Tíminn - 31.07.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.07.1990, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 31. júlí 1990 Tíminn 15 Sjöunda jafnteflið ÍR-ingar vígja grasvöll sinn — í kvöld er þeir fá Tindastól í heimsókn Stór stund rennur upp í sögu knatt- spymudeildar ÍR í kvöld, en þá leikur 2. deildarlið IR gegn Tindastól á nýj- um grasvelli félagsins í Suður- Mjódd. Fyrsta grastorfan var lögð á völlinn 9. september í íyrra og var lokið við að tyrfa völlinn á þremur vikum. Vallarsvæðið er um 23 þúsund fer- metrar að stærð og er það eitt stærsta grassvæði til knattspymuiðkunar hér á landi. í kvöld verður leikið á 110x80 metra velli. Knattspymudeild ÍR er 20 ára á þessu ári og nýi völlurinn er því góð afmælisgjöf ÍR-inga til sjálffa sín. Leikurinn í kvöld hefst kl. 20.00 á grasvellinum í Suður-Mjódd, en á sama tima verða einnig fjórir aðrir leikir í 2. deild — Pepsídeildinni. A Siglufirði leika KS-Víðir, í Grinda- vík leika heimamenn gegn Breiða- bliksmönnum og á Ólafsfirði leikur Leiftur gegn Fylki. Leik Keflvíkinga gegn Selfyssing- um, sem vera átti i kvöld, hefúr verið ffestað vegna bikarleiks Keflvíkinga og KR-inga annað kvöld. Leikurinn hefur verið settur á mánudaginn 20. ágúst kl. 19.00. BL Goran Micic á fullri ferð með Víkingum, sem slgla nú lygnan sjó um miðja 1. deildina. Timamynd pjetur. Staðan í 1. deild — Hörpudeildinni: Valur 12 8 2 2 21-13 26 KR 12 7 2 3 18-12 23 Fram 12 7 1 4 23-11 22 ÍBV 11 5 4 2 18-19 19 Víkingur 12 3 7 2 14-13 16 FH 12 5 1 6 16-18 16 Stjaman 12 4 2 6 14-17 14 KA 12 4 1 7 14-16 13 ÍA 12 2 2 8 13-23 8 Þór 11 2 2 7 6-16 8 Staðan í 2. deild PEPSI-deildinni: Breiðablik 10 6 3 i 17-8 21 Fylkir 10 6 2 2 22-7 20 Víðir 10 5 4 1 14-10 19 Selfoss 10 5 1 4 20-14 16 ÍR 10 5 0 5 13-17 15 KS 10 4 1 5 13-15 13 Tindastóll 10 3 2 5 9-16 11 Keflavík 10 3 1 6 7-12 10 Grindavík 10 2 2 6 12-21 8 Leiftur 10 1 4 5 8-15 7 Úrslit leikja í 3. deildinni í knattspyrnu um síðustu helgi: TBA-Völsungur 2-8 Einheiji-Þróttur R. 1-4 Þróttur N.-Haukar 1-2 Reynir Á.-ÍK 2-3 Dalvík-BÍ 3-0 Staðan 1 3. deild í knattspymu Þróttur R. u 10 0 1 33-8 30 Haukar ii 8 1 2 29-18 24 Þróttur N. u 6 2 3 32-16 17 Völsungur ii 3 4 4 19-18 13 Dalvík ii 4 1 6 17-21 13 Reynir Á. u 4 1 6 18-25 13 Einheiji n 2 3 6 18-26 9 BÍ ii 2 2 7 17-27 8 TBA ii 2 0 9 9-43 6 íslenska landsliðið í handknattleik vann nauman sigur á Tékkum 24-23 á ffiðarleikunum í Seattle um helgina og náði þar með fimmta sætinu á leikunum. Það var góður leikur okkar manna i síðari hálfleik sem gerði gæfúmun- inn, en fyrri hálfleikur hafði verið slakur. í leikhléi var staðan 0-11 Tékkum í vil. Sterkur vamarleikur, Knattspyma — 1. deild: KA hafði betur í botnieiknum Islandsmeistarar KA sigruðu Skaga- menn 2-1 í botnbaráttu 1. deildar á Akureyri á fostudagskvöld í miklum baráttuleik. Kjartan Einarsson skor- aði fyrir KA fljótlega í leiknum, Guðbjöm Tryggvason jafúaði fyrir hlé, en Ámi Hermannsson tryggði KA sigurinn undir lokin. BL Friðarleikarnir í Seattle — Körfuknattleikur: Júgóslavar unnu Júgóslavar tryggðu sér gull í körfú- knattleik á friðarleikunum með því að leggja Bandaríkin 85-79, í hálfleik var staðan 34-31. Sigurinn var sér- lega sætur þar sem meiðsl og villu- vandræði hrjáðu júgóslavneska liðið í leiknum. Zarko Paspalj snéri sig á ökkla snemma í fyrri hálfleik og Dino Radja gat lítið leikið með í síðari hálfleik vegna villuvandræða. Tony Kukoc var maðurinn á bak við sigur Júgóslava, skoraði 17 stig og átti 10 stoðsendingar. Jurij Zdovc átti einnig góðan leik, hitti úr 9 af 10 skotum sínum og skoraði 21 stig. Billy Owens var stigahæstur i bandaríska liðinu með 23 stig og 10 ffáköst, en Alonzo Mouming skoraði 18 stig og hirti 13 ffáköst. Sovéska liðið varð í 3. sæti eftir 109- 103 sigur á Brasilíumönnum. Stiga- hæstur Sovétmanna var Valeri Tik- honenko með 30 stig, en hjá Brössun- um gerði Oscar Schmith 44 stig. í leiknum um fimmta sætum unnu Ástralir Puerto Rico 116-92. BL mikil baráttu og hraði í síðari hálfleik var meira en Tékkar réðu við og okk- ar mönnum tókst að sigra eins og áð- ur segir 24-23. Markahæstur var Óskar Ármanns- son sem átti mjög góðan leik, hann skoraði 9 mörk. Bjarki Sigurðsson gerði 5, Héðinn Gilsson 3, Birgir Sig- urðsson 3, Jakob Sigurðsson 2, Guð- jón Ámason og Júlíus Jónasson 1. Stórsigur á Japönum Aðfaranótt fostudags vann íslenska liðið stóran sigur á Japönum 28-27 (12-11). Guðmundur Hrafnkelsson markvörður átti þá ffábæran leik og varði yfir 20 skot. Vamarleikurinn var einnig góður, 6-0 vömin var mjög grimm og sóknarleikurinn var ákveðinn og ógnandi. Um 200 ís- lenskir áhorfendur fylgdust með leiknum. Mörkin: Héðinn Gilsson 6, Valdi- mar Grímsson 4, Júlíus Jónasson 4, Jakob Sigurðsson 3, Óskar Armanns- son 3, Geir Sveinsson 2, Birgir Sig- urðsson 2, Konráð Olavsson 2 og Magnús Sigurðsson 1. BL Knattspyma — 1. deild: — hjá Víkingum í deildinni Valsmenn hafa þriggja stiga forystu í 1. deild — Hörpudeild íslandsmóts- ins i knattspymu eftir 2-2 jafntefli gegn Víkingum á föstudagskvöld. Víkingar gerðu þar með sitt sjöunda jafúteíli í deildinni, en hefðu með smá heppni getað náð sigri í leiknum. Fyrsta mark leiksins leit ekki dags- ins ljós fyrr en skammt var til loka fyrri hálfleiks. Eftir vamarmistök Víkinga kom Þórður Bogason Vals- mönnum yfir. Víkingar sóttu stíft í síðari hálfleik og um miðjan hálfleik- inn jafnaði Trausti Ómarsson metin með skallamarki. En Adam var ekki lengi í paradís. Valsmenn komust strax aftur í forystu eftir mark Sævars Jónssonar. Það var síðan Trausti sem jafnaði á ný úr vítaspymu og liðin deildu með sér stigunum. BL Knattspyrna — 2. deild: Yfirburðir Fylkismanna Fylkismenn eru enn í efsta 2. deildar — Pepsídeildar íslands- mótsins í knattspymu, en heil umferð var leikin í deildinni á mánudagskvöld. Breiðabliks- menn fylgja Árbæingunum fast eftir og margt bendir til þess að þessi tvö lið vinni sér rétt til að leika í 1. deild að ári. Grindvíkingar sóttu ekki gull í greipar Fylkis á Árbæjarvöll. Sunnanmenn fóm með sex mörk á bakinu heim. Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik gerði Kristinn Tómasson tvö mörk og þeir Gunnar Pétursson og Hörður Valsson eitt mark hvor. Breiðabliksmenn gáfú Fylki ekkert forskot í toppbaráttunni þótt sigur þeirra væri ekki eins stór. Þeir unnu 1-0 sigur á Tinda- stól á Sauðárkróki með marki Grétars Steindórssonar í fyrri hálfleik. Á Selfossi unnu heimamenn 1 -0 sigur á IR. Eina mark leiksins gerði Júgóslavinn Dervic úr víta- spymu í upphafi síðari hálfleiks. Undir lok leiksins sóttu IR-ingar mjög en án árangurs og heima- menn stóðu uppi sem sigurvegar- ar. Leiftur og KS gerðu 1 -1 jafntefli í sannkölluðum nágrannaslag á Siglufirði. Bæði mörkin vom skomð í mjög fjörugum fyrri hálfleik. Leifhirsmenn skomðu í upphafi leiks og var þar Hörður Benónýsson að veki. Rétt fyrir hlé tókst Hafþóri Kolbeinssyni að jafna metið fyrir heimamenn. Annar nágrannaslagur fór ffam á Suðumesjum. Þar mættust Keflvíkingar og Víðismenn í Keflavík. Garðbúar unnu þar sinn fyrsta deildarsigur á Keflvíking- um 2-0. Grétar Einarsson skoraði fyrri markið í fyrri hálfleik, en Steinar Ingimundarson það síð- ara í síðari hálfleik. BL jy Friðarleikarnir— Handknattleikur: Island í fimmta sæti eftir sigur á Tékkum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.