Tíminn - 31.08.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.08.1990, Blaðsíða 8
Tíminn 8 Föstudagur 31. ágúst 1990 Föstudagur 31. ágúst 1990 ■......... ....... .... .. ....................................................... .........................................■■ ............................................. : mmBBmmmmmmmmmmmtmmmmammamm Tíminn birtir í heild sinni umdeild samningsdrög að nýjum búvörusamningi: VERÐÁBYRGÐ MIÐIST VIÐ NEYSLUNA Á BÚVÖRU HÉR INNANLANDS Fullyrða má að eitt umdeildasta skjal þjóðfélagsumræðunnar á íslandi þessa dagana séu drög að nýjum búvörusamningi milli ríkisvaldsins og bænda. Af því hefur hlotist snörp orð- ræða milli landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra og bændur hafa skipst á skoðunum um það. Samningsdrögin voru kynnt í ríkisstjórninni í síðustu viku og eru eitt helsta um- ræðuefnið á aðalfundi Stéttarsambands bænda sem nú stend- ur yfir á Reykjum í Hrútafirði. Þar sem einungis brotakennd efnisatriði úr þessum samningsdrögum hafa komið fram, og þó í það vanti af eðlilegum ástæðum allar magntölur, birtir Tíminn í dag þetta skjal í heild sinni: Efnisatriði um- ræðna milli mjólkur og sölu mjólkur og mjólkurafurða á innanlandsmarkaði. Stéttarsam- bands bænda og landbúnaðarráð- herra um grund- völl búvörufram- leiðslu frá 1. september 1992 Landbúnaðarráðherra, íyrir hönd ríkis- stjómar íslands, og Stéttarsamband bænda gera með sér eftirfarandi samkomulag um grundvöll búvöruframleiðslunnar sem bygg- ir á a-lið 30. gr. laga nr. 46/1985 um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. 1. KAFLI Mjólkurframleiðsla Um markmið samnings Meginmarkmið þessa samnings sé að við- halda jafttvægi milli heildarframleiðslu Um verðábyrgð ríkissjóðs og uppgjör Frá og með 1. september 1992 ábyrgist rík- isstjómin (ríkissjóður) að framleiðendur mjólkur fái fullt gmndvallarverð fyrir tiltek- ið magn afurða ár hvert sem þeir leggja inn til afúrðastöðva til vinnslu og sölumeðferð- ar, enda hafi verðákvörðun mjólkurinnar far- ið eftir 8. gr. og 14. gr. laga nr. 46/1985. Ársffamleiðsla mjólkur telst vera innvegið mjólkurmagn, í lífrum talið, frá framleiðend- um í afurðastöð hvert ár (sjá ákvæði í bókun- um um samræmi milli framleiðsluárs og al- manaksárs). Verðábyrgð ríkissjóðs taki mið af meðaltals innanlandsneyslu tveggja næstsíðustu ára og verði hún lögð til grundvallar fyrir verð- ábyrgð rikisins á hverju ári. Innanlands- neysla er hér metin sem neysla mjólkuraf- urða sem ffamleiddar em innanlands. Útreikningur á verðábyrgð ríkisins fyrir hvert ár fer því fram sem hér segir: Dæmi: Innanlandssala (1990 + 1991) / 2 + x % ör- yggismörk = ffamleiðsla með verðábyrgð á framleiðsluárinu 1993. Eftirfarandi stuðlar skulu gilda við um- reikning á mjólk og mjólkurafúrðum yfir í magn innveginnar mjólkur (sjá núgildandi samning): Birgðahald tekur mið af nauðsynlegri birgðastöðu i meðalárferði. Það verður sem hér segir, miðað við áramót hveiju sinni: Neðri mörk Efri mörk Umreiknað í mjóik 14.000.000 ltr 18.000.000 itr Smjör: tonn tonn Ostar: tonn tonn Undanrennuduft: tonn tonn Nýmjólkurduft: tonn tonn Nánari skilgreining á samsetningu birgða fari eflir samkomulagi milli Framleiðsluráðs og Samtaka afúrðastöðva i mjólkuriðnaði, sem landbúnaðarráðherra staðfestir. Rikissjóður leggur fram fjármagn til að greiða mismun á því mjólkurverði, sem framleiðendum er ábyrgst, og því verði sem unnt er að fá fyrir afúrðimar samkvæmt verðskráningu innanlands og við sölu á er- lendan markað. Skipting milli ffamleiðenda á því afúrðamagni, sem þeim er ábyrgst fúllt grundvallarverð fyrir, skal fara eftir reglu- gerð skv. 30. gr. laga nr. 46/1985. Útflutningur mjólkurafurða TIL ATHUGUNAR: Rætt hefur verið um að kostnaður við þann útflutning sem skapast getur af öryggisálagi verði tekinn af verðmiðlunargjaldi. Útflutningur sem kynni að koma til vegna samdráttar í neyslu sem hefði leitt til að birgðir færu umfram effi mörk, yrði þó alltaf á ábyrgð ríkisins. Samningsaðilar em sammála um að taka upp sérstakar viðræður ef þörf reynist um verðlagningu og fyrirkomulag útflutnings mjólkurafúrða vegna afmarkaðra verkefna sem em fyrir utan verðábyrgð ríkissjóðs. Nú verður ffamleiðsla mjólkur meiri en verðábyrgð ríkissjóðs nær til. Skal þá í lok hvers árs fara fram uppgjör á þeim hluta ffamleiðslunnar sem ekki hefúr selst á inn- lendum markaði, heldur farið til útflutnings eða er í birgðum. Uppgjör þetta fari eigi síð- ar fram en í öðmm mánuði ffá lokum fram- leiðsluárs. Birgðir þær sem um ræðir skal fara með eins og fjögurramannanefnd ákveður. Við útflutning mjólkurafúrða, sem ríkis- stjómin hefur tekið verðábyrgð á, mun áþyrgðargreiðslan fúndin sem mismunur á óniðurgreiddu heildsöluverði afúrðanna, þ.m.t. vaxta- og geymslukostnaður, að við- bættum flutningskostnaði, tryggingum og öðmm sannanlegum kostnaði við útflutning afúrðanna, og því verði sem hinn erlendi markaður gefur, þegar útflutningur fer fram. Sé um að ræða afúrð sem ekki er verðskráð af fímmmannanefnd, skv. 14. gr. 1. nr. 46/1985, em aðilar sammála um að leggja verðákvörðun, sem verðábyrgðir reiknast eftir, fyrir fimmmannanefnd, sbr. 13. gr. 1. nr. 46/1985. Um þróun fullvirðisréttar Meginregla verði: Heildarréttur taki mið af hver sala verður á innanlandsmarkaði. Meg- inregla verði sú að aukning heildarréttar leggist við íúllvirðisrétt hjá einstökum fram- leiðendum, en verði um sölusamdrátt að ræða dregst hann hlutfallslega frá einstak- lingsbundnum rétti. Þó verði samið um ákveðna grunnlínu, þannig að fari heildar- fúllvirðisréttur undir ? millj. lítra, þá verði heimilt að grípa til sérstakra aðgerða svo sem að kaupa upp fúllvirðisrétt af einstökum framleiðendum eða fiysta fullvirðisrétt í „skattpotti“ sem í renni ákveðið hlutfall af tilfærslu fullvirðisréttar milli ffamleiðenda. 2. KAFLI Sauðfjárrækt Um markmið samings Meginmarkmið þessa samnings er að koma á sem nánustu jafnvægi milli framleiðslu, sem verðábyrgð samnings nær yfir á hveij- um tíma, og innanlandsneyslu sauðfjáraf- urða. Um verðábyrgð ríkissjóðs Frá og með 1. september 1992 ábyrgist rík- isstjómin (ríkissjóður) að ffamleiðendur sauðfjárafúrða fái ár hvert fúllt grundvallar- verð fyrir tiltekið magn afúrða sem þeir leggja inn til afúrðastöðva til vinnslu og sölumeðferðar, enda hafi verðákvörðun af- urðanna farið eftir 8. gr. og 14. gr. laga nr. 46/1985. Ársffamleiðsla sauðfjárafurða telst vera af- urðir af sauðfé sem lagðar em inn í afúrða- stöð á samningstímabilinu frá 1. janúar til og með 31. desember ár hvert. Afúrðir sauðfjár sem um ræðir em kjöt, slátur (svið, lifur, hjörtu, ným og mör) og gærur. Magn sláturs og gæra, sem ábyrgst er fúllt grundvallar- verð fyrir, skal reiknað á sama hátt og gert er við verðlagningu landbúnaðarafurða, og reiknast af heildarffamleiðslu sem sama hlutfall og verðábyrgð er fyrir af heildar- framleiðslu kindakjöts. Það magn sauðfjárafúrða sem heildar- greiðslur ríkisins til sauðfjárbænda miðast við á hverju ári, ákvarðast af meðaltalssölu á innanlandsmarkaði annað og þriðja ár á und- an að viðbættu ? % öryggismörkum. Heildarmagn og reglur um ábyrgð ríkisins og skiptingu hennar milli ffamleiðenda fyrir hvert ffamleiðsluár skal liggja fyrir eigi síð- ar en ? mánuðum eftir lok síðara viðmiðun- arárs. Dæmi: A) 1992 Innanlandssala á viðmiðunarári (tonn) B) 1993 Innanlandssala á viðmiðunarári (tonn) C) Reglugerð sett í (maí)/(sept.) árið 1994 D) 1995 Framleiðsluár sem reglugerð er sett fyrir. Dæmi: (A + B) / 2 + x % öryggismörk = D (x tonna grunnur). Árin 1992-1994 ábyrgist þó ríkissjóður fullt grundvallarverð fyrir allt að eftirfarandi magn sauðfjárafúrða, sem framleitt er af ábúendum á lögbýlum og er innan fram- leiðsluréttar þeirra Árið 1992 ....? tonn kindakjöts. Árið 1993 ....? tonn kindakjöts. Árið 1994.....? tonn kindakjöts. Á meðan unnið er að aðlögun framleiðsl- unnar samkvæmt framangreindu, skal geng- ið út ffá eftirfarandi grundvallaratriðum í meðferð framleiðsluréttarins, þannig að hann endurspegli sem fyrst raunverulegar aðstæður til framleiðslu: # Onýttur réttur nýtist ekki öðrum ffamleið- endum. # Ekki verði greitt fyrir ónýttan rétt. # Réttur verði ekki færanlegur milli einstak- linga nema í undantekningartilfellum. # Settar verði reglur um hve lengi fram- leiðsluréttur, sem ekki er nýttur af við- komandi ffamleiðanda, geti geymst. Tekið verði sérstaklega á sauðfjárhaldi utan lögbýla með setningu reglna um búfjárhald í þéttbýli. Um birgðahald Birgðatalning skal eiga sér stað í ágústlok ár hvert. Birgðahald í sauðfjárrækt verði á eftirfar- andi hátt: Við upphaf þessa samnings skulu birgðir vera ? tonn, og síðan breytast þannig að ffá og með lokum fyrsta samningsárs verði birgðir innan eftirtalinna marka: Neðri mörk 0 tonn Efri mörk 500 tonn (miðað við ágústlok). Samið verði um kostnað við það birgðahald í kindakjöti sem talið er nauðsynlegt. Um skiptingu verðábyrgðar milli einstakra framleiðenda Skipting ffamleiðsluréttar í hinum nýja samningi byggi á grunni núverandi fúllvirð- isréttarkerfis. .Fram að þeim tíma að nýr grundvöllur tek- ur gildi, verði þó núverandi tilhögun fram- leiðslustjómunar i fúllvirðisréttarkerfi tekin til: gagngerrar endurskoðunar með það að markmiði að gera stjómun framleiðslunnar skilvirkari. Þar verði m.a. gerð sérstök áætl- un um hvemig þróun „svæðisbundinnar hlutdeildar“ í beinum greiðslum geti átt sér stað. Um útflutning sauðfjárafurða Samningsaðilar eru sammála um að útflutn- ingur sauðfjárafúrða þróist sem hér segir: (Byggist á yfirliti um spá um mismun neyslu og framleiðslu, að teknu tilliti til birgða við upphaf samnings). 3. KAFLI Um samstarf stjórnvalda og bænda varðandi framkvæmd búvörusamnings Samningsaðilar em sammála um að nefnd sú sem starfað hefur skv. búvörusamningi dags. 20. mars 1987 (fjögurramannanefnd) starfi áfram. Nefndin er skipuð fjórum aðil- um, tveimur ffá Stéttarsambandi bænda, ein- um frá Landbúnaðarráðuneyti og einum frá Fjármálaráðuneyti. Starfssvið hennar skal vera eftirfarandi: Nefndin skal við upphaf samningstímabils- ins og síðan ársfjórðungslega gera áætlun um framleiðslu, markaðshorfúr, stöðu birgða umsaminna afúrða og ráðstöfún framleiðsl- unnar. Skal nefndin við upphaf hvers verð- lagsárs taka til endurskoðunar reglur fyrir út- reikninga á notkun mjólkur til framleiðslu einstakra mjólkurafúrða og á magni sláturs og gæra í hlutfalli við ffamleiðslu kjöts. Nefndin skal ársfjórðungslega gera bráða- birgðauppgjör yfir stöðu verðábyrgðarreikn- ings og áætlun um greiðslu ríkissjóðs eftir mánuðum. Ennfremur skal hún fylgjast með og halda yfirlit um kaup á fúilvirðsrétti. Heimilt er, sé um það samkomulag í fjög- urramannanefnd, að ráðstafa birgðum eða umffamframleiðslu til sölu á innlendum markaði og veija í því skyni hluta þeirra fjár- muna sem annars hefðu farið til greiðslu út- flutningsbóta. Nefndin getur beitt sér fyrir kaupum fúll- virðisréttar af útflutningsbótafé, ef hag- kvæmt þykir og fúllt samkomulag verður um. (Ræddur hefúr verið sá möguleiki að færa út valdsvið framkvæmdanefndar, þannig að hún verði stjómskipuð, með viðtækara vald- svið en nú). 4. KAFLI Stuðningsaðgerðir við framkvæmd samningsins I sambandi við framkvæmd samningsins verði eftirtaldar ráðstafanir gerðar til að auðvelda framkvæmd hans og greiða fyrir þeim breytingum á atvinnuháttum sem hann felur í sér. Framleiðnisjóði landbúnaðarins verði tryggt fjármagn á ákveðnu árabili þannig að hann hafi möguleika til að auðvelda aðlögun framleiðslunnar að innanlandsmarkaði, sam- tímis því að veita fjármagn til nýrrar at- vinnuuppbyggingar. Lífeyrisgreiðslur verði auknar sérstaklega í þeim tilgangi að gera þeim bændum, sem eru komnir á ellilífeyrisaldur, kleift að hætta búrekstri fýrr en ella. Jarðasjóði verði tryggt ákveðið fjármagn til að gera möguleg uppkaup á þeim jörðum sem ábúendur losna af og seljast ekki með öðrum hætti. 5. KAFLI Um endurskoðun og uppsagnarákvæði Samningsaðilar geta hvor um sig óskað eft- ir viðræðum um endurskoðun á samningi þessum. Hafi viðræður um endurskoðun ekki borið árangur að fjórum mánuðum liðn- um eftir að ósk um þær var komið á fram- færi, getur hvor aðili fyrir sig sagt samningn- um upp með 12 mánaða fyrirvara, hafi for- sendur hans breyst í veigamiklum atriðum. Þó skal uppsögn á sauðfjárhluta samningsins ekki taka gildi fyrr en frá og með öðrum ára- mótum, verði hún lögð fram eftir 15. maí ár hvert. Hvor aðili fyrir sig getur þó sagt samningn- um upp fyrir 1. sept. 1991 án fyrirvara. 6. KAFLI Sérsamningar og bókanir BÓKUNI. Uppgjör á framleiðslu og sölu búvara. Samningsaðilar eru sammála um að frá og með gildistöku þessa samnings, þá falli niður sérstakt uppgjör fyrir framleiðslu og sölu landbúnaðarafúrða yfir tímabilið 1. september til 31. ágúst (nefnt verðlagsár). Uppgjör fyrir framleiðslu og sölu landbún- aðarafurða breytist því frá og með 1. sept- ember 1992. Gera skal upp framleiðslu og sölu búvöru sérstaklega fyrir tímabilið 1. september 1992-31. desember 1992 og skal verð- ábyrgð ríkisins á mjólkurafúrðum taka mið af sölu mjólkur og mjólkurafurða á sama tímabili viðmiðunaráranna. (Einnig hefur verið rætt um 16 manaða uppgjör). Frá og með 1. jan. 1993 fellur því uppgjör fyrir framleiðslu og sölu iandbúnaðarafurða sam- an við almanaksár. BÓKUNII. Fyrirkomulag á hreyfingu á fullvirðisrétti í mjólk milli framleiðenda. Samningsaðilar eru sammála um að þegar jafnvægi riki milli framleiðslu og eftir- spumar á innanlandsmarkaði verði tilfærsla fullvirðisréttar milli einstakra bænda mögu- leg. Sú tilfærsla verði þó háð ákveðnum tak- mörkunum, sem settar verða sérstakar reglur um. BÓKUNIII. Um stofnun Búnaðarsjóðs. Unnið verði að því að sameina Framleiðni- sjóð landbúnaðarins og Stofnlánadeild land- búnaðarins í einn Búnaðarsjóð, þannig að tryggt verði að það fjármagn, sem fyrir hendi er til atvinnuuppbyggingar í landbún- aði, verði nýtt á samræmdan hátt i takt við ríkjandi landbúnaðarstefnu. BÓKUNIV. Um stöðugleika í samkeppn- isstöðu landbúnaðarins. Aðilar em sammála um að forsenda samn- inga af hálfu bænda sé að núverandi starfs- skilyrðum og samkeppnisstöðu mjólkur- og kindakjötsframleiðslu verði ekki raskað í veigamiklum atriðum. Með starfsskilyrðum landbúnaðarins er átt við innflutning bú- vöm, skattlagningu og niðurgreiðslu, svo og annað er hefúr áhrif á rekstrarskilyrði land- búnaðarins. Eftirfarandi skal þó tekið fram: 1) Hvað ákvæði um skattlagningu varðar skal þó tekið fram að stefnt er að því að samræma skattlagningu atvinnugreina, og er því ákveðinn fyrirvari þar fyrir hendi af hálfu ríkisins. 2) Hvað niðurgreiðslur snertir verði í því sambandi tekið mið af meðaltalsniður- greiðslustigi undangenginna ? ára, að frádregnum óbeinum sköttum. 3) Landbúnaðarráðherra mun beita sér fyrir því að ekki verði teknar einhliða ákvarð- anir um aukinn innflutning búvara um- fram það sem niðurstöður í samningum á alþjóðavettvang Ieiða til. Landbúnaðar- ráðherra mun beita sér fyrir því að jöfn- unargjöldum verði beitt eftir því sem heimildir standa til á þann búvöruinn- flutning sem er í beinni samkeppni við innlenda framleiðslu. Jafnframt verði það tryggt að aldrei verði gerðar minni kröfúr til innfluttra búvara en innlendra varðandi aðbúnað á ffamleiðslustigi, framleiðsluaðferða, hollustuhætti og heilnæmi. BÓKUN V. Um svæðaskiptingu í sauð- fjárrækt. Unnið hefur verið að öflun gagna er varða grunn að svæðaskiptingu. Meginatriði í því sambandi hefúr verið að draga fram: 1) Þau svæði þar sem búseta byggist í meg- inatriðum á sauðfjárrækt. 2) Gróðurfarslegt ástand einstakra jarða og stærri svæða. 3) Ástand fjárfestinga og annað sem fram- leiðsluna varðar. Á grundvelli þessa (Búrekstrarkönnunar og Úttektar á gróðurfarslegu ástandi) verði skilgreint hvað skuli teljast „ríkjandi“ sauð- fjárræktarsvæði. Reglur um uppkaup og til- færslu framleiðsluréttar skulu síðan taka mið af þeirri skilgreiningu. BÓKUN VI. Breytt fyrirkomulag á greiðslu fyrir sauðfjárafurðir. Frá og með verðlagsárinu 1991/1992 verði teknar upp beinar greiðslur á niðurgreiðslu- fé til bænda. Hlutfall beinna greiðslna af launalið verðlagsgrundvallar og nánara fyr- irkomulag fer eftir sérstöku samkomulagi milli landbúnaðarráðherra og Stéttarsam- bands bænda. Þeir stjómunarmöguleikar sem þetta fyrirkomulag felur f sér verði nýttir. BÓKUN VII. Aðgerðir til loka núverandi samnings. Fram til loka núverandi samnings, verði unnið markvisst að því að losa út fúllvirðis- rétt í sauðfjárframleiðslu með sérstökum til- boðum og stuðningi við aðra atvinnuupp- byggingu, til að greiða fyrir þeirri aðlögun fullvirðisréttarins að innanlandsmarkaði sem hinn nýi grundvöllur felur í sér. BÓKUN VIII. Starfsréttindi bænda. Unnið verði að því að setja reglur um starfsréttindi þeirra sem starfa að landbún- aði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.