- andi í Tékkóslóvakíu. Þar era mörg formfogur hús, jafnvel skreytt með listaverkum og minna á betri tíð á ár- um og öldum áður. Nú era þessi hús mörg borin svip fátæktar og kyrr- stöðu. Víða er þó endurbótastarfið hafið: Verkpallar, byggingakranar og vinnuflokkar benda á bjartari ffamtíð og athafhalíf fólksins i takt við nýja tíma. Prag - borg gamla og nýja tímans I höfúðborginni Prag, þar sem aftaka þeirra manna er fyrstir hrópuðu rödd frelsis til þjóðar sinnar, fór fram, gefúr að líta blómum skrýdda kransa og blómavendi — gjöf ffá þjóðinni til þeirra sem bratu ísúrn og féllu fyrir hugsjón súia. — Sífellt er bætt við blómum í stað þeúra er folna fýrir tímans tönn. Höfuðborgin Prag í Tékkóslóvakíu minnú svo sannarlega á foma frægð. Við fengum ágæta leiðsögumenn í bíl- ana er við ókum um elsta hluta borgar- innar ffá 12. og 14. öld. Þar skoðuðum við eina elstu kirkju borgarinnar, sem var 400 ár í smíðum. Þama sáum við ævagamlan kastala, sem kóngar og forustumenn fýrri alda bjuggu í, og m.fl. ffá fýrri tímum. Verslunarhverfin í miðborgúmi era iðandi af mannmergð hvaðanæva úr fjarlægum heimshomum. Vörahúsin stóra gætu verið í hvaða landi sem er, varðandi vöraúrval og gæði —jafnvel afgreiðslufólkið brosti sínu blíðasta brosi þegar það heyrði að við værum ffá íslandi og sáu Islandskortið okkar og bent var á Reykjavík og fúnd þeirra Reagans og Gorbatsjovs. Aður en haldið var suður yfir landa- mærin, til Austurríkis, þann 28. júní, var farið í skoðunarferð í hinn mikla og merkilega dropasteúiahelli í fjall- lendi einu i Tékkóslóvakíu. Með réttu má segja, að hellú þessi, sem allur er upplýstur og með 119 fröppum, sé eitt af imdram veraldar! Ótrúlegar berg- myndanir gefúr þar að líta og dropa- steinahvelfmgar hellisins ólýsanlegar að formi og fegurð, enda lengjast dropasteinastangimar aðeins um 1 millimetra á 15 áram! Síðasta spölúrn, 500 metra af lengd hellisins, var fólkið feijað á rafknún- um bátum eftú fagurbláu íjallavatni inni í iðrum jarðar áður en hringferð- inni lauk! Dagúm sem við dvöldum í höfúð- borg Austurríkis, Vín, var hitinn yfir 30 stig. Var ekið um borgina og litið m.a. inn í reiðhöll eina mikla og litið á hestamennsku Vínarbúa. í borgúmi era margar og fagrar bygg- ingar. Ekki tókst að fá aðgöngumiða í Vínaróperuna, þrátt fýrir ítrelcaðar til- raunir með löngum fýrirvara að fá nokkra miða. „Eg hefði með gleði greitt 20.000 ísl. krónur fýrú einn miða í óperuna,“ sagði ern konan í okkar hópi. „Svona tækifæri kemur ekki aftur á minni æfi,“ bætti hún við með sannfæringarkrafti. Síðasta kvöldið okkar í Vúi var ómenguð Vinarvalsastemmning undir berum húnni, enda hitinn 35 stig er leið á daginn. Söngur, grillmatur, guðaveigar og dans gerði þessa Vínar- valsastemmningu magnþrungna og ólíka öllum hversdagsleika. Enda tré- bekkir imdir „bossum“ fólksins og flórað dansgólfið úr ferköntuðu gijóti, höggvið til úr fjallstindi í nágrenninu fýrú nokkrum áratugum — eða öld- tim — sögðu menn! Svo erum við aftur komin yfir landa- mærin til Þýskalands. Leiðin er löng til Amsterdam og þvi lítill timi til skoðunarferða. Þó gafst tími til að skoða enn eina kirkjuna — Dómkúkj- una í Ulm. Hún er talin sú þekktasta I Þýskalandi, enda er tum hennar 161 metra hár. Einnig var ekið upp í Am- arhreiðrið hans Hitlers sáluga. — Þetta heúnsfræga „hreiður", hæst uppi á fjallatindi, afmælisgjöf frá þýsku þjóðinni til Foringjans. Nú er þama uppi striður straumur ferðahópa úr öll- um heimshomum að skoða undrið! Brynjólfur Geir Pálsson, Guöfinna í Vorsabæ og Kristjana í Dalbæ við Schönbrunnhöll.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.