Tíminn - 31.07.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.07.1990, Blaðsíða 2
2 tímihn Útgerðarfélag Húsavíkur hf. stofnað til þess að: Kaupa viðbótarkvóta fyrir skip Húsvíkinga stjóri Samvinnubankans á Húsavík í tvo áratugi en var eftir kosningamar í vor ráðinn bæjarstjóri á Húsavík og mun taka við þvi starfi þann 1. sept- ember n.k. Aðspurður taldi hann áhugavert að taka við þessari nýju stöðu og kvaðst hlakka til að takast á við önnur og ný verkeíni. Það liggur því beint við að spyija nýjan bæjarstjóra um helstu fram- kvæmdir sem standa yfir á Húsavík á þessu ári. „Við erum svolítið að vinna hér í gatnagerð. Stærstu framkvæmdimar em þó líklega í hafnargerð. Það em viðbætur og stækkun á haíhargarðin- um og stækkun á athafnaplássi þar. Þetta er stór ffamkvæmd sem staðið hefúr í ein 2 til 3 ár. Við emm líka að byggja við Fram- haldsskólann á Húsavík. í raun er þetta viðbygging við Grunnskólann til þess að hægt verði að flytja hann allan saman. Grunnskólinn hefúr að hluta til verið í húsi Framhaldsskól- ans sem fær það húsrými þá til sinna umráða". Að sögn Einars hefúr Framhaldsskólinn búið við mikil þrengsli þannig að öll stækkun hans og efling byggist því að hann fái rýmra húsnæði. Og þetta segir hann mjög aðkallandi þvi ungir Húsvík- ingar hafi af þessum sökum margir þurft að sækja ffamhaldsskóla í önn- ur byggðarlög. „Það er mikið hagsmunamál fyrir byggðarlag eins og hér er að geta menntað unglingana sem lengst heima. Með því vinnst hvort tveggja að fleiri unglingum er unnt að fara i ffamhaldsnám og ekki síður hitt, að það dregur úr því að fólk flytji brott beinlínis vegna menntunar bama sinna, eins og algengt hefúr verið víða um land“. Einar segir þessa skólabyggingu stóra framkvæmd sem nú er verið að byija á. Jaffiffamt gat hann þess að ný heilsugæslustöð er í byggingu á Húsavík. Hún er tilbúin undir tréverk og vinna við innréttingar stendur yfir um þessar mundir. - HEI Nær 80 einstaklingar og félög gerðust hluthafar í Útgerð- arfélagi Húsavíkur hf. á stofnfundi þess þann 26. júlí. Fé- lagið verður almenningshlutafélag og höfðu áðumefndir hluthafar skrifað sig fyrír tæplega 21 millj.kr. hlutafé við stofnun þess. Stjómin hefúr síðan heimild til að auka hluta- fé í 50 millj.kr. án sérstakrar samþykktar hluthafanna. Helsta markmið félagsins, til að bytja með a.m.k., er að kaupa kvóta, sem félagið síðan leigir til þeirra skipa sem fýrír em á staðnum og gætu aflað meira heldur en þeirra eigin kvóti leyfir. Um leið eykst vinna í landi. „Þetta er beinlínis gert til atvrnnu- uppbyggingar á staðnum. Þ.e. að reyna að treysta hráefnisöflun til þessara fiskvinnslufyrirtækja hér á staðnum og þar með atvinnu fýrir fólkið", sagði Einar Njálsson einn stjómarmanna í félaginu. Til að byija með sagði hann að reynt verði að safna meira hlutafé. Stefnt sé að því að fylla þessa 50 m.kr. heimild, enda verði þeim mun auð- veldar að reka fýrirtækið sem meira eigið fé er í því. Jaftiframt segir Einar að reynt verði að kaupa kvóta, hugsanlega án þess að kaupa skip, eða þá kvóta og skip sem hægt verður að úrelda eða selja til útlanda. „Við erum hér bæði með báta og skip sem vantar meiri kvóta, þ.e. gætu veitt miklu meira en þann kvóta sem þau hafa“, sagði Einar. Með stofnun félagsins vilja Húsvík- ingar reyna að koma í veg fýrir at- vinnuieysi sem þar er farið að gæta eins og víða annarsstaðar á landinu. „Við sáum s.l. vctur atvinnuleysi sem ekki hefur verið hér á Húsavík á undanfómum ámm. Það var kannski ekki mjög mikið. En þetta var nýtt íýrir okkur hér á Húsavík og allt at- vinnuleysi er líka of mikið“. Atvinnuástandið um þessar mundir segir Einar þó þokkalegt. T.d. hafi iðnaðarmenn nú þokkalega vinnu. Enda sé m.a.s. ofúrlítil aukning í íbúðabyggingum á Húsavík í ár mið- að við undanfarin ár. Þótt söfnun meira hlutafjár og kvótakaup séu fýrstu mál á dagskrá Utgerðarfélags Húsavíkur hf. má bú- ast við að starfsemi þess verði víð- tækari í framtíðinni ef miðað er við samþykktir félagsins. En þar segir m.a.: Tilgangur félagsins er rekstur útgerðar, kaup á aflaheimildum, út- flutningsstarfsemi og hvað eina er lýtur að fiskveiðum og vinnslu, við- skiptum með fisk og fiskafúrðir sem og aðrar afúrðir. Ennfremur rekstur fasteigna og lánastarfsemi allskonar. Einar Njálsson hefúr verið útibús- Vinningstölur laugardaginn 28. júlí '90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 1.984.646 2. 4af5^P 86.032 3. 4 af 5 120 4.946 4. 3af 5 3.636 380 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.303.974 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 • LUKKULINA 991002 Frá afhendingu fullgildingarskjala fslands. F.v. Michel Hansenne, for- stjóri stofnunarinnar, Kjartan Jóhannsson sendiherra, Gylfi Kristinsson, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, og Stefán Jóhannsson sendifull- trúi. ísland fullgildir sína 16. sampykkt Kjartan Jóhannsson, sendiherra ís- lands hjá alþjóðastofnunum í Genf, afhenti forstjóra Alþjóðaatvinnu- málastofnunarinnar, fýrir Islands hönd, skjöl sem fúllgilda tvær al- þjóðasamþykktir stofnunarinnar. Hér er um að ræða samþykkt frá árinu 1964 um stefnu í atvinnumálum, og frá árinu 1983 um starfsendurhæf- ingu og atvinnumál fatlaðra. Þessar fúllgildingar koma í kjölfar þess að á síðasta Alþingi voru sam- þykktar tvær þingsályktunartillögur um heimild til að fullgilda þessar samþykktir. 10 ár eru síðan Island fúllgilti síðast samþykkt frá Alþjóða- vinnumálastofnuninni, en alls hefúr Island fúllgilt 16 af 169 samþykktum sem þing stofnunarinnar hefúr af- greitt ffá árinu 1919. Slíkar sam- þykktir fela í sér skuldbindingar um lágmarkskröfúr á hinum ýmsu svið- um vinnu- og félagsmála. -hs. Taflfélag Reykjavíkur: 90 ÁRA í HAUST Taflfélag Reykjavíkur mun í haust halda upp á 90 ára afmæli sitt. Það var 6. október árið 1900 sem þeir Einar Benediktsson og Pétur Zop- honíasson ásamt fleirum stofnuðu Taflfélag Reykjavíkur. Þessa verður minnst með affnælishátíð helgina 6,- 7. október. Meðal þess sem þá mun fara fram er t lót sem stefnt er að að verði hið fjöl- mennasta sem haldið hefúr verið hér á landi. Stefht er að því fá allt að 2000 skákmenn til keppninnar. Munu þar annars vegar skólaböm tefla sam- an og hins vegar verður um að ræða almennt hraðskákmót. Þá verður einnig haldin ráðstefna þar sem rædd verður staða skákarinnar í dag. Taflfélag Reykjavíkur hefúr ráðið Einar Trausta Óskarsson til þess að standa að kynningu, undirbúningi og framkvæmd afmælisins. GS. Þriðjudagur 31. júlí 1990 Pétur Melsteð, ritstjóri tímaritsins Hár & fegurð, skipuleggur næstu fristæl- og tískulínukeppni sem haldin verður hér á landi í sam- vinnu við Xavier Wenger, fbrseta Alheimssamtaka hársnyrtifölks. „Hjálpum jörðinni, björgum skógunum“ Þann þriðja mars á næsta ári verður haldin hér á landi alþjóðleg hár- greiðslukeppni á vegum tímaritsins Hár & fegurð. Slagorð keppninnar að þessu sinni verður „Hjálpum jörðinni að anda - björgum skógunum". Var keppnin nýverið kynnt á annarri stærstu sýningu sinnar tegundar i Englandi fýrir um það bil 30 þúsund- um manna víðs vegar að úr veröld- inni. Þar að auki hefúr keppnin verið kynnt í um 150 tímaritum erlendis. Eftir að hafa heimsótt Island mæltist Xavier Wenger, forseti alheimssam- taka hársnyrtifólks, til þess að jafn- framt næstu keppni verði safnað pen- ingum til styrktar skógrækt á Islandi í samræmi við yfirskrift keppninnar. Keppnin sem haldin var á þessu ári bar yfirskriftina „Vemdum ósonlag- ið“. Samtals tóku átta þjóðir þátt í henni og að sögn Péturs Melsteð, rit- stjóra Hárs & fegurðar, vakti hún gif- urlega athygli erlendis. Meðal annars hafa birst ellefu síðna greinar um keppnina og ísland í fjórum þekkt- ustu hártísku, og tískublöðum Eng- lands. En frá Bretlandi kom mikill fjöldi hárgreiðslufólks til að fýlgjast með, yfir 1500 manns auk fjölda ann- arra gesta að sögn breskra blaða- manna. jkb Dregið úr út- flutningi á ferskum laxi til Japans Heldur hefúr dregið úr útflutningi á ferskum fiski til Japans miðað við fýrri ár. Japanir eru frekar kröfúharðir hvað varðar stærðar- flokka, vilja lax sem er 3-4 kíló- grömm og taka síðan eitthvað af stærri fiski. Hins vegar er ekki til svo mikið af þeirri stærð hér á landi og þvi þykir ekki heppilegt að framleiða eingöngu fýrir Jap- an. Þess vegna hefúr það sem fell- ur til af þessari stærð af laxi farið mikið á annan markað, t.d. til Bandaríkjanna, sem tekur við öll- um stærðum. Guðbrandur Sverrisson hjá Sjáv- arafúrðadeild Sambandsins var spurður um hvort reynt hafi verið að senda fleiri tegundir af fersk- um fiski á markað í Japan. „Við höfúm verið með þorsksvil, sem eru bundin við vetrarvertíðina. Þorsksvil eru miðlungsdýr afurð á markaðinum í Japan og ef mögu- leiki er á flutningi til Japans, þá er alveg sjálfsagt að nýta sér hann.“ Guðbrandur sagði að hér væri um háan flutningskostnað að ræða og flutningur beint ekki reglulegur og það gerir útflutninginn erfið- ari. „Annað nýtt á Japan höfum við ekki verið með,“ sagði Guð- brandur að lokum. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.