Tíminn - 31.08.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.08.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 31. ágúst 1990 Tíminn 3 Frá fundi í Norræna húsinu, viðvíkjandi umfangsmestu kynningu íslenskrar menningar sem gerð hefur veríð á Norðuríöndum. Timamynd: Aml Bjama Umfangsmesta kynning sem fram hefur farið Nýr grunn- skóli í Hafn- arfirði í dag kl. 17, verður nýr grunnskóli, Hvaleyrarskóli, vígður í Hafnarfirði. í fréttatil- kynningu frá Hafnarflarðarbæ segir að hér sé um einstæðan atburð að ræða þar sem þetta mun vera í fýrsta skipti sem fýrsta bygging sem tekin er í notkun í nýju íbúðarhverfi er skóli. Fyrsta skóflustungan að 1. áfanga skólans var tekin 28. desember 1989. Það gerðu þau Aðalheiður Sigfusdóttir og Olafur Hilmarsson, þá 5 ára gömul. Þau Aðalheiður og Ólafur setjast nú í 1. bekk skólans og eiga þar fyrir höndum 10 ára nám. Hvaleyrarskóli er hugsaður og teiknaður sem skóli fyrir nem- endur frá 1. til 9. bekkjar grunn- skólans, þ.e. fyrir skyldunám, og er gert ráð fyrir tveimur bekkjardeild- um í hveijum nemendaárgangi. í fyrsta áfanga fullbúnum eru 7 al- mennar kennslustofur, tónmennta- stofa, raungreinastofa, setustofa fyrir nemendur og herbergi fyrir stuðningskennslu. Þá er einnig í þessum áfanga skólaskrifstofa, skrifstofur skólastjóra og yfirkenn- ara, fundarherbergi, húsvarðarher- bergi, kennarastofa og vinnuað- staða fyrir kennara. Næsta vetur verða um 140 nemendur í skólan- um í 8 bekkjardeildum á aldrinum 6 til 10 ára. Gert er ráð fyrir að þeir sem hefja nám í skólanum í haust ljúki þaðan grunnskólaprófi úr 9. bekk, þau fyrstu vorið 1996. Skólastjóri er Helga Friðfinns- dóttir, en auk hennar starfa við skólann 10 kennarar, skólaritari, gangavörður, starfsstúlka sem sér um gæslu 6, 7 og 8 ára bama og 3 ræstingakonur. Arkitekt skólans er Ormar Þór Guðmundsson og um ffamkvæmd- ir sá ístak hf. Umfangsmesta kynning á ís- lenskri menningu sem gerð hef- ur veríð á Norðuríöndum hefst í annarrí viku septembermánaðar í Gautaborg. Á sýningunni „Bok och Bibliotek 90“, sem er ein stærsta bókasýning Evrópu, verður ísland aðalumfjöllunar- efnið. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, mun opna sýn- inguna í heild á íslenska sýning- arsvæðinu. En samhliða sýn- ingu bóka verður boðið upp á fjölda annarra menningarvið- burða víðs vegar um borgina sem draga athyglina að íslandi. 200 íslendingar munu halda til Gautaborgar til að taka þátt í nær 50 dagskráratriðum af ýmsu tagi. Bókasýningin stenduryfír frá 13. til 16. september. Fjöldi gesta á hliðstæðri sýningu sem haldin var í fyrra var um 60 þús. og búist er við sama Qölda í ár. 1200 blaða- menn hafa tilkynnt komu sína og er von þeirra er að sýningunni standa að hún muni stuðla að margháttuðum menningartengsl- um á milli Svía, Islendinga og annarra sýningargesta frá Norð- urlöndum. Forseti íslands mun einnig opna sýningu íslenskra handrita i Rhösska safninu, taka þátt í um- ræðum, vera heiðursgestur ásamt Silvíu drottningu Svía við hátíð- arsýningu íslensku óperunnar í Stora Teatem og fleira. Sendar verða út fimm sjónvarpsdagskrár um ísland frá menningarmiðstöð Angered. En þar verður einnig staðið fyrir sérstakri íslandsviku í samvinnu við Norræna húsið í Reykjavík, með sýningum grafik- og listmuna auk kvikmyndasýn- inga. I tilefni bókasýningarinnar hefur m.a. birst langt viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur í sænska tímarit- inu „Vi“. Auk þess hafa að und- anfomu birst viðtöl við, og um- fjallanir um, fjölda rithöfunda, svo sem Guðrúnu Helgadóttur, Thor Vilhjálmsson, Þórarin Eld- jám, Steinunni Sigurðardóttur og fleiri. Sömuleiðis hefur mikið verið fjallað um bókasöfn og sölu bóka á Islandi og birst viðtöl við fólk i starfsgreinum er að því efni lúta. jkb —SE íslendingur í dómnefnd sem velur sjónvarps- mynd ársins í Evrópu Skipuleggjendur keppninnar Príx Europa, sem er árieg samkeppni um sjónvarpsþætti, hafa óskað eftir að Laufey Guðjónsdóttir, innkaupafull- trúi í innkaupa- og markaðsdeild Sjónvarpsins, taki sæti í dómnefnd fýr- ir leikið efni. Undanfarin ár hefur sjónvarpsmynd ársins í Evrópu verið valin í þessari keppni en efni er þar skipt í tvo flokka, leikið efni og annað. Tvær dómnefndir meta efnið og kveða upp úrskurð og er Laufey í annarri dóm- nefndinni. Fyrir keppninni standa m.a. Efna- hagsbandalag Evrópu og Evrópuráð- ið og verður hún haldin í Barcelona á Spáni nú í ár. Hlutverk keppninnar er einkum að vekja aukna athygli á fjölbreytni og gæðum evrópsks sjónvarpsefnis, sýna ffarn á hvað sameiginlegt er með svæðum og þjóðum Evrópu og efla menningarsamskipti með evr- ópskum brag í sjónvarpi. I kynningu Prix Europa á keppninni segir: „Samkeppnin er ætluð evr- ópsku sjónvarpsefhi sem er dæmigert fýrir upprunalandið og þar sem um- fjöllunarefni, verklag og ffamleiðslu- aðferð taka af allan vafa um uppruna. Sjónvarpsefnið skal vera gert á svæði stöðvarinnar er sendir það sem ffarn- lag til keppninnar og landffæðilegur, félagslegur og menningarlegur upp- runi þess augljós." Framlag Ríkisútvarpsins Sjónvarps Laufey Guðjónsdóttir, innkaupafulltrúi hjá Sjónvarpinu. til keppninnar er sjónvarpsmyndin Steinbam, sem gerð er eftir handriti Vilborgar Einarsdóttur í leikstjóm Egils Eðvarðssonar. Keppninni lýkur 6. nóvember og þá verða verðlaun afhent. —SE INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í2. FL. B.1985 Hinn 10. september 1990 er tíundi fasti gjalddagi vaxtamiöa verötryggöra spariskírteina ríkissjóös meö vaxtamiöum í 2. fl.B.1985. Gegn framvísun vaxtamiöa nr.10 veröur frá og meö 10. september n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiöi meö 50.000,- kr. skírteini = kr. 3.904,60 Ofangreind fjárhæö er vextir af höfuöstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1990 til 10. september 1990 aö viöbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 2932 hinn 1. september 1990. Athygli skal vakin á því aö innlausnarfjárhæö vaxtamiöa breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiöa nr.10 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiöslu Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. september 1990. Reykjavík, 31. ágúst 1990. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.