Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. júlí 1990 HELGIN 13 Lokaorð: Bestu þakkir Sú ferð, sem hér að framan hefur ver- ið greínt frá í hnotskum, er ein af þeim fimm hópferðum, sem Stéttarsam- band bænda hefur skipulagt til ann- arra landa á þessu ári. Svo er nútima tækni og verksparandi tækjum fyrir að þakka að æ fleiri, sem í sveitum lifa og starfa, hafa betri tíma og tækifæri að líta út fyrir landamerkin nú en áður var. Bændaferðimar frá íslandi til hinna ýmsu landa em fræðandi og jafhffamt kærkomnar flestum; að gleðjast með glöðum og lyfta hversdagsleikanum frá hinni linnulitlu önn dagsins, á ann- að og víðara svið. Búskapur og bóndastarfið er vissu- lega ólíkt frá einu landi til annars. Tíð- arfar, landgæði, stjómkerfi og margt fleira kemur hér inn í myndina. íslenska bændafólkinu þótti það „ný speki“ að sjá heyskaparmáta þýsku bændanna og kýmar undir þaki hjá kúa- bændum, að því er virtist, árið um kring! Hinir víðáttumiklu akrar lyftu brún- um á mörgum íslenska bóndanum og hinn endalausi gróður, svo hvergi sá á stein, flóð eða flag, um víðáttuna miklu ffá Atlantshafi til Alpafjalla! Umgengni í sveitum — hús og garð- ar í þéttbýli bera þess víðast vott að fólkinu þykir vænt um sinn blett og bætir hann eftir fongum. Mengun loftsins og hið mollulega út- sýni flesta daga, mun hafa sannfært flesta ferðalanganna um það að „heima er best“ — og góði maturinn íslenski, handan við hafið, ferska vatnið, loftið — og „hin nóttlausa, voraldar veröld þar sem víðsýnið skin“, er sá fjársjóður sem miljóna- þjóðimar munu öfunda okkur af í æ ríkara mæli á ókomnum árum. Að lokum, ágætu ferðafélagar: Hafið kærar þakkir fyrir samveruna og ógleymanlega daga. Fararstjórunum, Agnari, Stefáni og Hólmffíði, ásamt þeim Fjólu og Sigrúnu, em sendar sér- stakar þakkir fyrir góða og árangurs- ríka fararstjóm. Stjas. Heimsókn hjá bæverskum flárbónda. Slgling á Dóná. WO NÝ SmáMál LÖGÐ UNDIR DÓM ÍSLENSKRA SÆLKERA! Annað varðar hreint súkkulaðifrauð en hitt myn tus úkkulaðifrauð. Tvö smámál sem snerta alla þjóðina. Takið þau fyrir strax. ~TTO~

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.