Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 21. júlí 1990 :r' T Hólabiskupsdæmi og verður ekki sagt að Harboe hafi verið ánægður með þau kynni sem hann fékk þar af trú manna og siðgæði. Á sjálfu bisk- upssetrinu var aumlegt umhorfs, hús nálega kolfallin, vegna vanhirðu, og innstæða staðarins úr sér gengin, bæði kvikfé og húsbúnaður. Ráðs- maður stólsins, sem var umsjónar- maður um þetta, var maður áhugalít- ill og lét allt sigla sinn sjó. Skjalasafn stólsins var í óhirðu og varði Harboe löngum tíma til þess að koma reglu á það, svo að unnt væri að ganga að skjölum og handritum í réttri röð. Ekki fundust skjöl ýmis er þar áttu að vera. Svo var um öll stjómarráðabréf til Steins biskups. Latínuskólinn þar var og báglega staddur. Kennsluað- ferðir voru úreltar og ekki hafði ver- ið reynt að laga þær að kröfúm tím- anna, kennslubækur fomar og úr sér gengnar, en skólaagi horfinn. Rektor var þá Sigurður Vigfússon hinn sterki, „íslandströll", en kennari Þór- oddur Þórðarson, nokkuð óeirðasam- ur maður, þó að honum léti kennsia sæmilega. Sigurður hafði þá verið rektor 17 ár, lítt hæfúr vegna van- þekkingar, enda skilningsdaufúr á skólamál. Með lagni fékk Harboe því til vegar komið að Sigurður lét af skólastjóm af fúsum vilja 1742 og fékk þá Harboe í stað hans til for- stöðumanns í skólanum Gunnar skáld Pálsson er síðar varð prestur í Hjarðarholti. Mun og Harboe hafa stutt að því að Sigurður fékk síðar Dalasýslu. Þótti þegar breytt um til batnaðar í skólanum, enda var Har- boe enn um hrið nálægur og gat haft gætur með því hveiju ffam yndi, bæði um kennslu og um ffamferði skólasveina. Þá er að geta eftirlits Harboes með kennimönnum. Sumarið 1742 fór hann í yfirreið um meginhluta Hegraness-, Vaðla- og Þingeyjar- þings, en sumarið 1743 um Húna- vatnsþing og nokkur útkjálkahéruð í hinum prófastsdæmunum, er hann hafði ekki fengið sinnt sumrinu fýrr. Hann hafði ekki visitatíur að útkirkj- um, heldur lét sóknarmenn þeirra sækja til höfúðkirknanna. Kynntist hann þann veg öllum prófostum og prestum biskupsdæmisins og yfir- heyrði bæði þá og sóknarmennina um hagi hverrar sóknar, um sambúð kennimanna við söfnuði sína, og kynnti sér skyldurækni presta í emb- ættisverkum. Hann lét alla sóknar- presta og aðstoðarpresta flytja pred- ikanir við visitatíur og yfirheyra böm og unglinga í kristnum ffæðum. Þessar visitatíur vom heldur vel sótt- ar af sóknarmönnum. Dró nokkuð til að menn fýsti að sjá þenna umsjónar- mann, með því að ýmsar sagnir höfðu af honum gengið í fyrstu. En hvarvetna kom í sama stað niður: Harboe vann sér vinsældir allra. Hann beitti þeirri aðferð að víkja engum presti vegna þekkingarskorts, ef söfhuðir óskuðu að mega halda honum áffam. Þá var prestur að Hofi á Skagaströnd, Ámi Davíðsson, og þótti hann fáffóður. Fyrir hann lagði Harboe þá þraut að leysa úr spum- ingum ffæðakversins „Ponta“, eftir nokkum viðbúnað. Varð nokkur dráttur, en svo fór að honum var leyft að halda stöðu sinni. Nábúaprestur hans var síra Jón Bjamason á Holta- stöðum. Hann þótti bæði fáffóður og rækta lítt embætti sitt sem sómdi. Honum bauð Harboe að fela aðstoð- arpresti prestsþjónustu í báðum sóknum sínum. Á Knappsstöðum í Stiflu var síra Halldór Pálsson. Hann var svo illa að sér að Harboe taldi hann óhæfan 1 kennimannastétt, en hann var maður vinsæll og báðu sóknarmenn hans um að fá að halda honum. Harboe lét það eftir þeim og dró þar einkum til að prestur þessi var ffábitinn drykkjuskap. Þyngst féll Harboe ofdrykkja í fari kenni- manna, enda talsvert algeng um þær mundir. Ekki veik hann þó neinum ffá prestskap fyrir þær sakir, en þann hátt hafði hann á, að hann tók þá, er breyskir vom í þessum efnum eins- lega fýrir og hvatti þá í bróðemi til að bæta ráð sitt, enda hæfði illa að þeir, er vera skyldu fýrirmyndir öðram, gerðu sig seka um slíkt. Þess skal getið að þá var síra Þorvarður Bárð- arson, nokkuð kunnur maður, prestur að Kvíabekk og þótti heldur drykk- felldur og þá óeirinn, er hann var að drykkju. Harboe fór á fúnd prests og ræddi við hann. Féll vel á með þeim og lét Harboe svo ummælt að eigi myndu allir síra Þorvarði ffemri, þótt betri væra taldir. Og hélt síra Þor- varður prestskap, en hann var raunar vel gefinn maður. Er ekki um það að orðlengja að Harboe hlaut ástsældir allra í Hólabiskupsdæmi, þeirra er nokkur skipti þurftu að hafa við hann. Jafnvel þeir er mest höfðu kviðið komu hans, töldu góðan engil hafa yfirgefið Hólabiskupsdæmi er hann hvarf þaðan alfari. Það vitni bera mætir menn Harboe að mjög hafi skipt til hins betra við komu hans í Norðurland og prestar þar eftir rækt miklu betur embættisstörf sín ýmisleg, einkum bamaffæðslu og húsvitjanir, en þessi störf hvor tveggja hafði Harboe mjög brýnt fýr- ir kennimönnum. Nú bar svo við að Jón biskup Áma- son í Skálholti andaðist á öndverðu ári 1743. Og er það spurðist til Kaup- mannahafnar tók kirkjustjómarráðið þann kost að ffesta einnig veitingu Skálholtsstóls, þangað til Harboe hefði lokið eftirlitsstarfi sínu um land allt. Var því þá ekki enn lokið nyrðra og gat Harboe eigi fýrr en á næsta ári hafið yfirreið sína um Skálholtsbisk- upsdæmi. Var nú Harboe þar í nýju erindisbréfi falið sams konar vald sem hann hafði ffá upphafi haft nyrðra. Ekki vita menn hversu Jón biskup Amason tók sendifor Harboes til landsins, en hitt er víst að Harboe gætti þess vandlega, jafúan er hann þurfti að skipta við Jón biskup, að sýna honum verðugan sóma, enda fer hann lofsamlegum orðum um fram- komu biskups við sig. Frá Hólum fer Harboe 11. júní 1744 austur í Múla- þing og var kominn að Vallanesi 27. júní. Meðan á þessu stóð hafði hon- um verið veitt biskupsembætti að Niðarósi (1743). Vildi hann því hraða sem mest dvöl sinni hérlendis. Tók hann því upp annan hátt um eft- irlit í Skálholtsbiskupsdæmi en nyrðra, gerði sér ekki ferð í hvert prestakall, heldur kvaddi presta í hveiju prófastsdæmi til fúndar við sig á ákveðnum stöðum, en dvaldist þar síðan nokkra daga og átti tal við presta. Prestum í Múlaþingi stefndi hann saman í Vallanes og að Hálsi í Hamarsfirði. Hafðist hann við í Vallanesi frá 27. júní til 10. júlí, en að Hálsi 11.-14. júli. í Skaftafellsþingi stefndi hann prestum fýrir sig í Bjamanes (varþar 16.-21. júlí) og að Ásum í Skaftártungu (var þar 24.-28. júlí). Mun hann síðan hafa haldið til Skálholts. Haustið 1744 er hann í Skálholti og 12. okt. stefúdi hann þangað til fúndar við sig öllum prest- um, er til ferðar vora færir, úr Rang- árþingi, Ámesþingi og Kjalames- þingi. Vorið 1745 lagði hann leið sína vestur og reið um Vestfirðinga- fjórðung allan. Hafði hann þar fúndi á ýmsum stöðum með kennimönn- um, 28. maí í Stafholti, 9. júní í Snóksdal, 18. júní að Reykhólum og að lyktum í Vatnsfirði. Hafði hann þá farið um land allt á fjóram sumram og fengið þann veg ágætt tækifæri til þess að kynnast högum landsmanna, einkum í trúarefúum, og var það að- alerindi hans. Húsaginn Harboe hafði á fýrsta vetri að Hól- um fengið svo góða þekkingu í ís- lensku að hann skildi málið vel á bók og allt sem talað var, en lengstum var honum ótamt að tala íslensku og veigraði sér við því, nema til væri neyddur. Spumir Sunnlendinga af framkomu Harboes nyrðra urðu til þess að greiða götu hans syðra, enda fékk hann betri viðtökur þar en í fýrstu nyrðra. Og miklu betri vistar- vera fékk hann í Skálholti en að Hól- um, því að á húsakynnum var mikill munur. Um áhuga Harboes og árangur ferða hans og rannsókna ber vitni hinn mikli fjöldi fýrirmæla frá konungi er að tillögum hans kom fram til um- bóta trúarefnum og siðum lands- manna og öðra því er ábótavant þótti i landinu. Þau fýrirmæli sem konung- ur setti um helgidagahald, um heim- ilisaga, um stofnun hjúskapar, um húsvitjanir, um fermingu og viðbún- að bama til hennar, birtar á áranum 1742-6, vora allar rannar frá Harboe að efni til. Dómurinn um allar þessar aðgerðir er vitanlega mestmegnis bundinn við þá tíma og þann jarðveg er þær sprattu af. Enginn, sem hefir tíðarandann og háttu aldar í huga, mun fá neitað því að þær horfðu allar til siðferðilegra bóta, enda yfirleitt vel tekið af landsmönnum, þótt sum- ar féllu ekki öllum alls kostar vel í geð, svo sem afnám á sumum alþýð- legum skemmtunum og samkomum er átt höfðu sér langan aldur með þjóðinni. Ymis atriði hinnar nýju helgidagalöggjafar sóra sig í ætt heit- trúnaðarstefnunnar, eins og henni hagaði í nágrannalöndunum og mið- uðu að því að setja ákveðinn helgi- blæ á líf einstaklinga, jafht hvers- dagslega sem um helga daga. Urðu þá ýmsir þjóðlegir kirkjusiðir að þoka, ef ekki áttu stoð í ritningunni. Svo var um helgihald á jólanótt, sumardaginn fýrsta og vetrardaginn fýrsta. Var sumt þetta talið óþarft, sumt leifar úr kaþólskum sið eða jafnvel heiðni. Konungsboð 29. maí 1744 ræðir um þessi efni og var þá skírdagur og fostudagurinn langi gerðir lögheilagir dagar, þó svo að í illum áram skyldi þá daga heimilt að róa til fiskjar. Þá var og bannaður heitdagurinn fomi eða einmánaðar- samkoma, en hún hafði um ómunatíð verið haldin norðanlands þriðjudag- inn fýrstan í einmánuði og var mark- miðið að miklu leyti fijáls styrktar- starfsemi við fátæklinga; þótti þetta helgihald andstætt því sem tíðkaðist í löndum konungs. Norðlendingar tóku ekki afnámi heitdagsins þakk- samlega. Þeir rituðu kirkjustjómar- ráðinu 1755 og beiddust þess að fá hann aftur lögleyfðan. Gekkst fýrir þessu einkum Sveinn lögmaður Sölvason og rituðu með honum und- ir bænarskjalið 8 aðrir veraldlegri fýrirmenn. En ekki bar það nokkum árangur. Harboe tók upp tillögu Jóns biskups Amasonar um hömlur á flutningi brennivíns til landsins, og fór lof- samlegum orðum um stefnu hans í þessu máli. Tók hann upp tvö erindi Jóns biskups til konungs um þetta efni, frá áranum 1733 og 1735, og skírskotaði til þeirra í nýju erindi til konungs. Fer hann fram á það að fúll- komið bann verði lagt á brennivín, en ef það þyki ógerlegt vill hann fá hömlur settar við sölu þess og refs- ingar lagðar við óhófi í drykkju, og þá fýrst og fremst á embættismenn. Ef sýslumaður komi dralckinn til þings, varði 10 rd. í fyrsta sinn, þre- faldri sekt í annað sinn og hafi fýrir- gert embætti sínu ef þetta kemur fýr- ir i þriðja sinn. Ef prestur gerist sekur um slíkt hið sama við guðsþjónustur eða í skriflastól skyldi kæra til pró- fasts, svo að sakaraðili verði dæmdur frá embætti, en þeir er hylma yfir eða þegja um slíkt skulu sektaðir harð- lega. Um almenning vildi hann fá þau ákvæði sett að ef maður.kemur drakkinn til skrifta eða gerist drukk- inn eftir skriftir, skuli honum dæmd opinber aflausn, fjögurra marka sekt til fátækra manna, og settur skal hann frá sakramenti, þangað til hann hefúr bætt ráð sitt svo sannað sé. Þeir sem koma drakknir til kirkju eða þings skulu settir í gapastokk í fjórar stund- ir. Ef stúdent (prestsefhi) verður upp- vís að drykkjuskap skyldi ekki mega veita honum embætti eða vígslu fýrr en nokkur ár væra Iiðin og sé þá sannanlegt að hann hafi bætt ráð sitt. Skyldi þetta ganga jafht yfir alla stúdenta, hvort sem betur eða verr væra að sér. En tillögur Harboes í þessu efúi strönduðu á sama skeri sem tillögur Jóns biskups Ámasonar, réttindum verslunarfélagsins. Fátt um fína drætti í klerkastétt Svo hafði verið ráðgert að Harboe fýndi og benti stjóminni á mann er telja mætti gott biskupsefni norðan- Iands. Hugði hann í fýrstu að hentug- ast myndi að leita meðal prófastanna, en við nánari kynni þótti honum þeir lítt bera af öðram kennimönnum. Officialis eftir Stein biskup Jónsson var síra Þorleifúr Skaflason að Múla, mikilmenni í öllum greinum, en fom í háttum, prýðilega gefinn og vel að sér, en ekki þótti hann fjárgæslumað- ur og lítt taldi Harboe fræðslu al- mennings i prestakalli hans ffemri en annarstaðar; það barst og Harboe til eyma að hann væri drykkfelldur. Síra Bjöm Magnússon, er áður getur, tel- ur Harboe með öllu óhæfan; sé hann að vísu reglumaður en þekkingarlítill og leggi litla stund á að efla guðs- heiður, enda sé það einkenni þeirra manna sem mest stundi vegsemd sjálfra sín. Síra Sæmund Magnússon í Miklabæ telur hann of makráðan og lítt einbeittan. Einna mest telur hann til gildis síra Þorsteini Ketilssyni að Hrafhagili og nefnir hann meðal fimm kennimanna í Norðlendinga- fjórðungi, er skari ffarn úr öðrum að áhuga, skyldurækni 'og þekkingu. Hinir vora síra Ormur Bjamason á Mel í Miðfirði, síra Stefán Einarsson að Laufási, síra Jón Þorleifsson, Skaftasonar (þá kirkjuprestur að Hól- um) og síra Jón Jónsson að Hofi á Höfðaströnd. Er það þá tillaga Har- boes að svo ffamarlega sem biskup skuli skipaður þá þegar, verði síra Þorsteinn fýrir vali, en með því að hann sé maður ekki metorðagjam, muni beinlínis verða að leggja fýrir hann að taka við stöðunni, fara utan og taka vígslu. Síra Stefán Einarsson þykir honum álitlegt biskupsefni, en telur það þó nokkum galla á honum að hann hafði orðið að fá uppreisn fýrir of bráða bameign með konu sinni. Kveðst Harboe með góðri sam- visku ekki geta bent á fleiri en þessa tvo. Þetta var 1742. En ári síðar vík- ur Harboe aftur að þessu atriði í til- lögum sínum og hneigist hann þá helst að þeirri tillögu Jóns Thorcilli- usar að til biskups verði tekinn danskur maður eða norskur, en beið- ist þó jafnffamt fastlega undan því að sér verði falið embættið. Ekki hefur kirkjustjómarráðinu litist þessi leið hentug, því að í næstu tillögum sín- um (1744) leggur Harboe það til að síra Stefán Einarsson verði biskup. En þegar til kom reyndist síra Stefán ófáanlegur til þess að taka við emb- ættinu. Verkalok Þeir Harboe og Jón Thorcillius luku starfi sínu hér sumarið 1745 og fóra utan í ágúst þá. Höfðu þeir þá verið hér 4 ár. Mátti kalla að mjög hafi ver- ið skipt um við brottför Harboes og fýrstu viðtöku. Átti hann hér hvar- vetna vini, er hann fór í burt, enda reyndist hann til æviloka (d. 1783) hinn mesti vinur íslendinga, þar er hann fékk því við komið, ekki síst eftir að hann var orðinn Sjálands- biskup. Kom það einkum ffam í harðindum þeim er landið varð fýrir síðar. Eins studdi hann mjög íslend- inga sem nám stunduðu í háskólan- um í Kaupmannahöfh um daga hans og til hans leituðu. Kirkjumál lands- ins lét hann auðvitað einnig mjög til sín taka jafnan eftir þetta og beitti áhrifúm sinum þar samkvæmt sann- færingu sinni. Það var meðal annars til hans að rekja að konungur setti fýrirmæli um að stofna í háskólanum sérstakt trúgæslunámskeið handa ís- lenskum guðfræðingum, þótt ekki yrði af. Þá var og ffá honum rannið konungsboð 4. maí 1759. Varþar lagt fýrir biskupa landsins að velja árlega að minnsta kosti einn efnilegan námssvein til læringar í einhveijum latínuskólanna á Sjálandi; skyldu þeir fá fúllan námsstyrk, en hverfa heim aftur er námi væri lokið, svo landið nyti þeirra. Að öðra leyti er þess að geta um ár- angurinn af þessari sendiför Harboes að sum ákvæðin í fýrirmælum þeim sem frá honum vora rannin vora svo löguð að lítt þótti henta að beita þeim og féllu þau þá niður sjálfkrafa. En margt tillagna hans var til bóta. Svo var um skólaskipanina sem sett var 1743, ef henni heföi verið beitt svo sem til var ætlast. Sama má segja um húsvitjanir og um viðbúnað við fermingu bama. Hér til má enn nefúa erindisbréf til biskupa 1. júlí 1746 og er það enn að nokkra í gildi. Þá vora og fýrirmælin um prestþjónustubæk- ur rannin frá Harboe og er mein að því að þeim var ekki fýlgt alstaðar. Fyrirmælin um helgihaíd og húsaga vora auðvitað ávöxtur hinnar ríkj- andi trúarstefúu og hlutu að standa jafúlengi sem hún, en hún var raunar jafnan veik hérlendis. Samverka- maður Harboes, Jón Thorcillius, átti jafúan heima í Kaupmannahöfú eftir þetta, enda var hann vel virtur þar og gerðist fjáður. Harboe vígðist til embættis síns sem biskup í Niðarósi í mars 1746 og hafði þá fúndist biskupsefnið fýrir Norðlendinga, því Halldór Brynj- ólfsson vígðist sama dag biskup að Hólum. Reyndist hann nýtur og dug- andi í embætti. Með Harboe og þeim umbótum í trúar- og menntamálum er hann átti frumkvæðið að urðu svo merk tíma- mót í þessum efúum í íslensku þjóð- lífi að hans mun ávallt minnst meðal þeirra erlendra manna sem íslending- ar eiga hvað mest upp að unna í sögu sinni. ftffiídit QSmm ;> y uuesfjan 2C ^íant>e. m 3. 3««« scnuo 174«- Prcctt <« iDColum 1 ^tuíífflOol Sltmo 1746. Titilsíða tilskipunarinnar um húsagann á islandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.