Tíminn - 31.07.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 31. júlí 1990
UTLOND
Gisgard vill ekki „stærri Evrópu
„Samvinna Þjóðverja
og Frakka minnkar“
Valery Gisgard D’Estaing, fýrrverandi og hugsanlega væntan-
legur forseti Frakklands sagði á mánudag að þýsk sameining
myndi leiða til þess að samvinna Frakka og Þjóðverja myndi
minnka. í viðtali við blað íhaldsmanna „Le Figaró“ sagði hann að
Þjóðvegar myndu héðan af tala beint við Bandaríkjamenn og
Sovétmenn í stað þess að tala við Frakka
, Jrakkar og Þjóðveijar munu halda Frakka og Þjóðveija á áttunda áratugn-
áíram að ræðast við en við skulum vera um. Þá var hann forseti Frakklands en
raunsæ. Þær viðræður verða ekki leng- Helmut Schmidt kanslari V-Þýska-
ur í brennidcpli", sagði hann. lands. Gisgard segir að þau tengsl hafi
Gisgard átti mikinn þátt í að efla tengsl verið drifkrafturinn í Efrtahagsbanda-
1lagi Evrópu en nú sé kominn tími fyrir
aðra leiðtoga bandalagsins að beita
áhrifúm sínum til að þrýsta á um ffekari
samruna Efhahagsbandalagsríkjanna.
Gisgard segir í viðtali sínu að hann sé
andvigur hugmyndum Helmúts Kohls
kanslara V-Þýskalands um „stærri Evr-
ópu“ sem gæti falið í sér nánari efna-
hagssamvinnu EB, Sovétríkjanna og
Norðurlanda. „Það er ekki hægt að hafa
tvær stefnur“, segir Gisgard. „Ég hika
ekki við að velja ffemur efhahags- og
gjaldmiðilsbandalag 12 EB-ríkja, held-
ur en bandalag allra Evrópuríkja," sagði
hann.
Blóðbað í Líberíu:
Uppreisnar-
menn
deila
Stjómarhermenn í Affikuríkinu Lí-
beríu drápu 200 íbúa höfuðborgarinn-
ar Monróvíu á mánudag. Sama dag
bámst fféttir um ósætti í röðum upp-
reisnarmanna sem sitja um borgina.
Þessar fféttir hafa kynt undir ótta
manna um að stríðið í Líberíu eigi eft-
ir að breytast í eitt alsherjarblóðbað
áður en yfir lýkur.
Sjónarvottar sögðust að konur og
böm hefðu verið helstu fómarlömb
stjómarhermanna. Þeir sögðu að her-
mennimir hefðu ráðist inn í lúterska
kirkjubyggingu rétt fyrir dögun þegar
flestir íbúanna vom sofandi. Einn
sagðist hafa séð lík kvenna með brotn-
ar höfuðskeljar og vom sum líkanna
með ungaböm bundin við bakið. Ónn-
ur lágu í gluggum kirkjunnar og virt-
ust hafa verið skotúi á flótta. Fólkið
sem hafðist við í kirkjubyggingunni
var flest úr Gio og Mano-ættbálkun-
um sem styðja uppreisnarmenn.
Stjómarhermennimir em flestir úr
röðum Krahn- ættbálksins eins og nú-
verandi forseti landsins Samúel Doe.
Alvarlegar ágreiningur hefur komið
upp á yfirborðið milli leiðtoga upp-
reisnarmanna. Yormie Johnson prins,
sem er herstjóri uppreisnarmanna sem
sitja um höfuðborgina, sagði í gær um
Charles Taylor að hann væri komm-
únisti, þjálfaður í Lýbíu og ætti skilið
að fara í fangelsi fyrir fjárdrátt. John-
son sagðist ekki myndu leyfa Taylor
að verða forseti Líberíu ári undan-
genginna kosninga. Johnson var í hópi
150 uppreisnarmanna í liði Charles
Taylors sem hófu innrás í landið í des-
ember. Taylor stýrir nú hersveitum í
miðhluta landsins og stefnir að því að
verða forscti. í febrúar skildu leiðir og
til átaka hefur komið milli stríðs-
manna Taylor og Johnsons. Lítið er
vitað um ágreining þeirra.
Gisgard D’Estaing og Helmut
Schmidt Stærðarhlutföll Frakka
og Þjóðverja hafa raskast!
Lögregla grunar IRA um verknaðinn:
Svarinn andstæð-
ingu rlRAd Irepinn
með bílasp rengju
Breskur stjórnmálamaður, Ian
Gow, svarinn andstæðingur irska
lýðveldishersins IRA var myrtur í
gærmorgun. Sprengju hafði verið
komið fyrir undir bflgrindinni bfl-
stjóramegin og sprakk hún þegar
Gow hugðist stíga inn í bfllinn við
heimili sitt.
Y firmaður bresku andhiyðjuverka-
deildarinnar, Georg Churchill-Cole-
Albanía:
Tekur upp stjórn
málasamband
við Sovétríkin
mann, sagði fréttamönnum að hann
teldi að IRA hefði komið sprengjunni
fyrir en sex klukkustundum eftir
sprenginguna hafði enginn lýst yfir
ábyrgð á sprengingunni. Gow átti
sæti á breska þinginu fyrir breska
Ihaldsflokkinn og var eindregið á
móti því að Bretar drægju úr yfirráð-
um sínum á Norður-írlandi. í síðustu
viku kom hann fram í breska sjón-
varpinu og fordæmdi sprengjutilræði
IRA á Norður- Irlandi sem beint var
gegn lögreglunni í Belfast. Þá drap
jarðsprengja þijá lögreglumenn og
kaþólska nunnu sem var í nálægum
bíl. Gow sagði að IRA myndi aldrei,
aldrei vinna og að Bretar myndu
aldrei gefast upp fyrir mönnum sem
firemdu slík verk. Margaret Thatcher
forsætisráðherra Bretlands sagði í
gær um dauða Gows að hann væri
mikill missir en endurtók orð Gows
að Bretar myndu ekki láta undan
þrýstingi frá hryðjuverkamönnum.
Gow er fjórði þingmaðurinn sem
IRA drepur firá því 1979 þegar annar
háttsettur ráðgjafi Thatchers f mál-
efnum Norður-Irlands, Airey Neave
varð fómarlamb bílsprengju. IRA
hefur að undanfömu staðið fyrir
mörgum sprengingum á Bretlands-
eyjum.
Ísraelskír útvarpsmenn:
Fá borgað
falsa fréttir
ísraelska utanríkisráðuneytið
borgar fréttamönnum útvarpsins í
Jerúsalem fé fyrir að senda erlend-
um fréttastofúm eigin útgáfu af
fréttum frá landinu. Frá þessu
sagði stórblaðið New York Times i
gær.
Undanfarin fjögur ár hefur verið
veitt fé tíl útvarpsfréttamanna sem
fengu að vita hjá utanríkisráðu-
neytinu hvað þeir ættu að segja,
Að sögn blaðsins hafa tugir út-
varpsstöðva i Bandaríkjunum,
Evrópu og annars staðar í heimin-
um birt fréttír þessara fréttamanna
án þess að vita um tengsl þeirra við
ríkisstjómina en fféttamennimir
hafa sagst starfa í lausamennsku.
Af 60 útvarpsfféttamönnum í land-
inu segir New York Timés að 12
hafi verið viðriðnir þetta mál.
Fréttamennimir mættu á fundi í ut-
anríkisráðuneytinu a.m.k. einu
sinní í viku og fengu að vita hvað
ísraelsstjóm vildi að yrði helsta
fréttaeftiið. Þeir fengu afhentar
upplýsingar, töflur og einstaka
sinnum viðtöl sem þeim var bent á
að nota. Utanríkisráðuneyti ísraels
vildi með þessu beijast gegn því
sem það kallar ósanngjama og
Ófúllkomna fféttamennsku af átök-
um Araba og fsraelsmanna.
Utanríkisráðuneyti ísraels svaraði
þessum ásökunum og birti „New
York Timcs“ tilkynningu þar scm
tengsi ráðuneytisins við ffétta-
mennina voru staðfest en þvi neít-
að að þeir heföu fengið greitt fyrir
ómakið. Engu að síður segir f til-
kynningunni að tengsl ráðuneytis-
ins við útvarpsfféttamennina verði
rofrn þar til allar hiiðar málsins
hafi verið kannaðar.
Israelsk stjómvöld skipta sér ekki
aðeins óbeinlinis af þvi hvaða
fréttir berist ffá landinu heldur em
fféttir óháðra fféttamanna, iðulega
ritskoðaðar. Nýjasta dæmið um
það er að i gær var sleppt stórum
kafla úr fféttum Reuters þar sem
sagt var frá afskiptum ísraela af
átökum í Libanon.
Japanir kaupa 80% í
bresku tölvufyrirtæki:
Fujitsu annaó
stærst í heimi
Japanir hafa gengið ffá kaupum á
80% hlut f breska tölvufyrirtækinu
ICL. Eftir kaupin telst japanska fyrir-
tækið Fujitsu annað stærsta tölvufyr-
irtækið í heimi á eftir IBM. Það er
stærra „Digital Equipment Corpor-
ation“ þótt það sé fimm sinnum
minna en IBM. Tilkynnt var um
kaupin á mánudag en með þeim eign-
ast Japanir vemlegan hlut í evrópska
tölvumarkaðinum. Þeir hyggjast reka
ICL áfram sem sjálfstætt fyrirtæki og
með sömu stjómendum.
Stjómvöld í Sovétrikjunum sögðu á
mánudag að þau hefðu samþykkt að
taka upp stjómmálasamband við Alban-
íu. „Sovétríkin og Albanía hafa sam-
þykkt að koma á eðlilegum tengslum og
opna sendiráð sín að nýju í Moskvu og í
Tirönu," sagði Tass fféttastofan á mánu-
dag. Moskvustjóm sleit stjómmálasam-
bandi við Albaníu 1961. Albanir sökuðu
Rússa um endurskoðunarstefnu og
gerðust einu bandamenn Kínveija í Evr-
ópu. Albanir hafa lengi fylgt harðari
Marx- Lenínisma eða Stalínisma en
önnur kommúnistaríki. Þetta hefúr leitt
til algerrar einangrunar þeirra og 1977
slitu þeir stjómmálasambandi við Kína.
Að undanfömu virðist þó áhugi stjóm-
valda hafa aukist á auknum samskiptum
við umheiminn og er stjómmálasam-
band þeirra við Sovétríkin til marks um
það.
Verðbréf enn á lágu verði:
Dollari fellugagnvart marki
Verð á bandarískum doilurum
lækkaði á mánudag í Evrópu og
hefur ekki verið lægra I tvö og hálft
ár. Astæðan er samdráttur í banda-
rísku efnahagslífi að sögn verð-
bréfasala. Við lok verðbréfamark-
aðaríns í Lundúnum var dollarinn
seldur á fyrir 1.61 þýsk mörk. Á
föstudaginn birtust tölur um þjóðar-
framleiðslu í Bandarikjunum sem
sýndu minni vöxt en gert haföi ver-
ið ráð fyrir. I lok þessarar viku birt-
ast tölur um atvinnuleysi í þessum
mánuði og bíða spákaupmenn
þeirra talna með effirvæntingu. Það
sem menn óttast er að samdráttur
eða kreppa sé i aðsigi í Bandarikj-
unum. Verð á hlutatjánnarkaðnum f
New York hefur haldið áffam að
lækka og hefúr það leitt til verð-
lækkana á hlutafjármörkuðum um
allan heim. „Dow Jones“-visitalan
sem náði fyrir hálfúm mánuði 3000
stigum, féll fyrir helgi niður fyrir
2900 stig og hefúr haldið áffam að
síga.