Tíminn - 31.07.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.07.1990, Blaðsíða 16
AUOUVSINOASÍMAR: 680001 — 086300 j RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 Sími 91-674000 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíniinn ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ1990 Fjármálaráöherra um gagntilboð BHMR: Krafa BHMR um verð- tryggingu óraunhæf Fjármálaráðherra sagði að gagntilboð BHMR í gær fæli ein- göngu í sér orðalagsbreytingu á 15. grein samningsins á þann veg að hækkanir á launum BHMR verði í samræmi við hækk- anir á vísitölu framfærslukostnaðar en þetta þýddi að háskóla- menn fengju í reynd það sama og ASÍ og BSRB og 4,5% að auki og leysti því engan vanda. Ekki var útlit fýrir samkomulag fyrir fund samninganefndar ríkisins og BHMR í gærkvöldi en frestur ríkisstjómarinnar til að ná slíku samkomulagi rann út á miðnætti. Það stefndi því allt í lagasetningu til lausnar deilu BHMR og ríkisins síðast þegar fréttist í gærkvöldi. Ólafur Ragnar Grimsson fjármála- ráðherra sagði að það væri stefiia rík- isstjómarinnar að hverfa ftá vísitölu- tengingum í hagkerfinu, og þar með væri það mótsögn við þá steíhu að taka upp vístölutengingu launa til langframa. Þessi útgáfa af hálfú BHMR þýddi það að þeir fengju áftam allt það sama og ASÍ og BSRB, og 4,5% hækkunina að auki. Fjármálaráðherra átti ásamt samn- inganefnd ríkisins fúndi með fúlltrú- um BHMR á sunnudaginn og í gasr. Tilboð rikisstjómarinnar sl. föstudag fól í sér að 4,5% hækkun launa BHMR frá 1. júlí verði frestað en greidd í áföngum þann 1. desember og 1. mars á næsta ári. Gagntilboð BHMR gerir einimgis ráð fyrir breyt- ingum á 15. greininni og segir ráð- herra að ekki sé hægt að ganga að því en unnið sé að því að leita leiða sem báðir aðilar geti sætt sig við til að koma í veg fynr lagasetningu. Ólafur Ragnar sagði að reynt væri að finna aðrar leiðir en væm í samningn- um til að framkvæma breytingar á launakerfinu um leiðréttingar launa BHMR en 4,5% hækkunin sem fé- lagsdómur kvað upp að bæri að greiða háskólamönnum er einmitt ætluð til leiðréttingar á launamuni hákólamenntaðra ríkisstarfsmanna og háskólamanna á almenna markaðin- um. Ólafúr sagði að enn lægju ekki fyrir gögn um hvss-Hgssi launamunur væri - hvort hann væri mikill eða lít- ill. Páll Halldórsson formaður BHMR sagði í samtali við Tímann í gær að félagsdómur heföi dæmt BHMR þessa 4,5% hækkun og dómurinn byggði á þvi að álit kjarasamanburð- amefndar um launamismun háskóla- manna á almennum markaði og í þjónustu ríkisins lá ekki fyrir. ,J>á átti að greiða þetta sem upp- ígreiðslu upp í væntanlega hækkun. Jafnvel þó að leiðréttingartilefnið myndi reynast minna en þessu næmi, átti það ekki að ganga til baka. Þetta var bara ákveðið ákvæði til að ýta eft- ir því að þetta verk yrði unnið,“ sagði Páli. Páll sagði að menn væru að leita leiða í þessu máli og þeir væru með hugmyndir um að reyna að ijúfa þessi tengsl sem eru á milli samninga BHMR og annarra samninga í land- inu og með því teldu þeir sig koma til móts við ríkið - og þá ekki síður ASÍ og BHMR Hann sagði að það væri eðlilegasta og þægilegasta leiðin til úrlausnar að tengja samningana við framfærslu vísitölukostnaðar en þeir heföu einnig nefnt að tengja þetta við launaþróun háskólamanna á almenn- um markaði en ekki heföi reynt end- anlega á hvort ríkisstjómin væri til viðræðu um það. Varðandi það hvort bráðabirgðalög lægju eKki í loftinu sagði Páll að það yrði mjög erfitt að semja undir hótun- um. „Það er ófært að þurfa að semja aft- ur og aftur við slík skilyrði. Það hins vegar getur ekki haft þau áhrif á okk- ur að við hlaupum fra því sem við höfúm samið um og gefúm eftir það sem við höfúm náð eftir erfið átök,“ sagði Páll. Fundur samninganefndar ríkisins og BHMR hófst að nýju kl. 21 í gær- kvöldi og stóð enn þegar blaðið fór í prentun. Páll sagði fyrir fúndinn að á þessum fúndi kæmi í ljós hvort ein- hver leið væri fær til samninga milli þessara aðila. —só I Reykjavík hækka skattar ein- staklinga meira en fyrirtækja: Herluf hæstur Heildarálagning opinberra gjaida er tæpar 22.400 milljónir áríð 1990 sem er tæplega 21% hærri upphæð heldur en í fyrra. Þar af er einstaklingum gert að greiða 14.762 m.kr. sem er yfir 23% hækkun milli ára. Um 7.634 m.kr. álagning á fyrírtæki er hins vegar um 16% hækkun frá fyrra árí. Heildarálagning á böm, um 10,7 m.kr. er hins vegar 11% lægri upphæð en í fyrra. Herluf Clausen er nýr skattakóngur Reykjavíkur. Honum er gert að greiða rúmlega 20,7 m.kr. í heildar- gjöld hvar af 7,5 m.kr. eru tekjuskatt- ur. Rúmlega 8, l m.k. aðstöðugjald mun hafa komið Clausen á toppinn. Banaslys hjá Tíðarskaröi Banaslys varð á Vesturlandsvegi á aðfaranótt laugardags. At- burðurinn varð meö þeim hætti að bifreið fór út af veginum aust- an við Tíðarskarð. Bifreiðin fór margar veltur og ökumaður sem var einn sfn liðs kastaðíst úr henni með þessum aflciðingum. Maðurinn sem lést hét Stefán Herbert Svavarsson og var til heimilis í Hveragerði. Hann var 27 ára gamall og ókvæntur. G.S. Þorvaldur Guðmundsson er þvi kom- inn í 2. sæti með heildargjöld. í tekju- skatti ber hann þó enn höfúð og herð ar yfir alla aðra með 12,6 m.kr. Þá eiga Þorvaldur og kona hans að greiða tæpar 5 milljónir í eignaskatt sem er þó nærri 3 milljónum kr. lægri upphæð en í fyrra. Búnaðarbankinn er að þessu sinni lang skatthæsti lögaðilinn með um 269 m.kr. heildargjöld en það er hátt í 100 m.kr. hækkun frá fyrra ári. Skatt- ar Landsbankans (125 m.kr.) sem var í efsta sæti í fyrra hafa á hinn bóginn lækkað um 57 m.kr. milli ára. Um 56% af heildarálagningu á einstak- linga er tekjuskatturinn, um 8.131 m.kr. að þessu sinni, sem er 32% hækkun milli ára. Greiðendur eru um 38.340 í ár og tekjuskattur að meðaltali því um 217 þús.kr. á hvem þeirra. Sé tekið tillit til fjölgunar gjaldenda milli ára er hækkunin hins vegar um 24% á mann að meðaltali. - HEI KEYRÐI Á VEGG Ökumaður sem var að keyra á Skógarbraut í Breið- ekki fór verr þar sem mikið af bömum var þama að holti á laugardagskvöld endaði ferð sína á garðvegg. leik þegar atburðinn átti sér stað. Ekki er vitað um or- Bifreiðin hefúr verið á talsverðrí ferð því bremsuför sakir þessa. - GS. eftir hana mældust um 60 metrar. Mesta mildi var að Tímamynd: Pjetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.