Tíminn - 31.08.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.08.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 31. ágúst 1990 MINNING Marío Vargas Llosa: The Storyteller. Ervgl- Ish Translation by Helen Lane. Faber and Faber1990. Plers Paul Read: A Married Man. Secker and Warburg 1988. Llosa er meðal kunnustu skáld- sagnahöfunda Suður-Ameriku. Með- al skáldsagna hans eru: „The War of the End of the World“ 1985, „The Real Life of Alejandro Mayta" 1986 og „Who Killed Palomini Molero" 1988. Sögur hans gerast i Suður- Ameriku, einkum í Perú, en hann fæddist í Perú 1936. Hann hefur tek- ið þátt í stjómmálum, bauð sig m.a. ffam sem forsetaefni nú í vor, en náði ekki kosningu. Perú er „land óham- ingjunnar", endalausar innanlands- óeirðir, svo að jaðrar við borgara- styrjöld. Rikisstjómin ræður ekki landinu, skæruliðahópar fara um myrðandi og ruplandi og herinn er gjörspilltur eins og stjómmálamenn- imir. Fátæktin er algjör, einkum út um sveitir og í fátækrahverfúm stærri borga, og vonleysið ríkir. Bijálaðir hugmyndaffæðingar ráða sterkustu skæmliðaflokkunum, og aðferðir þeirra minna á aðferðir Pol Pot- stjómarinnar í Kambódíu. Þessi saga gerist einkum í frum- skógum Perú. Aðalpersónan er Saul Zuartas, vinur söguhöfúndar, sem og skólabróðir og félagi úr háskóla. Zu- artas var róttækur í skóla, gyðingur og mikill áhugamaður um mann- fræði. Hann hverfúr snögglega. Það fféttist af honum í ísrael og sagan er um leitina að þessum manni. Ahugi hans og umhyggja fyrir ffumbyggj- um Amazon skóganna varð til þess, að hann hverfur inn í ffumskóginn og gerist sagnaþulur ættflokkanna, en sagnaþulimir fóm um og sögðu fúrðusögur, goðsögur og dæmisögur, sem tengdu saman flokkana. Sagnaþul Amazon Indíánanna svip- ar til trúbadúra miðalda og skálda Kelta, sem fóm um og sögðu sögur og fóm með kvæði, einhverskonar fjölmiðlar löngu liðinna tíma. Zuartas taldi þegar í háskóla, að öll afskipti af Amazon Indíánum væm þeim til ills eins, bæði kristniboð og rannsóknir mannffæðinga á liffiaðarháttum þeirra og hugmyndaheimi. „Menning okkar étur allt upp, eyðileggur lífs- máta og meðvitund ffumstæðra þjóða, sem em e.t.v. síður frumstæðar en þeir, sem álíta sig postula einhverr- ar siðmenningar, látið þá í friði.“ Sá sem „Jón Marteinsson bjargar, er glataður“, sagði Grunnvíkingur í vin- sælli sögu. Þetta á við björgunarstarf allra hjálparstofnana og lækna og vís- indamannaskara, sem er alltaf tilbú- inn til afskipta af þeim sem talið er að þurfí „björgunar“ við samkvæmt eig- in áliti. Zuartas var á annarri skoðun, þessvegna hvarf hann inn í ffumskóg- inn. Llosa segir mjög vel frá. Hann segir hér ótal goðsögur og lýsir venjum og háttum þjóðflokka, sem lifa í anda forfeðra sinna á sama hátt og þeir lifðu í árþúsundir. Þeir em hluti nátt- úmnnar og líf þeirra er eins fjarri „nútímalífi" og hægt er að ímynda sér. Meðal þeirra verða engar breyt- ingar ffá fýTri lífsháttum. Verði ein- hveijar breytingar, þá er talið að þær séu vart merkjanlegar, þar sem þær gerast á mjög löngum tíma. Zuartas áleit að lífsmáti skógarbúa væri alls ekkert „vandamál", þeir lifðu í samræmi við umhverfi sitt og reynsla árþúsundanna réttlætti fúll- komlega tilvem þeirra, einmitt á þessum stað. Hin eilífa endurtekning er lífið í ffumskóginum. Llosa rekur hér margar goðsögur, sem em ákaf- lega annarlegar og jaðrar stundum við að mannffæðin verði fúll lang- söm til lestrar en þessar goðsögur og lifsmáti hafði svo mikið aðdráttarafl fyrir Zuartas, að hann hverfúr úr heimi skynseminnar inn í heima magiunnar. Skýringuna er erfitt að finna, nema hvað hann er á vissan hátt hamlaður, vegna andlitsmeins, sem vekur mörgum andúð fyrst í stað og einnig er hann af gyðingaættum, sem veldur því að honum finnst hann á vissan hátt vera utangarðsmaður. Vegna þessa leitar hann sér heim- kynna meðal þjóðflokka, sem em ekki af heimi þeirra sem nú telja sig færa um að vera forsjónarmenn allra þjóðflokka og þjóða jarðarinnar, þeirra þróuðu þjóða, sem álíta sig vita best, hvað öðrum er fyrir bestu. John Strickland er aðalpersóna skáldsögunnar „A Married Man“ eft- ir Piers Paul Read. Strickland er lög- maður og sagan hefst fostudaginn 3ja ágúst 1973 í húsakynnum undirréttar í London. Mál eins skjólstæðings Piers Paul Read. hans er til umræðu, en allur áhugi hans beinist að væntanlegu fffi hans og fjölskyldu hans. Clara heitir eigin- kona hans. Þau hafa verið gift í 12 ár og eiga tvö böm. Fjölskyldan býr f London og á sumarbústað úti f sveit. Þetta er ósköp venjulegt millistéttar- fólk nema að þvi leyti að Clara á kaþ- ólska foreldra og viðhorf þeirra til viðtekinna gilda nútímamanna em ekki sjálfsögð. Nú er farið í heim- sókn til tengdaforeldranna og þar fer Strickland að lesa smásögu eftir Tol- stoj, sem hann fmnur fyrir tilviljun í bókaskápnum. Sagan er um rúss- neskan lögmann, Ivan Ilych, sem var saksóknari í héraðshöfúðborg úti á landi í Rússlandi á 19. öld. Ivan verð- ur fyrir smávegis áfalli, sem leiðir til þess að hann tekur að breytast úr sjálfsánægðum smáborgara, sem spilar bridge einu sinni f viku við smáembættismenn og kontórista borgarinnar, og er á allan hátt sáttur við lífsmáta sinn, og breytist í mann sem telur sig hafa misst af lífinu og að hafa aldrei gert það, sem hann hefði átt að gera. Hann sér umhverfi sitt í nýju ljósi og endar með uppvesl- an. Smásaga Tolstojs hefúr slík áhrif á Strickland, að hann gengur inn f persónu Tolstojs og þar með hefst at- burðarás sem lýkur á tragískan hátt. Strickland hafði alist upp í hugar- heimi verkalýðsbaráttu, foreldrar hans höfðu verið jafnaðarmenn; frelsi, jafnrétti og bræðralag undir merkjum enska Verkamannaflokks- ins. Strickland hafði verið róttækur á yngri árum, en síðan hafði hugsjóna- eldurinn dofnað og hversdagslíf jú- ristans orðið hlutskipti hans. Fyrir áhrif sögu Tolstojs hefur hann nú nýtt líf, endurvekur fyrri hugsjón- ir og tekur að stunda pólitík, gengur f Verkamannaflokkinn og vill á þing. Eiginkonan og vinir hans henda gam- an að þessum endurlífgaða hugsjóna- manni og hann lifir nú tvöföldu lffi, kynnist fjölda framúrstefnukvenna og femínista, sem eru jafh lausar á kostunum og þær eru miklar ruglu- kollur, einnig pólitfkusum, sem eru misjafnlega raunsæir. Einn besti vin- ur hans segir honum hver sé ástæðan fyrir afturhvarfi hans, en hann sinnir því engu. Hann kynnist fólki af öllum stéttum, terroristum, morðingjum, fjármálamönnum, pólitískum gangst- erum og fjölda kvenna og ein þeirra veldur þvi að sagan endar f tvöfoldu morði. Hugrenningar höfúndar birt- ast bæði í samtölum og í bréfasafni, sem er birt eftir morðin. Read skrifar hér spennandi sögu, raunsæja sögu, sem gerist á síðari hluta þessarar aldar. Siglaugur Brynleifsson. Guðrún Tómasdóttir Fædd 22. febrúar 1900 Dáin 22. ágúst 1990 í dag, 31. ágúst 1990 kl. 15.00, fer ffarn frá Fossvogskirkju, útfor foður- systur minnar, Guðrúnar Tómasdótt- ur, áður á Hæðargarði 28. Hún and- aðist á Elliheimilinu Grund, rúmlega 90 ára gömul. En þar dvaldi hún síð- ustu tvö árin. Guðrún var fædd á Barkarstöðum f Fljótshlíð, 22. febrúar 1900. Foreldr- ar hennar voru Tómas Sigurðsson, bóndi þar og hreppstjóri, og seinni kona hans, Margrét Amadóttir frá Reynifelli. Fyrri kona Tómasar var Guðríður Þóra, systir Margrétar. Tómas missti Guðríði Þóru eftir stutta sambúð. Þau eignuðust eina dóttur, Guðrúnu að nafni, og giftist hún Jóni Ágústi Kristjánssyni frá Marteinstungu. Tómas og Margrét áttu ellefú böm og komust átta þeirra upp. Þau vom, talin í aldursröð: Guðríður Þóra, f. 2. maí 1893, d. 23. febrúar 1986. Maki Magnús Hannes- son. Þau bjuggu í Reykjavík. Ingibjörg, f. 11. mars 1895, d. 8. desember 1981. Maki Ólafúr Sig- urðsson. Þau bjuggu í Vestmannaeyj- um. Ámi, f. 11. nóvember 1896, d. 12. október 1986. Hann bjó á Barkar- stöðum. Sigurður, f. 19. desember 1897, d. 20. apríl 1977. Maki María Sigurðar- dóttir. Hann bjó á Barkarstöðum. Guðrún, sem hér er minnst. Sigríður, f. 10. október 1901, d. 9. maí 1981. Maki Jón Þorsteinsson. Þau bjuggu á Þóroddsstöðum í Ölf- usi. Anna Ársæl, f. 9. mars 1905, d. 13. febrúar 1974. Maki Bárður Óli Páls- son. Þau bjuggu í Reykjavík. Þómnn Marta, f. 12. júní 1913. Maki Haraldur Guðmundsson. Þau bjuggu í Reykjavík. Marta er nú ein eftir á lífi af þeim systkinum og þeirra mökum. Foreldrar Guðrúnar vom rómuð fyr- ir gestrisni og góðvild, og hvarvetna mikils virt. Guðrún ólst upp með for- eldrum sínum í stórum systkinahópi. Heimilið alltaf mannmargt menning- arheimili, þar sem lestur góðra bóka var iðkaður og tónlist í hávegum höfð. Þar var og er oft sungið og spil- að. Allar lærðu þær systur að leika á orgelharmonium. Samheldni þeirra systkina og fjölskyldna þeirra var mikil og samskipti öll til fyrirmynd- ar, þar sem kynslóðabil var óþekkt. Guðrún fór snemma að taka til hend- inni við heimilisverkin, og gekk til allrar vinnu bæði utan dyra og innan. Hún gekk í farskóla, eins og siður var á hennar uppvaxtarárum. Árið 1920 fer hún til Danmerkur, sem f þá daga var sjaldgæft að ungar stúlkur færu. Þar er hún í eitt ár hjá dönskum hjón- um. Bæði á Jótlandi og í Kaup- mannahöfh. Hjónin sem hún var hjá voru henni afskaplega góð. Oft tóku þau hana með sér, ef þau fóru eitt- hvað. Á þeim tíma var það alveg sér- stakt að taka með sér starfsfólkið f skemmtiferðir. Þar kynntist hún tveim fslenskum stúlkum, þeim Ingi- björgu Guðjóns og Mörtu Ólafs, og hélst sá vinskapur alla tið. Þær Ingi- björg og Guðrún skrifúðust á alla tíð, en Ingibjörg flutti vestur um haf. Þegar Guðrún kom heim frá Dan- mörku réð hún sig í vinnu í Hús- stjómarskólanum, sem þær ráku fföken Ingunn og fröken Hólmffiður. Hinn 21. október 1921 giftist hún Jóni Sigurpálssyni, f. 31. okt. 1886, sem þá vann hjá Vísi, en varð síðar kaupmaður í Reykjavík, fyrst á Lind- argötunni og síðar á Baldursgötunni. Hétu verslanir hans Hermes. Seinna varð hann svo bókari hjá fyrirtækjum f Reykjavík. Var hann mjög sam- viskusamur og fær i sínu starfi. Foreldrar hans voru hjónin Sigur- páll Kristjánsson, hákarlaformaður ffá Flatey á Skjálfanda, og Dórothea Jónsdóttir ffá Flatey á Skjálfanda. Jón ólst upp á Húsavík með móður sinni, en faðir hans drukknaði, er hann var tæpra fjögurra ára gamall. Með þeim hjónum rikti mikið jafn- ræði og ffamkoma þeirra einkenndist af einstakri ljúfmennsku og snyrti- mennsku. Samband þeirra bar vott um gagnkvæma virðingu og tillits- semi. Á heimili þeirra dvöldu jafnan í lengri eða skemmri tíma bæði vinir og vandamenn, þar sem öllum var tekið jafn vel. Jón andaðist 18. nóvember 1963. Þau eignuðust fjögur böm. Margr- éti, f. 7. september 1922. Skrifstofú- maður f Keflavík. Hún var gift Raymond Hicks, starfsmanni í breska utanrikisráðuneytinu. Hann lést 1972. Þau eignuðust eina dóttur. Dórothea, f. 1. nóvember 1925. Verslunarmaður í Reykjavík. Hún er gift Kjartani Gunnarssyni lyfsala. Eiga þau Qögur böm. Guðrún Ema, f. 24. nóvember 1930. Skrifstofúmaður í Reykjavík. Gift Axel Wilhelm Einarssyni skrifstofú- manni. Þau eiga þijú böm. Tómas Sigurpáll, f. 28. ágúst 1933. Var sjómaður, en er nú starfsmaður Borgarspítalans. Hann var kvæntur Sjöfn Guðmundsdóttur og eiga þau tvö böm. Bamabamaböm þeirra em nú 20. Þegar böm hennar vom uppkomin vann Guðrún jafhan utan heimilis, margvísleg störf. Hvar sem hún vann, einkenndist allt hennar starf af trúmennsku, ljúfmennsku, samvisku- semi, formfestu og ákveðni. Velferð fjölskyldunnar var henni mikilvæg. Og hvergi lét hún sitt eftir liggja til að rækta sambandið við ættingjana. Alltaf var hún tilbúin á stundinni, ef vinir og ættingjar buðu henni eitt- hvað með sér, eða til sín. Og andlegri reisn hélt hún til síðustu stundar. Óg hún var hafsjór af þjóðlegum fróð- leik. Fyrir hálfú ári gekkst hún undir stóra mjaðmaraðgerð. En það mein hafði háð henni mjög um árabil. Lýs- ir það vel kjark hennar og áræðni, að leggja út i svo mikla aðgerð, þrátt fyrir háan aldur. Aðgerðin tókst blessunarlega mjög vel. Þótt aldur hennar væri hár og heils- an farin að bila, var hún sem fyrr allt- af tilbúin. í sumar fómm við hjónin til hennar f heimsókn seinnipart sunnudags. Þá talaðist þannig til að gaman væri að skreppa til Barkar- staða. Jú, það langaði hana, því eins og hún orðaði það: „Einhvemtímann er aldrei." Við fómm svo öll og tók- um Mörtu systur hennar með til Barkarstaða. Æskustöðvanna, sem vom henni svo kærar. Þessi fallegi dagur, þar sem Fljótshlíðin skartaði sínu fegursta. Og þær yndislegu og hlýju móttökur sem við fengum, vora henni og okkur öllum fögur og ómet- anleg minning. Stuttu seinna fómm við svo í Bú- staðakirkju. En þar var hún sóknar- bam og kirkjugestur um árabil. Það var gaman að sjá hve marga hún þekkti og hve vel henni var fagnað. Alltaf var návist hennar mér gleði- efni og heimsóknir til hennar ekki famar af skyldurækni, heldur af því mig langaði til að hitta hana. Þakk- læti hennar snart mig djúpt, hvað lít- ið sem fyrir hana var gert. Að leiðarlokum þakka ég frænku minni samferðina. Minningin um hana er mér ómetanleg. Ég veit að þeir sem hana þekktu geta tekið und- ir þessi orð með mér. Blessuð sé minning hennar. Margrét Sigurðardóttir. Hveragerði - Umboðsmaður Tíminn óskar eftir umboðsmanni í Hveragerði. Upplýsingar í síma 98-34389 eða á afgreiðslu Tímans, sími 91-686300. Tíminn. Fiskvinnsiustörf Óskum að ráða nokkrar stúlkur, vanar snyrtingu og pökkun. Ennfremur nálgast síldarfrysting og vantar okkur þá nokkra starfsmenn. Fiskiðjuver, Höfn, Homafirði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.