Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. júlí 1990 HELGIN 11 Renault 19 Chamade: Einn sá besti af milliflokksbílum Renault 19 Chamade er frekari út- færsla eða framhald af Renault 19 bílnum og eina af fyrri útgáfunum, GTS bílinn, tókum við i prófun fyrir um einu og hálfu ári. Ekki þarf að hafa um það nein stóryrði önnur en þau að sá bíll féll okkur afbragðsvel í geð. í sjálfu sér þarf heldur ekki að vera með neinar málalengingar um þenn- an. Hann er líka greinilegur af- bragðsbíll að flestu leyti. Chamade er sedan - fólksbíll með skotti - og það gerir hann talsvert notadrýgri og þar með áhugaverðari en gamla GTS bíl- inn fyrir kalla eins og undirritaðan. Skottið er mjög rúmgott, mér sýnist að það sé hvað stærst í Chamade, sé miðað við aðra bíla í sama stærðar- flokki. Skottlokið opnast langleiðina niður að stuðara þannig að allur um- gangur er auðveldur og ekki þarf að vera að sveifla stórum og þungum töskum yfir háa brún eins og í Regöt- unni minni. Og ef skottrýmið dugar ekki, þá má leggja niður bakið á aft- ursætinu að ýmist einum þriðja eða tveim þriðju hlutum. Við það mynd- ast slétt gólf ffam að framsætum. Frágangur inni í bílnum er allur hinn besti og að því er mér frnnst meira þýskur en franskur. Sætin eru þó franskari en almennt gerist í þýskum bílum - mýkri. Hins vegar styðja þau ekki síður að skrokknum á réttum stöðum en sæti í góðum þýskum bíl- um gera gjaman og bílstjórasætið er auk þess stillanlegt á alla enda og kanta. Það fer því ágætlega um ökumann undir stýri og öll stjómtæki og mælar liggja þægilega við höndum og sjón- um. Það sama gildir um Chamade bílinn og hlaðbakinn, að fáum bílum er betra að áka. Fimm gíra skiptingin er hámákvæm, fjöðrunin er slaglöng en þó það stinn að bíllinn er ekkert að sveiflast eða að taka dýfúr. Hún er einfaldlega þannig að fjöðrun gerist ekki betri og er nánast sama við hvaða aðra bíla er miðað. í akstri er bíllinn hljóðlátur og í hon- um heyrist litlu hærra á vondum mal- arvegi en á góðri íslenskri „hrað- braut.“ Chamade hefúr auk þess fengið vökvastýri sem fyrirennari hans fyrir einu og hálfú ári hafði ekki. Ég sagði reyndar um þann bíl að vökvastýrið væri óþarft og ég stend svo sem við það enn og miða þá við eigin smekk að sjálfsögðu. Því skal þó ekki neitað að vökvastýrið er þægilegra þegar verið er að leggja bíl í stæði. Þá hefúr Chamade fengið stærri vél en hlaðbakurinn og það finnst. Sá gamli var afar sprækur og skemmti- legur en Chamade er enn sprækari. Hann bókstaflega skrugguvinnur hvar sem er á snúningssviði vélarinn- ar og standast fáir honum snúning. Vélin er 1721 ccm og afkastar 66,5 kW sem svarar til eitthvað rétt undir 100 hestöflum og hún kemur bílnum á tæplega 200 km hraða ef einhveij- um líður betur við að vita það. Þótt talsvert vantaði á að bílnum hefði verið ekið á hámarkshraða, þá var þó hægt að finna að hann gæti alveg þol- að að rúlla það hratt áffarn á þýskum átóbana ásamt öðrum betri bílum. Renault Chamade liggur afbragðs- vel á vegi. Fjöðrunin er sjálfstæð á sérhverju hjóli. Að ffarnan eru McPherson-fætur og jafnvægisstöng, eins og algengast er en að aftan eru hjólin fest á fjaðraarma sem tengdir eru þverspymum sem virka þannig að þegar bíllinn leggst á fjaðrimar f beygjum þá beygja afturhjólin lítil- lega og rétta bílinn af í snöggum beygjum. Þetta finnst glöggt þegar snöggbeygt er á talsverðri ferð og ég fann vel kosti þessa þegar önd með unga sína kom skyndilega askvað- andi upp á veginn í Grímsnesinu og Kannastu við álfa, tröll eða drauga? Mál og menning undirbýr útgáfu bókar meö íslensku vættatali, þar sem gerð verður grein fyrir nafngreindum yfirnáttúrulegum verum sem einhverjar sagnir eru til um á íslandi. Leitað hefur verið fanga í öllum helstu þjóðsagnasöfnum og fornsögum. Heimildir um slíkar verur geta þó leynst ótrúlega víða, ekki síst í munnmælum. Því biðjum við þá sem kannast við drauga, huldufólk, tröll, verndarvættir eða aðrar yfirnáttúrulegar verur, sem ekki er að^finna í stærri þjóðsagnasöfnum, að skrifmokkur í draugadeildinni. og menning „Draugadeild“ Laugavegi 18, Reykjavík. Renault 19 Chamade er gullfallegur á að líta. Hann er einnig sérlega þægilegur, hljóðlátur og aksturseigin- leikar hans eru með ákjósanlegasta móti. Tímamynd Ami Bjama Skottið er mjög rúmgott og skottlokið opnast milli Ijósanna alveg niður að stuðara. Þá má leggja bakið á aft- ursætinu fram og skapa þannig geymslurými fram að framsætunum. Tímamynd Ami Bjama. ég snarlagði á til vinstri á 90 km hraða og síðan strax á eftir til hægri til að forðast bíl sem kom á móti. Það urðu engar sveiflur, skrens eða vesen við þetta. Bíllinn bara lét að stjóm og svo ekki neitt meira með það. Kynni mín af Renault 19 bílunum eru þess eðlis að í það heila tekið tel ég mig geta fúllyrt að hér eru á ferð- inni afbragðs bílar með aksturseigin- leika sem gerast vart ákjósanlegri. Renault hefúr um nokkra hrið haft heldur slæmt orð á sér á íslandi og hvort það hefúr verið réttmætt eða ekki veit ég ekki. Hins vegar er það svo að Renault 19 bílamir vom hann- aðir frá grunni og ffá upphafi stóð til að búa til bíla sem væm sterkir og vandaðir, en ekki neinar blikkdósir. Það kemur líka fram í þyngd þeirra; Renault Chamade GTX er rétt við tonn að þyngd og í akstri finnst að bílamir era mjög „stabílir" og svipar mjög til stórra og vandaðra bíla eins og Volvo 740, BMW 518 og fleiri slíkra. Ég held að þessir bílar eigi eftir að gera það gott hér á landi og ganga af slæmu orðspori Renault dauðu. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.